sunnudagur, janúar 25, 2009

Ég er klisja

Eða kanski frekar hræsnari. Ég er jú "stórra hunda" manneskja, allir mínir hundar hafa verið stórir og stæðilegir hundar, tjahh eða svona í stærra lagi og ég hef aldrei verið með svona "alvöru" smáhund. Kátína mín var lítil hundur, en hún var samt ekki svo lítill hundur.

En núna er ég komin með óvænta viðbót, samt ekki svo óvænta, á heimilið hjá mér hérna í baunalandinu. En Heiða nældi sér í litla tík sem ætlar að búa hjá mér þangað til hún má flytja heim, s.s. hana Sól, eða True and Trusty Ginger Spice.



Ég skellti mér í gær, eftir celluprófið mitt, með lest á papillon sýningu til að sækja hana. Fékk að hitta pabban, systkini, já og að horfa aðeins á litla klúbbsýningu hjá papillon klúbbnum. Svo skelltum við Sól okkur heim aftur. Og hérna kemur klysjuparturinn - ég ferðaðist með hana innan á úlpunni alla leiðina heim. Ég veit alveg að hún er hundur, og ég veit að hún hefur lappir, samt var bara aðeins of freistandi að halda á henni. Ég gerði þetta reyndar líka til að halda henni rólegri, enda var hún að segja skilið við fjölskyldu og systkini sín og vera alein í fyrsta skipti og var ekkert alveg sátt við það. En já, hún fékk að kúra sem þriðja brjóstið alla leiðina heim.

Annars er ég bæði búin með kemi prófið og cellubiologi prófið, og gæti ekki verið fegnari !! Þ.a. ég er aðeins komin upp á yfirborðið aftur eftir massífan lærdóm frá því í nóvember og get vonandi farið að gera eitthvað meira skemmtilegt. Planið er að skella sér á agility mót og hundasýningu í næsta mánuði þ.a. ég hef allavegana frá einhverju að segja.

Annars ætla ég að sýna ykkur hvað gerist þegar maður ætlar að taka mynd af hvolpi...







þriðjudagur, janúar 13, 2009

Myrkfælin

Já, það er sko ekki gott að vera myrkfælin ef maður fer í göngutúr hérna í myrkri og þoku. Þokan hérna er allt öðruvísi en þoka heima, enda allt fullt af trjám og skuggar allstaðar !

Ég skellti mér í göngutúr í þokunni, sem liggur yfir Kaupmannahöfn núna. Það er sko alls ekki traustvekjandi að rölta um í skógjinum mínum í skjóli nætur og maður sér fyrir sér bófa á bakvið hvert tré. Þá er tilvalið að geta fengið lánaðan göngufélaga með stór eyru, fjórar fætur og stórar tennur. Ekki það að hann Kobbi minn myndi nokkurn tíman gera nokkurri manneskju neitt, enda ljúfur sem lamb. En hann er samt alveg nóg til að maður fái öryggistilfinningu að hafa hann með sér. Ég gekk því í barndóm og fór og spurði hvort "Kobbi mætti koma út að leika". Eitthvað verður maður nú að gera þegar maður er hundlaus.

Annars hefur hann verið skokkfélaginn minn núna undanfarið, ekki veitir af að skella um sig miðjan taumnum og láta hann draga mann í beislinu sínu um allar trissur.

En ég tappaði vel af bloggþörfinni með annálnum mínum, sem er líka bara fínt því að dagarnir hjá mér snúast bara um eitt. Að læra.

Þ.a. þið megið alveg búast við því að ég verði leiðinleg fram að mánaðarmótum. Að minnsta kosti.