miðvikudagur, október 25, 2006

Myndir

Ég rakst á ansi skemmtilegar myndir hjá Kollu vinkonu (sem á Ask og Öglu) frá heimsókn Hvuttaklúbbsins upp í Mýrarkoti síðasta vor.


Gyðja litla fékk að fljóta með

Og skemmti sér konunglega









En þarna voru alls konar hundar...


Pommin Sara sem valdi að vera örugg upp á pallinum


Rottweilerinn Helja


Doermann hundurinn Arwen


Egla risaschnauzer






Askur var í essinu sínu, nánast einn um allar þessar stelpur (Birta golden er ekki alveg eins sátt við athyglina)


Auðvitað var Fluga stödd á óðalinu sínu, varð einhver að hafa stjórn á þessum skríl :)


og Ísafold var dugleg við að vera skugginn hennar, enda er Fluga ídolið hennar Ísafoldar


Egla var eitthvað ósátt við að fá ekki að smakka grilluðu pylsurnar


smá kaos í gangi


Ísafold fílaði sig í botn í sveitinni




Og Gyðju þótti þetta ekkert leiðinlegt heldur

miðvikudagur, október 18, 2006

*_*_*_*_*_*

Jæja það er mikið að gera þessa dagana, eiginlega aðeins of mikið að gera. Er allt of mikið sem mann langar að gera, en of lítið sem maður hefur tíma til að gera (nú eða efni á...). Skólinn er alveg á fullu núna og það er allt á haus. Síðustu daga er ég búin að vera að hugsa aðeins of mikið, það er svo mikið sem mig langar til að gera, svo mikið sem mig langar í, en hvorki eru tími né peningar. Það er nú eiginlega helst af því að allt sem mig langar í kostar mikin mikin pening.

Í fyrsta lagi þá langar mig að endurinnrétta íbúðina aftur, en það er alveg verkefni upp á nokkur hundruð þúsund, þ.a. það verður að bíða aðeins. Svo langar mig að fjarlægja runnana í garðinum (það er reyndar kominn tími til þess að klippa þá núna, en maður hefur hreinlega bara ekki tíma), setja upp girðingu, pall, lítið garðhús fyrir slátturvélina og svona. En það kostar náttúrulega líka pening, mikinn pening þ.a. það verður líka að bíða betri tíma. Svo langar mig eiginlega að fá bara sumar aftur, langar að setja einhverja fallega skriðplöntu í garðinn, veit m.a.s. alveg hvar ég vill setja hana, og svo bara blóm, falleg blóm. Annars er ég svo sem ekkert ósátt við veturinn, það eina slæma er kuldinn.

Mig langar reyndar líka alveg ferlega í góða digital myndavél, langar alveg rosalega að geta tekið skemmtilegar myndir, af hundinum, hundum, hestunum okkar og svona. Það er alltaf gaman að eiga fallegar myndir af einhverju sem manni þykir vænt um upp á vegg.

Svo langar mig auðvitað í annan hund, en það mun náttúrulega alltaf vera til staðar. Þeir sem þekkja mig vita það alveg, sú löngun hverfur aldrei. En fjöldinn af tegundum sem eru að heilla mig eykst alltaf. Það er náttúrulega alls ekki gott, ég hef ekki gott af meiri "óákveðni". En það reddast nú bara einhverntíman í framtíðinni :D

Annars erum við Fluga litla bara almennt í góðum gír, við fórum loksins á hundafimiæfingu í vikunni, í fyrsta skiptið eftir að hún slasaði sig. Ég get ekki séð fyrir mitt litla líf að hún sé eitthvað að hægja á sér, alltaf jafn mikill nagli. Hún fékk að vera kennsluhundur hjá ungu sýnendunum, en hún hafði nú samt ekki eins mikið gaman af því að þurfa að liggja kyrr á meðan ég var að aðstoða stelpurnar en það var nú allt í lagi, enda er hún svo hlýðin litla skottan. En mikið rosalega er ég ánægð með þessa hunda sem hafa verið að mæta, margir hundar þarna sem eiga eftir að verða rosalega góðir ef þeir halda áfram á þessari braut. Svo er reyndar ein lítil skotta þarna sem minnir mig soldið á Flugu þegar hún var ung, af tegund sem ég bjóst aldrei við að myndi heilla mig. Litla Border Terrier tíkin hún Rökkurdís er alveg ferlega skemmtileg, algjör nagli og hefur alveg rosalega gaman af því að vinna með mömmu sinni. Svo er Rispa litla (sheltie) líka mjög skemmtileg en ég hef nú lengi verið hrifin af sheltie, þ.a. það eru nú engar "fréttir". Svo eru líka margir Cockerar þarna sem eru yndislegir, og Cavalierar. Svo er reyndar líka ferlega skemmtileg Beagle tík sem er að standa sig rosalega vel og er að koma mér virkilega á óvart. Og svo hafa líka verið að koma skemmtilegir border blendingar og íslendingar, en það kom mér svosem ekkert á óvart ;)


En jæja þangað til næst...

fimmtudagur, október 12, 2006

bloggedí blogg

Já, maður hefur nú ekki alveg verið nógu duglegur við bloggið undanfarið. Það er nú kanski ekki alveg nógu gott, en það eru nú ekki svo margir sem lesa þessar hugleiðingar mínar hvort eð er :Þ

Annars er nú bara gott að frétta, um síðustu helgi var haustsýning HRFÍ, og þeim hundum sem ég fór með gekk nú bara ansi vel. Byrjaði daginn á því að skottast með Púka litla, og viti menn, haldiði að hann hafi ekki fengið fyrstu einkun (gott), íslenskt meistarastig (mjög gott) og alþjóðlegt meistarastig (frábært !!!), hann varð svo þriðji besti rakkinn, en pabbi hans varð besti rakinn. Schaferinn var svo frekar hectik, allir hundarnir fengu fyrstu einkun og framhald, þ.a. þegar komið var í opinn keppnisflokk var orðinn soldill skortur á handlerum :S Það lukkaðist nú allt að lokum.

