miðvikudagur, september 24, 2008

Hálsinn minn -

Er Fucked upp !!!

Veit ekki hvað er að en ég er búin að vera með bilaðan hálsríg núna í tvo daga... Ætla að reyna að komast til læknis á morgun, sjáum til hvort það takist ekki. En svona fyrst út í það er farið þá er danska sygesikringskortið mitt loksin komið þ.a. ef ég þarf að nota það þá er ég safe hehe.

En, það er fáránlegt, að það sé hægt að eyða heilum degi, lokaður inni, án þess að hafa nokkur samskipti við nokkra lifandi veru. Ég er búin að liggja upp í sófa í allan dag, of eirðarlaus til að ná að læra af einhverju viti, og að verða búin að horfa á alla fyrstu seríuna af Prison Brake. Mjög gaman. Íbúfen er góður vinur minn í dag.

föstudagur, september 19, 2008

Mikið rosalega kannast ég við þessa frásögn...

Sagan um Búkollu á Landssýningu 2008
Íslenska kýrin hefur marga sérstaka eigninleika og á sér farsæla sögu og er það fyrir tilstilli hennar að margur landsbúinn hélt lífi í harðindum hér áður og er því mikilvægt að landsbúar allir séu upplýstir um sögu Búkollu svo þjóðin sé um það upplýst að hún er bæði fegurst og afrekamest að þeim kúm sem fæðst hafa allt frá landnámi og nánast mannleg í hugsun og samskiptum við þá aðila sem hana hafa alið og þjálfað.
Ráki heitir maður sem er ólíkur öðrum mönnum að því leiti að hann telur sig bæði gáfaðri og útjónasamari en aðra menn. Eru hæfileikar hans slíkir að mönnum kemur helst í hug miðilsgáfur eða sjónhverfingar þar sem hann hefur endurtekið náð að blekkja heilu þjóðirnar í sömu andránni og þegar honum tekst sem best til nær hann heimspressunni allri. Er það altalað að hann sé ramm göldróttur og stendur mörgu fóki ákveðinn uggur af honum. Ráki þessi fékk nokkuð skyndilega mikla ástúð á kúarækt og þótt hann væri í fullri vinnu sem stjórnandi fyrirtækis sem annaðist viðskipti með gull að deginum til þá titlaði hann sig gjarnan sem kúaræktanda – svo þjóðin sæi hann sem jafninga, einkum eftir að heimspressan hafði fjallað um hann og allar sjónhverfingarnar sem sem almennigur stóð á öndinni yfir, en þannig náði hann betur til þjóðarinnar með blekkingarkrafti sýnum.
Einn daginn að sumarlagi tók Ráki sig til og keypti sér nokkrar kvígur þar sem hann taldi sig framar öðrum hafa hæfileika til að bæta kúastofninn í landinu með hugviti sýnu. Hélt hann gjarnan öllum kvígunum undir sama nautið sem landanum þótti nokkuð skondið, en auðvitað var það út af því að hann sá í þeim kosti sem flestir aðrir sáu ekki sökum greindarskorts og hafði Ráki hina mestu andúð á þessum annars stigs þjóðfélagsþegnum og hvorki heilsaði hann þeim né virti viðlits þó yrt væri á hann. Ein var sú kýr sem hann fékk augastað á eftir að hafa sótt landssýningu kúabænda en hún var bæði fönguleg og með nytjahæstu kúm landsins svo langt aftur að elstu menn myndu. Sú hét Búkolla, var rauð á lit og með hvíta strípu í andliti líkastri blesu á hesti, og var ekki föl þegar Ráki leitaði eftir kaupum á henni í upphafi.
Þar sem Ráki hafði það að aðalstarfi að selja viðskiptabréf sem gáfu kaupendum eignrétt að gull auðlind í útlöndum sá landinn og heimurinn allur fyrir sér mikinn ágóða af gull tekjum og keypti því bréfin óspart og var Ráki reitaður í topp helstu fyrirmanna fyrir vikið í heimspressunni. Fjölmargir kaupendur bréfanna hafa endurtekið reynt að gera sér ferð til að skoða gull námurnar, en þeim hefur gengið erfiðlega að staðfesta tilvist gullsins og hefur sá uggur læðst að einstaka kaupanda að Ráki hafi mögulega náð að blekkja þá og umheim allan með hugviti sýnu og sjónhverfingum og hefur fjöldinn allur lent í gjaldþroti þar sem erfiðlega hefur gengið að koma höndum á gullið.
Ráki sjálfur átti hinsvegar ekki við fjárkort að stríða en það var honum þó lítillega til travala að sá mikli auður sem hann hafði skotið undan og geymdi tryggum fjárhirslum erlendis áttu erfitt með að líta í dagljósið þegar kom að viðskiptum og fóru því greiðslur fyrir nautgripi og jarðir sem hann keypti undir kúastofninn gjarnan fram eftir að tók að rökkva. Eintaka seljendur sættu sig illa við þennan viðskiptamáta, en þeir létu fljótlega undan eftir að Ráki fór að þeim hamförum og hótaði þeim álögum og fangelsisvist í ofaníbót ef þeir streittust á móti, og urðu viðskiptin yfirleitt auðsótt í kjölfarið. Var það mál manna að snilligáfur Ráka í peningamálum væri með ólíknidum ekki síst eftir að í ljós kom að hann náði að kaupa hverja jörðina á fætur annarri og greiða einungis fyrir þær innan við þriðjung af uppsettu verði í dagsljósi – slíkur var galdra- og sjónhverfingamáttur hans og fara ekki allir í föt Ráka í þeim efnum. Almennigi í landinu þótti líka ekki nema sjálfsagt að maður að slíkum virðugleika og völdum ætti ekki annað betur skilið en að fá ívilnanir skattayfirvalda og ætti hann því alls ekki að þurfa greiða skatta af öllum þeim fjármunum sem hann hafði komist yfir ólíkt öðru fólki þar sem þjóðfélagsleg staða hans var langtum ofar en hjá svörtum almúganum í landinu.
