fimmtudagur, ágúst 30, 2007

Hahhh !!!

Þið eruð ekki svona fræg ;)

http://www.silja.com/

Ég ætla að hafa samband við þá í framtíðinni og sjá hvort ég fái ekki complimentary cruize :D

Annars er ég að fara til Köben á morgun í vinnuferð...

Og myndirnar frá Hollandi eru að hlaðast inn, hægt og rólega (voru soldið margar)

miðvikudagur, ágúst 22, 2007

Hollandsferð og annað

Jæja þá er maður loksins að taka sér einhvern smá tíma til að rita um nýfarna Hollandsferð (komin tími til). Þið kanski tókuð eftir því að ég var ekkert að hafa neitt hátt um það á netinu að ég væri að fara, því maður hefur heyrt sögur af því að óprúttnir aðilar hreinsi út hjá manni (svona er maður nú nojaður...). En allavegana þá vorum við úti í tvær vikur í sumarhúsi í Hollandi, rétt hjá mótsvæði heimsmeistaramótsins. Við vorum með bílaleigubíl (sem átti upphaflega að vera góður 7 manna bíll en þegar við komum út fengum við 9 manna sendibíl sem ég keyrði stærstan part ferðarinnar með fádæma góðu Garmin GPS tæki sem er svo auðvelt að nota að það er nánast forheimskandi.

Við rúntuðum út um allt, það leið ekki sá dagur að við gerðum ekki eitthvað skemmtilegt, fórum í dýragarð, tívolí, Amterdam og fleira. Samt fór nú heil vika í heimsmeistaramótið sem var án efa flottasta mót sem ég hef farið á. Mótsvæðið var til þvílíkla fyrirmynda og það kom mér virkilega á óvart hversu margir góðir hestar voru ræktaðir erlendis. Stemmingin á pöllunum var gjegguð, maður stóð á gólinu allan tímann með íslenska fánan í hendinni. Það voru samt nokkrir "skandalar", t.d. skil ég ekki hvernig er hægt að fá einkun fyrir yfirferðartölt þegar sýna átti skeið, og svo voru hófarnir á Hvin búnir að vera í einhverju fokki sem endaði með því að hann dró undan sér í töltúrslitunum og það ekkert smá, bara nánast hálfur hófurinn með. Svo var Krafturinn góður, alveg helvíti góður og þegar maður kíkir á myndir af honum sem náðust á mótinu þá bara þekkir maður ekki svona fótaburð, ég hef bara aldrei séð svona áður. Hann náði því líka að fara heim með 2 gull og 1 silfur, ekki slæmt. Það var svo verslað alveg slatta á mótinu, komum heim með nýjan hnakk, geldýnur, hlífar og margt fleira. Ég held að ég hafi komið heim með fleiri pör af skóm en ég átti þegar ég fór út. Annars er Holland bara sætasta land í heimi, mér hefði aldrei dottið í hug að það væri til land þar sem ALLIR væru svo snyrtilegir, garðarnir allir eins og klipptir út úr tímaritum (með skrauttrjám, runnum, völundarhúsum, blómum og öllu) og í sveitinni var ekki óalgengt að fólk væri með pínulitlar geitur, dádýr, kindur, ponyhesta og fleiri dýr í garðinum. Þetta var bara eins og að stíga inn í flatt gróðri vaxið ævintýraland.

Reyndar var ég ekki svona hrifin af öllu Hollandi. Við tókum okkur dag í Amsterdam, og án gríns þá var allt fimm sinnum dýrara þar en annars staðar, og ég get ekki sagt að borgin hafi heillað mig, það var bara stílað of mikið inn á túrisman, of mikið af fólki, of "crowded" og allt of mikið af hjólum. Það búa 750 þúsund mans í borginni en þar eru 1.5 milljón hjól... það eru allir á hjólum þarna, út um allt, alls staðar hjólastígar og umferðarreglur fyrir hjólreiðafólk þ.a. maður lendi ekki í árekstri. Við fórum á Maddam Tusseu og það var ferlega gaman, kom mér reyndar á óvart hvað þessar stjörnur eru oft rosalega litlar, bara písl, en þær sem eitthvað er varið í voru á hæð við mig :D Díana prinsessa, Julia Roberts og Angelia Jolie. Við reyndar keyptum okkur ótrúlega flottan glerkubb sem var skorið í mynd af okkur Valda með leiser. Svo röltum við um svæðið, fórum á sexmuseum, út að borða á kínverskum veitingastað sem flýtur á vatninu og svo röltum við um rauða hverfið (mikið gaman :Þ).