Annars var ég með ferlegar pælingar í gærkveldi um það hvað ég ætti að skella í bloggið mitt, ýmsar afar háleitar hugsanir í gangi, en svo man maður auðvitað bara ekki neitt...

Anyhow, núna ætti maður að reyna að taka sig á í blogginu !

miðvikudagur, september 20, 2006

Nú er það svart !

Ég er búin að sjá það að ég er háð hundinum mínum.

Það er ekki eins að fara einn út að sprikla og hreyfa sig eins og að hafa hundinn með sér í för. Þetta sér maður ekki fyrr en einn partur af jöfnunni ég+hundur+útiver = hamingjusöm Silja hverfur. Núna er Fluga litla slösuð, henni tókst að skera á sér þófann í göngutúr í gær. Við kíktum svo til doktorsins í dag og létum lappa upp á hana, hún var svæfð, hreinsuð, saumuð og búið um, fékk svo óteljandi sprautur, vaknaði, var vönkuð og asnaleg og við fórum svo heim. Núna er hún með mjög stílhreinar grænar umbúðir á hægri afturfæti, sem hafa allavegana fengið að vera í frið enn sem komið er. Svo liggjum við núna saman upp í sófa, undir teppi að kúra, hún slösuð og ég kvefuð...

Góðar saman mæðgurnar !

þriðjudagur, september 19, 2006

DÍF sýning

Núna á sunnudaginn var haldin deildarsýning DÍF. Ég fór á þá sýningu þar sem að ég var að sýna hana Kersins Urði fyrir Sillu.

Hún er algjört yndi þessi tík, kom til mín með flugi á föstudagskvöldinu og var hjá mér um helgina, Fluga var ekki endilega fullkomlega sátt en þær báru fulla virðingu fyrir hvor annari. Allavegana þá renndi Silla við hérna á sunnudagsmorguninn og kippti okkur Urði upp og við brunuðum áleiðis upp í Ölfushöllina.

Fyrst inn var Syrpa hennar Sillu í hvolpaflokki, Skráma systir hennar var sýnd líka og þær stóðu sig svo vel stöllurnar, heyrðist ekki bofs í þeim allan tímann ! Syrpa var í öðru sæti og Skráma í fjórða, flott það.

Svo var næst inn Surtur og Séra Sómi í opnum flokki rökkum. Silla fór með Surt og ég með Sóma. Í opna flokkinum voru alls 3 svartir rakkar, því Týri pabbi þeirra var þar líka. Sómi hefði alveg getað hagað sér betur, en það heyrðist ekki bofs í honum, bara svona lágt urr því hann langaði að borða alla karlhundana í hringnum. Taumurinn hans hefði líka getað verið betri því þegar ég kom svo að lokum út úr hringnum var ég með tvær blöðrur á puttunum eftir hann...

En hann var samt bara sætur, og kom mér mikið á óvart því Silla fór með Surt, dómarinn var ekki alveg nógu ánægð með hann og hann fékk aðra einkun, og svo Týri líka þ.a. þegar röðin var komin að mér að fara með Sóma þá gerði ég fastlega ráð fyrir því að fá aðra einkun, en viti menn, haldiði að hann hafi ekki knúsað dómarann aðeins og brætt hann hressilega og stóð uppi með rauðan borða fyrir vikið !!! Við náðum reyndar ekki sæti, en það kom mér svosem ekkert á óvart því gæðin á hundunum þarna voru mjög há, mikið af fallegum karlhundum. Svo þegar út úr hringnum var komið tók ég við Urði litlu skellibjöllu. Hún saknaði mömmu sinnar aðeins en við náðum að bæta úr því, en svo þegar við biðum eftir því að fara inn í hringinn þá fannst henni þetta allt saman engan veginn nógu spennandi, og skottið lak ALLTAF niður þegar hún stóð kyrr. Í þokkabót var hún alveg feldlaus, nema bara á buxunum og skottinu, annars staðar var enginn undirfeldur ! Því fórum við inn í hringinn og gerðum ekki ráð fyrir miklu. Þegar kom að okkur að fara fyrir dómarann byrjar Urður auðvitað á því að knúsa hana almennilega, svo skoðar hún hana á hreyfingu, skoðar tennur, mælir hæð og þegar hún ætlar að skoða feldinn hendir Urður sér á bakið fyrir klór, og dómaranum fannst það nú bara fyndið og sætt. Svo þegar við vorum að stilla okkur upp gat hún auðvitað aldrei haldið skottinu uppi...