Búkollu endaði Ráki á að kaupa háu verði og setti hana straks í sérstaka þjálfun þar sem hann ætlaði að sýna landi og þjóð að í eigu hans væri sú kýr sem fremst stóð bæði að kostum og fegurð. Lét hann gjarnan þýða yfir á erlend tungumál öll skrif og umfjallanir um hann og/eda Búkollu, bæði ensku og þýsku, svo alheimur mundi ekki missa af neinu heldur. Undir niðri var hann jafnframt að undirbúa nettengingu sýna við kúabændur með sem bestum hætti þar sem ljóst var að gull auðlindin var kominn í þrot og að öllum líkindum yrði mokað yfir námurnar á næstu mánuðum með tryggilegum hætti svo enginn annar gæti nýtt neitt úr þeim eftir að Ráki léti loka þeim.
Búkolla reyndist skarpgreind og hófst nú leit að hæfum þjálfara fyrir kúna. Eftir tölvert erfiði fann Ráki sér þjálfara sem hann gat sætt sig við, en sá var nefdur Rauði Refurinn og hafði á sér sérstakt orð fyrir að hafa blekkt stóran hóp kaupenda að nautgripum til margra ára – gekk svo langt að í einni sölunni hafði hann límt júgur undir uxa og selt sem nytjakú og uppgötvuðust prettirnir ekki fyrr en löngu síðar þegar límingar fóru að gefa sig og varð umtalað að hér væri snillingur á ferð. Ráki fann strax fyrir trausti til mannsins og gekk ekki hnífurinn á milli þeirra, enda báðir með mikla og langa reynslu af svikum og prettum og gátu nú keppts um hver hefði betur í þeim efnum. Fljótlega fékk þjálfari Búkullu viðurnefnið, ‘Rauði Refurinn hans Ráka’ og þótti réttnefni þar sem hann ýmist sat eða stóð að tilstilli og fyrirmælum Ráka hverju sinni.
Ráki var jafnframt þeim hæfileikum gæddur að hann þurfti ætíð að hafa betur en keppinautar hans, hvort heldur málin snérust um viðskipti eða kúasýningar. Gekk hann oft svo langt að hann eyddi oft dögum saman í að reyna að eyðileggja fyrir öðrum með öllum mögulegum hætti og beitti þá bæði göldrum og sjónhverfingum til að koma höggi á andstæðinginn til að hann hefði betur. Gekk hann það langt í þessum efnum að ef galdramáttur hans dugði ekki til einn og sér kom hann klækjum sýnum fram með tilbúnum lögsóknum öllum að óvörum. Var það ætíð hans ásetningur að hann þurfti að fá allt, ellegar hætti hann við því ekki mátti það sjást útávið að hann léti í minnipokann fyrir neinum.
Nú bar svo til sumarið 2008 að Landssýning kúabænda var framundan og stefndi Ráki með Búkollu á mótið svo þjóðin gæti betur virt fyrir sér gripinn og áttað sig á öllum þeim kyngiskostum og afburðahæfileikum sem kýrin hafði til að bera. Fékk hann rauða refinn til að sýna kúna enda þaulvanur sýnandi til áratuga. Í forsýningu átti sér það óhapp stað að Búkolla skeit fyrir framan dómpall of var sett niður fyrir vikið og þurti að taka þátt í milliriðli sem hún endaði á að sigra, og þar sem dómarar vildu bæta upp fyrir að hafa sett hana niður fyrir það eitt að skíta við dómpall, fékk hún fyrir sýninguna einkunn í hæstu hæðum.
En nú flæktust málin til muna þar sem rauði refurinn hans Ráka átti nefnilega unga og frekar efnilega mjólkurkýr sjálfur sem hét Kolskör og og hafði tekið stakkaskiptum í þjálfunarbúðum refsins síðustu vikurnar fyrir landssýningu. Skipti ekki sköpum að hún skaut sér inn í úrslitakeppnina í fyrsta sæti, og þar með langtum ofar einkunn Búkollu og þeim sex öðrum kúm sem komust í úrslit. Við þennan árangur hljóp mikið keppniskap í refinn sem hafði verið bældur af undanlátssemi við Ráka, og sótti nú stíft að sýna Kolskör í úrslitakeppninni þar sem sama sýnanda var bannað samkvæmt lögum að sýna meira en eina kýr í úrslitum. Hófust nú háværar deilur og handalögmál milli refsins og Ráka, en sá síðarnefndi hótaði að leggja álög á rauða refinn ef hann skipti ekki um skoðun og sýndi Búkollu í stað Kolskarar. Refurinn sat hinsvegar fastur á sýnu og skipti það engum togum að Ráki reif af honum Búkollu og keyrði með hana í burtu og fékk mann við annan til að keyra heim að fjósi rauða refsins og sækja allar kvígurnar sem hann átti hjá honum. Kastaði hann jafnfram álögum á refinn í sýningunni með þeim hætti að Kolskör baulaði ekki fyrir framan dómpall eins og henni bar til. Allar aðrar kýr í keppninni bauluðu hinsvegar svo undir tók í hlíðum sveitarinnar. Rættust þar með álög Ráka og endaði Kolskör í síðasta sætinu og lýkur þar með sögu Búkollu en landsmönnum skildi það ljóst vera að aldrei hefur önnur eins eins kýr og Búkolla nokkurn tímann fæðst í þessu landi og þó víðar væri leitað.
Höfundur er áhugamaður um kúarækt.


