En núna er ég komin með óvænta viðbót, samt ekki svo óvænta, á heimilið hjá mér hérna í baunalandinu. En Heiða nældi sér í litla tík sem ætlar að búa hjá mér þangað til hún má flytja heim, s.s. hana Sól, eða True and Trusty Ginger Spice.
Ég skellti mér í gær, eftir celluprófið mitt, með lest á papillon sýningu til að sækja hana. Fékk að hitta pabban, systkini, já og að horfa aðeins á litla klúbbsýningu hjá papillon klúbbnum. Svo skelltum við Sól okkur heim aftur. Og hérna kemur klysjuparturinn - ég ferðaðist með hana innan á úlpunni alla leiðina heim. Ég veit alveg að hún er hundur, og ég veit að hún hefur lappir, samt var bara aðeins of freistandi að halda á henni. Ég gerði þetta reyndar líka til að halda henni rólegri, enda var hún að segja skilið við fjölskyldu og systkini sín og vera alein í fyrsta skipti og var ekkert alveg sátt við það. En já, hún fékk að kúra sem þriðja brjóstið alla leiðina heim.
Annars er ég bæði búin með kemi prófið og cellubiologi prófið, og gæti ekki verið fegnari !! Þ.a. ég er aðeins komin upp á yfirborðið aftur eftir massífan lærdóm frá því í nóvember og get vonandi farið að gera eitthvað meira skemmtilegt. Planið er að skella sér á agility mót og hundasýningu í næsta mánuði þ.a. ég hef allavegana frá einhverju að segja.
Annars ætla ég að sýna ykkur hvað gerist þegar maður ætlar að taka mynd af hvolpi...