föstudagur, febrúar 29, 2008

Heimsins latasti bloggari

Það er alveg hellingur að gerast, eiginlega of mikið...

Og samt er ég ekki búin að skrifa neitt.

En ég get skýlt mér á bak við það að ég gat ekki komist inn á bloggið mitt í hinni tölvunni þar sem að hún slökkti alltaf á vafraranum þegar ég reyndi það.

Anyhow, hundafimifréttir : reglurnar hafa verið samþykktar *VEI* og erum við farnar að skipuleggja fyrsta mótið með almennilegum reglum. Nánar um það má sjá hér www.hundafimi.is

Það er sýning núna um helgina og eðli málsins samkvæmt er brjálað að gera hjá mér vegna hennar, er að sýna þó nokkra hunda og svona skemmtilegt.

Svo er alveg feikinóg að gera í skólanum og virðist ekkert ætla að hægjast á í því.

Og svo náttúrulega aðal fréttirnar

Ég er að sækja um að komast í dýralækninn í DK, þ.a. ef ég kemst inn þá flyt ég út í haust !!!

Bara svona ef ykkur langaði að vita það :P

mánudagur, febrúar 04, 2008

World's best study partner

ZZZzzzZZZzzzZZZzzz

Þú lætur mig bara vita ef þig vantar eitthvað, heitari tær, göngutúr eða bara knús

föstudagur, febrúar 01, 2008

Vóóóóó

Langt síðan ég bloggaði síðast...

tisk tisk

Annars hef ég ekkert annað en frábærar fréttir að færa !!!!

Haldiði að kallinn hafi ekki tekið sig til og unnið hönnunarkeppni véla og iðnaðarverkfræðinga (sem var alltaf sýnt í "nýjasta tækni og vísindi" hérna á meðan það var og hét). Soldið fyndið þar sem að hann og félagar hans eru í véltæknifræði við HR en ekki verkfræði

Það var innskot í fréttum í kvöld sem má sjá hér

Ég er svo stolt af honum að ég er alveg að deyja !!! En þeir s.s. RÚSTUÐU keppninni, voru með fullt hús stiga í báðum ferðum(voru svo bara 2 aðrir sem náðu að klára brautinna í seinni umferðinni) og besta tíman í báðum ferðum.