(Þessari sögu var "shamelessly" stolið af netinu, ef höfundur vill láta nafns síns getið þá er bara málið að senda mér línu :Þ)

miðvikudagur, september 17, 2008

Allt að verða meira íslenskt

Já, veðurfarið hefur örlítið breyst undanfarna daga, og það furðulega er að "minn líkami" tók eftir því á undan mér. Ég sofna fyrr og sef betur fyrst að hitinn er örlítið lægri. Reyndar taka Danirnir þessu soldið furðulega þar sem að ég er alltaf að mæta þeim í dúnúlpum á hjólunum á morgnana :Þ

Isss vantar sko víkingablóðið í þá !

En eins og þið hafið kanski tekið eftir þá kom Valdi minn síðasta fimmtudag og var hjá mér um helgina. Það var náttúrulega bara æðislegt að hafa hann, og sko ekki auðvelt að sleppa honum á flugvellinum.Hann þurfti bókstaflega að hlaupa út í vél því ég hélt honum svo lengi híhí. Við náðum aðeins að bralla eitthvað skemmtilegt, kíktum á Strikið, borðuðum góðan mat, fórum á kaffihús, í Tívolí og hittum Sonju og Friðrik og alls konar skemmtlegt. Hann náði líka að fara í "personal" skoðunarferð um DTU með félaga sínum á meðan ég var í skólanum.

En svo er lífið aftur farið að ganga sinn vanagang hérna í baunalandinu, lítið að frétta svosem. Dóra reyndar var svo snjöll að skella inn myndbandi af Dís, Djass og Púka að leika sér, og hún virðist ætla að hafa þessa sömu dótaþrjósku og Fluga mín.

Enjoy

miðvikudagur, september 10, 2008

Tomorow, tomorow - is only a day away !

Já, Valdi minn kemur á morgun !!!!

Ég hlakka svo mikið til að það er bara rugl !

Annars gengur lífið í baunalandinu sinn vanagang bara, ég finn ekkert fyrir því að það sé að koma haust, enda er ekkert að koma haust hérna. Ekki eins og heima á Íslandi. En það er alveg merkilegt hvað það er mikið sem er öðruvísi hérna úti, setningin "hjemma i Island så..." hljómar ansi oft í hausnum á mér. En það eru alveg ferlega furðulegir hlutir sem ég virðist eiga erfitt með að venjast. Eins og t.d. hitinn, hverjum hefði dottið það í hug að ég myndi nokkurn tíman væla yfir því að það væri of heitt hérna. En, það er eiginlega aðeins of heitt hérna. Ég sakna hins kalda vinds sem blæs stanslaust heima á klakanum. Hérna er veðrið bara milt, alltaf. Ég er búin að blóta þessum hita ófá kvöldin þegar ég get ekki sofnað, því ég veit ekkert betra en að liggja undir heitri sæng, bara rétt andlitið sem nær undan sænginni, og það er KALT í herberginu. En nei, ekki í baunalandinu. Maður ætti kanski að fá sér "airconditioner" til að búa til sinn eigin ísskáp inni... eða kanski bara ekki. Þetta venst allt. En það er hálf spaugilegt að vera ekki lengra en þetta frá Íslandi, og hjóla í skólann á morgnanna og hitamælirinn á leiðinni sýnir 20°C og að hjóla heim að kveldi til og mælirinn sýnir 18°C. Spes !

