sunnudagur, júní 17, 2007

Til hamingju með afmælið Fluga mín


Haldiði að Fluga mín sé ekki orðin 9 ára í dag, og það sést sko ekki á henni !

Í tilefni dagsins fórum við í langan góðan reiðtúr í góða veðrinu, einn af þessum reiðtúrum sem ég lifi fyrir, góðir hestar, gott veður, yndislegt umhverfi, tja, þið getið nú bara séð það sjálf ;)


Fríða föruneitið að leggja af stað í langferð




Hæðirnar þaktar lúpínu


Fjör hjá hundunum


Erfitt að læra að teymast


Fögur fjallasýnin


Og Elliðavatnið


Og það var trítlað með


Og svo var áð og hestarnir fengu að bíta






Hundarnir kíktu inn í skóginn að leita að kanínum (sáum fullt af þeim á leiðinni)



Lögð af stað aftur og búin að skipta um hest


Íslenskur skógur (geggjað umhverfi í Heiðmörkinni)


Gróðri vaxin hraunbreiðan


Veistu ekki hvað þú ert að gera mér með að láta mig vera að draga þetta fífl !


HEAVEN !


OHH mér er heitt !


Svona á lífið að vera


AHHHH Velta sér !


I scratch your back, you scratch mine


Pretty :D


Bíddu bíddu, hvar er afmælikakan !

miðvikudagur, júní 13, 2007

föstudagur, apríl 27, 2007

Eigið góðan dag með stjörnuspá dagsins :D

Smá um stjörnumerkin...

Hrútur (20. mars - 20. apríl): Þú ert óþolinmóður og fljótfær egóisti, góður að lofa öllu fögru, en fljótur að gefast upp og láta aðra þrífa upp skítinn. Þú ert keppnismaður og sérlega klár í að keppa við ranga aðila og slá tilgangslaus högg útí loftið. Þú ert kvikindi, en það hjálpar hversu einlægur, barnalegur og einfaldur þú ert.

Naut (20. apríl - 21. maí): Þú ert latur og þrjóskur, enda löngu staðnaður og fastur í sama farinu. Peningar og þægindi eru það eina sem þú hugsar um, enda háður nautnum, mat, sykri og skynörvandi efnum. Þú hreyfist ekki úr stað og selur sannfæringu þína hæstbjóðenda. Þú ert lítið betri en stífluð rotþró.

Tvíburi (21. maí - 20. júní): Þú ert eirðarlaus og yfirborðslegur, alltaf á hlaupum frá einu tilgangslausu verkefni í annað, með hundrað ókláruð járn í eldinum. Þú ert sí ljúgandi, enda sérfræðingur í að gefa loforð sem þú getur ekki staðið við. Vissulega ertu vel gefinn, en þú sóar hæfileikum þínum í blaður og óþarfa.

Krabbi (21. júní - 23. júlí): Þú þykist vera töff, en ert í raun aumingi og tilfinningasósa, og getur ekki talað og tjáð þig, nema með því að væla og kvarta. Þú ert fastur í fortíðinni og munt því fyrr en síðar kafna í drasli og gömlum minningum. Þegar þú reiðist þá fer allt í einn graut og upp blossar grimmd og hefnigirni. En svona dags daglega þá ertu fúll, þunglyndur og sjálfsvorkunnsamur.

Ljón (22. júlí - 23. ágúst): Þú ert eigingjarn og of upptekinn af eigin málum til að hafa áhuga á öðrum. Þú veist allt og hlustar ekki eða öskrar á andmælendur þína. Þú ert svo barnalegur, einlægur og trúgjarn, að það er augljóst að þú hefur aldrei fullorðnast. Þú ert latur, en þegar þú gerir eitthvað, þá gengur þú of langt.