En viti menn, haldiði a hún hafi ekki líka fengið rauðan borða og þessa líka fínu umsögn, þar sem dómarinn m.a.s. tók fram að hún hefði gott skott ! Svo endaði sýningin á því að hálfbróðir Urðar, hann Kersins Orri kom, sá og sigraði og stóð uppi sem besti hundur sýningar ! Til hamingju með það Linda.

Virkilega fallegur hundur hér á ferð !


Og svo tók venjulega lífið við, skóli og nám, og flensa, því núna sit ég heima að drepast úr kvefi og að fara í fyrsta boot camp tímann á eftir...

I hope I will survive

laugardagur, september 16, 2006

Þetta er bara creapy

vá ískyggilegar staðreyndir eða hvað ?
11.9 - Afhverju?

1. Í New York City eru 11 bókstafir

2. Í Afghanistan eru 11 bókstafir

3. Í nafni Ramsin Yuseb (Hryðjuverkamaðurinn sem hótaði að eyðileggja Twin Tower árið 1993) eru 11 bókstafir.

4. Nafnið George W Bush er 11 bókstafir

Þetta gæti allt verið hrein tilviljun, en nú verður þetta áhugavert:

1. New York er 11. fylkið

2. Í flugi 11 voru 92 farþegar (9 + 2 = 11)

3. Í flugi númer 77 sem einnig flaug á tvíburaturnana voru 65 farþegar (6 + 5 = 11)

4. Árasinn átti sér stað 11. september, sem er einnig þekkt sem 9/11 (9 + 1 + 1 =11)

5. Dagsetningin er eins og neyðarnúmerið í Bandaríkjunum 911 (9 + 1 + 1 = 11)

Ennþá hreinar tilviljanir?? Haltu lestrinum áfram.....

1. Heildarfjöldi fórnarlambanna sem voru í flugvélunum sem notaðar voru í árásunum var 254 (2 + 5 + 4 = 11)

2. 11. september er 254. dagurinn á árinu (2 + 5 + 4 = 11)

3. Hryðjuverkaárásin í Madríd átti sér stað 3.11.2004 (3 + 1 + 1 + 2 + 0 + 0 + 4 = 11)

4. Hryðjuverkaárásin í Madríd átti sér stað 911 dögum eftir árásina á Twin Towers.

... og nú kemur það sem er ennþá merkilegra:

Á eftir fána Bandaríkjanna (Stars and stripes) þá er Örninn þekktasta merki landsins

* Í eftirfarandi versi úr Kóraninum, hinni helgu ritningu Íslam, stendur:

"For it is written that a son of Arabia would awaken a fearsome Eagle.

The wrath of the Eagle would be felt throughout the lands of Allah and

while some of the people trembled in despair still more rejoiced:

For the wrath of the Eagle cleansed the lands of Allah and there was peace."

Þetta er vers númer 9.11 í Kóraninum.

Heldur þú ennþá að um hreinar tilviljanir sé að ræða? Prófaður þá eftirfarandi:

* Farðu í Microsoft Word og gerðu þetta:

1. Skrifaðu með hástöfum: Q33 NY. Flugnúmerið á fyrstu vélinni sem var flogið á tvíburaturnana.

2. Litaðu Q33 NY

3. Breyttu stafastærðinni í 48

4. Breyttu leturgerðinni í WINGDINGS (eða WINGDINGS 1) ÓGNVEKJANDI!!

Ískyggilegt......


HVað finnst ykkur um þetta???

miðvikudagur, september 06, 2006

-------

Hvað segiði, var ég ekki búin að lofa ykkur myndum !





sunnudagur, ágúst 20, 2006

Montblogg

Já, haldiði að maður þurfi ekki að skella inn smá montbloggi eftir helgina. Best að byrja á byrjuninni, síðasta vika var síðasta vikan í vinnunni hjá Valda, og það var allt á hvolfi það var svo mikið að gera. Á fimmtudaginn t.d. vann hann frá rétt að verða 3 um nóttina til miðnættis. Ofan á allt annað skráði hann Artemis í fjórgang á Suðurlandsmótinu og það leit nú ekkert rosalega vel út, en það náðist að redda kerru og á föstudaginn og Valdi brummaði af stað með Artemis og Djákna á Cherokee alla leiðina á Hellu. Á laugardeginum var svo forkeppnin í fjórgangi áhugamanna klukkan 9 um morgunin, og ég, auðvitað föst í bænum við lestur, beið spennt við símann. Um leið og hann er kominn út af vellinum hringir hann í mig og viti menn, haldiði að hann hafi ekki staðið efstur eftir forkeppnina !

Svo í morgun ákvað ég að skella mér austur í smá bíltúr til þess að fylgjast með kallinum. Það er nú ekki á hverjum degi sem hann er að verja efsta sætið á 5 vetra meri úr okkar ræktun og taminn og þjálfuð af honum. Hún er reyndar sterkari upp á hægri þ.a. helsta vafaatriðið hvort hún myndi eiga auðvelt með að grípa vinstra stökk í úrslitunum. Eftir tölt, brokk og fet var hann lang efstur, og svo kom að stökkinu og þá voru allir fingur krossaðir. Í fyrstu beigju tók hún hægra stökk, og svo aftur, og aftur en að lokum náði hann að setja hana á vinstra stökk og náði að klára eina langhlið, ég reyndar bjóst ekki við því að hann fengi einkunn, en jú hann fékk þær en þær voru ekki háar. Svo var komið að yfirferðinni og þá var ekkert gefið eftir, merin keyrð í botn. Svo komu úrslitin og þrátt fyrir afleita stökkeinkun tókst honum samt að vera í fyrsta til öðru sæti, en þar sem hann og önnur kona voru jöfn að stigum upp á kommu þá þurfti að ríða bráðabana, og nú reið á að ná blessaðri merinni upp á rétt stökk. Hún var mun betri á hægu tölti, brokki, feti og svo kom stökkið. Fyrsta tilraun mistókst, hún stökk upp á hægri, langhliðin fór í að undirbúa hana fyrir stökkið og svo... Vinstra stökk, vííííííí!!!!