En já, hjóla, það er náttúrulega það sem maður gerir þegar maður býr hérna. Miklu fleiri hjól t.d. sem er lagt fyrir utan skólann hjá mér heldur en bílar nokkurn tíman. Enda byði ég ekki alveg í kaosið sem kæmi ef allir myndu mæta á bíl, fyrir utan það að það væru hreinlega engin bílastæði, enda skólinn og margar af byggingum hans eldri en sjálfrennireiðin. En þar sem að hjólið hefur hingað til verið það eina sem ég hef getað "dekstrað" þá hefur hjólið mitt fengið svona líka fína meðferð, bretti, böglaberi, bjalla, karfa og standari. Svona fórum við saman til Danmerkur alveg grunlaus um að hjólið væri ekki nógu vel útbúið. Við reyndar lenntum í smá örðugleikum saman síðastliðna viku þar sem að það sprakk á því svona hressilega, en ég er búin að bæta úr því. En þegar ég var að ræða þetta við stelpurnar kom í ljós, að við vorum kolólögleg í kvöldhjólun, því það er víst þannig að lögreglan getur stoppað mann og sektað, fyrir að vera ljóslaus !

Jahá, "hjemme på Island..." þá þekkjum við ekki svona. Þ.a. ég náði að dekstra aðeins meira við hjólið og splæsti í svona fínt ljósasett á það þ.a. núna eigum við að vera fullkomlega lögleg !

En svo var ég að horfa á Næturvaktina í gær, og viti menn, ég og Georg Bjarnfreðarson erum eins... Við erum bæði á hjóli með svona fínum blikkandi ljósum.

En já, það er alveg smá söknuður farinn að láta á sér kræla, sbr. þessir furðulegu hlutir sem maður saknar. Ég bjóst ekki við því að ég ætti eftir að sakna veðursins, kuldans, víðáttunar og náttúrunnar. Hér er jú veður, "kuldi", víðátta af húsum og trjám, og fullt fullt af náttúru. Alls staðar. Ég komst t.d. að því mér til mikilla gleði, að það er HUGE skógur beint fyrir aftan húsið mitt. Þar er m.a. hesthús og "off leash" svæði þ.a. ég á eftir að njóta þess í ræmur að geta farið þangað. Núna vantar bara hundinn ;) En náttúran hérna er mjög spes, því að eplin vaxa á trjánum hérna, í bókstaflegri merkingu, og svo detta þau á jörðina og enginn borðar þau og þau verða bara það rusli og eplagraut. Mér finnst það mjög spes, og eiginlega alveg ferleg sóun að sjá á kollegiinu mínu fullt af eplum á göngustígunum út um allt. En epli, perur og alls konar ávextir og ber vaxa á trjánum hérna án allra vandræða, og detta svo bara á jörðina af því að það borðar þær enginn og fara svo bara í ruslið...

Spes...

"Hjemme på Island så..."

sunnudagur, september 07, 2008

Silja in the City

Ég er búin að eiga alveg svona Carrie Bradshaw moment. Ég fór á Rusfest á föstudaginn. Byrjaði á því að fara í "fyrirpartý" þar sem var heimatilbúinn matur og fínerí, dönsk tónlist og fullir danir, mjög spes upplyfun. Kannaðist í heildina við 5 lög sem voru spiluð :Þ

Svo þegar leið á kvöldið lá leiðin á Rusfest ballið sem var haldið í skólanum, tókum 2 strætóa og löbbuðum smá spotta, nema hvað að á göngunni þá tók ég eftir því að ég hafði einhvern veginn brotið hælinn á skónum mínum. Það var algjört Buzzkill fyrir kvöldið og varð til þess að ég fór heim fyrr en ég hafði ætlað, því það var svaka stuð á ballinu. Þ.a. ég labbaði niður á lestarstöð, á táslunum, með skóna mína í hendinni, tók síðustu lestina heim og svo leigubíl síðasta spottann af því að ég missti af síðasta strætóinum.

Algjört Carrie moment !

miðvikudagur, september 03, 2008

Þörf á gluggatjöldum

Já, ég er búin að komast að því að það er í alvörunni þörf á því að vera með gluggatjöld þegar maður býr á jarðhæð og göngustígur liggur framhjá íbúðinni hjá manni. Um daginn var ég með gluggagjægir sem lá í leini og ég vissi ekki að jólasveinarnir væru komnir til byggða.

