mánudagur, júlí 24, 2006

Pælingar...

Þeir sem þekkja mig vel vita að ég er alltaf að pæla, það mun seint breitast, og ef þú vissir það ekki þá er bara um að gera að kynnast mér betur ;)

Núna er ég búin að sitja við lærdóminn undanfarna daga og líkt og oft vill gerast þegar maður er að læra fer hugurinn að reika og maður fer að pæla. Mínar pælingar snúast flestar um hunda. Í dag (eins og reyndar flesta aðra daga) get ég með sanni sagt að mig langar í annan hund, mig mun alltaf langa í annan hund en ég er ekkert að drífa mig að fá mér annan hund því ég hef mjög sterkar skoðanir á því hvað mig langar í og stekk því ekki á hvað sem er. Það kemur vonandi aldrei sú tíð að ég verði ekki með border collie á heimilinu, og helst myndi ég vilja hafa það þannig að ég myndi aldrei missa Flugu mína, hún mætti vera til í núverandi mynd það sem eftir er. En í því námi sem ég er í hugsa ég að ég hafi ekki almennilega nægan tíma til þess að ala upp annan border svo að vel sé gert þ.a. hugurinn hefur reikað til annara tegunda (líkt og sumir lesendur vita) sem hafa það allar sameiginlegt að vera afar gáfaðar. Ég get ekki útskýrt af hverju en allar þær tegundir sem heilla mig eru á topp 10 listanum yfir gáfuðustu/auðþjálfanlegustu tegundirnar en þær eru:

1. Border Collie - líkt og lesendur vita. Elska þessa tegund og mun vonandi alltaf eiga hana.
2. Poodle - Fyrsti hundurinn minn var poodle, Kátína, hún var yndislegur hundur og mjög gáfuð, en var með PRA og varð því blind.
3. Schafer - Þessi tegund heillar mig mikið, ég hef mikinn áhuga og mun eflaust einhvern daginn eignast schafer, þegar aðstæður og tími passa.
4. Golden - Hef satt best að segja engan áhuga á Golden, skemmtilegir hundar en ekki fyrir mig
5. Dobermann - Þessi tegund mun líklega alltaf sitja mjög fast í mér, ég heillaðist af henni mjög ung en ég get ekki svarað því hvort ég muni nokkurn tíman aftur eiga dobermann, þó ég hafi elskað Sófus útaf lífinu.
6. Shetland sheepdog - Þessi tegund hefur virkilega náð að heilla mig, rosalega skemmtilegir litlir hundar, sem eru þó fjárhundar og virka fínt sem slíkir. En það er eins með þessa tegund eins og margar að ég hef líka mjög sterkar skoðanir á því hvað ég vill og undan hvaða hundum.
7. Labrador retriever - yndisleg tegund en líkt og með goldeninn þá hef ég engan áhuga
8. Papillon - Þetta er síðasta tegundin á þessum lista sem ég hef áhuga á, finnst þetta yndislega fallegir, fjörugir og skemmtilegir hundar og ég á eftir að eignast papillon seinna meir.
9. Rottweiler - skemmtilegir hundar en samt engin áhugi
10. Australian cattle dog - sama hér, enginn áhugi...

Núna á kallinn líklega eftir að fá flog þegar hann les þetta, en elskan, ekki hafa áhyggjur, eins og ég sagði áður þá eru þetta pælingar, ekki plön.

Annað nýtt sem er að gerast hjá mér er það að hestarnir mínir eru farnir austur, það er svolítið tómlegt að geta ekki skellt sér upp í hesthús á hverjum degi og farið í reiðtúr í þessu snilldar veðri sem búið er að vera undanfarna daga. Ég skil ekki alveg af hverju það hlaupa allir hestamenn til um leið og veðrið skánar og komin spretta og henda hrossunum í haga eftir að hafa harkað út veturinn í kuldanum og slarkinu. Svo ég hef bara setið ein heima síðustu daga og öfundast út í kallinn. Hann skellti sér í hestaferð og ég komst ekki með útaf vinnu og öðru, bara ósanngjarnt. En ég verð víst að sætta mig við að síðustu tvö sumur hef ég eiginlega gert þetta sama, þar sem ég vann við að fara með útlendinga í hestaferð, svo ég hef eiginlega ekki rétt á að kvarta. Annars er ég ekki að kvarta, mig langar bara líka að vera í hestaferð, og ég get alveg lofað ykkur að þessi ferð og þetta svæði er mun skemmtilegra en þær ferðir sem ég var með.