Meyja (23. ágúst - 23. september): Þú ert einn leiðinlegasti maður í heimi, alltaf að kvarta, gagnrýna og skipta þér af fólki, en segir aldrei neitt sem gagnast öðrum. Þú ert alltaf á hlaupum, þykist vera duglegur, en gerir aldrei neitt af viti, ekki frekar en stormur í tebolla. Þú ert stressuð taugahrúga.

Vog (23. september - 22. október): Þú þykist vera ljúfur og vingjarnlegur, en ert í raun falskur og eigingjarn, brosir framan í fólk, en lýgur og ferð bakvið aðra.
Það tekur þig óratíma að taka ákvarðanir, en þegar það loksins gerist, ertu óhagganlegur, enda of latur til að hugsa málin aftur og of upptekinn af því að smjaðra fyrir öðrum.

Sporðdreki (23. október - 21. nóvember): Þú ert frekur og valdasjúkur, færð einstök mál á heilann (þráhyggja) og ert því einhæfur og hundleiðinlegur. Þú ert ímyndunarveikur og tortrygginn, móðgast útaf engu og gerir úlfalda úr mýflugu. Lífið er annað hvort frábært eða ómögulegt.
Þú ert eins og biluð plata, stöðugt að spila sama lagið.

Bogmaður (22. nóvember - 21. desember): Þú ert týpan sem grautar í öllu, en kann ekkert, enda alltaf á hlaupum úr einu í annað. Þú átt erfitt með að þekkja takmörk þín, ert agalaus, flýrð óþægindi og veist ekki hvernig þú átt að nýta hæfileika þína. Ef þú nærð tökum á einhverju, þá hleypur þú í verkefni sem þú ræður ekki við.

Steingeit (21. desember - 20. janúar): Þú ert stífur og vansæll vinnualki, fastur í tilgangslausum siðum og reglum, alltaf að skipta þér af öðrum og segja þeim að gera það sem þú getur ekki gert sjálfur. Þú ert snobbaður og þráir stöðutákn, enda með minnimáttarkennd sem þú heldur að hægt sé að breiða yfir með titlum og merkjavöru.

Vatnsberi (20. janúar - 19. febrúar): Þú ert sérvitur og skrýtinn, og alltaf svo langt á undan samtímanum að enginn skilur þig eða getur notað hugmyndir þínar. Vissulega ertu svalur, en þú ert svo sjálfstæður, ópersónulegur og hræddur við raunverulegan innileika, að þú ert í raun alltaf einn, frosinn í einskis manns landi. Týndur á skýi í háloftunum.

Fiskur (19. febrúar - 20. mars): Þú ert rugluð og týnd sál og hefur ekki hugmynd um hvernig þú átt að nýta hæfileika þína eða í hvaða átt þú átt að fara. Þú vilt vera alls staðar og upplifa allt. En þar sem þetta er ómögulegt, þá fer allt í vitleysu. En það gerir ekkert til, þú ert sérfræðingur í sjálfsblekkingum og því að flýja raunveruleikann.

föstudagur, apríl 13, 2007

Ammilis

Haldiði að ég eigi ekki afmæli um helgina, hversu skrýtið er það að vera orðin 25 ára...

Það er 1/4 úr öld

Það er 1/2 af hálfri öld

scary

miðvikudagur, apríl 04, 2007

Saga föstudagskvöldsins

Jæja, ég veit að það tók sinn tíma að koma með frásögnina frá föstudagskveldinu, en hvað með það. Það sem ég var s.s. að gera á föstudagskvöldið var þetta...







Múnderíngin mín var svakaleg, blásið hárið út um allt og fullt af hárlakki (BIG hair is better they say), BLEIKAN varalit, svaka málningu og læti, og svo skellt sér upp á svið í L-Idol Vision keppni Landsbankans með lagið mitt, Proud Mary með Tinu Turner. Reyndar mér til mikilla vonbrigða var útgáfan sem tæknistjórinn hafði ein ljótasta útgáfa af þessu lagi (hrikalega léleg kareoki útgáfa) og hún var engan vegin eins og lagið sem ég kunni aftur á bak og áfram. Það hafði ekki góð áhrif á frammistöðuna og verð ég því miður að svekkja ykkur á því að við unnum ekki...