En núna eru komnar upp bráðabirgðagardínur þ.a. þeim málum er reddað í bili :)

Íbúðin er orðin bara ansi fín, komin með húsgögn og allt, en þið getið séð myndir af henni - before and after - inn í myndaalbúminu mínu.

En það er sko saga á bakvið þennan forláta sófa sem ég keypti. Ég fór í IKEA um daginn, til að versla svona helstu nauðsynjar eins og glös, diska og þess háttar. Við Valdi vorum búin að ákveða hvaða sófa okkur langaði í og ég fór voða vongóð í búðina að skoða hann hérna úti. Ég var búin að spyrjast fyrir um hann en hann var ekki til þ.a. ég ákvað að halda heim á leið, enda klukkan orðinn margt og ég hafði engann með mér til að hjálpa mér við innkaupin. Svo var ég að rölta framhjá "B-vöru" horninu í IKEA, og viti menn, þarna var sófinn minn, á svona líka góðu verði, réttur litur og allt ! Þannig að ég gat ekki sleppt honum og fékk kall til að hjálpa mér að setja hann á kerrur (nánar tiltekið tvær kerrur) eftir að ég var búin að spyrja "hvað væri að honum". Það var ekkert merkilegra að honum en að hann hafði víst verið settur saman úr vitlausum skrúfum...

En svo þegar ég kom á kassann, með mínar þrjár kerrur og var að róta í töskunni minni að leita að veskinu mínu og það var ekki þarna !

Ég þurfti semsagt að skilja dótið mitt eftir, hjóla heim hið snarasta og svo til baka strax til að borga fyrir sófann minn (sem enginn annar átti að fá að kaupa !!!) og hjóla svo aftur heim þegar ég var búin að dröslast með mínar þrjár kerrur í gegnum búðina, borga á kassanum og dröslast með kerrurnar út í horn til að láta senda þetta allt heim.

Þ.a. ég sef ekki lengur á vindsæng, ég get actually eldað heima hjá mér og ég er komin með ljós.

Gæludýraleysið er að fara með mig, liggur við að ég sé farin að íhuga að "ræna" einhverjum af öllum þessum óteljandi köttum sem flakka hérna um Kollegieið bara til að hafa eitthvað annað hérna inni hjá mér. Þ.a. ég fór í Zoozity með Guðríði um daginn (eins og sjá má í myndasafninu) og það var bara gaman, enda búðin eins og dýragarður. Þarna var fullt af allskonar dýrum og furðulegustu dýrum sem maður gæti haldið sem gæludýr s.s. dvergsilkiapa og íkorna og ég veit ekki hvað og hvað. Ég var vopnuð myndavélinni minni og tók eins mikið af myndum og ég þorði þar sem að það var fullt af skiltum út um alla búð sem sögðu að það væri bannað að taka myndir. En hvað tekur maður nú svosem mark á því :Þ

Það eina sem var ekki skemmtilegt við Zoozity heimsóknina var lyktin, því já, því miður, þá var ekkert sérstaklega góð lykt þarna inni. Eiginlega hef ég aldrei farið inn í dýrabúð áður þar sem var svona mikil lykt en það gæti svosem vel verið að maður sé allt of góðu vanur að heiman.

En endilega grúskið aðeins í myndaalbúminu, allavegana svona þangað til næst

miðvikudagur, ágúst 27, 2008

Klókir lesendur

Geta séð Dísiskvís hérna með Borderunum. Svona ef þið hafið áhuga á.




En annars er það að frétta af heimahögunum að Dís fór á Töðugjöld með Dóru og Púka og kynnti sína tegund.

Fluga er svo að fara með Valda í sveitina um helgina þ.a. það verður eitthvað gaman hjá þeim.

Ég er ekki frá því að fráhvarfseinkenninn séu að fara að koma. Það er ekkert sérstaklega kúl að vera alveg gæludýralaus.

En ég var ekki búin að sýna ykkur fínu myndirnar sem ég tók af Dís og Flugu um daginn :D









Eru þær ekki sætar stelpurnar mínar !!!

En ég er ekki enn búin að fatta það að ég sé flutt til útlanda... finnst enn eins og ég sé bara í ferðalagi og sé að fara heim eftir nokkra daga. þetta á nú eftir að venjast, ég fer bara á röltið og knúsa annara manna hunda, sem er sko NÓG af !