En já, þar sem að ég er ekki með neina hesta inni núna þá skellti ég mér með skottuna mína að æfa okkur aðeins í spori og hlýðni. Í sakleysi mínu er ég að keyra út í Heiðmörk þegar ég mæti bíl sem var ansi kræfur að keyra á malarveginum þ.a. ég þurfti að keyra nokkuð utarlega til þess að lenda ekki á bílnum, eftir það varð bíllinn frekar undarlegur í akstri þ.a. ég stoppa og viti menn, er ekki sprungið á honum. Í hljóði blóta ég hinum ökumanninum og tek til við að ná í varadekkið og skipta. Ég var farin að losa felguboltana þegar ungur miskunnsamur samverji stöðvar bíl sinn og bíður aðstoð sína og ég * núna held ég að ég verði rekin úr rauðsokkufeministafélaginu * þáði hana. Ég meina hvað á maður að gera, neita stráknum um að fá að hjálpa manni ? Ekki það að ég gat þetta alveg eins, hef oft skipt um dekk sjálf þ.a. þetta var ekkert vesen, en ég miskunaði mig yfir miskunsama samverjan og leyfði honum að hjálpa mér og í sameiningu skelltum við varadekkinu undir og allt tók þetta örskamma stund.
Svo kom að því að ég lagði spor, stutt og upp í vindinn til að rifja upp fyrir skottunni, beint og bara með einum hlut. Hefur verið um 30 m og ég leyfði því að eldast í c.a. 15 mín, æfðum smá hlýðni á meðan og svo skelltum við okkur í sporið og hún sporaði eins og hershöfðingi, lítið mál fyrir Jón Pál, þ.a. ég lagði annað spor, um 100 m í hægri vindi og fékk það líka að eldast í 15 mín áður en við lögðum af stað og hún leysti það eins og hún hefði aldrei gert annað á æfinni. Verð að vera duglegri að æfa hana í þessu, því hún virðist vera farin að hafa mjög gaman af því. Ég er heldur ekki alveg að sjá að ég nái að halda neitt áfram með hana í leitinni því það eru hreinlega ekki nógu margir klukkutímar í sólarhringnum. En það var nú líka meira farið í þá þjálfun upp á gamanið að læra meira frekar en að verða útkallshundur. Kanski náum við bara að undirbúa okkur fyrir sporapróf, bara svona upp á gannið.

En núna kalla bækurnar mínar á mig.

Þangað til næst
Silja

sunnudagur, júlí 16, 2006

Myndablogg

Mig langaði svona aðeins að sýna ykkur smá myndir af uppáhalds tegundunum mínum

Fyrst og fremst er það náttúrulega borderinn, það mun líklega aldrei önnur tegund ná að heilla mig jafn mikið og hún.




















(littla skottan mín varð náttúrulega að fá að fljóta með ;) )

Svo er það poodle, fyrsti hundurinn minn var poodle, Kátína mín, og ég á eftir að eignast poodle aftur einhvern daginn.












Reyndar eru örfáar aðrar tegundir sem ég hef mjög mikinn áhuga á, en þessar munu líklega ávalt standa mér næst.

p.s. ég held að ég þurfi að fá mér almennilega myndavél, svo maður þurfi nú ekki að vera að ræna myndum af netinu svona ;)

miðvikudagur, júlí 12, 2006

This has me so creaped out

Ég veit ekki af hverju þetta virkar en þetta er eitt það undarlegasta sem ég hef prófað, hver getur fattað galdurinn á bak við þetta

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Allt er nú til

Ég verð að viðurkenna fáfræði mína, en ég hafði ekki hugmynd um að samkynhneigð væri sjúkdómur...

Afhommunarlyfið Hetracil