fimmtudagur, ágúst 30, 2007

Hahhh !!!

Þið eruð ekki svona fræg ;)

http://www.silja.com/

Ég ætla að hafa samband við þá í framtíðinni og sjá hvort ég fái ekki complimentary cruize :D

Annars er ég að fara til Köben á morgun í vinnuferð...

Og myndirnar frá Hollandi eru að hlaðast inn, hægt og rólega (voru soldið margar)

miðvikudagur, ágúst 22, 2007

Hollandsferð og annað

Jæja þá er maður loksins að taka sér einhvern smá tíma til að rita um nýfarna Hollandsferð (komin tími til). Þið kanski tókuð eftir því að ég var ekkert að hafa neitt hátt um það á netinu að ég væri að fara, því maður hefur heyrt sögur af því að óprúttnir aðilar hreinsi út hjá manni (svona er maður nú nojaður...). En allavegana þá vorum við úti í tvær vikur í sumarhúsi í Hollandi, rétt hjá mótsvæði heimsmeistaramótsins. Við vorum með bílaleigubíl (sem átti upphaflega að vera góður 7 manna bíll en þegar við komum út fengum við 9 manna sendibíl sem ég keyrði stærstan part ferðarinnar með fádæma góðu Garmin GPS tæki sem er svo auðvelt að nota að það er nánast forheimskandi.

Við rúntuðum út um allt, það leið ekki sá dagur að við gerðum ekki eitthvað skemmtilegt, fórum í dýragarð, tívolí, Amterdam og fleira. Samt fór nú heil vika í heimsmeistaramótið sem var án efa flottasta mót sem ég hef farið á. Mótsvæðið var til þvílíkla fyrirmynda og það kom mér virkilega á óvart hversu margir góðir hestar voru ræktaðir erlendis. Stemmingin á pöllunum var gjegguð, maður stóð á gólinu allan tímann með íslenska fánan í hendinni. Það voru samt nokkrir "skandalar", t.d. skil ég ekki hvernig er hægt að fá einkun fyrir yfirferðartölt þegar sýna átti skeið, og svo voru hófarnir á Hvin búnir að vera í einhverju fokki sem endaði með því að hann dró undan sér í töltúrslitunum og það ekkert smá, bara nánast hálfur hófurinn með. Svo var Krafturinn góður, alveg helvíti góður og þegar maður kíkir á myndir af honum sem náðust á mótinu þá bara þekkir maður ekki svona fótaburð, ég hef bara aldrei séð svona áður. Hann náði því líka að fara heim með 2 gull og 1 silfur, ekki slæmt. Það var svo verslað alveg slatta á mótinu, komum heim með nýjan hnakk, geldýnur, hlífar og margt fleira. Ég held að ég hafi komið heim með fleiri pör af skóm en ég átti þegar ég fór út. Annars er Holland bara sætasta land í heimi, mér hefði aldrei dottið í hug að það væri til land þar sem ALLIR væru svo snyrtilegir, garðarnir allir eins og klipptir út úr tímaritum (með skrauttrjám, runnum, völundarhúsum, blómum og öllu) og í sveitinni var ekki óalgengt að fólk væri með pínulitlar geitur, dádýr, kindur, ponyhesta og fleiri dýr í garðinum. Þetta var bara eins og að stíga inn í flatt gróðri vaxið ævintýraland.

Reyndar var ég ekki svona hrifin af öllu Hollandi. Við tókum okkur dag í Amsterdam, og án gríns þá var allt fimm sinnum dýrara þar en annars staðar, og ég get ekki sagt að borgin hafi heillað mig, það var bara stílað of mikið inn á túrisman, of mikið af fólki, of "crowded" og allt of mikið af hjólum. Það búa 750 þúsund mans í borginni en þar eru 1.5 milljón hjól... það eru allir á hjólum þarna, út um allt, alls staðar hjólastígar og umferðarreglur fyrir hjólreiðafólk þ.a. maður lendi ekki í árekstri. Við fórum á Maddam Tusseu og það var ferlega gaman, kom mér reyndar á óvart hvað þessar stjörnur eru oft rosalega litlar, bara písl, en þær sem eitthvað er varið í voru á hæð við mig :D Díana prinsessa, Julia Roberts og Angelia Jolie. Við reyndar keyptum okkur ótrúlega flottan glerkubb sem var skorið í mynd af okkur Valda með leiser. Svo röltum við um svæðið, fórum á sexmuseum, út að borða á kínverskum veitingastað sem flýtur á vatninu og svo röltum við um rauða hverfið (mikið gaman :Þ).

Við vorum reyndar heppin að einu leiti, það veiktust nánast allir nema við, en það voru ALLIR étnir af einhverjum helvítis skordýrum, það liggur við að mig klægji enn í bitin...

En jæja, þetta er búið að taka alla kaffipásuna mína, myndirnar úr ferðinni koma fljótlega !