Og er þá ekki bara ákjósanlegt að rita nokkur orð. Leynigesturinn er búinn að vera hérna hjá mér í góðu yfirlæti og reyndist alveg frábær félagsskapur fyrir litla námsmanninn. Ég er reyndar aðeins búin að breyta til hjá mér hérna í litlu íbúðinni minni. Við Guðríður skelltum okkur í IKEA stuttu eftir komuna aftur út og versluðum aðeins inn. Ég keypti mér skrifborð, snilldar stól og svo.... daddara - Gardínur !!!
Þ.a. núna er ég ekki lengur með "bráðabirgðargardínurnar" og komin með almennilegar fínar gardínur. Það er smá breyting á íbúðinni, en hún er bara til hins betra þar sem að ég er loksins komin með almennilega lærdómsaðstöðu hérna heima og hún hefur sko verið vægast sagt mikið notuð.
Hérna er nýja skrifborðið
Og auðvitað gardínurnar - bætti svo við veggskrautinu sem ég er lúmskt ánægð með :D
Leynigesturinn var ekki lengi að koma sér fyrir á borðinu þegar það var komið upp - takiði eftir bráðabyrgðagardínunni :P
Og hann er stórgóður lærdómsfélagi
Kisi litli ætlar svo með flugi á klakann á miðvikudaginn þ.a. þá verð ég aftur ein, en það er svosem í lagi því að Kata kemur á fimmtudaginn og planið er að eyða helginni í að leika sér bara ! Er extra dugleg að læra núna þ.a. ég fái minna samviskubit í yfir að taka mér frí yfir helgina. En ég er s.s. að fara í "helgarferð til Köben" um helgina og fæ að njóta þess aðeins að túristast í jólafílíngnum í miðbænum og jóla-Tivolí.
En já, eftir nokkra mánuði hérna í Köben er maður alveg búinn að komast að því að það eru kostir og gallar við að búa hérna. Stærsti gallinn náttúrulega er sá að allir vinir og ættingjar eru heima á klakanum, þ.a. þegar maður er í klemmu, eða t.d. fastur um miðja nótt einhversstaðar þá hefur maður engann sem maður getur fengið til að bjarga sér. Allavegana, ástæða þessara pælinga er s.s. sú að á laugardaginn var spilakvöld heima hjá hinni Siljunni. Við skemmtum okkur langt fram eftir kvöldi, og greinilega aðeins of langt frameftir, því þegar við ætluðum heim þá var næturstrætóinn sem stoppaði þarna fyrir utan hættur að ganga þ.a. við þurftum að rölta aðeins til að finna aðra stoppistöð þar sem að síðasti næturstrætóinn var ekki farinn. Við biðum eftir honum og komumst niður á Ráðhústorg til að taka strætóinn okkar heim. Eeeeeen, þegar við komum þangað var klukkan 5:20 og síðasti strætóinn okkar var farinn...
Þá var ekkert annað að gera en að rölta niður á lestarstöðina og sjá hvenær fyrsta lest færi. Þar hinkruðum við eftir fyrstu lestinni, sem fór klukkan tíu mínútur yfir sex. Eeeeeen, þegar við komumst svo upp í Glostrup og ætluðum að taka strætó þaðan, líkt og venjulega, þá voru næstum því tveir tímar í fyrsta strætó. Þ.a. við enduðum á að taka taxa síðasta spottann. Við vorum ekki komin heim fyrr en rétt fyrir sjö um morguninn, og höfðum verið nánast tvo tíma á leiðinni...
Þetta hefði ekki gerst ef maður hefði haft bíl. Stundum sakna ég þess alveg ferlega að vera ekki bíllaus og hafa bara hjólið og danska samgöngukerfið til að komast á milli. Það er alveg ótrúlegt miðað við það hvað danirnir hreykja sér af fullkomnum almenningssamgöngum, hvað það tekur alltaf hræðilega langan tíma að komast á milli staða! Það er algjörlega fyrir ofan minn skilning af hverju þetta þarf að vera svona, því það mætti t.d. alveg klakklaust fækka strætóskýlum um helming, því blessaður strætóinn er ALLTAF að stoppa.