Við vorum reyndar heppin að einu leiti, það veiktust nánast allir nema við, en það voru ALLIR étnir af einhverjum helvítis skordýrum, það liggur við að mig klægji enn í bitin...

En jæja, þetta er búið að taka alla kaffipásuna mína, myndirnar úr ferðinni koma fljótlega !

þriðjudagur, júlí 10, 2007

~*~*~*~

Jæja, ég er búin að vera að dunda mér við það í allan dag að setja inn þessa færslu því ef þið vissuð hvað það er margt sem ég er ekki búin að setja inn hérna þá...

Jæja allavegana þá er það nú kanski ekki alveg frásögu færandi að við hefðum skellt okkur í bíó í gærkveldi, nema hvað að þegar myndin er komin vel af stað (fórum á Die Hard 4.0 með Möggu og Jónasi - sem voru búin að standa í því að redda sér pössun og allt) þá röltir ungur strákur sér inn í salinn og byður alla um að standa upp og rölta út, það sé kviknað í bíóinu :S þ.a. við stöndum upp á endanum og röltum okkur út úr salnum þegar við sjáum lögreglumenn koma hlaupandi upp stigann, sjáum slökkviliðsbíla á flegiferð úti og þegar við komum út var þar hellingur af lögreglu-/slökkviliðs-/sjúkrabílum. Samt sáum við nú aldrei neinn eld né sáum við reyk einu sinni, en það er allavegana gott að vita að þeir bregðist svona hratt við þegar kviknar í reðurtákninu.

Um síðust helgi nutum við þess að fara í sveitasæluna (tja kallinn kanski meira en ég þar sem ég var á sífeldu rápi í bæinn vegna hundafimisýninga á landsmóti UMFÍ) en við byrjuðum á Álfhólum að kíkja á nýju viðbótina í stóðið okkar, en okkur fæddist lítil brún meri undan Kraft frá Efri-Þverá og Sóldögg (við erum búin að vera að bíða eftir því að hún myndi kasta núna í nokkrar vikur). Við reyndar náðum engum myndum af henni þar sem vélin varð batteríslaus um leið og ein mynd hafði verið tekin en litlan en frekar spennandi, með vel ásettan háls og langar lappir. Á laugardeginum þurfti ég að hendast í bæinn og kom svo aftur austur og við fórum svo á Þingvelli í bústaðinn hennar ömmu. Á sunnudagsmorgninum vöknum við í hitakófi, sólin skein og ekki ský á himni, og ég endaði út á palli í sólbaði allan morguninn. Við skelltum okkur svo að veiða, röltum um Þingvelli og enduðum svo í Mýrarkotinu og borðuðum kvöldmat með mömmu og Unnari, Möggu og Jónasi og strákunum hans (og trampólínið kom nú eitthvað við sögu líka).

Svo bíð ég enn eftir myndum af gæsuninni hennar Gerðar til að geta almennilega sagt frá henni, en síðustu helgina í júní fór fram hundasýning og gæsun þ.a. það var vel mikið að gera hjá manni þá. Ég sýndi þrjá hunda, Ísafold (schafer) sem fékk þriðju einkun, Byl (íslenskur hvolpur) sem fékk svakalega góða umsögn en tapaði reyndar fyrir tíkinni, og að lokum Gyðju á sunnudeginum, en hún fékk fyrstu einkun í opnum flokki og annað sæti. Pysja systir hennar fékk meistarastig og læti (til hamingju Dísa ef þú lest þetta einhverntíman) en dómarinn var almennt ekki hrifin af boxernum hérna (get ekki sagt að ég sé sammála honum). Gyðja fékk reyndar hitasjokk eftir hádegi í bílnum en hún er búin að ná sér að fullu (og var sko ekki lengi að því að verða sami prakkarinn aftur). En á laugardagskveldinu gæsuðum við Gerði (sem átti sko ekki von á því), þær sem byrjuðu heima hjá henni komu með hana á hundasýninguna, svo var piknik fyrir utan og farið sem leið lá á Nesjavelli í Adrenalíngarðinn (mæli sko með því, það var geggjað gaman) en þar fórum við upp klifurvegg, klifruðum upp risastóran símastaur og áttum svo að standa uppréttar upp á honum (sem var sko erfitt og einungis undirrituð náði því og var ekkert lítið stolt) og svo fórum við í risarólu. Í einu orði sagt geðveikt !

