Og þá er Dís orðin feit, hvað er það ?!?!?
En já, ég verð víst að viðurkenna að hundurinn minn er orðinn aðeins of þéttur, segi ekki að hún sé neitt mikið feit, en það eru alveg 2 kg þarna sem eiga ekki að vera, og það er ekki nógu gott að hafa svona smá auka einangrun þegar maður ætlar sér að byrja í fiminni af krafti. Það er nefninlega ekkert sérstaklega gott fyrir hundinn að hoppa og djöflast ef þeir eru of feitir. Þannig að núna fer skottan mín í aðhald og við gefum okkur smá spart í rassinn til að koma okkur báðum í gott form.
Ég er samt ennþá að velta því fyrir mér hvernig hún eiginlega laumaðist aðeins til að fitna, ég held að viðvera Orku (samkeppni um matinn, Dís þarf að passa að hún fái nú alveg örugglega að borða og svelti ekki) og það að hvolpamatur sé búinn að vera á boðstólnum sem er mun feitari, hafi haft mikið með þetta að gera. Það sem þær gerðu var að í hvert skiptið sem matur var settur fyrir þær á gólfið, þá fóru þær í dallana hjá hvor annari (maturinn sem hin fær hlýtur náttúrulega klárlega að vera MIKLU betri). Þetta þýðir það að núna er komið annað form á fóðruninni, Orka fær sinn mat inn í búri og Dísar matur er tekinn alltaf eftir smá tíma, hún fær ekkert að hanga með matinn sinn í dallinum eins og áður (þá var það heldur ekki vandamál að hún væri of feit).
Annars er líka vorið loksins komið í baunalandinu, allur snjórinn er farinn og gróðurinn farinn að taka við sér. Loksins get ég farið að lengja göngutúrana okkar þ.a. Dís fái þá meiri hreyfingu og komist þá einnig frekar aftur í form. Þessi vetur var allt of mikill og allt of langur, og magnið af klaka á göngustígunum í skóginum gerði það að verkum undir það síðasta að maður var farinn að velja vandlega hvaða leiðir maður valdi í göngutúrunum. Svo er ég líka farinn að geta hjólað fyrst snjórinn er farinn sem er líka hin fínasta líkamsrækt fyrir hundinn. Eina vandamálið með það er að beislið sem ég hef notað á hana er orðið of lítið á hana (ekki bara af því að hún fitnaði samt) og mig vantar soldið mikið almennilegt dráttarbeisli, en það hefur reyndar verið á dagskránni í soldinn tíma að eignast svoleiðis.
En aftur að hundafiminni. Við skelltum okkur fyrir jól í pre-school tíma í hundafimi, sem var ætlaður fyrir fólk sem var með hvolpa eða að bíða eftir að komast á námskeið, til að koma og "leika sér" í smá grunn tækjum, fórum í hopp og göng í nokkrum útgáfum og skemmtum okkur náttúrulega klárlega fjandi vel. Á þeim tíma var ég soldið hissa á valinu á æfingarsvæðinu, sem er grænt svæði með trjágróður á einni hlið og svo bílgötur á hinum þremur. Túnið er reyndar alveg vel stórt, en það er samt ákveðið undarlegt að vera að æfa á svona opnu svæði þar sem möguleiki er á því að ef maður er með hund sem er gjarn á að hlusta ekki á innkall og svona að hann hlaupi og lendi undir bíl. En í þessum tíma ræddi ég við fólkið sem er með klúbbinn og skráði mig á næsta námskeið hjá þeim sem var svo formlega að byrja í gær. Þau eru ekki með róterandi byrjendanámskeið eins og við heima þ.a. eftir fysiology geðveikina síðasta haust þá hafði ég ekki möguleika á að byrja í fiminni með Dís fyrr en núna, þ.a. við höfum nýtt tímann hingað til í allskonar grunnæfingar og keppnishlýðni grunn. Við ættum því að vera ágætlega undirbúnar undir að geta loksins byrjað.
