Takk skottið mitt fyrir að vera til.
mánudagur, júní 16, 2008
fimmtudagur, júní 12, 2008
miðvikudagur, júní 11, 2008
föstudagur, júní 06, 2008
-*-*-*-
Í dag fór ég í fyrsta skiptið í langan, langan, laaangan tíma, í strætó í vinnuna. Og ég get ekki sagt annað en það kom mér virkilega á óvart hvað þetta var ánægjuleg ferð. Vagnarnir hafa verið hressilega endurnýjaðir, og svo er m.a.s. boðið upp á frítt dagblað og allt.
Annars er allt gott að frétta úr Árbænum, litla Dís er algjör pissudúkka og Fluga er búin að taka hana í sátt. Við höldum samt okkar striki í húsþjálfuninni, enda ekki alveg hægt að ætlast til þess að 10 vikna hvolpur sé orðinn húshreinn ;) Annars er Magga systir svo yndisleg, að hún kíkir á skotturnar mínar á daginn á meðan að ég er í vinnunni. Munar sko alveg helling um það ! (Takk takk skvís :D)
Þessa vikuna hef ég tvisvar náð að hjóla í og úr vinnu. Já, ég sagði satt, ég hjólaði. Þetta er alls ekki eins langt og það lítur út fyrir að vera, og er satt best að segja nokkuð fljótfarið. Á leiðinni í vinnuna allavegana. Ég er svona sirka helmingi lengur á leiðinni heim samt...
En þetta er samt bara snilld, skil ekki af hverju maður var ekki löngu byrjaður á þessu, en núna var það líka þetta fáránlega bensínverð sem ýtti manni út í að leita annara leiða til að komast á milli staða. Annars þarf maður nú að fara að venjast þessu hjóleríi ef maður stefnir á að flytjast í baunalandið í haust. Um að gera að byrja sem fyrst ;)
Jæja, þangað til næst
mánudagur, júní 02, 2008
laugardagur, maí 31, 2008
Má ég kynna
Nýja viðbótin í fjölskylduna var sótt í gær, og fyrsti dagurinn hennar á heimilinu er að verða liðinn. Hún eyddi nóttinni í búri, alein, og það heyrðist ekki píp í henni. Er svo stolt :D
Flugu finnst hún reyndar ekki svo sæt, en það tekur hana bara nokkra daga að sannfæra hvolpskrílið að hún ráði öllu, eigi allt og sé drottningin ! En hundar eru nú fljótir að fatta það, og það var litla krílið líka. Hún vill miklu frekar leika sér með dótið.
mmmm borða augað þitt !
Hvað ert þú að gera þarna ?
Ohhhh maður verður bara þreyttur af öllum þessum leikjum
Og svo er það auðvitað besti hundurinn, en hún fékk góða gjöf þegar Valdi kom að utan. Núna eru maður og hundur fullbúin fyrir veiðarnar, sjáiði bara
miðvikudagur, maí 14, 2008
Er vélhlutafræði frá djöflinum ?
Svo þegar ég kom heim úr prófinu skutlaði ég kallinum í flug, en hann fór til MIT í Boston í dag, og á að vera lentur núna m.a.s. Hann verður í viku í burtu og ég ein í kotinu á meðan. En maður verður víst að venjast því ef ég ætla að flytja til DK ein í haust...
Svo var Hönnunarkeppnin sýnd í Ríkissjónvarpinu áðan, bara snilld, er svo stolt af kallinum mínum !!! Vona að þið hafið séð hana.
En ég vonandi finn meiri bloggþörf seinna. Þarf að fara að sofa svo ég geti vaknað í vinnuna á morgun :)
miðvikudagur, maí 07, 2008
Næsta afmælisgjöf mömmu
Ef þú nærð að lesa þetta án þess að hlægja upphátt þá er eitthvað að hjá þér eða þá að þú skilur ekki ensku. Þetta er tileinkað öllum þeim sem hafa reynt að stunda reglulega hreyfingu, sumir hafa haldið áfram en þó ekki allir.
Dear Diary, For my birthday this year, my daughter (the dear) purchased a week of
personal training at the local health club for me.
Although I am still in great shape since being a high school
cheerleader 43 years ago, I decided it would be a good idea to go ahead and give it a try.
I called the club and made my reservations with a personal trainer
named Brad, who identified himself as a 26-year-old aerobics
instructor and model for athletic clothing and swim wear.
My daughter seemed pleased with my enthusiasm to get started! The club
encouraged me to keep a diary to chart my progress.
_____
MONDAY:
Started my day at 6:00 a.m. Tough to get out of bed, but found it was
well worth it when I arrived at the health club to find Brad waiting
for me. He is something of a Greek god - with blond hair, dancing eyes
and a dazzling white smile. Woo Hoo!! Brad gave me a tour and showed
me the machines. I enjoyed watching the skillful way in which he
conducted his aerobics class after my workout today. Very inspiring!
Brad was encouraging as I did my sit-ups, although my gut was already
aching from holding it in the whole time he was around. This is going
to be a FANTASTIC week-!!
_____
TUESDAY:
I drank a whole pot of coffee, but I finally made it out the door.
Brad made me lie on my back and push a heavy iron bar into the air
then he put weights on it! My legs were a little wobbly on the
treadmill, but I made the full mile. Brad’s rewarding smile made it
all worthwhile. I feel GREAT-!! It’s a whole new life for me.
_____
WEDNESDAY:
The only way I can brush my teeth is by laying the toothbrush on the
counter and moving my mouth back and forth over it. I believe I have a