Annars var keppnin fantagóð, mörg góð atriði og greinilega mikið meira lagt í þetta í ár en síðasta ár, eitt sviðið kom fram sem KISS (í búningum og öllu), og þarna voru ansi margir alvöru góðir söngvarar (s.s. ekki bara ég :Þ). En að vakna morguninn eftir, reyndar búin að þvo framan úr mér stríðsmálninguna, með hárið út í loftið eins og NORN var ekki falleg sjón...


En það er í lagi, ég er ekki alveg eins og norn núna... ekki alveg eins...

laugardagur, mars 31, 2007

miðvikudagur, mars 21, 2007

How True ...

Three men were sitting together bragging about how they had given their new wives duties.

The first man had married a Woman from Colorado and had told her that she was going to do the dishes and house cleaning. It took a couple days, but on the third day he came home to a clean house and dishes washed and put away.

The second man had married a woman from Nebraska He had given his wife orders that she was to do all the cleaning, dishes, and the cooking. The first day he didn't see any results, but the next day he saw it was better. By the third day, he saw his house was clean, the dishes were done, and there was a huge dinner on the table.

The third man had married a girl from Iceland. He told her that her duties were to keep the house cleaned, dishes washed, lawn mowed, laundry washed and hot meals on the table for every meal. He said the first day he didn't see anything, the second day he didn't see anything, but by the third day some of the swelling had gone down and he could see a little out of his left eye, enough to fix himself a bite to eat and load the dishwasher .

fimmtudagur, mars 15, 2007

Hmmm

Þarf að finna mér nýja myndasíðu...

Ferlega ósátt með dýraríkismyndasíðuna því núna hafa þeir lokað á allar nýjar myndir þ.a. það er ekki hægt að bæta við. Hefur einhver einhverjar hugmyndir ?

Kanski maður ætti bara að skella sér á www.flickr.com albúm...

miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Blogg löngun

Hefur farið soldið dvínandi undanfarið, þetta er allt að koma annars. Það er hellingur búinn að gerast sem ég hef ekki sagt frá svo hérna er summary

* Kláraði HogH prófið
* Fór á Járningarnámskeið
* Er að fara að sýna um helgina
* Er komin með vinnu (en bíð samt eftir því að geta byrjað :S)
* Er byrjuð í Bootcamp (núna skal maður rekinn í form !)
* Valdi er með mér í Bootcamp (líkt og sjá má af frásögn hans af fyrsta tímanum...)

Man ekkert annað merkilegt í bili

miðvikudagur, janúar 31, 2007

Mjög áhugaverð síða

um þjálfun á pony hestum (shetland líklega) sem aðstoðar"hundar" fyrir blinda. Þetta var hálfgert tilraunaverkefni enda hefur þetta verið mjög sjaldan gert. En endilega kíkið á síðuna

sunnudagur, janúar 28, 2007

Snjórinn farinn...

Og allt orðið skítugt !

