
föstudagur, júní 16, 2006
þriðjudagur, júní 13, 2006
nýtt í fréttum...
Hún ætlar semsagt að viðhalda þessari venju sinni sem hún virðist komin með að fara á gerfióléttu eftir lóðarí (hefði svosem alveg passað m.v. lóðarí að hún hefði verið að gjóta núna) og mjólka sig svo sjálf, undarleg tík þar á bæ. Kanski ætti ég að gefa henni mjólk með matnum og þá myndi hún hætta þessu. En við kíktum s.s. til dýralæknis í gær og fengum aftur mjólkurstoppandi lyf, en aðalástæðan fyrir því að ég fór með hana var sú að hún var með töluvert miklar júgurbólgur um helgina, sem ég var reyndar aðeins búin að ná að mjólka úr henni eitthvað, en þegar dýralæknirinn skoðaði hana þá var hún ekki viss hvort það væri bara júgurbólga þarna heldur vildi hún athuga þegar mjólkin er farin hvort það sé byrjunarmyndun á beri þarna. Litla skottan mín gæti verið komin með æxli, þ.a. hún gæti þurft að fara í aðgerð til að fjarlægja það, og jafnvel í ófrjósemisaðgerð til að stöðva þessa gerfióléttuáráttu hennar. Aumingja litla skottan mín, en það kemur allt í ljós.
þriðjudagur, maí 16, 2006
Sumarið er komið
Við eyddum helginni (tja eða réttara sagt frá laugardegi fram á sunnudagsmorgun) upp í bústað hjá Hollu og Nonna upp í Holta og Landssveit, þvílíkt gaman, góður matur og svona. Svo fórum við að veiða, geðveikt gaman, veiddum fullt af risastórum fiskum, ég veiddi stærsta fiskinn, missti hann svo og Holla veiddi hann aftur...
smá myndir



Þessi stærsti reyndist vera 7 pund, og það verður urriði í matinn á næstunni :)
Svo eru hérna nokkrar myndir af hryssunum, Artemis og Hyllingu
Hylling frá Reykjavík
Artemis frá Álfhólum
Valdi Sæti og Fluga

Og Stubbur halanegri, þarf að fara að raka hann, en mér fynnst þessi mynd alveg einkennandi fyrir karakterinn hans!