Síðan var farið heim í pizzur og tækjakynningu og eitthvað meira fjör og svo heim að sofa til að vera tilbúin fyrir næsta dag :)

Anyhow þá held ég að það sé nú ekki mikið meira að frétta, nema hvað ég skelli inn myndum við tækifæri ;)

miðvikudagur, júlí 04, 2007

Artemis og aðrar fréttir

Já það er nú ekki hægt að segja að maður hafi verið duglegur að blogga undanfarið en mikið hefur gerst síðustu vikurnar.

Magga systir átti afmæli um síðustu helgi, er orðin alveg 22 ára (geðveikt stór sko ! ;)) og það var haldin sameiginleg afmælisveisla í Mýrarkotinu fyrir hana og Guðlaug sem varð 6 ára. Það var mikið gaman og mikið fjör, fullt af fólki, svaka veitingar, trampólín og endalaust fjör.

Undanfarna viku er ég búin að eyða öllum stundum sem ég er ekki í vinnunni á leiðbeinandanámskeiði hjá HRFÍ sem er hluti af því að verða viðurkenndur leiðbeinandi á vegum þeirra. Það eru tvær sænskar sem eru hér á landi núna til að kenna og maður sýgur í sig þekkingu þeirra, bara gaman (enda er önnur með border collie úti s.s. mín kona !)

Svo er maður bara búinn að vera að vinna eins og *blííííp*, og saknar þess þetta sumarið að vera ekki í útivinnu. Veðrið er búið að vera eins og við miðjarðarhafið undanfarna marga daga og sumarfötin eru formlega komin úr geymslunni, þ.a. maður gæti verið búinn að taka smá lit áður en við förum til Hollands.

Já og svo langaði mig að sýna ykkur frökenina okkar Valda, sem við stefnum á dóm í haust með, kíkið endilega á hana

sunnudagur, júní 17, 2007

Til hamingju með afmælið Fluga mín


Haldiði að Fluga mín sé ekki orðin 9 ára í dag, og það sést sko ekki á henni !

Í tilefni dagsins fórum við í langan góðan reiðtúr í góða veðrinu, einn af þessum reiðtúrum sem ég lifi fyrir, góðir hestar, gott veður, yndislegt umhverfi, tja, þið getið nú bara séð það sjálf ;)


Fríða föruneitið að leggja af stað í langferð




Hæðirnar þaktar lúpínu


Fjör hjá hundunum


Erfitt að læra að teymast


Fögur fjallasýnin


Og Elliðavatnið


Og það var trítlað með


Og svo var áð og hestarnir fengu að bíta






Hundarnir kíktu inn í skóginn að leita að kanínum (sáum fullt af þeim á leiðinni)



Lögð af stað aftur og búin að skipta um hest


Íslenskur skógur (geggjað umhverfi í Heiðmörkinni)


Gróðri vaxin hraunbreiðan


Veistu ekki hvað þú ert að gera mér með að láta mig vera að draga þetta fífl !


HEAVEN !


OHH mér er heitt !


Svona á lífið að vera


AHHHH Velta sér !


I scratch your back, you scratch mine


Pretty :D


Bíddu bíddu, hvar er afmælikakan !

miðvikudagur, júní 13, 2007

föstudagur, apríl 27, 2007

Eigið góðan dag með stjörnuspá dagsins :D

Smá um stjörnumerkin...

Hrútur (20. mars - 20. apríl): Þú ert óþolinmóður og fljótfær egóisti, góður að lofa öllu fögru, en fljótur að gefast upp og láta aðra þrífa upp skítinn. Þú ert keppnismaður og sérlega klár í að keppa við ranga aðila og slá tilgangslaus högg útí loftið. Þú ert kvikindi, en það hjálpar hversu einlægur, barnalegur og einfaldur þú ert.