hernia in both pectorals. Driving was OK as long as I didn’t try to
steer or stop. I parked on top of a GEO in the club parking lot.
Brad was impatient with me, insisting that my screams bothered other
club members. His voice is a little too perky for early in the morning
and when he scolds, he gets this nasally whine that is VERY annoying.
My chest hurt when I got on the treadmill, so Brad put me on the stair
monster. Why the hell would anyone invent a machine to simulate an
activity rendered obsolete by elevators? Brad told me it would help me
get in shape and enjoy life. He said some other shit too.
_____
THURSDAY :
Brad was waiting for me with his vampire-like teeth exposed as his
thin, cruel lips were pulled back in a full snarl. I couldn’t help
being a half an hour late, it took me that long to tie my shoes.
Brad took me to work out with dumbbells. When he was not looking, I
ran and hid in the restroom. He sent some skinny bitch to find me.
Then, as punishment, he put me on the rowing machine — which I sank.
_____
FRIDAY :
I hate that Brad more than any human being has ever hated any other
human being in the history of the world. Stupid, skinny, anemic,
anorexic little #@*. If there was a part of my body I could move
without unbearable pain, I would beat him with it.
Brad wanted me to work on my triceps. I don’t have any triceps! And if
you don’t want dents in the floor, don’t hand me the damn barbells or
anything that weighs more than a sandwich. The treadmill flung me off
and I landed on a health and nutrition teacher.
Why couldn’t it have been someone softer, like the drama coach or the
choir director?
_____
SATURDAY :
Brad left a message on my answering machine in his grating, shrilly
voice wondering why I did not show up today. Just hearing him made me
want to smash the machine with my planner. However, I lacked the
strength to even use the TV remote and ended up catching eleven
straight hours of the Weather Channel.
_____
SUNDAY :
I’m having the Church van pick me up for services today so I can go
and thank GOD that this week is over. I will also pray that next year
my daughter (the little shit) will choose a gift for me that is fun –
like a root canal or a hysterectomy. I still say if God had wanted me
to bend over, he would have sprinkled the floor with diamonds
þriðjudagur, maí 06, 2008
Vóó - farin að kenna fiskunum
mánudagur, maí 05, 2008
Komin heim
Annars voru rúmlega 200 skráðir í prófið (taldi þá þegar ég beið eftir því að prófið byrjaði) en það hafa ekki alveg allir skráðir mætt þar sem að bara í minni stofu vantaði 2 nemendur af 11 sem áttu að vera þarna inni. Svo komst ég að því að ég er bara mun sleipari í dönskunni en ég hélt :Þ
Köben á þessum árstíma er ekkert eins og Reykjavík, það er nokkuð víst. Allt búið að vera grænt og fallegt, blómin blómstra og sumarið greinilega löngu komið þar á bæ. Það fór rosalega vel um mig hjá Silju og Benny.
En þá er það bara að bíða, bíða og vona.
þriðjudagur, apríl 29, 2008
Er allt að verða CRAZY !!!!
Í Köben.
Helgin fór í að redda málum, er komin með flug (fer út á fimmtudegi og kem aftur á föstudagskvöldi - s.s. eins dags skrepp til útlanda...) og gistingu (þökk sé dýrlingi í Köben sem ætlar að skjóta yfir mig skjólshúsi þessa einu nótt, Silja, ef þú lest þetta einhvern tímann, þú ert yndi!) og svo hef ég bara verið að lesa líffræði alla helgina og fram að brottför. Það væri svosem allt í lagi ef ég væri ekki í alveg frekar mikið erfiðum 3 vikna kúrs í Heilbrigðisverkfræðinni núna. En það reddast allt, á endanum. En ef þetta gengur upp og ég kemst inn í skólann úti þá var þetta allt þess virði !
Í síðustu viku fékk ég reyndar að prófa smá nasaþef af því hvernig það er að vera dýralæknir, og ég get með fullri vissu sagt að þetta er það sem mér er ætlað að gera. Ég fékk að aðstoða við aðgerð hjá dýralækni og það var bara æði. Rosalega áhugavert og skemmtilegt, og það fyndna er að hefði þetta verið maður á skurðarborðinu þá hefði ég legið í gólfinu, en það er greinilega eitthvað öðruvísi þegar um dýr er að ræða, þá er ekki til blóð- eða nálafóbía hjá mér.
Svo er alltaf nóg að gera í hundunum, við erum að reyna að komast með hundafimina á annan tíma, enda eru sunnudagskvöld ekki alveg að gera sig, hvað þá þegar það er komi sumar. Svo var síðasta námskeiðið að klárast, og það er orðið ansi mikið af áhugasömu fólki að æfa í opnu tímunum núna, sem er bara snilld. Enda er hundafimin bara snilld. Annars vorum við með kynningartíma síðustu 2 sunnudaga og það var rosalega góð mæting, og rosalega mikið af áhugasömu fólki með efnilega hunda.
En jæja, þessi færsla tók ansi langan tíma, skrifuð inn á milli lestrarpása.
Núna vantar mig bara nokkra auka klukkutíma í daginn...
fimmtudagur, apríl 24, 2008
miðvikudagur, apríl 23, 2008
þriðjudagur, apríl 22, 2008
Fjórar Tíur !!!!!