miðvikudagur, maí 03, 2006
próflestur með meiru
Núna er eitt próf búið og eitt próf eftir, næsta föstudag. Gaman gaman. Ég sit og les og les, ferlega dugleg, vona bara að ég lesi ekki yfir mig ;)
Ég fékk mér göngutúr í gær, rölti niður með Elliðaránni og yfir stífluna í rólegheitum og allt í einu er eins og stórri spítu sé hennt út í ána. Ég lít við, enginn á svæðinu og ég horfi betur, stuttu seinna gerist þetta aftur, nema hvað í þetta skiptið sé ég hvað er að gerast, þá eru laxar, margir laxar búnir að safnast saman niðri við stíflu, heil torfa af risastórum löxum, margir hverjir allt að meter að lengd. Þetta var skemmtilegt :Þ
En já núna verður héðan í frá 29 apríl svartur dagur, Dísa þú átt alla mína samúð !
föstudagur, apríl 28, 2006
er alveg að fara að verða búin að lesa yfir mig
Að bera fé: Afklæða kind (eða að halda á kind) Aflafé: Kindur sem stunda veiðiskap Áhættufé: Fífldjarfar sauðkindur Eigið fé: Kindur sem maður á sjálfur Fégirnd: Afbrigðileg kynhneygð (Að girnast sauðfé) Fégræðgi: Að vera einstaklega sólginn í sauðaket Féhirðir: Smali Félag: Lag sem samið er um sauðfé Félagi: Sá sem leggur lag sitt við sauðfé Félegur: Eins og sauður Féleysi: Þegar skorið hefur verið niður vegna riðuveiki Fjárdráttur: Samræði við kind Fjárhagur: Einhver sem er afar laginn við sauðfé Fjárhirslur: Geymslur fyrir sauðfé Fjárlög: Mörg lög sem samin eru um sauðfé Fjármagn: Þegar margar ær koma saman Fjármál: Tungumál sauðkinda/jarm Fjármálaráðherra: Yfirsmali Fjármunir: Lausamunir í eigu sauðkinda Fjárnám: Skóli fyrir kindur Fjárplógsstarfsemi: Jarðyrkja þar sem sauðfé er beytt fyrir plóg Fjársöfnun: Smalamennska Fjárútlát: Þegar ærnar eru settar út á vorin Fjárvarsla: Það að geyma kindur Fjárveitingar: Þegar boðið er upp á sauðket í matarboðum Fjáröflun: Smalamennska Fundið fé: Kindur sem búið er að smala Glatað fé: Fé sem ekki hefur komið aftur af fjalli Grímsá: Kind í eigu Gríms Handbært fé frá rekstri: Kindur sem menn hafa gefist upp á að reka og ákveðið að bera á höndum sér Hlutafé: Súpukjöt Langá: Einstaklega löng kind Lausafé: Kindur sem eru lausar á afréttinum Norðurá: Kind að norðan Opnibert fé: Kindur í eigu ríkisins Sauðburður: Þegar handbærar kindur eru bornar að á milli staða Sparifé: Kindur sem ekki eru notaðar hversdags Stofnfé: Fyrstu kindurnar sem maður eignast Tryggingafé: Öruggt sauðfé Veltufé: Afvelta kindur Þjórfé: Drykkfelldar ær Þverá: Þrjósk kind Fjárvana: að vana hrúta | |
þriðjudagur, apríl 18, 2006
Páskarnir búnir
Ég ákvað að taka nokkrar myndir af Svölu litlu, sem er að verða 10 ára (og það sést sko ekki á henni, eldist greinilega jafn vel og Fluga mín) því ég átti aldrei neinar almennilegar, en þar sem ég hafði bara símann minn sem hefur eiginlega ekkert zoom þá varð ég alltaf að fara nær henni með símann til að ná almennilegri mynd og þá hennti hún sér á bakið til að snýkja klór.
Þetta var eina almennilega myndin sem ég náði af henni sem sýnir hana alla, hinar komu svona út...
Svo hitti ég reyndar ferlega sæta kisu þarna líka
Anyhow, þá átti ég s.s. afmæli síðasta laugardag, orðin alveg 24 ára gömul :S en í tilefni dagsins ákváðum við að nota gjafabréfið sem við fengum af karlakvöldi fáks. Við s.s. fórum á hótel Selfoss þar sem við áttum gistingu og þriggja rétta málsverð, geðveikt góður matur og læti ! Svo gerðumst við svo fræg að fara í Selfossbíó, örugglega minnsta bíósal landsins að sjá myndina Matador með Pierc Brosnan (man ekki alveg hvernig það er skrifað), ferlega góð mynd, mæli með henni :)
Svo gengu páskarnir sinn vanagang, kíktum í bíltúr, fórum á hestbak og fórum svo í mat til pabba og bara gaman. Í gær fórum við svo með Artemis hans Valda líka austur til Söru frænku hans í þjálfun og sjá hvort það gangi upp að koma henni í sýningu, hún er mjög lofandi og spennandi. Svo kíktum við aðeins á Blesa og hann er bara í góðum gír, ferlega spennandi sumar í vændum ! En jæja núna er það próflestur og meiri próflestur.
laugardagur, apríl 15, 2006
hátíðisdagur
Orðin alveg 24 ára gömul, dísess hvað tíminn líður hratt !
Anyways, gleðilega páska á morgun :D
laugardagur, apríl 08, 2006
smá breyting
Svona var ég fyrir

Og svona er ég í dag :)