Naut (20. apríl - 21. maí): Þú ert latur og þrjóskur, enda löngu staðnaður og fastur í sama farinu. Peningar og þægindi eru það eina sem þú hugsar um, enda háður nautnum, mat, sykri og skynörvandi efnum. Þú hreyfist ekki úr stað og selur sannfæringu þína hæstbjóðenda. Þú ert lítið betri en stífluð rotþró.

Tvíburi (21. maí - 20. júní): Þú ert eirðarlaus og yfirborðslegur, alltaf á hlaupum frá einu tilgangslausu verkefni í annað, með hundrað ókláruð járn í eldinum. Þú ert sí ljúgandi, enda sérfræðingur í að gefa loforð sem þú getur ekki staðið við. Vissulega ertu vel gefinn, en þú sóar hæfileikum þínum í blaður og óþarfa.

Krabbi (21. júní - 23. júlí): Þú þykist vera töff, en ert í raun aumingi og tilfinningasósa, og getur ekki talað og tjáð þig, nema með því að væla og kvarta. Þú ert fastur í fortíðinni og munt því fyrr en síðar kafna í drasli og gömlum minningum. Þegar þú reiðist þá fer allt í einn graut og upp blossar grimmd og hefnigirni. En svona dags daglega þá ertu fúll, þunglyndur og sjálfsvorkunnsamur.

Ljón (22. júlí - 23. ágúst): Þú ert eigingjarn og of upptekinn af eigin málum til að hafa áhuga á öðrum. Þú veist allt og hlustar ekki eða öskrar á andmælendur þína. Þú ert svo barnalegur, einlægur og trúgjarn, að það er augljóst að þú hefur aldrei fullorðnast. Þú ert latur, en þegar þú gerir eitthvað, þá gengur þú of langt.

Meyja (23. ágúst - 23. september): Þú ert einn leiðinlegasti maður í heimi, alltaf að kvarta, gagnrýna og skipta þér af fólki, en segir aldrei neitt sem gagnast öðrum. Þú ert alltaf á hlaupum, þykist vera duglegur, en gerir aldrei neitt af viti, ekki frekar en stormur í tebolla. Þú ert stressuð taugahrúga.

Vog (23. september - 22. október): Þú þykist vera ljúfur og vingjarnlegur, en ert í raun falskur og eigingjarn, brosir framan í fólk, en lýgur og ferð bakvið aðra.
Það tekur þig óratíma að taka ákvarðanir, en þegar það loksins gerist, ertu óhagganlegur, enda of latur til að hugsa málin aftur og of upptekinn af því að smjaðra fyrir öðrum.

Sporðdreki (23. október - 21. nóvember): Þú ert frekur og valdasjúkur, færð einstök mál á heilann (þráhyggja) og ert því einhæfur og hundleiðinlegur. Þú ert ímyndunarveikur og tortrygginn, móðgast útaf engu og gerir úlfalda úr mýflugu. Lífið er annað hvort frábært eða ómögulegt.
Þú ert eins og biluð plata, stöðugt að spila sama lagið.

Bogmaður (22. nóvember - 21. desember): Þú ert týpan sem grautar í öllu, en kann ekkert, enda alltaf á hlaupum úr einu í annað. Þú átt erfitt með að þekkja takmörk þín, ert agalaus, flýrð óþægindi og veist ekki hvernig þú átt að nýta hæfileika þína. Ef þú nærð tökum á einhverju, þá hleypur þú í verkefni sem þú ræður ekki við.

Steingeit (21. desember - 20. janúar): Þú ert stífur og vansæll vinnualki, fastur í tilgangslausum siðum og reglum, alltaf að skipta þér af öðrum og segja þeim að gera það sem þú getur ekki gert sjálfur. Þú ert snobbaður og þráir stöðutákn, enda með minnimáttarkennd sem þú heldur að hægt sé að breiða yfir með titlum og merkjavöru.

Vatnsberi (20. janúar - 19. febrúar): Þú ert sérvitur og skrýtinn, og alltaf svo langt á undan samtímanum að enginn skilur þig eða getur notað hugmyndir þínar. Vissulega ertu svalur, en þú ert svo sjálfstæður, ópersónulegur og hræddur við raunverulegan innileika, að þú ert í raun alltaf einn, frosinn í einskis manns landi. Týndur á skýi í háloftunum.