Hún var orðin ansi þreytt á yfirferðinni, var ekki eins góð eins og í fyrri umferðinni en hún var samt betri, svo kom sætaröðunin (í bráðabana er bara gefin röðun fyrir hvern knapa), fyrsti dómari gaf hinum knapanum 2 sætið, næsti 1 sætið, svo 2, 1 og svo var 5 dómarinn ferlega lengi að "finna tölurnar sínar" og svo kom niðurstaðan.....

Annað sætið fyrir hinn knapann sem þýðir að Valdi fékk 1 sætið hjá þremur dómurum og vann !!!!!! Ekkert lítið montin af kallinum núna, fékk stóra dollu og allt !!!

Skelli inn myndum um leið og ég fæ þær !

mánudagur, ágúst 14, 2006

held ég sé að fara verða búin að lesa yfir mig

en svona til að létta skapið...

Logic

Two Texas farmers, Jim and Bob, are sitting at their favorite bar, drinking beer.

Jim turns to Bob and says, "You know, I'm tired of going through life without an education. Tomorrow I think I'll go to the community college, and sign up for some classes."

Bob thinks it's a good idea, and the two leave. The next day, Jim goes down to the college and meets Dean of Admissions, who signs him up for the four basic classes: Math, English, history, and Logic.

"Logic?" Jim says. "What's that?"

The dean says, "I'll give you an example. Do you own a weed eater?"

"Yeah." "Then logically speaking, because you own a weed eater, I think that you would have a yard."

"That's true, I do have a yard."

"I'm not done," the dean says. "Because you have a yard, I think logically that you would have a house."

"Yes, I do have a house."

"And because you have a house, I think that you might logically have a family."

"Yes, I have a family."

"I'm not done yet. Because you have a family, then logically you must have a wife. And because you have a wife, then logic tells me you must be a heterosexual."

"I am a heterosexual. That's amazing, you were able to find out all of that because I have a weed eater."

Excited to take the class now, Jim shakes the Dean's hand and leaves to go meet Bob at the bar. He tells Bob about his classes, how he is signed up for Math, English, History, and Logic.

"Logic?" Bob says, "What's that?"

Jim says, "I'll give you an example. Do you have a weed eater?"

"No."

"Then you're a queer."

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Ný þjálfunaraðferð!

Þar sem hundaþjálfun er stórt áhugamál hjá mér þá er ég dugleg að fylgjast með nýjungum. Hér er ein sem er áhugaverð

mánudagur, júlí 24, 2006

Pælingar...

Þeir sem þekkja mig vel vita að ég er alltaf að pæla, það mun seint breitast, og ef þú vissir það ekki þá er bara um að gera að kynnast mér betur ;)

Núna er ég búin að sitja við lærdóminn undanfarna daga og líkt og oft vill gerast þegar maður er að læra fer hugurinn að reika og maður fer að pæla. Mínar pælingar snúast flestar um hunda. Í dag (eins og reyndar flesta aðra daga) get ég með sanni sagt að mig langar í annan hund, mig mun alltaf langa í annan hund en ég er ekkert að drífa mig að fá mér annan hund því ég hef mjög sterkar skoðanir á því hvað mig langar í og stekk því ekki á hvað sem er. Það kemur vonandi aldrei sú tíð að ég verði ekki með border collie á heimilinu, og helst myndi ég vilja hafa það þannig að ég myndi aldrei missa Flugu mína, hún mætti vera til í núverandi mynd það sem eftir er. En í því námi sem ég er í hugsa ég að ég hafi ekki almennilega nægan tíma til þess að ala upp annan border svo að vel sé gert þ.a. hugurinn hefur reikað til annara tegunda (líkt og sumir lesendur vita) sem hafa það allar sameiginlegt að vera afar gáfaðar. Ég get ekki útskýrt af hverju en allar þær tegundir sem heilla mig eru á topp 10 listanum yfir gáfuðustu/auðþjálfanlegustu tegundirnar en þær eru:

1. Border Collie - líkt og lesendur vita. Elska þessa tegund og mun vonandi alltaf eiga hana.
2. Poodle - Fyrsti hundurinn minn var poodle, Kátína, hún var yndislegur hundur og mjög gáfuð, en var með PRA og varð því blind.
3. Schafer - Þessi tegund heillar mig mikið, ég hef mikinn áhuga og mun eflaust einhvern daginn eignast schafer, þegar aðstæður og tími passa.
4. Golden - Hef satt best að segja engan áhuga á Golden, skemmtilegir hundar en ekki fyrir mig
5. Dobermann - Þessi tegund mun líklega alltaf sitja mjög fast í mér, ég heillaðist af henni mjög ung en ég get ekki svarað því hvort ég muni nokkurn tíman aftur eiga dobermann, þó ég hafi elskað Sófus útaf lífinu.
6. Shetland sheepdog - Þessi tegund hefur virkilega náð að heilla mig, rosalega skemmtilegir litlir hundar, sem eru þó fjárhundar og virka fínt sem slíkir. En það er eins með þessa tegund eins og margar að ég hef líka mjög sterkar skoðanir á því hvað ég vill og undan hvaða hundum.
7. Labrador retriever - yndisleg tegund en líkt og með goldeninn þá hef ég engan áhuga
8. Papillon - Þetta er síðasta tegundin á þessum lista sem ég hef áhuga á, finnst þetta yndislega fallegir, fjörugir og skemmtilegir hundar og ég á eftir að eignast papillon seinna meir.
9. Rottweiler - skemmtilegir hundar en samt engin áhugi
10. Australian cattle dog - sama hér, enginn áhugi...

Núna á kallinn líklega eftir að fá flog þegar hann les þetta, en elskan, ekki hafa áhyggjur, eins og ég sagði áður þá eru þetta pælingar, ekki plön.

Annað nýtt sem er að gerast hjá mér er það að hestarnir mínir eru farnir austur, það er svolítið tómlegt að geta ekki skellt sér upp í hesthús á hverjum degi og farið í reiðtúr í þessu snilldar veðri sem búið er að vera undanfarna daga. Ég skil ekki alveg af hverju það hlaupa allir hestamenn til um leið og veðrið skánar og komin spretta og henda hrossunum í haga eftir að hafa harkað út veturinn í kuldanum og slarkinu. Svo ég hef bara setið ein heima síðustu daga og öfundast út í kallinn. Hann skellti sér í hestaferð og ég komst ekki með útaf vinnu og öðru, bara ósanngjarnt. En ég verð víst að sætta mig við að síðustu tvö sumur hef ég eiginlega gert þetta sama, þar sem ég vann við að fara með útlendinga í hestaferð, svo ég hef eiginlega ekki rétt á að kvarta. Annars er ég ekki að kvarta, mig langar bara líka að vera í hestaferð, og ég get alveg lofað ykkur að þessi ferð og þetta svæði er mun skemmtilegra en þær ferðir sem ég var með.

En já, þar sem að ég er ekki með neina hesta inni núna þá skellti ég mér með skottuna mína að æfa okkur aðeins í spori og hlýðni. Í sakleysi mínu er ég að keyra út í Heiðmörk þegar ég mæti bíl sem var ansi kræfur að keyra á malarveginum þ.a. ég þurfti að keyra nokkuð utarlega til þess að lenda ekki á bílnum, eftir það varð bíllinn frekar undarlegur í akstri þ.a. ég stoppa og viti menn, er ekki sprungið á honum. Í hljóði blóta ég hinum ökumanninum og tek til við að ná í varadekkið og skipta. Ég var farin að losa felguboltana þegar ungur miskunnsamur samverji stöðvar bíl sinn og bíður aðstoð sína og ég * núna held ég að ég verði rekin úr rauðsokkufeministafélaginu * þáði hana. Ég meina hvað á maður að gera, neita stráknum um að fá að hjálpa manni ? Ekki það að ég gat þetta alveg eins, hef oft skipt um dekk sjálf þ.a. þetta var ekkert vesen, en ég miskunaði mig yfir miskunsama samverjan og leyfði honum að hjálpa mér og í sameiningu skelltum við varadekkinu undir og allt tók þetta örskamma stund.
Svo kom að því að ég lagði spor, stutt og upp í vindinn til að rifja upp fyrir skottunni, beint og bara með einum hlut. Hefur verið um 30 m og ég leyfði því að eldast í c.a. 15 mín, æfðum smá hlýðni á meðan og svo skelltum við okkur í sporið og hún sporaði eins og hershöfðingi, lítið mál fyrir Jón Pál, þ.a. ég lagði annað spor, um 100 m í hægri vindi og fékk það líka að eldast í 15 mín áður en við lögðum af stað og hún leysti það eins og hún hefði aldrei gert annað á æfinni. Verð að vera duglegri að æfa hana í þessu, því hún virðist vera farin að hafa mjög gaman af því. Ég er heldur ekki alveg að sjá að ég nái að halda neitt áfram með hana í leitinni því það eru hreinlega ekki nógu margir klukkutímar í sólarhringnum. En það var nú líka meira farið í þá þjálfun upp á gamanið að læra meira frekar en að verða útkallshundur. Kanski náum við bara að undirbúa okkur fyrir sporapróf, bara svona upp á gannið.

En núna kalla bækurnar mínar á mig.

Þangað til næst
Silja

sunnudagur, júlí 16, 2006

Myndablogg

Mig langaði svona aðeins að sýna ykkur smá myndir af uppáhalds tegundunum mínum

Fyrst og fremst er það náttúrulega borderinn, það mun líklega aldrei önnur tegund ná að heilla mig jafn mikið og hún.




















(littla skottan mín varð náttúrulega að fá að fljóta með ;) )

Svo er það poodle, fyrsti hundurinn minn var poodle, Kátína mín, og ég á eftir að eignast poodle aftur einhvern daginn.