En jæja, ég er örugglega búin að röfla nóg um þetta :P
Já og svona að lokum, þá fékk ég yndislegan pakka í dag. Valdi sendi mér litla sjónvarpið mitt sem ég fékk í fermingargjöf, þ.a. núna er ég loksins komin með sjónvarp í baunalandinu og aumingjans tölvan mín þarf ekki lengur að vera sjónvarpið mitt ásamt öllu öðru. Hefur mætt töluvert á henni hingað til :) En núna er planið að nota blessaðann imbakassann aðeins til að bæta dönskukunnáttuna, horfa á danskar fréttir og hlusta á danskt mál. Svona lærði ég enskuna þ.a. vonandi hjálpar þetta líka til við dönskuna mína.
Annars er þetta orðið ágætlega langt þetta skiptið, og ég sem ætlaði eiginlega bara að sýna ykkur breytingarnar á íbúðinni :) Ég er farin að kúra með kúrisjúka köttinn mér við hlið og sjá hvor ég sofni ekki hvað og hverju
Þangað til næst
þriðjudagur, nóvember 25, 2008
fimmtudagur, nóvember 13, 2008
man ekki hvað ég ætlaði að skýra þessa fyrirsögn...
En ég ætlaði að segja ykkur að það kemur spennandi leynigestur til mín á morgun. Margir vita reyndar af því hver og hvað hann er en ég hlakka allavegana soldið til.
Annars er ég búin að vera afar dugleg síðustu daga, að mínu mati allavegana, við að fara út að skokka. Við Guðríður erum með ágætis hring hérna í skógjinum sem við förum og planið er að geta haldið út að skokka hann án þess að stoppa (hef aldrei verið góð í að skokka). Ég get haldið út á fullri ferð í svona mínútu, sem hentar náttúrulega mjög vel fyrir mitt sport þar sem að við Fluga klárum brautirnar á 30-40 sekúndum. Það lengsta sem ég hef náð að hlaupa "í einum sprett" er einn hringur í kringum tjörnina, og það var þegar ég var í mínu besta formi...
En núna er planið að reyna að koma sér í eitthvað almennilegt skokkform, og er Guðríður kjörinn félagi í það. Hún getur nefninlega skokkað mikið lengur í einu heldur en ég þ.a. ég hef svona "keppinaut". Pressar mig mikið meira áfram en ef ég fer ein, því ég hef löngum vitað að ef ég væri hross þá væri ég kölluð sérhlífin. Svo er planið að bæta inn í tækjasalnum hérna á kollegiinu, og þar er ég "sterkari" aðilinn og get pressað hana soldið.
En ég bætti við danska númerinu mínu hérna ef gríðarleg löngun til að hringja í mig grípur einhvern. Aldrei að vita...
Annars er ég búin að vera afar dugleg síðustu daga, að mínu mati allavegana, við að fara út að skokka. Við Guðríður erum með ágætis hring hérna í skógjinum sem við förum og planið er að geta haldið út að skokka hann án þess að stoppa (hef aldrei verið góð í að skokka). Ég get haldið út á fullri ferð í svona mínútu, sem hentar náttúrulega mjög vel fyrir mitt sport þar sem að við Fluga klárum brautirnar á 30-40 sekúndum. Það lengsta sem ég hef náð að hlaupa "í einum sprett" er einn hringur í kringum tjörnina, og það var þegar ég var í mínu besta formi...