Ég var svo hamingjusöm með skottuna mína, hún kom mér alveg svakalega á óvart :D En hér koma smá myndir úr prófinu
Liggja saman kyrr

verið að ræða við prófstjóra

Við á fleygiferð

Fínn kontakt hjá skottunni

Kemur inn á hæl í innkalli

Aðeins fíflast á milli æfinga

Og forláta hoppið, ef hundafimihundurinn hefði ekki getað það þá veit ég ekki hvað :Þ

Verðlaunaafhendingin

Sigurvegararnir ásamt dómara, prófstjóra og ritara

Keppendur í hlýðni I

Og Karen, takk fyrir myndirnar :D
þriðjudagur, apríl 15, 2008
Ég á afmæli í dag
Annars ef ég færi út að dansa í tilefni afmælisins þá væri ekki amalegt að hafa svona dansfélaga
en þetta er s.s. Sara frænka Valda og graðhesturinn hennar Dimmir frá Álfhólum :D
sunnudagur, apríl 13, 2008
fimmtudagur, apríl 03, 2008
Hann á afmæli í dag !!!!
Valdinn minn er 26 ára í dag, eintóm gleði með það og hann verður bara myndarlegri með hverjum deginum.
miðvikudagur, mars 26, 2008
Sjáið hvað ég fann
Inn á IMDB fann ég upplýsingar um þáttarröð sem ég vann við þegar ég var stelpa. Þættirnir voru teknir upp sumarið '94 og við sáum um hrossin í þáttunum. Serían kom svo út '95 og greinilega aftur '97. Og hún er inn á IMDB, sjáiði bara hérna
Annars er bara allt gott að frétta af mér. Páskarnir búnir og prófin framundan. Ég fór með DÍ á Krók á föstudaginn langa í dagsæfingu, og það var ekkert smá gaman. Við renndum í gegnum bronspróf og náðum að taka upp nokkra hunda. Fluga sýndi mér að henni finnast hælæfingar ekki skemmtilegar (tja, ekki eins skemmtilegt eins og henni finnst að hlaupa í hundafimi eða smala hrossum) sérstaklega þar sem að henni finnast fætur ekki skemmtilegir. Ég var að vinna aðeins í því inn í reiðhöllinni og það sást hvað henni fannst það leiðinlegt þegar ég kom út. Hún heldur sig alltaf c.a. 30 cm frá mér. Aðrar æfingar voru mjög góðar, standa á göngu er nánast tilbúin (ég þarf bara að venja mig af því að vera með tvöfaldar skipanir, hún er að gera sinn hlut fullkomlega).
Að myndatökum loknum fórum við inn á Hellu og tókum sporaæfingu, og litla skottið mitt kom mér heldur betur á óvart, því hún vissi sko NÁKVÆMLEGA hvað hún átti að gera þó sporið hefði fengið að eldast aðeins og dró mig nánast alla leið. Síðan fór Anna og lagðist út fyrir hana og við tókum eina víðavangsleit, og hún hafði sko engu gleymt þar heldur !
En já, hælgönguna þurfum við að laga eitthvað aðeins...
Hestamennskan gengur líka vel (komin tími til að tala aðeins um hana líka). Skjóna lærir meira með hverjum reiðtúrnum og Gosi greyið var rakaður um páskana og finnst það ekkert mjög sniðugt. Ég var reyndar að vonast eftir því að veðrið færi að lagast en hann er þá bara með teppi svo honum verði ekki kalt.
En allavegana, þangað til næst :D
föstudagur, mars 14, 2008
Bara svona svo þið vitið það
Hlýðni I í Svíþjóð
Hlýðni II
Hlýðni III
Þetta er ekki fullkomið en gefur fólki kanski hugmynd um það hversu mikinn kontakt ég vill að hundurinn hafi, hvernig hann gangi hæl og þar fram eftir götunum
