Já, ég verð víst að viðurkenna það að ég er löt að blogga :)
Enn og aftur hefur verið nóg að gera, þ.a. þið fáið kanski svona myndayfirlit yfir atburði síðastliðinna daga... hey, hver hefur ekki gaman af því að skoða myndir ;)
Við stelpurnar skelltum okkur á hundasýningu með Ílu litlu í Fredericia, það var ferð til fjár og komum við ansi sáttar heim ! Við byrjuðum á því að ná í bílaleigubílinn sem við vorum búnar að panta, og váááá hvað mig langar til að hafa bíl hérna úti. En það er nú önnur saga !
Þetta er s.s. kagginn sem við fengum, lítill og þægilegur, dísel, og eyddi nánast ENGU ! Tókum hann hjá SIXT bílaleigunni, get fyllilega mælt með þeim !
En ferðalangarnir í þessari skemmtiför voru s.s. ég, Guðríður, Ebba, Íla og Sól.
Ferðin var löng og ströng, yfir brennandi sanda og jökulbreiður... nei, ekki alveg, tók bara svona 2 tíma í akstri, en núna er ég búin að koma á Sjáland, Fjón og Jótland :)
Við mættum galvaskar á sýningarsvæðið á réttum tíma og náðum að skoða "okkar tegundir". Ég fór og fylgdist með Bordernum og Guðríður skottaðist að horfa á Schaferinn. Það var mjög spes að sjá sýna tegund hérna úti, aðeins öðruvísi handbrögð hjá sýnendunum og feldur virtist hafa mikið um árangur að segja, verður spes að koma með Dís í þennan hóp :) Sýningarnar voru þetta týpískt afslappaðar og ekkert mál að vea með hundana þarna, ekki einu sinni Sól sem var náttúrulega gestahundur og ekki á sýningunni.
Linda og Kolla skelltu sér svo á sýninguna líka þ.a. við náðum alveg met mætingu af íslendingum, annars var náttúrulega bara snilld að hitta þær báðar enda yndislegar stelpur !
En já, Íla stóð sig ansi hreint vel, fékk heiðursverðlaun og varð besti hvolpur tegundar.
Svosem ekki skrýtið þar sem að þetta er hrikalega flott tík ! Verður vonandi frábær viðbót í stofninn heima.
Sól skvís fannst sko ekki leiðinlegt á svæðinu enda fékk hún næga athygli.
En já, Íla var ekki búin þ.a. við þurftum að vera á svæðinu allann daginn til að fara í úrslitin. Ég var ekki alveg vön þessu kerfi en við s.s. mættum í fordóm allir hvolparnir, áður en mætt var í stóra hringinn, þ.a. dómarinn var búinn að skoða og meta og dæma hundana áður en í stóra hringinn var mætt. En þetta var um 50 hvolpa "line up" þ.a. þetta tók talsverðann tíma ! En við mættum svo að lokum í stóra hringinn, á BLEIKA teppið, og stóðum okkur enn betur því þegar dómarinn rölti yfir hópinn til að velja topp 4 hundana sína, þá vorum við í þeim hóp. Íla endaði svo sem fjórði besti hvolpur dagsins hvorki meira né minna !
Stórkostlega gaman að ná þessum árangri á sinni fyrstu sýningu, og hvað þá að ná þessum árangri í fyrsta skiptið sem maður stígur í hringinn hérna úti ! Ekki slæmt :D
En svo héldum við heim á leið, eftir skemmtilegan dag, og kvöddum Kollu og Lindu, sem fóru sína leið. Svo leið og beið og næsta helgi kom, og þá kom hann Valdi minn í heimsókn í baunalandi. Þá var sko gaman !
Við náðum ýmislegt skemmtilegt að bralla, fórum á alvöru sveitaball á Amager, snilld, gengum á fjallið snæviþakið, spes, og áttum góðar stundir, enn meiri snilld !
Svo fór ég með hann á völlinn núna áðan, því ég þurfti víst að kveðja hann. Ég hefði reyndar fegin hafa viljað hafa hann bara hjá mér, en maður fær víst ekki alltaf allt sem mann langar. En svona í blálokin, nokkrar myndir af skíðasvæðinu hérna í nágrenninu :)
Skógurinn minn í vetrarbúningnum, en snjórinn er svo farinn núna...
Valdi við hólinn góða, þarna sjáiði hvað hann er stór
Hóllinn í allri sinni dýrð
Skemmtilegur vegvísir upp á hólnum, já og svo auðvitað smá útsýni ;)
Sól kom náttúrulega með
Og hafði módelattitude :P
Já og þetta er skíðabrekkan hjá dönunum, þeir renndu sér grimmt þarna niður, enda nokkuð bratt. En við íslendingarnir myndum gráta sleðana útaf öllum stráunum og öðru sem eyða "sleipninni" í sleðunum svo þeir renni ekki eins hratt hehe.