Hafið þið tekið eftir því hvernig það kemur ekkert nema sandur, skítur og drasl undan snjónum þegar hann bráðnar. Það verður allt einhvernveginn bara skítugt þegar snjórinn fer, kalt, blautt og skítugt. Ég væri reyndar ekkert ósátt við það að það kæmi ekki meiri snjór, allavegana í bænum. Má alveg vera snjór í fjöllunum. En meðan þessi snjór var þá var færðin góð, útreiðarfærðin æðisleg (nema hvað ég komst ekkert á bak til að njóta hennar :S) og ekkert nema gott um þann snjó að segja. Reyndar varð hann ansi kaldur þegar ég fór austur um daginn að kíkja á hrossin, klippa hófa og svona, enda ekkert nema bara gerðið til að halda hrossunum og engin járningaraðstaða, en maður harkaði það nú bara af sér, snyrti hófana á hestunum mínum sem leika sér úti í haganum á meðan ég sit hérna að læra. Mikið hlakka ég rosalega til að geta tekið inn, það er alveg ótrúlegt hvað ég sakna hrossanna minna, þó það sé nú alls ekki svo langt síðan við slepptum (ég reyndar sleppti öllu mínu í júní/júlí en kallinn var með hross inni fram í september og ég fór nú bara á bak með honum). En nú er mig farið að klæja í fingurnar að ná í það sem ég ætla að vinna í í vetur, það sem ég er búin að hugsa út hvernig maður á að þjálfa og svona. Svo er náttúrulega ekki verra að maður mun (þegar það er tilbúið) taka inn í stórglæsilegt hesthús, sem er nú ekki með neitt slakri innihirðingaraðstöðu fyrir mig :D

Svo gerðist ég nú svo djörf að skrá mig á járningarnámskeið, mig langar soldið að læra almennilega að járna (eða allavegana að læra meira um járningar) svo ég geti hugsað um mín hross bara sjálf og kanski tekið eitthvað fyrir aðra í og með (er ágætis uppgrip fyrir fátæka námsmenn). Svo fer að líða að sýningu, skráningarfrestur rennur út næsta föstudag, og planið í dag er allavegana þannig að ég fer með Gyðju hennar Möggu, við fórum saman á sýningarþjálfun síðasta sunnudag og hún stóð sig með stakri príði, var ofsalega dugleg þ.a. þarna er ég kanski komin með sýningarhundinn minn. Eitt af því sem ég sakna við Sófus er að án hans þá hef ég engan hund til að "vera með" og "vera sýnileg" á sýningum. Ég var náttúrulega búin að þjálfa hann nokkuð vel (þó ég segi sjálf frá) og hann hafði góðan vilja til að vinna með mér og vinna fyrir mig, en eftir að hann fór þá hafði ég engann. Reyndar var ég náttúrulega með yndið mitt hana Töru (springer spaniel) og okkur hafði nú gengið ansi vel (tvö meistarastig, eitt CACIB og BIG 3, á bara þremur sýningum) enda ekkert skrítið því hún var stórfalleg. En því miður lést hún af slysförum, og það lítur ekki út fyrir að hægt verði að sýna afkvæmin hennar þ.a. það fellur um sjálft sig. En vonandi náum við Gyðja að verða góðar og náum þá kanski einhverjum árangri á sýningum, því áhuginn á boxer hérna heima hefur aukist gríðarlega og virkilega mikið orðið til af góðum hundum.

Annars er hundafimin byrjuð aftur, og áhuginn hjá Flugu minnkar aldrei á henni. Við í deildinni stefnum á að vera með mót á sýningarhelginni, inn í Víðidalshöllinni, svona til að gera íþróttina aðeins sýnilegri, og sýna stærri hóp áhorfenda hvernig alvöru hundafimi er, ekkert sýningarneitt, bara tímataka, dómari, hraði, spenna og góðir hundar. Vonandi verða fullt af áhorfendum, svaka stemming og bara gaman !