Þar hafið þið það ! =)
fimmtudagur, mars 13, 2008
Ég á besta hundinn :D
Við tókum okkur til í dag og prófuðum okkur áfram í "nýrri íþrótt" þ.e. CaniCross. Þá er s.s. hundur í beisli fyrir framan mann í taum. Ég með belti um mig miðja og hundinn bundinn við beltið, og svo skokkum við. Fluga stóð sig svona líka glimmrandi vel og dró mömmu sína alveg eins og hershöfðingi. Ég ætlaði alltaf að panta mér svona CaniCross dót að utan, en svo leit ég ofan í skúffu hjá mér og sá fann líka þessa fínu lausn á því hvaða græjur ég gæti notað. Mittistaskan frá SBK og langur þunnur leðurtaumur voru það eina sem við þurftum. Mjög svo tæknilegt, en eins og maðurinn sagði: if your dog is overweight, you aren't getting enough excersize !
Á leiðinni tókum við Fluga nokkrar hlýðniæfingar, hælgangan er mjög góð, innkall á hæl er líka en við þurfum að bæta innkomuna á hæl. Stoppa á göngu er greinilega orðið eitthvað ryðgað en batnar hratt. Annars er ég með það sem við þurfum að snurfusa í hausnum, þarf bara að muna að finna mér reglulega tíma til að æfa þetta líka svo við getum farið í hlýðnipróf :D
Annars kemur meira seinna
laugardagur, mars 01, 2008
föstudagur, febrúar 29, 2008
Heimsins latasti bloggari
Og samt er ég ekki búin að skrifa neitt.
En ég get skýlt mér á bak við það að ég gat ekki komist inn á bloggið mitt í hinni tölvunni þar sem að hún slökkti alltaf á vafraranum þegar ég reyndi það.
Anyhow, hundafimifréttir : reglurnar hafa verið samþykktar *VEI* og erum við farnar að skipuleggja fyrsta mótið með almennilegum reglum. Nánar um það má sjá hér www.hundafimi.is
Það er sýning núna um helgina og eðli málsins samkvæmt er brjálað að gera hjá mér vegna hennar, er að sýna þó nokkra hunda og svona skemmtilegt.
Svo er alveg feikinóg að gera í skólanum og virðist ekkert ætla að hægjast á í því.
Og svo náttúrulega aðal fréttirnar
Ég er að sækja um að komast í dýralækninn í DK, þ.a. ef ég kemst inn þá flyt ég út í haust !!!
Bara svona ef ykkur langaði að vita það :P
mánudagur, febrúar 04, 2008
World's best study partner
föstudagur, febrúar 01, 2008
Vóóóóó
tisk tisk
Annars hef ég ekkert annað en frábærar fréttir að færa !!!!
Haldiði að kallinn hafi ekki tekið sig til og unnið hönnunarkeppni véla og iðnaðarverkfræðinga (sem var alltaf sýnt í "nýjasta tækni og vísindi" hérna á meðan það var og hét). Soldið fyndið þar sem að hann og félagar hans eru í véltæknifræði við HR en ekki verkfræði
Það var innskot í fréttum í kvöld sem má sjá hér
Ég er svo stolt af honum að ég er alveg að deyja !!! En þeir s.s. RÚSTUÐU keppninni, voru með fullt hús stiga í báðum ferðum(voru svo bara 2 aðrir sem náðu að klára brautinna í seinni umferðinni) og besta tíman í báðum ferðum.
mánudagur, desember 31, 2007
Hér með lýsi ég stríði á hendur öllum þeim
fimmtudagur, desember 27, 2007
Jólakveðja