Verst að ég get ekki með góðu móti fengið að knúsa annara manna menn... En það kemur nú enginn í staðinn fyrir hann Valda minn, sem ætlar m.a.s. að koma út í september !!! Ég get ekki beðið mig hlakkar svo til :D

En núna ætla ég í bælið, klukkan að verða 11 hérna úti, og bara 9 heima. Smá munur, en það þýðir líka að ég er að vakna klukkan hálf fimm á morgnana að íslenskum tíma...

sunnudagur, ágúst 24, 2008

Jæja fréttaþyrsta fólk

Eruð þið búin að bíða lengi eftir Danmerkurfréttum ???

Tjahh ef ekki þá getiði bara kíkt eitthvað annað hehe

En hérna koma samt Danmerkurfréttir (Brace yourself, þetta verður LANGT)

Ferðin hingað gekk fínt, flugið áfallalaust og ég hitti Guðríði á vellinum og við röltum saman út í vél. Ég reyndar keypti nú mjög lítið á vellinum, nema forláta myndavél (ekki veitti af, hræðilegt að geta ekki tekið myndir til að sýna ykkur). Við komum svo af flugvellinum, tókum leigubíl af vellinum til Albertslund Kollegium í Morbærhaven og komum á svona líka réttum tíma því skrifstofan er ekki opin nema á milli tvö og hálffjögur á virkum dögum... Já ég veit, Danir...

Svo fékk ég lyklana, fann íbúðina og hún er bara svona líka sæt, þægileg stærð og með Brandspanking new ísskáp.

Hurðin mín, íbúðin er númer 18-23


Og m.a.s. búið að merkja mér íbúðina híhí


Og svo sést svona inn í hana, afsakið draslið á gólfinu hehe, ekki búið að ganga frá því þarna





Eldhúsið mitt


Og svo baðherbergið - óvenju stórt m.v. danska staðla


Við komumst í Jysk þennan dag og keyptum sæng, kodda, handklæði og eitthvað smotterí. Þá um kvöldið kíktum við aðeins niðrí bæ að hitta vini Guðríðar, og Guðríður lenti í því leiðindaatviki að tapa töskunni sinni með veskinum og símanum og öllu draslinu... Ömurlegt !

Daginn eftir byrjaði prógramið, við mættum í skólann um hálf tíu, hálftíma of seint þar sem að við tókum óvart strætóinn í vitlausa átt. En þegar við loksin mættum fórum við í hópana okkar og það var stanslaust prógramm allan daginn, allskonar team building leikir til að hjálpa fólkinu að kynnast og svona. Þá kom fyrsta alvöru reynslan á dönskukunnáttuna hjá manni en hún var skárri en ég hélt. Við fengum svo svakalegt Welcomeshow, með svakalegum atriðum, nekt og öllum pakkanum.

En þegar þessum degi lauk, kom svo að Rusturnum. Og það var sko SVAÐALEGUR túr !

Það var soldið vesen fyrir okkur að koma öllu draslinu og hjólinu niður í skóla þar sem að ferðin okkar var hjólaferð. En við komumst niður í skólann á endanum, og m.a.s. á réttum tíma. Svo skelltum við farangrinum okkar í hrúguna, hittum Sonju skvísu sem fór í sömu ferð og við, og fórum svo í hjólahópana okkar. Ég var Jernhest og við fórum fyrst af stað. Á leiðinni stoppuðum við á nokkrum stöðvum þar sem við áttum að leysa ýmsar þrautir og fengum stig fyrir, og svo fengum við auka stig fyrir að búa til alskonar lög, gefa eldri nemunum bjór, knús, kossa og ég veit ekki hvað og hvað.





Allt í allt hjóluðum við einhverja 30 kílómetra þennan daginn, og þar sem að þetta er allt flatt þá varð maður nú ekkert svakalega þreyttur.

En, þegar við komum á leiðarenda, þá blasti nú við áhugaverð sjón. Ég vissi að við vorum að fara að gista í tjöldum, og að þetta væri útileiga, en það sem beið okkar hefði ég aldrei látið mér detta í hug !

Sjáiði bara sjálf


Tjaldbúðirnar - matartjaldið og partýtjaldið


Og svo röltum við okkur að fara að tjalda tjaldinu okkar


Grindin átti s.s. að líta svona út (sem hún og svo gerði)


Byggingarefnið fyrir tjaldið okkar


Tjaldið að verða tilbúið (var búið til úr trjábjálkum og segldúk)


Annar hópur að byggja tjaldið sitt


Svo skoðuðum við okkur aðeins um svæðið og biðum eftir hinum hópunum. Við vorum staðsett við stöðuvatn sem var hægt að synda í (og það gerðu það nú flestir). Svo var eldað fyrir allan hópinn og farið að sofa. Ég komst að því að svefnpokinn minn var ekki alveg gerður fyrir að sofa í utan dyra (furðulegur svefnpoki það, en þetta fær maður þegar maður verslar ódýrt í Jysk) og ég hristist og skalf alla nóttina... Ég svaf svo í öllum fötunum allan tímann, innvafinn í svefnpokann, og hristist og skalf allar næturnar.