Fiskur (19. febrúar - 20. mars): Þú ert rugluð og týnd sál og hefur ekki hugmynd um hvernig þú átt að nýta hæfileika þína eða í hvaða átt þú átt að fara. Þú vilt vera alls staðar og upplifa allt. En þar sem þetta er ómögulegt, þá fer allt í vitleysu. En það gerir ekkert til, þú ert sérfræðingur í sjálfsblekkingum og því að flýja raunveruleikann.

föstudagur, apríl 13, 2007

Ammilis

Haldiði að ég eigi ekki afmæli um helgina, hversu skrýtið er það að vera orðin 25 ára...

Það er 1/4 úr öld

Það er 1/2 af hálfri öld

scary

miðvikudagur, apríl 04, 2007

Saga föstudagskvöldsins

Jæja, ég veit að það tók sinn tíma að koma með frásögnina frá föstudagskveldinu, en hvað með það. Það sem ég var s.s. að gera á föstudagskvöldið var þetta...







Múnderíngin mín var svakaleg, blásið hárið út um allt og fullt af hárlakki (BIG hair is better they say), BLEIKAN varalit, svaka málningu og læti, og svo skellt sér upp á svið í L-Idol Vision keppni Landsbankans með lagið mitt, Proud Mary með Tinu Turner. Reyndar mér til mikilla vonbrigða var útgáfan sem tæknistjórinn hafði ein ljótasta útgáfa af þessu lagi (hrikalega léleg kareoki útgáfa) og hún var engan vegin eins og lagið sem ég kunni aftur á bak og áfram. Það hafði ekki góð áhrif á frammistöðuna og verð ég því miður að svekkja ykkur á því að við unnum ekki...

Annars var keppnin fantagóð, mörg góð atriði og greinilega mikið meira lagt í þetta í ár en síðasta ár, eitt sviðið kom fram sem KISS (í búningum og öllu), og þarna voru ansi margir alvöru góðir söngvarar (s.s. ekki bara ég :Þ). En að vakna morguninn eftir, reyndar búin að þvo framan úr mér stríðsmálninguna, með hárið út í loftið eins og NORN var ekki falleg sjón...


En það er í lagi, ég er ekki alveg eins og norn núna... ekki alveg eins...

laugardagur, mars 31, 2007

miðvikudagur, mars 21, 2007

How True ...

Three men were sitting together bragging about how they had given their new wives duties.

The first man had married a Woman from Colorado and had told her that she was going to do the dishes and house cleaning. It took a couple days, but on the third day he came home to a clean house and dishes washed and put away.

The second man had married a woman from Nebraska He had given his wife orders that she was to do all the cleaning, dishes, and the cooking. The first day he didn't see any results, but the next day he saw it was better. By the third day, he saw his house was clean, the dishes were done, and there was a huge dinner on the table.

The third man had married a girl from Iceland. He told her that her duties were to keep the house cleaned, dishes washed, lawn mowed, laundry washed and hot meals on the table for every meal. He said the first day he didn't see anything, the second day he didn't see anything, but by the third day some of the swelling had gone down and he could see a little out of his left eye, enough to fix himself a bite to eat and load the dishwasher .

fimmtudagur, mars 15, 2007

Hmmm

Þarf að finna mér nýja myndasíðu...

Ferlega ósátt með dýraríkismyndasíðuna því núna hafa þeir lokað á allar nýjar myndir þ.a. það er ekki hægt að bæta við. Hefur einhver einhverjar hugmyndir ?

Kanski maður ætti bara að skella sér á www.flickr.com albúm...

miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Blogg löngun

Hefur farið soldið dvínandi undanfarið, þetta er allt að koma annars. Það er hellingur búinn að gerast sem ég hef ekki sagt frá svo hérna er summary

* Kláraði HogH prófið
* Fór á Járningarnámskeið
* Er að fara að sýna um helgina
* Er komin með vinnu (en bíð samt eftir því að geta byrjað :S)
* Er byrjuð í Bootcamp (núna skal maður rekinn í form !)
* Valdi er með mér í Bootcamp (líkt og sjá má af frásögn hans af fyrsta tímanum...)

Man ekkert annað merkilegt í bili

miðvikudagur, janúar 31, 2007

Mjög áhugaverð síða

um þjálfun á pony hestum (shetland líklega) sem aðstoðar"hundar" fyrir blinda. Þetta var hálfgert tilraunaverkefni enda hefur þetta verið mjög sjaldan gert. En endilega kíkið á síðuna