fimmtudagur, desember 20, 2007
laugardagur, desember 15, 2007
Jólin nálgast...
Prófið mitt kláraðist loksins, núna get ég strokað út alla JAVA þekkinguna úr hausnum á mér hið snarasta :D
Annars er bara gott að frétta, jólin nálgast, hestarnir komnir a hús (og líta út eins og ísbirnir, Gosi minn þá sérstaklega), búið að járna, fara skeyfnasprettinn á öllu dótinu og allt. Ég skellti mér á Gosa minn í gær, það var stormviðvörun um landið allt (var samt bara soldill vindur, enginn stormur) og þrumur og eldingar í ofanálag. En það var allt í góðu.
Svo skellti maður sér náttúrulega uppeftir í dag, naut þess að geta dúllast í hesthúsinu allan daginn, átti aðeins við Skjónu mína líka, en hún hefur orðið soldið útundan í stóðinu mínu og hún skal vera tamin. Annars er hún svo róleg og stapíl að hún er nánast eins og hún sé orðin tamin...
Mynd af henni sem var tekin í upphaf ársins, hún er soldið fótógenísk
Svo bættist aðeins við í fjölskylduna í dag, ég og Dóra fórum á Kjalarnesið til Svönu og tvær af kisunum hennar eru núna fluttar í hesthúsið til mín. Ég er alveg himinlifandi með þær og þær eru akkúrat það sem ég var að leita að, þvílíkt hundvanar og láta forvitnina í hundunum ekkert á sig fá. Þær fá að gista þessa nóttina inn í kaffistofu (allt dótið þeirra þar inni, matur, sandur og svona) svo fá þær að vera bara þar sem þær vilja, maður er svo mikið þarna uppfrá að þeim á lítið eftir að leiðast. Ég ætla að reyna að muna að taka með mér myndavélina upp í hesthús á morgun og þá kanski næ ég góðum myndum af þeim.
föstudagur, nóvember 30, 2007
Lélegur bloggari
Annars er hellingur búinn að gerast "síðan síðast", veit að ég hef sagt það áður.
Núna sit ég allavegana upp í sófa að njóta þess að gera ekki neitt, undir sæng að horfa á The Mask (smá nostalgíufílingur í gangi) og planið um helgina er að slappa af, sofa út, fara í ræktina (ef löppin leyfir), klára heimaverkefnið í forritun og leika mér. Það áhugaverðasta kanski sem gerst hefur núna er að mamma og Unnar drifu sig loksins í því að gifta sig, athöfnin fór fram fyrir viku síðan, á 40 afmælisdegi Unnars (hann man það þá líka alltaf hvenær þau eiga brúðkaupsafmæli) og svo á laugardeginum var haldið upp á afmælið með einni skemtilegustu veislu sem ég hef farið í. Kvöldið var æðislegt, fólk kom af öllu landinu og jafnvel erlendis frá. Það var þó ekki fyrr en á kvöldinu að því var uppljóstrað að þau væru gift ( þeim tókst þó samt ekki að halda því alveg leyndu fyrir öllum en þetta kom þó flestum á óvart). Einnig var því uppljóstrað að ég væri orðin Unnarsdóttir en það er nú önnur saga.
Mamma og Unnar, innilega til hamingju með allt :D
Það er líka búið að vera nóg að gera í hundaskólamálunum, búin að vera að kenna eitthvað nánast á hverju kvöldi, vera á fyrirlestrum og það ætlar lítið sem ekkert að fara að hægjast á í þeim málum á næstunni. Það er töluvert um pælingar og hræringar i kringum mig núna en lítið að gerast hjá mér akkúrat í augnablikinu en það breytist nú vonandi "some day soon". Ég myndi allavegana ekki kvarta yfir því ef það bættist við hvolpaskott á heimilið ;)
Voðalega verður maður alltaf andlaus þegar maður loksins gefur sér tíma til að rita eitthvað niður svona...
later
p.s. finnið þið okkur Flugu á þessum lista
mánudagur, nóvember 26, 2007
Hmmmmm