En núna er planið að reyna að koma sér í eitthvað almennilegt skokkform, og er Guðríður kjörinn félagi í það. Hún getur nefninlega skokkað mikið lengur í einu heldur en ég þ.a. ég hef svona "keppinaut". Pressar mig mikið meira áfram en ef ég fer ein, því ég hef löngum vitað að ef ég væri hross þá væri ég kölluð sérhlífin. Svo er planið að bæta inn í tækjasalnum hérna á kollegiinu, og þar er ég "sterkari" aðilinn og get pressað hana soldið.
En ég bætti við danska númerinu mínu hérna ef gríðarleg löngun til að hringja í mig grípur einhvern. Aldrei að vita...
miðvikudagur, nóvember 12, 2008
Bless bless Ísland - sjáumst aftur um jólin
Já, ég er komin og farin. Stutt stopp, en ég náði að gera ótrúlega mikið á þessum stutta tíma. Það var soldið þéttbókað plan allan tímann og ég náði ekki einu sinni að hitta alla sem mig langaði að hitta, þ.a. það er þá bara jólin næst. Allavegana náðum við Valdi, Fluga og Dís að eyða góðum stundum saman og ég naut þess í ystu æsar að rölta með þær um Rauðavatnið með bolta, skelltum okkur í sveitina að kíkja á hestana, smalaeðlispróf, Uppskeruhátíð, hundafimimót og stelpuhittingur.
En eigum við ekki að byrja á byrjuninni, prófin gengu vel, Vet vid prófinu náði ég þrátt fyrir "major brainfreeze" í einni spurningunni, en það reddaðist samt allt. Kennararnir náðu að leiða mig á rétta braut. Og það var afar góður kostur að geta tekið þetta próf á ensku þar sem að þetta er kjaftafag og mikið mun auðveldara fyrir mig að kjafta mig út úr svona á ensku þegar þetta er ekkert fræðilegt.
Biofysik prófið var áhugavert, kennaranum tókst að hafa það lúmskt erfitt með því að koma með 25% af prófinu úr námsefni síðustu vikunnar. Við "súkkulaði"íslendingarnir vorum öll í sömu stofu fyrir það próf þar sem að við fáum lengri próftíma út fyrsta árið, og það var ágætis fjör á okkur áður en prófið byrjaði. Aumingja hinir sem voru þarna inni með okkur híhí. En kallarnir sem sátu yfir því prófi voru svo gamlir og afslappaðir að þeir voru hreint ekkert að stressa sig á neinu.
Og svo kom zoologi prófið, sem var bara mjög svo eftir bókinni, kláraði það á allt of stuttum tíma. Við Guðríður og Sonja vorum farnar út úr prófinu eftir 45 mínútur, og svo kom biðin... við vorum allar svo spenntar og æstar að komast heim híhí.
Svo komu 10 dagar þar sem að ég sveif um á bleiku skýi.
Dís er búin að þroskast svo mikið frá því ég fór, Fluga skammaði hana ekki mikið og varð voða fegin að fá einhvern til að togast á við sig.
Jólakortamyndin í ár - reynið samt að sleppa því að taka eftir Bónuspokunum :Þ
Sætar saman skvísurnar
En svona að því sem gerðist í vikunni... tjahh allavegana því sem er birtingarhæft á netinu sem alls konar vitleysingar geta lesið :Þ
Ég fór með Dís í smalaeðlispróf og já, hún er með staðfest smalaeðli ;) Hún hafði reyndar aldrei séð rollur áður þ.a. henni fannst hún þurfa halda kindunum og fólkinu saman sem hóp en hún stóð sig samt vel. Þetta var allt saman tekið upp á video og ég sé til hvort ég nenni að skella því á netið, er soldið langt sko. En við stelpurnar gerðum okkur roadtrip úr þessu, Anna Birna fór með Sunnu, Kata með Móra til að æfa sig og Karen til að vera skemmtileg ;) Ég skelli myndunum inn á netið í kvöld en hérna er allavegana ein af okkur Dís í góðum gír (einhverra hluta vegna er ég alltaf á myndavélinni þ.a. það eru ekki margar myndir af mér úr ferðinni...)