miðvikudagur, janúar 24, 2007

~~~~~~~

Jæja það er nú frekar lítið að frétta af mér í augnablikinu, eyði öllum dögum í að sitja og læra en það fer að styttst í prófið. Hundafimin er byrjuð aftur af krafti, erum reyndar búin að færa okkur úr reiðhöllinni í Andvara og niður í Gust, sem er ekki slæmt í þessum vetrarkulda því Gustarahöllin er upphituð. Síðasta sunnudag dró ég svo Gyðju hennar Möggu með mér í sýningarþjálfun, því planið er að sýna hana á marssýningunni. Hún stóð sig rosalega vel :D

Það er enn verið að byggja í hesthúsinu og stefnir í að það verði ekki tekið inn fyrr en í seinnipart febrúar eða jafnvel í mars. Það er svosem í lagi mín vegna því það er ágætt að maður þurfi ekki að hafa samviskubit yfir því að ná ekki að sinna hrossunum vegna námsins eða að ná ekki að sinna náminnu vegna hrossana. Gobbisarnir bíða þá bara í haganum í góðu yfirlæti. Svo er planið að sjá hvort ég komist kanski á járningarnámskeið svo maður viti nú kanski eitthvað hvað maður er að gera ef maður ætlar að reyna að járna hrossin eitthvað sjálf.

Anyhow... bækurnar kalla

föstudagur, janúar 12, 2007

Nýársdags rúnturinn

Svona er maður alltaf tímanlega með þetta dót sitt, en já, s.s. á nýársdag tókum við okkur smá rúnt til að athuga með hestana hvort það væri ekki allt í lagi með þá eftir sprengingar næturinnar og svona. Ég tók með myndavélina og náði að smella af nokkrum myndum en flest hrossin stungu nú bara af þar sem að við vorum ekki með neitt gómsætt handa þeim...

Fílupúkarnir stungnir af :Þ



Meri sem ég á, sem ég kalla nú yfirleitt bara skjóna, en hún heitir s.s. Mjallhvít frá Reykjavík







Þröngt mega sáttir sitja


Og svo gamla ættmóðirin, ræktunarmerin hennar mömmu sem ég hef tamið orðið ófá hrossin undan

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Hver getur giskað...

Hvaða tegund þetta er ???

möguleg verðlaun í boði :D

laugardagur, desember 30, 2006

Smá breytingar

Jæja ég er aðeins að fikta í blogginu, þ.a. ekki láta ykkur bregða :)

Fluga

Fluga er fyrsti hundurinn minn sem var algjörlega hundurinn minn. Fyrir átti ég/fjölskyldan litla poodle tík sem hét Kátína. Fluga fæddist á Blesastöðum á Skeiðum sumarið 1998, þar sem ég vann þegar hún fæddist, og eftir það sumar kom ég heim með hund og hest, sem ég á enn í dag.



Fluga er besti hundur sem hægt er að hugsa sér að eiga, hún er óendanlega hlýðin, þolinmóð, gáfuð og endalaust til í að læra. Hennar afrekaskrá lengist sífellt, hún hefur þrisvar unnið íslandsmót/meistaramót Íþróttadeildarinnar í Hundafimi, og bikarahillan okkar er orðin full af hennar verðlaunum (já og verðlaununum hans Valda líka).

Þessi mynd er tekin á íslandsmeistaramótinu 2002 þar sem við stóðum uppi sem sigurvegarar.



Þessi er frá nýskírða Meistaramóti þar sem við Fluga stóðum líka uppi sem sigurvegarar, mjög skemmtileg stund því húsfylli var í höllinni þrátt fyrir rosalegan kulda...



Þegar hún var 5 ára gömul tókum við upp á því að æfa með BHSÍ og á örstuttum tíma náðum við C-gráðu í víðavangsleit, þetta er ein sú skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið með mínum hundi, en vegna anna í námi hef ég bara ekki haft tíma til að æfa. En þetta mun koma í framtíðinni, með einhvern annan hund.