miðvikudagur, apríl 05, 2006
sunnudagur, apríl 02, 2006
smá pæling
En fjárhundar eru náttúrulega notaðir til þess að smala fleiru heldur en rollum bara, þeir eru notaðir á hesta, nautgripi og jafnvel alifugla (gæsir og endur), og margir þjálfarar og ræktendur sem byrja með unghundana sína á öndum. En ef að hundur færi í að taka í önd þá færi náttúrulega allt í háaloft því endur og gæsir eru ekki náttúruleg hjarðdýr og sækja því ekki í að vera í hóp, og eru þ.a.l. erfiðari í smölun og hundurinn verður að einbeita sér mun meira að missa þær ekki frá sér.
Flestir sem eru að nota fjárhunda í rollur mæla gegn því að venja þá við hesta líka því þá verða þeir of harðir við rollurnar og allt fer í steik. Ætli maður gæti notað hund sem notaður er í hross, á endur eða fugla til að kenna honum að stökkva ekki í fuglana svo maður geti notað hann þar á eftir í rollur ???
Pæling Dagsins
Hvað haldið þið ?
þriðjudagur, mars 28, 2006
Blesi litli farinn...
Ég fór með hann til Helga dýralæknis í gær til að spattmynda hann (spatt í afturfótum á hrossum getuvr verið mikið vandamál líkt og mjaðmalos hjá hundum) og viti menn, hann var alveg hreinn, sást ekkkert að honum og hann fær einkunina frír ! Gleði gleði, eintóm gleði !
Aðal vesenið var hvað það var ógeðslegt veður á leiðinni, þvílíkt rok á heiðinni og á Selfossi gat maður varla staðið í lappirnar, ógeðslegt ! En við vorum vel útbúin þ.a. allt gekk vel, við komum svo til baka með annan fola til þjálfunar, þ.a. Valdi hafi eitthvað að gera :)
En Blesi er núna farin í sveitina, sem gefur okkur ástæðu til að kíkja þangað oftar og það er sko ekki verra :)
mánudagur, mars 27, 2006
Kvennatölt og helgin á hvolfi
Laugardagurinn var undarlegur, það var brjálað að gera í vinnunni, ég vann lengi og fór svo upp í hesthús á eftir og var ekki komin heim fyrr en um 10 leitið alveg úrvinda, dagurinn í dag var svipaður, mikið að gera í vinnunni, fór svo í fermingarveislu og át næstum því á mig gat en náði þó sem betur fer að hafa aðeins smá stjórn á mér...
anyhow, later, og já endilega kommenta, er svona búin að reyna að vera duglegri við það hjá öðrum líka. Það er alltaf gaman að sjá hverjir eru að stoppa við :D
föstudagur, mars 10, 2006
þriðjudagur, mars 07, 2006
Helgin búin
Annars var helgin ágæt, sýningin góð og ég var ánægð með að sjá hunda í sætum í BIS sem eru ekki venjulega alltaf að vinna, held t.d. að núna hafi í fyrsta skiptið border terrier náð sæti, og svo var whippet tíkin alveg gorgeus ! En í þessum töluðu orðum þá liggur lítið hvolpaskott við hliðina á mér, sofandi. Þessi litla tík er undan Töru, sem ég hef verið að sýna, og hún verður hérna þangað til að ég er búin að finna handa henni heimili. Hún er búin að vera svo róleg, svaf í búrinu alla nóttina án þess að það heyrðist píp, ekkert búin að pissa inni enn, en við skulun nú bíða og sjá til. Fluga er reyndar ekki alveg fullkomlega sátt við gestinn og langar helst ekkert að tala við hana. Ef einhver veit um flott heimili fyrir springer skottuna þá má hann endilega láta mig vita :D
föstudagur, mars 03, 2006
Hundasýning
Silja
mánudagur, febrúar 27, 2006
þrífi þrífi
Fyrst að ég skellti inn aðför minni að Stubb littla, þá ákvað ég nú að taka myndir af því þegar ég tók Blesa litla í gegn.
Loðinn og skítugur



blautur og ekki sáttur !


Þarf að skella svo inn mynd af honum þurrum og hreinum :)
Annars fórum við í gær að sækja Gosa minn í gær og hann er sko ísbjarnarhestur...

laugardagur, febrúar 18, 2006
klippi klippi
Búin að raka hann í framan

Eftir fyrstu umferð


Partur af afrakstrinum (múhahahaha aulahúmor :P)


Lokaútkoman, sko í alvörunni, hann er bara lítill og nettur hundur

Besta leiðin til að enda leiðinlega snyrtistund



fimmtudagur, febrúar 16, 2006
hahahaha
A study conducted by UCLA's Department of Psychiatry has revealed that
the kind of face a woman finds attractive on a man can differ depending
on where she is in her menstrual cycle
For example: If she is ovulating, she is attracted to men with rugged
and masculine features. However, if she is menstruating, or menopausal,
she tends to be more attracted to a man with scissors lodged in his
temple and tape over his mouth, while he is on fire.
No further studies are expected at this time.
laugardagur, febrúar 11, 2006
Klukkuð
4. störf sem ég hef unnið um ævina :
1. Hestahandler í Finnskum sjónvarpsþáttum
2. Tamningarstelpa og heimilishjálp á Blesastöðum (og kom heim með hund með mér)
3. Íshestar
4. Dýrahald í Mosó
4.bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
1. Lord of the Rings, allar myndirnar
2. Blade
3. Gladiator
4. Braveheart
Á reyndar allar þessar myndir en það eru ansi margar myndir sem ég festist yfir...
4.staðir sem ég hef búið á :
1. Ránagata
2. Kríuhólar í Breiðholtinu
3. Fífurimi
4. Heiðarás
4. sjónvarpsþættir sem mér líkar :
1. Friends
2. Desperate Housewifes
3. Lost
4. Simpsons
4. síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
1. www.bestivinur.com
2. http://www.iggyplanet.com/
3. http://www.bestivinur.com/
4. http://www.caeles.no/
4.staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
1. Rhodos Grikklandi
2. Marmaris Tyrklandi
3. Franska ríverían
4. Florida
4.matarkyns sem ég held uppá :
1. Hamborgarhryggurinn hennar mömmu
2. Ofnbökuð nautalund
3. Kjúklingabringur bara með öllu, þær eru snilld
4. Jarðaber !
4.staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
1. Uppi í hesthúsi
2. Hawai
3. Egyptaland
4.bloggarar sem ég klukka
1. Valdi
2. Dóra
3. Gerður
4. Begga Tjicu og Dimmu mamma