Reyndar eru örfáar aðrar tegundir sem ég hef mjög mikinn áhuga á, en þessar munu líklega ávalt standa mér næst.

p.s. ég held að ég þurfi að fá mér almennilega myndavél, svo maður þurfi nú ekki að vera að ræna myndum af netinu svona ;)

miðvikudagur, júlí 12, 2006

This has me so creaped out

Ég veit ekki af hverju þetta virkar en þetta er eitt það undarlegasta sem ég hef prófað, hver getur fattað galdurinn á bak við þetta

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Allt er nú til

Ég verð að viðurkenna fáfræði mína, en ég hafði ekki hugmynd um að samkynhneigð væri sjúkdómur...

Afhommunarlyfið Hetracil

þriðjudagur, júní 13, 2006

nýtt í fréttum...

er þetta. Ég á afar undarlegan hund. Hef reyndar lengi vitað það, en undanfarið hef ég fengið endanlega staðfestingu á því. Á laugardaginn tók ég eftir því að spenarnir á henni væru orðnir stífir, nokkuð stórir (þessir öftustu) og fullir af mjólk...

Hún ætlar semsagt að viðhalda þessari venju sinni sem hún virðist komin með að fara á gerfióléttu eftir lóðarí (hefði svosem alveg passað m.v. lóðarí að hún hefði verið að gjóta núna) og mjólka sig svo sjálf, undarleg tík þar á bæ. Kanski ætti ég að gefa henni mjólk með matnum og þá myndi hún hætta þessu. En við kíktum s.s. til dýralæknis í gær og fengum aftur mjólkurstoppandi lyf, en aðalástæðan fyrir því að ég fór með hana var sú að hún var með töluvert miklar júgurbólgur um helgina, sem ég var reyndar aðeins búin að ná að mjólka úr henni eitthvað, en þegar dýralæknirinn skoðaði hana þá var hún ekki viss hvort það væri bara júgurbólga þarna heldur vildi hún athuga þegar mjólkin er farin hvort það sé byrjunarmyndun á beri þarna. Litla skottan mín gæti verið komin með æxli, þ.a. hún gæti þurft að fara í aðgerð til að fjarlægja það, og jafnvel í ófrjósemisaðgerð til að stöðva þessa gerfióléttuáráttu hennar. Aumingja litla skottan mín, en það kemur allt í ljós.

þriðjudagur, maí 16, 2006

Sumarið er komið

Ójá sumarið er sko komið, grasið er orðið grænt, fyrsta hitabylgja sumarsins gengin yfir.

Við eyddum helginni (tja eða réttara sagt frá laugardegi fram á sunnudagsmorgun) upp í bústað hjá Hollu og Nonna upp í Holta og Landssveit, þvílíkt gaman, góður matur og svona. Svo fórum við að veiða, geðveikt gaman, veiddum fullt af risastórum fiskum, ég veiddi stærsta fiskinn, missti hann svo og Holla veiddi hann aftur...
smá myndir





Þessi stærsti reyndist vera 7 pund, og það verður urriði í matinn á næstunni :)

Svo eru hérna nokkrar myndir af hryssunum, Artemis og Hyllingu
Hylling frá Reykjavík






Artemis frá Álfhólum








Valdi Sæti og Fluga


Og Stubbur halanegri, þarf að fara að raka hann, en mér fynnst þessi mynd alveg einkennandi fyrir karakterinn hans!

miðvikudagur, maí 03, 2006

próflestur með meiru

Jæja, allir hressir og kátir ?

Núna er eitt próf búið og eitt próf eftir, næsta föstudag. Gaman gaman. Ég sit og les og les, ferlega dugleg, vona bara að ég lesi ekki yfir mig ;)

Ég fékk mér göngutúr í gær, rölti niður með Elliðaránni og yfir stífluna í rólegheitum og allt í einu er eins og stórri spítu sé hennt út í ána. Ég lít við, enginn á svæðinu og ég horfi betur, stuttu seinna gerist þetta aftur, nema hvað í þetta skiptið sé ég hvað er að gerast, þá eru laxar, margir laxar búnir að safnast saman niðri við stíflu, heil torfa af risastórum löxum, margir hverjir allt að meter að lengd. Þetta var skemmtilegt :Þ

En já núna verður héðan í frá 29 apríl svartur dagur, Dísa þú átt alla mína samúð !