En þar sem að ég veit að flestir sem lesa þetta eru hundafólk þá hugsa ég að ég haldi mig við hundaröflið.
En við Fluga fórum á hundafimimótið á sunnudaginn og stóðum okkur bara fjandi vel ! Náðum gulli í öllum flokkum og hún er fyrsti hundurinn til að flytjast upp um flokk í sínum stærðarflokki á landinu, en Bjartur hennar Heiðu náði því líka í smáhundaflokknum.
En núna er ég komin aftur í baunalandið og ég kem ekki aftur fyrr en um jólin...
En eigum við ekki að byrja á byrjuninni, prófin gengu vel, Vet vid prófinu náði ég þrátt fyrir "major brainfreeze" í einni spurningunni, en það reddaðist samt allt. Kennararnir náðu að leiða mig á rétta braut. Og það var afar góður kostur að geta tekið þetta próf á ensku þar sem að þetta er kjaftafag og mikið mun auðveldara fyrir mig að kjafta mig út úr svona á ensku þegar þetta er ekkert fræðilegt.
Biofysik prófið var áhugavert, kennaranum tókst að hafa það lúmskt erfitt með því að koma með 25% af prófinu úr námsefni síðustu vikunnar. Við "súkkulaði"íslendingarnir vorum öll í sömu stofu fyrir það próf þar sem að við fáum lengri próftíma út fyrsta árið, og það var ágætis fjör á okkur áður en prófið byrjaði. Aumingja hinir sem voru þarna inni með okkur híhí. En kallarnir sem sátu yfir því prófi voru svo gamlir og afslappaðir að þeir voru hreint ekkert að stressa sig á neinu.
Og svo kom zoologi prófið, sem var bara mjög svo eftir bókinni, kláraði það á allt of stuttum tíma. Við Guðríður og Sonja vorum farnar út úr prófinu eftir 45 mínútur, og svo kom biðin... við vorum allar svo spenntar og æstar að komast heim híhí.
Svo komu 10 dagar þar sem að ég sveif um á bleiku skýi.
Dís er búin að þroskast svo mikið frá því ég fór, Fluga skammaði hana ekki mikið og varð voða fegin að fá einhvern til að togast á við sig.
Jólakortamyndin í ár - reynið samt að sleppa því að taka eftir Bónuspokunum :Þ
Sætar saman skvísurnar
En svona að því sem gerðist í vikunni... tjahh allavegana því sem er birtingarhæft á netinu sem alls konar vitleysingar geta lesið :Þ
Ég fór með Dís í smalaeðlispróf og já, hún er með staðfest smalaeðli ;) Hún hafði reyndar aldrei séð rollur áður þ.a. henni fannst hún þurfa halda kindunum og fólkinu saman sem hóp en hún stóð sig samt vel. Þetta var allt saman tekið upp á video og ég sé til hvort ég nenni að skella því á netið, er soldið langt sko. En við stelpurnar gerðum okkur roadtrip úr þessu, Anna Birna fór með Sunnu, Kata með Móra til að æfa sig og Karen til að vera skemmtileg ;) Ég skelli myndunum inn á netið í kvöld en hérna er allavegana ein af okkur Dís í góðum gír (einhverra hluta vegna er ég alltaf á myndavélinni þ.a. það eru ekki margar myndir af mér úr ferðinni...)
En þar sem að ég veit að flestir sem lesa þetta eru hundafólk þá hugsa ég að ég haldi mig við hundaröflið.
En við Fluga fórum á hundafimimótið á sunnudaginn og stóðum okkur bara fjandi vel ! Náðum gulli í öllum flokkum og hún er fyrsti hundurinn til að flytjast upp um flokk í sínum stærðarflokki á landinu, en Bjartur hennar Heiðu náði því líka í smáhundaflokknum.
En núna er ég komin aftur í baunalandið og ég kem ekki aftur fyrr en um jólin...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)