Fluga hefur alltaf verið dáldið feimin við aðra hunda, og er ekki vel við "dónalega hunda", hún vill helst að þeir hunsi hana alveg og þá eru þeir rosaelga skemmtilegir. En hún er aftur á móti svo rosalega boltasjúk og einbeitt á boltann að þegar boltinn er í leik þá skiptir ekki máli hvað er að gerast í kringum hana eins og sjá má

þriðjudagur, desember 26, 2006

***---- JÓL ----***



Gleðileg jól allir saman :D

Vona að allir hafi haft það gott yfir hátíðarnar, ég hef svo sannarlega allavegana gert það ! Hátíðirnar hafa annars verið ansi hefðbundnar hjá mér, svona líkt og ávalt. Á aðfangadag þá er allt á síðasta snúning, keyra út pakkana til allra ættingja, svo förum við heim til mömmu með fullan bíl af pökkum, og mér finnst ekki vera komin jól fyrr en ég sest við matarborðið klukkan sex með risastóra, skreytta jólatréð. Þá eru komin jól.

Annars eru soldið fyndnar þessar hefðir sem maður hefur skapað sér í gegnum árin. Maður er rosalega fastur í því að vilja hafa hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld, mér finnst hann rosalega góður, sérstaklega hryggurinn hennar mömmu, en ég gæti ekki borðað hann einu sinni í mánuði. Þá tapar hann "helgistatusnum" sínum. Sumarið 2004 og 2005 fékk ég hamborgarhrygg í hverri viku og það eyðilagði soldið fyrir mér aðfangadagskvölds máltíðina.

Svo hefur skapast sú hefð að fara á bíó á annan í jólum. Síðastliðin 4 ár hafði maður allar Lord of the Rings myndirnar og svo King Kong, og það var alltaf gaman að sjá svona stórmyndir á hvíta tjaldinu. Þetta árið er maður í svolítilli klemmu því þetta árið er eiginlega ekki nein rosastór mynd sem mann langar að sjá. Við erum búin að vera að íhuga að fara á Eragorn en það er í raun eina svona almennilega stórmyndin sem er sýnd þessi jól. Við erum búin að sjá hina hálfíslensku Flags of our Fathers. Já, mér fynnst það soldil synd að LOTR bækurnar voru ekki fleiri, kanski ætti bara að gera mynd eftir Hobbitanum og Silmarilion líka.

laugardagur, desember 02, 2006

Rockstar tónleikar

Kíkti á rockstartónleikana í gær með Gerði (hún hálfdróg mig en takk fyrir það :S) og við skemmtum okkur brjálæðislega vel ! Rockstar liðið var frábært, fannst reyndar aðeins of mikið af krökkum í höllinni, en stemmingin náði sér alveg á strik að lokum. Svo er það bara lærdómur núna, og mig er líka farið að klæja í fingurnar að fara að taka inn. Það er orðið aðeins of langt síðan maður hefur komist í reiðtúr...

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Good times !

Það hefur verið ansi góður tími hjá mér undanfarið, er búin með 4 próf, ansi gott :D

Og svo þann 25 nóvember síðastliðinn (sama dag og ég tók síðasta prófið mitt í bili) þá var haldið hið nýja (tja eða nýnefnda ) Meistaramót í Hundafimi. Mótið byrjaði á krökkunum í unglingadeildinni og þau stóðu sig svo vel ! Hundarnir fengi reyndar smá "sjokk" þegar aðstæðurnar voru allt aðrar í keppninni heldur en á æfingum, en það skemmtu allir sér vel í kuldanum. Svo kom að byrjendaflokknum, Gerður, Hulda og Anna komu með skotturnar sínar og Gerður var hlutskörpust með Ísafold ! Congratulations !

Smáhundarnir voru ansi margir, frábær mæting hjá þeim, og hin unga Gríma og Amanda stóðu sig lang best og áttu verðskuldaðan sigur.

Svo að lokum kom að okkur í opna flokki stórra hunda, við hentumst út í frostið og kuldan og gerðum hundana okkar tilbúna fyrir átökin, svo þegar kom að Flugu og mér renndum við okkur inn í brautina, stilltum okkur upp og hlupum af stað, allt gekk vel, hún flaug í gegnum brautina á mjög góðum tíma, áhorfendur trylltust þegar við fórum yfir síðasta tækið og það var ekkert lítið gaman !!! Að lokum stóðum við uppi sem sigurvegarar á tímanum 34,6. Mikið gaman og fleiri verðlaun, held að ég þurfi að fara að stækka verðlaunahilluna. En já, ég á besta hund í heimi !