föstudagur, apríl 28, 2006

er alveg að fara að verða búin að lesa yfir mig

en smá léttleiki í tilefni dagsins, stal þessu

Að bera fé: Afklæða kind (eða að halda á kind)
Aflafé: Kindur sem stunda veiðiskap
Áhættufé: Fífldjarfar sauðkindur
Eigið fé: Kindur sem maður á sjálfur
Fégirnd: Afbrigðileg kynhneygð (Að girnast sauðfé)
Fégræðgi: Að vera einstaklega sólginn í sauðaket
Féhirðir: Smali
Félag: Lag sem samið er um sauðfé
Félagi: Sá sem leggur lag sitt við sauðfé
Félegur: Eins og sauður
Féleysi: Þegar skorið hefur verið niður vegna riðuveiki
Fjárdráttur: Samræði við kind
Fjárhagur: Einhver sem er afar laginn við sauðfé
Fjárhirslur: Geymslur fyrir sauðfé
Fjárlög: Mörg lög sem samin eru um sauðfé
Fjármagn: Þegar margar ær koma saman
Fjármál: Tungumál sauðkinda/jarm
Fjármálaráðherra: Yfirsmali
Fjármunir: Lausamunir í eigu sauðkinda
Fjárnám: Skóli fyrir kindur
Fjárplógsstarfsemi: Jarðyrkja þar sem sauðfé er beytt fyrir plóg
Fjársöfnun: Smalamennska
Fjárútlát: Þegar ærnar eru settar út á vorin
Fjárvarsla: Það að geyma kindur
Fjárveitingar: Þegar boðið er upp á sauðket í matarboðum
Fjáröflun: Smalamennska
Fundið fé: Kindur sem búið er að smala
Glatað fé: Fé sem ekki hefur komið aftur af fjalli
Grímsá: Kind í eigu Gríms
Handbært fé frá rekstri: Kindur sem menn hafa gefist upp á að reka og ákveðið að bera á höndum sér
Hlutafé: Súpukjöt
Langá: Einstaklega löng kind
Lausafé: Kindur sem eru lausar á afréttinum
Norðurá: Kind að norðan
Opnibert fé: Kindur í eigu ríkisins
Sauðburður: Þegar handbærar kindur eru bornar að á milli staða
Sparifé: Kindur sem ekki eru notaðar hversdags
Stofnfé: Fyrstu kindurnar sem maður eignast
Tryggingafé: Öruggt sauðfé
Veltufé: Afvelta kindur
Þjórfé: Drykkfelldar ær
Þverá: Þrjósk kind
Fjárvana: að vana hrúta


og þá er það meiri lestur ...

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Páskarnir búnir

og lífið byrjað aftur. Ég átti góða páska, búin að gera helling og bara gaman. Var að vinna á Skírdag, og allt brjálað að gera ! Svo fórum við í bíltúr á föstudaginn, kíktum upp í Mýrarkot á hestana okkar, allir í góðum gír. Svo héldum við áfram smá hring og enduðum á því að kíkja á Blesastaði, og þar hitti Fluga mömmu sína sem hún hefur ekki séð í mörg ár. En ég fer ekki af því að hún vissi að Svala væri mamma sín, því ég hef aldrei séð hana lúffa svona fyrir öðrum hundi, en það er alveg á hreinu hvaðan gribban í Flugu litlu kemur, mamma hennar er eins :Þ
Ég ákvað að taka nokkrar myndir af Svölu litlu, sem er að verða 10 ára (og það sést sko ekki á henni, eldist greinilega jafn vel og Fluga mín) því ég átti aldrei neinar almennilegar, en þar sem ég hafði bara símann minn sem hefur eiginlega ekkert zoom þá varð ég alltaf að fara nær henni með símann til að ná almennilegri mynd og þá hennti hún sér á bakið til að snýkja klór.


Þetta var eina almennilega myndin sem ég náði af henni sem sýnir hana alla, hinar komu svona út...


Svo hitti ég reyndar ferlega sæta kisu þarna líka


Anyhow, þá átti ég s.s. afmæli síðasta laugardag, orðin alveg 24 ára gömul :S en í tilefni dagsins ákváðum við að nota gjafabréfið sem við fengum af karlakvöldi fáks. Við s.s. fórum á hótel Selfoss þar sem við áttum gistingu og þriggja rétta málsverð, geðveikt góður matur og læti ! Svo gerðumst við svo fræg að fara í Selfossbíó, örugglega minnsta bíósal landsins að sjá myndina Matador með Pierc Brosnan (man ekki alveg hvernig það er skrifað), ferlega góð mynd, mæli með henni :)
Svo gengu páskarnir sinn vanagang, kíktum í bíltúr, fórum á hestbak og fórum svo í mat til pabba og bara gaman. Í gær fórum við svo með Artemis hans Valda líka austur til Söru frænku hans í þjálfun og sjá hvort það gangi upp að koma henni í sýningu, hún er mjög lofandi og spennandi. Svo kíktum við aðeins á Blesa og hann er bara í góðum gír, ferlega spennandi sumar í vændum ! En jæja núna er það próflestur og meiri próflestur.

laugardagur, apríl 15, 2006

hátíðisdagur

Já hún litla ég á afmæli í dag !!!!!
Orðin alveg 24 ára gömul, dísess hvað tíminn líður hratt !

Anyways, gleðilega páska á morgun :D

laugardagur, apríl 08, 2006

smá breyting

Á sjáfri mér, fór í litun í dag og ákvað að breyta pínulítið til, hvernig lýst ykkur á afraksturinn ?

Svona var ég fyrir



Og svona er ég í dag :)



mánudagur, apríl 03, 2006

spurning

Jæja hvaða hreinræktaða tegund haldið þið að þetta sé ?

sunnudagur, apríl 02, 2006

smá pæling

Þegar ég var að sofna í gærkveldi fór ég einhverra hluta vegna að hugsa um fjárhunda og þjálfun þeirra. Eins og flestir sem þetta lesa vita á ég fjárhund sem ég nota til vinnu, en hún hefur verið þjálfuð í hrossum og er því eiginlega of hörð við kindur. Ég hef notað hana á kindur, til þess að reka þær úr túnum og svona, og það er lítið mál fyrir mig að stjórna henni og hún hefur gott auga, en ég held að ég myndi ekki þora að nota hana í stórri smölun þar sem ég þyrfti að senda hana langt frá mér því þá get ég ekki eins vel fylgst með því að hún grípi ekki í rollurnar sem hún þarf náttúrulega oft að gera við hrossin. Hundarnir meiga nefninlega ekki grípa í lömbin sem eru á leið til slátrunar því áverkinn skemmir kjötið og það lækkar um flokk fyrir vikið og bóndinn fær ekki eins mikið fyrir það. Einnig í fjárhundakeppnum þá fá hundar refsistig fyrir það að grípa í rollurnar og það telst yfirleitt óæskilegt þó svo að það geti verið nauðsynlegt á stundum.

