sunnudagur, október 28, 2007
fimmtudagur, október 25, 2007
Heimsins lélegasti bloggari
Já, ég verð eiginlega að flokkast sem heimsins lélegasti bloggari, hef ekki skellt inn línum í að verða mánuð og samt er hellingur búinn að gerast á þessu tímabili. Jæja smá yfirlit
*Það var hundasýning fyrstu helgina í október, ég sýndi nokkra hunda með ágætis árangri á laugardeginum og eyddi síðan sunnudeginum í að rita dóma í einum hringnum. Úrslit sýningarinnar voru mér mjög að skapi þar sem að Dísa kom alla leið frá Spáni og sigraði með Gildewangen's Istan sem er gríðarlega flottur hundur og vel að sigrinum kominn. Hann varð síðan stigahæsti hundur ársins ásamt nýja bennanum hjá Guðnýju hjá Sankti Ice (sem er btw guðdómlega flottur benni). Fynda var að á þessari sýningu varð schaferinn BIS og benninn BIS II en í sumar var það akkúrat öfugt.
*Helgina eftir það fórum við til Húsavíkur, það var í fyrsta skiptið sem ég hef komið þangað og í fyrsta skipti sem Valdi náði gæs en þeir fóru á gæsaveiðar að Björgum þ.a. núna á ég gæsir í kistunni hjá mér.
*Hundafiminámskeið eru hafin loksins og það var mjög góð skráning. Við erum með tvö námskeið í röð þ.a. núna er hundafimi á þriðjudagskvöldum, hvolpaskóli á miðvikudagskvöldum og hundafimi á fimmtudagskvöldum.
*Ég er með nokkur "leyniproject" í gangi núna sem verður allt kynnt þegar það er tilbúið þ.a. þið verðir bara að bíða spennt.
En tímarnir hafa ekki bara verið góðir, því að núna á stuttum tíma hafa tveir frábærir hundar sem ég þekkti fallið frá og votta ég eigendum þeirra alla mína samúð ! Einnig týndist skjóna okkar Valda og fannst svo látin fyrir stuttu. Þetta er fyrsta hrossið í okkar eigu sem hefur fallið frá, en hún náði aldrei að sætta sig í haganum og var dugleg að reyna að stelast yfir skurðinn en að lokum náði skurðurinn henni. Þetta er mikil missir því þetta var stór og falleg meri og var af mjög skemmtilegum ættum.
En jæja núna er kaffipásan mín búin...
*Það var hundasýning fyrstu helgina í október, ég sýndi nokkra hunda með ágætis árangri á laugardeginum og eyddi síðan sunnudeginum í að rita dóma í einum hringnum. Úrslit sýningarinnar voru mér mjög að skapi þar sem að Dísa kom alla leið frá Spáni og sigraði með Gildewangen's Istan sem er gríðarlega flottur hundur og vel að sigrinum kominn. Hann varð síðan stigahæsti hundur ársins ásamt nýja bennanum hjá Guðnýju hjá Sankti Ice (sem er btw guðdómlega flottur benni). Fynda var að á þessari sýningu varð schaferinn BIS og benninn BIS II en í sumar var það akkúrat öfugt.
*Helgina eftir það fórum við til Húsavíkur, það var í fyrsta skiptið sem ég hef komið þangað og í fyrsta skipti sem Valdi náði gæs en þeir fóru á gæsaveiðar að Björgum þ.a. núna á ég gæsir í kistunni hjá mér.
*Hundafiminámskeið eru hafin loksins og það var mjög góð skráning. Við erum með tvö námskeið í röð þ.a. núna er hundafimi á þriðjudagskvöldum, hvolpaskóli á miðvikudagskvöldum og hundafimi á fimmtudagskvöldum.
*Ég er með nokkur "leyniproject" í gangi núna sem verður allt kynnt þegar það er tilbúið þ.a. þið verðir bara að bíða spennt.
En tímarnir hafa ekki bara verið góðir, því að núna á stuttum tíma hafa tveir frábærir hundar sem ég þekkti fallið frá og votta ég eigendum þeirra alla mína samúð ! Einnig týndist skjóna okkar Valda og fannst svo látin fyrir stuttu. Þetta er fyrsta hrossið í okkar eigu sem hefur fallið frá, en hún náði aldrei að sætta sig í haganum og var dugleg að reyna að stelast yfir skurðinn en að lokum náði skurðurinn henni. Þetta er mikil missir því þetta var stór og falleg meri og var af mjög skemmtilegum ættum.
En jæja núna er kaffipásan mín búin...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)