Fyrsti tíminn á byrjendanámskeiðinu var í gær, þetta var bóklegur tími eða svokallað "theorie aften". Þarna mættu kennararnir og töluðu um námskeiðið, hundafimi og hitt og þetta í tæpa tvo tíma. Valdi var reyndar búinn að segja við mig fyrir nokkru að ég ætti að fara á námskeiðið og vera alveg mesta ljóskan og þykjast ekki vita neitt um hundafimi en mér tókst ekki að sitja á mér og þegar við áttum að kynna okkur þá sagði ég náttúrulega að ég hefði langa reynslu af hundafimiþjálfun á keppnisleveli (sagði reyndar ekki að ég hefði tæplega 10 ára reynslu af kennslu og vantaði bara að ganga 3 námskeið og taka próf til að verða útskrifaður hundafimi og hvolpaskólakennari innan HRFÍ, veit ekki hvort leiðbeinendurnir myndu verða eitthvað feimnir yfir því, eflaust yrðu þeir það samt ekki). Mér mistókst s.s. hrapalega að mæta og vera ljóskan og þykjast ekki vita neitt. Ég var reyndar búin að lofa mér því að meta með rosalega opinn huga til að sjúga í mig þekkingu annarra, og ég ætla mér að standa við það, en það breytir því ekki að ég er fyrir löngu búin að ákveða hvaða aðferðir ég ætla að nota til að kenna Dís t.d. vefið og kontakt tækin, og ég beygi mig ekki frá því.
Þess vegna var ég einnig soldið hissa á því hvaða aðferðir þau ætla að nota til að kenna okkur vefið og kontakt tækin. Reyndar með kontakt tækin þá hef ég sjálf kennt þessa aðferð og mælt með henni við fólkið sem ég hef kennt en hún er erfiðari þegar kemur að keppni að því leyti það er miklu erfiðara að vera stabíll á því að viðhalda þessari hegðun 100% í keppni án þess að hún brotni niður, og margir lenda í því að hundarnir hægja mikið á sér á t.d. brúnni, og fá þ.a.l. verri tíma. Fyrir þá sem ekki vita um hvað ég er að skrifa þá heitir aðferðin "two feet on, two feet off" og byggir á því að hundurinn stoppi á endanum á tækinu með framfætur á jörðinni og afturfætur á tækinu. Vefið aftur á móti kenna þau með því að hafa vefið alveg lokað en með "guide wires" til að sýna hundinum rétta leið gegnum vefið. Þetta líka er ekki leið sem ég ætla að nota.
Aðferðirnar sem ég ætla að nota aftur á móti eru 2x2 frá Susann Garett til að kenna vefið, og "running contacts" eftir fyrirmynd Silviu Trkman. Fæstir hafa eflaust nokkra hugmynd um það hvað ég er að tala, en ég veit að leiðbeinendurnir sem kenna námskeiðið hafa það og vona að þær hjálpi mér. Ef ekki þá bara geri ég þetta sjálf hihi. Þegar ég lít aðeins yfir þennan póst minn aftur þá virka ég soldið sem algjört "know it all", ég er bara soldið föst í mínum venjum, ég vona samt rosalega að ég eigi eftir að læra massa mikið í fiminni hérna úti því það er nóg þar að finna sem ég veit ekki og þekki ekki. En ég er alveg sauðþrá við það hvaða aðferðir ég ætla að nota til að kenna þessi þýðingarmiklu tæki í fiminni því þau þarf að kenna vel og þau þarf að kenna rétt til að eiga einhvern séns í liðið á hæsta level í fiminni, og ég stefni eins langt með Dísiskvís eins og við komumst.
En fyrsti verklegi tíminn verður eftir páska, og ég iða í skinninu eftir því að byrja ! Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég er búin að bíða eftir þessu lengi ! Loksins get ég farið að flytja fréttir af framgöngu í þjálfun, sem þetta blogg var reyndar upphaflega stofnað til að gera :)
þriðjudagur, mars 23, 2010
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)