En fjárhundar eru náttúrulega notaðir til þess að smala fleiru heldur en rollum bara, þeir eru notaðir á hesta, nautgripi og jafnvel alifugla (gæsir og endur), og margir þjálfarar og ræktendur sem byrja með unghundana sína á öndum. En ef að hundur færi í að taka í önd þá færi náttúrulega allt í háaloft því endur og gæsir eru ekki náttúruleg hjarðdýr og sækja því ekki í að vera í hóp, og eru þ.a.l. erfiðari í smölun og hundurinn verður að einbeita sér mun meira að missa þær ekki frá sér.

Flestir sem eru að nota fjárhunda í rollur mæla gegn því að venja þá við hesta líka því þá verða þeir of harðir við rollurnar og allt fer í steik. Ætli maður gæti notað hund sem notaður er í hross, á endur eða fugla til að kenna honum að stökkva ekki í fuglana svo maður geti notað hann þar á eftir í rollur ???

Pæling Dagsins

Hvað haldið þið ?

þriðjudagur, mars 28, 2006

Blesi litli farinn...

Á Kanastaði, Leó Geir ætlar að þjálfa hann og svo skulum við sjá hvernig honum gengur í kynbótadóm. Kanski (vonandi) kemst hann inn á landsmót, það væri nú gaman !

Ég fór með hann til Helga dýralæknis í gær til að spattmynda hann (spatt í afturfótum á hrossum getuvr verið mikið vandamál líkt og mjaðmalos hjá hundum) og viti menn, hann var alveg hreinn, sást ekkkert að honum og hann fær einkunina frír ! Gleði gleði, eintóm gleði !

Aðal vesenið var hvað það var ógeðslegt veður á leiðinni, þvílíkt rok á heiðinni og á Selfossi gat maður varla staðið í lappirnar, ógeðslegt ! En við vorum vel útbúin þ.a. allt gekk vel, við komum svo til baka með annan fola til þjálfunar, þ.a. Valdi hafi eitthvað að gera :)

En Blesi er núna farin í sveitina, sem gefur okkur ástæðu til að kíkja þangað oftar og það er sko ekki verra :)

mánudagur, mars 27, 2006

Kvennatölt og helgin á hvolfi

Jæja, það er orðið aðeins of langt síðan ég hef eitthvað látið heyra í mér. Helgin er búin að vera vægast sagt á hvolfi hjá mér, allt of mikið að gera þessa dagana. Um daginn lét ég Jónu draga mig í mótanefnd Andvara, og við vorum að halda fyrsta mótið síðasta föstudag, þ.e. kvennatölt Andvara. *note to self* muna að vera með hitaofn næst þegar ég er að sjá um tölvukerfið! Mér var orðið svo kalt á tímabili að ég var hætt að geta pikkað á tölvuna einkunnir hestanna sem voru að keppa, ekki gott mál ! Ég var lengi lengi lengi að ná í mig hitanum almennilega aftur, en það bætti nú úr skák að hafa stóran hitabangsa með mér í rúminu :Þ

Laugardagurinn var undarlegur, það var brjálað að gera í vinnunni, ég vann lengi og fór svo upp í hesthús á eftir og var ekki komin heim fyrr en um 10 leitið alveg úrvinda, dagurinn í dag var svipaður, mikið að gera í vinnunni, fór svo í fermingarveislu og át næstum því á mig gat en náði þó sem betur fer að hafa aðeins smá stjórn á mér...

anyhow, later, og já endilega kommenta, er svona búin að reyna að vera duglegri við það hjá öðrum líka. Það er alltaf gaman að sjá hverjir eru að stoppa við :D

þriðjudagur, mars 07, 2006

Helgin búin

og ég kvefuð :S

Annars var helgin ágæt, sýningin góð og ég var ánægð með að sjá hunda í sætum í BIS sem eru ekki venjulega alltaf að vinna, held t.d. að núna hafi í fyrsta skiptið border terrier náð sæti, og svo var whippet tíkin alveg gorgeus ! En í þessum töluðu orðum þá liggur lítið hvolpaskott við hliðina á mér, sofandi. Þessi litla tík er undan Töru, sem ég hef verið að sýna, og hún verður hérna þangað til að ég er búin að finna handa henni heimili. Hún er búin að vera svo róleg, svaf í búrinu alla nóttina án þess að það heyrðist píp, ekkert búin að pissa inni enn, en við skulun nú bíða og sjá til. Fluga er reyndar ekki alveg fullkomlega sátt við gestinn og langar helst ekkert að tala við hana. Ef einhver veit um flott heimili fyrir springer skottuna þá má hann endilega láta mig vita :D

föstudagur, mars 03, 2006

Hundasýning

Um helgina, Díses hvað tíminn líður hratt. Svo förum við fjölskyldan með tvö hross í forskoðun kynbótahrossa á morgun, gaman að sjá hvað kemur úr því. En jæja, ég kem líklega með sýningarblogg um helgina. Þangað til næst.
Silja