Næsta dag vorum við vakin með látum klukkan átta um morguninn, en við höfðum s.s. flutt klukkuna fram um tvo tíma m.v. danskan tíma til að nýta sólarljósið sem best, þ.a. klukkan var 6 að dönskum tíma, og 4 að íslenskum tíma. Þær voru mættar nokkrar til að draga fólkið í morgunleikfimi með svaðalega hallærislegum barnalögum. Ótrúleg orka alveg hreint !

Svo var svaka prógram allan daginn með leik sem gekk út á það að við áttum að finna matinn okkar út um allan skóg. Við fórum á ýmsar stöðvar, þar sem við fengum svo stig fyrir frammistöðu, söngva, smeðjuskap, knús, kossa og hvað við náðum að gefa leiðbeinendunum mikið öl. Þennan dag fékk ég að prófa nokkuð sem ég hef ekki enn prófað, en það var að veiða þessa líka fínu laxa, flestir hátt í 10-12 pund, með berum höndum !

Hópurinn kominn saman - ég var blár bavíani - hence the costumes


Svo voru rauðu birnirnir


Og grænu mömburnar


Og svo byrjaði enn eitt leikritið - Danirnir fá allavegana 10 af 10 mögulegum fyrir ímyndunarafl


Og auðvitað fylgjast allir rosalega vel með


Meira skemmtilegt leikrit


Og svo tók ég engar myndir fyrr en við komum að þessari stöð


Og já, ofan í barnasundlauginni voru 5 laxar sem við áttum að veiða - með berum höndum


Og sumir skelltu sér svo bara út í


En ég setti svo bara myndavélina niður og fór að veiða, og tókst að veiða tvo laxa alveg sjálf !!! Alveg ákveðin tækni við það sko !

Svo fórum við á flóðhestaveiðar


Fíni flóðhesturinn


Ágætis vegalengd sem við áttum að kasta


Svo var fiskurinn okkar náttúrulega eldaður og borðaður - smakkaðist líka svona vel


Hafði ekki prófað eldbakað, innbakað ferskan lax áður


Daginn eftir mættu nokkrir dýralæknar til að ræða við okkur um starfsmöguleika fyrir dýralækna að námi loknu og svona, og einn hafði líka svona fínan fylgdarsvein



Á laugardeginum rigndi svo, og rigndi og rigndi og rigndi sem endaði með því að við fórum heim degi fyrr en ætlað var og komum því heim í gær.

Allt á floti í tjaldinu mínu


Og meira á floti


Og það rigndi og rigndi


Tjöldin útbúin fyrir rigninguna


Og eina tjaldið sem stóðst veðrið var tjaldið hjá hópnum hennar Sonju en þau voru svo sniðug að tjalda inn í skjóginum


Svo drösluðum við draslinu okkar og hjólunum með okkur, fundum hótel sem hringdi á leigubíl fyrir okkur og við fórum heim.

Við gerðum s.s. nákvæmlega sömu mistökin og furðulegu útlendingarnir sem koma heim til Íslands og eru hreinlega engan vegin nógu vel útbúnir fyrir íslenska verðáttu. Við vorum engan vegin viðbúnar danskri veðráttu og engan vegin útbúnar fyrir útileigu í danski veðráttu (þar sem rignir reyndar alltaf bara beint niður og aldrei á hlið...

En núna byrjar skólinn í fyrramálið, það verður fjör !!! Munið svo bara að fylgjast vel með.

miðvikudagur, ágúst 13, 2008

Hvernig ætlar hann að vera á litinn ??

Já, það er soldið forvitnilegt að pæla í því hvernig hann Þorri litli ætlar að vera á litinn.


See for your self















En að öðru - 6 dagar...

föstudagur, ágúst 01, 2008

181 stig – flugmiði – bréf – íbúð

Jahá

Það er ekkert lítið sem er að gerast hjá manni þessa dagana ! En við skulum byrja á byrjuninni og viðhalda þessum “dagbókarfíling” sem virðist vera kominn á blogghefðina hjá mér.