föstudagur, nóvember 23, 2007
Smá húmor í lok próftarnar
mánudagur, nóvember 12, 2007
Aldrei fær maður frið fyrir papparössunum...

laugardagur, nóvember 03, 2007
sunnudagur, október 28, 2007
fimmtudagur, október 25, 2007
Heimsins lélegasti bloggari
*Það var hundasýning fyrstu helgina í október, ég sýndi nokkra hunda með ágætis árangri á laugardeginum og eyddi síðan sunnudeginum í að rita dóma í einum hringnum. Úrslit sýningarinnar voru mér mjög að skapi þar sem að Dísa kom alla leið frá Spáni og sigraði með Gildewangen's Istan sem er gríðarlega flottur hundur og vel að sigrinum kominn. Hann varð síðan stigahæsti hundur ársins ásamt nýja bennanum hjá Guðnýju hjá Sankti Ice (sem er btw guðdómlega flottur benni). Fynda var að á þessari sýningu varð schaferinn BIS og benninn BIS II en í sumar var það akkúrat öfugt.
*Helgina eftir það fórum við til Húsavíkur, það var í fyrsta skiptið sem ég hef komið þangað og í fyrsta skipti sem Valdi náði gæs en þeir fóru á gæsaveiðar að Björgum þ.a. núna á ég gæsir í kistunni hjá mér.
*Hundafiminámskeið eru hafin loksins og það var mjög góð skráning. Við erum með tvö námskeið í röð þ.a. núna er hundafimi á þriðjudagskvöldum, hvolpaskóli á miðvikudagskvöldum og hundafimi á fimmtudagskvöldum.
*Ég er með nokkur "leyniproject" í gangi núna sem verður allt kynnt þegar það er tilbúið þ.a. þið verðir bara að bíða spennt.
En tímarnir hafa ekki bara verið góðir, því að núna á stuttum tíma hafa tveir frábærir hundar sem ég þekkti fallið frá og votta ég eigendum þeirra alla mína samúð ! Einnig týndist skjóna okkar Valda og fannst svo látin fyrir stuttu. Þetta er fyrsta hrossið í okkar eigu sem hefur fallið frá, en hún náði aldrei að sætta sig í haganum og var dugleg að reyna að stelast yfir skurðinn en að lokum náði skurðurinn henni. Þetta er mikil missir því þetta var stór og falleg meri og var af mjög skemmtilegum ættum.
En jæja núna er kaffipásan mín búin...