En nú hef ég ekki mikið meira að segja, í bili, en það verður þó stutt í næsta blogg þar sem að það er hundasýning um helgina og Dís á leiðinni á sýna fyrstu sýningu ekki í hvolpaflokki. Já og ef þið fílið ekki myndablogg, þá bara farið eitthvað annað ;)
miðvikudagur, febrúar 25, 2009
miðvikudagur, febrúar 11, 2009
Má ég kynna Snata
Jebbs, þetta er hann Snati minn... hissa ??
Ég stóðst ekki freistinguna að stríða fólkinu heima þar sem að ég fékk mjög sterk viðbrögð bæði frá Valda og mömmu þegar ég sagði þeim að ég væri að fara að kaupa mér hund. En þetta er s.s. Snati minn, sem m.v. stærð ætlar að vera Border Collie (ég á náttúrulega bara border collie hunda) en hann er ekki ræktunarhæfur vegna tannleysis og skorts á holdafari. En ef þú hélst að ég væri í alvörunni búin að kaupa mér annan hund, þá greynilega þekkiru mig ekki vel ;)
En að öðru, Sól dafnar og stækkar eins og hún fái borgað fyrir það. Hún er alveg að verða hinn fullkomni hundur, um leið og hún er orðin húshrein. En hún er ótrúlega mögnuð að öðru leiti, dótasjúk og sækir og skilar eins og herforingi. Hún er reyndar að fikra sig áfram við að þjálfa mig, með því að leika sér með dót á brúninni á rúminu, láta það detta í gólfið og bíða svo eftir því að ég taki það upp og hendi fyrir hana. Hún er sniðug þetta litla dýr !
Við stöllurnar skelltum okkur í miðbæinn til að kíkja á Kollu fyrir helgi og áttum stórgóðar stundir. Röltum í Christianíu og svo upp á Norreport og settumst á kaffihús og kjöftuðum og kjöftuðum, og kjöftuðum aðeins meira. Ég átti ekki alveg von á því að geta rölt með litla hvolpinn inn á fínt kaffihús og sest með hana til borð alveg eins og ekkert væri sjálfsagðara, en, ekkert var sjálfsagðara...
Við Sól á leiðinni með lestinni
Sól sofandi undir borði á kaffihúsinu, búin að liggja þarna í tæpa 2 tíma
Og svo er núna í augnablikinu snjór í baunalandinu, og vetur í Köben er tæpast hægt að kalla vetur, og það sama má segja um snjóinn.
Hræðilegt ekki satt. Ég hálf sakna þess að hafa ekki hnédjúpan snjó og vera í snjógalla og kuldaskóm og vera samt kalt. En Sól er sátt við snjóinn, í smá stunda í einu allavegana, þangað til að henni verður kalt. En hún hefur samt sem betur fer þessa snilldar ullarpeysu til að vera í svo henni verði ekki kalt.
En svona bara ykkur að segja þá verð ég að segja ykkur hvað hún er að gera akkúrat núna. Hún fann sér tappa af gosflösku og er að dunda sér við að drepa hann upp í rúmi, henda honum svo niðrá gólf, hlaupa og sækja hann og hlaupa aftur upp í sófa. Rosalega gaman að vera hún !
En það er eitthvað farið að týnast inn af niðurstöðum úr prófum, og ég fékk að vita að þar sem að ég stóðs Kemi þá fæ ég extra langt páskafrí ! Svo er bara að bíða eftir hinum niðurstöðunum, spennó !
En ný blokk er byrjuð, og hún er ekkert lítið spennandi, við erum í krufningum og læti. Ég á bunch af myndum af því en ég hugsa að ég láti það eiga sig að setja þær á netið, margt til geðslegra fyrir þá sem hafa ekki áhuga á þessu eins og ég ;)
Svo stefnir í vægast sagt skemmtilegan mánuð núna, hundasýning í Fredericia um helgina sem við ætlum að kíkja nokkrar saman á, Valdi kemur svo í næstu viku (mig hlakkar SVOOO til), sveitaball í Köben með Á Móti Sól, agility mót alla næstu helgi og bara læti. Brjálað að gera s.s. En ég er því miður ekki að sjá að ég geti kíkt á klakann yfir sýninguna eins og ég var að pæla. Það verður víst að vera nóg að koma um páskana.
Þannig að þið megið eiga von á fullt af myndum og allskonar skemmtilegheitum á næstunni !
En þangað til, smá myndir af litla krílinu
Fína lopapeysan
Varð bara að hafa þessa með þó hún væri algjörlega úr fókus, hún var bara að hlaupa svo svakalega hratt litla skottan !
Rosa gaman á harðahlaupum
Svo áttum við smá photosession að taka standi myndir, þetta var skársta myndin, og ég þarf klárlega að fá einhvern til að hjálpa mér.
Því þetta voru "the outtakes"
Og svo bara smá svona skemmtilegt af því að hún er svo sæt
sunnudagur, febrúar 01, 2009
Viljið þið sjá skólann minn
Takiði sérstaklega eftir kúnum ;)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)