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Váááááá !

Helvíti flott, en soldið löng, þ.a. take your time !





sunnudagur, nóvember 12, 2006

Er í einhverju myndastuði...



Já það er ekki gott að hafa of mikinn tíma aflögu...

Tja aflögu eða ekki aflögu, get ekki alveg sagt að ég hafi endalausan tíma sem ég veit ekkert hvað ég á að gera við. Það rétta er að ég hef of mikinn tíma til að hugsa. Próflestur fer oft þannig með mann, þegar maður er með nefið ofan í bók, einbeitir sér þvílíkt, þá vill hugurinn oft reika...

Mig er eiginlega soldið farið að langa bara í almennilegan snjó, ég er reyndar almennt ekki hrifin af snjó, aðalega vegna þess að manni verður ansi kalt á tánum á veturna, sérstaklega þegar maður er að ríða út. En ég aftur á móti þoli ekki svona hálfkák, ekki svona kanski snjó, kanski ekki snjó. Endalausa slyddu, kulda, rok og svoleiðis rugl er náttúrulega bara ekki sniðugt. Það hafa náttúrulega liðið nokkuð mörg ár hérna í borginni síðan það hefur komið almennilegur vetur. Undanfarna daga hefur fryst almennilega hérna, og á leið minni heim úr skólanum (um miðja nótt eftir hörkulestur og háfleigar hugsanir) sá ég stóran hóp ungra drengja (get ég mér til um) á bílastæðinu við Húsgagnahöllina, að nýta sér stórt gott bílastæði til þess að leika sér að því að renna sér ...

Á bílunum sínum...

Ég veit ekki hvaðan þessi hvöt kemur, að renna sér á ís í bíl. Reyndar mættu ansi margir útlendingar stunda þetta, tja eða taka nokkra tíma við þetta þegar þeir koma til landsins á sumrin. Það kemur alltaf fyrir á hverju sumri að einhver aumingjans útlendingur keyrir á malarvegi og ræður ekki við aðstæður á bílaleigubílnum sínum. Við íslendingar erum náttúrulega mun vanari þessu þar sem að ísakstur er greinilega að verða þjóðarsportið okkar.

En ef ykkur vantar eitthvað til að eyða smá stund kíkið endilega hérna

laugardagur, nóvember 11, 2006

Göngutúr í fyrsta vetrarsnjónum

Það var mikið fjör hjá okkur hundunum í göngutúrnum í gær eins og sjá má :D





























Mig langar samt í almennilega myndavél...

föstudagur, nóvember 10, 2006

Ert þú gæðablóð ?

Ekki ég...

Eða allavegana vill blóðbankinn ekki meina það, ég skellti mér í blóðbílinn þegar hann kom fyrir utan skólann hjá mér um daginn, var alveg þvílíkt hugrökk þar sem ég er nú með smá nálafóbíu eins og svo margir aðrir. Ég steig inn í bílinn, fyllti út einhvern spurningarlista eftir bestu samvisku og fór svo og talaði við einhvern hjúkrunafræðing. Hún fer yfir listann og spyr mig svo um yfirliðin sem ég hafði merkt við og vegna þess að það líður stundum yfir mig þá vildi hún ekki blóðið mitt...

Núna er stormviðvörun í gangi, veðrið er ógeðslegt og ég ætla að fara í göngutúr með hundana. Stubbur er í pössun og hundarnir þurfa að komast í göngu, nú verð ég dugleg, skelli mér út í snjógalla og hlý föt.

Lateeeer

laugardagur, nóvember 04, 2006

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Martha Stewart...

Eat your heart out !




Það getur sko enginn sagt að maður hugsi ekki almennilega um kallinn ;)

Mamma, til hamingju með afmælið í dag !!!!!