Við Fluga skelltum okkur í vinnupróf DÍ um daginn. Prófið, framkvæmd þess og dómstörf voru líkt og maður á von á hjá svona góðum klúbb, og vonandi heldur þetta áfram með þessu móti. En við byrjuðum s.s. um morguninn á hlýðni I prófinu, við Fluga mættum tímanlega (Dís var reyndar með líka en hún var í bílnum á meðan). Þegar búið var að merkja út svæðið og hundar og dómari voru tilbúnir hófst prófið á “að skoða tennur”, Fluga stóð sig mjög vel og reisti sig ekki upp heldur sat sem fastast eins og þaulvanur sýningarhundur :Þ Við fengum allavegana 10 fyrir þann hluta, sem varð reyndar eina tían þennan daginn hjá okkur. Í atriðinu að liggja kyrr í hóp þá var Fluga komin í rétta stöðu, en ég var ekki nógu skýr þ.a. þegar ég lagði af stað frá henni þá fylgdi hún mér eitt skref. Hún lá samt sem fastast allan tíman, haggaðist ekki hænufet og leit ekki af mömmu sinni. 9 fengum við fyrir þetta atriði. Aðrar einkunnir er ég ekki alveg með í handraðanum en ég skelli inn einkunnarblaðinu þegar það kemur þ.a. ef ég bulla eitthvað með hinar einkunnirnar þá verðiði bara að fyrigefa mér það. Hælganga í taum gekk vel, nema hvað að það er alltaf sama “problemið”, þ.e. hún heldur sig alltaf 30 cm frá fætinum á mér. En kontaktinn var fínn og “automatic sitt” því sem næst fullkominn. Við fengum 8,5 fyrir þennan þátt. Hælganga laus gekk svo alveg glimrandi, flottur kontakt og við bara smullum saman þarna, enda fengum við 9 fyrir hælgöngu laus og ég var alveg himinlifandi því þetta er það atriði sem hún var slökust á í síðasta prófi. “Liggið” í liggja á skipun er ekki nógu hratt þ.a. við fengum ekki fullt hús stiga þar og að stoppa á göngu var greinilega eitthvað ryðgað líka (ekki búin að æfa það mikið undanfarna daga... vikur.... mánuði... ) þ.a. ekki var fullt hús stiga þar heldur. Svo kom að síðasta atriðinu, hoppa yfir hindrun, sem reynist henni gífurlega auðvelt eftir að hafa stundað hundafimi alla æfi. En nei, Silja litla klúðraði aðeins þarna og var ekki með nógu skýra hælskipun áður en ég lagði af stað þ.a. Fluga sá hoppið og ætlaði af stað (enda vissi hún sko alveg hvað hún átti að gera !!) þ.a. þar fengum við bara 9,5. En hey, þetta var nánast fullkomið. Svo var ég líka rosalega ánægð með einkunina fyrir samstarfsvilja en þar skoruðum við 9 !! Bara sátt ! En þrátt fyrir að við höfum “misst niður” þrjár tíur þá lækkuðum við einkunina okkar frá síðasta prófi bara um 0,5 stig og við stóðum uppi með 181 stig og meira að segja fyrsta sæti ! Ef við værum úti þá myndi okkar vanta eina fyrstu einkun í viðbót til að verða LP I :D

En Fluga er s.s. komin með smá forskot á að verða “dobermann hundur ársins” hjá DÍ hehe

En já að öðru, ég fékk afar skemmtilegt email í vikunni þar sem að mér bauðst íbúð á Kollegie í Albertslund, sem ég stökk á með látum !!! Íbúðin er reyndar lítil, soldið mikið lítil, alveg 25 fermetra lítil, en ég þarf svosem ekki svo mikið í rauninni. Svo kom bréfið frá skólanum heim í gær þ.a. það er orðið fullkomlega formlegt að ég er komin inn í dýralæknanámið. Þannig að núna er ég búin að skrifa undir leigusamninginn, búin að kaupa flugmiða og allt að verða ready. En ég fer s.s. út 18 ágúst.....

Eftir 17 daga

Scheize !

föstudagur, júlí 18, 2008

Margt að gerast

Já, þó svo að maður sitji fyrir framan tölvuna allan daginn alla daga, þá gefst ekki alltaf mikill tími til að blogga.

Anyhow

Það er nú sitthvað búið að gerast “síðan síðast”. Við fórum á Landsmót, mótið var skemmtilegt, aðstaðan á tjaldsvæðum ÖMURLEG !!! En það bætti þó aðeins úr skák að Gosi minn kom heim með gullverðlaun af Landsmóti, og flokkast því sem “landsmótsvinner”. En mamma og Brynja tóku þátt í fyrstu Þolreið Landsmóts hestamanna, þar sem að riði var annars vegar frá Selfossi og að Þjórsjárbrú, og hins vegar frá Þjórsárbrú og inn á mótssvæðið (svona boðhlaupsþolreið). Þær stöllur gerðu sér lítið fyrir og sigruðu þolreiðina, fengu svaka dollu og flugmiða í verðlaun. Ekki amalegt hjá þeim, en núna get ég með sanni sagt að ég á Landsmótsvinner !

En eins og ég sagði þá var mótið skemmtilegt, náði að hitta Drífu og litla yndið hennar, sem er bara æðisleg !

Við horfðum svo á hestinn sem við áttum pantað undir með Artemis vinna A flokkinn, hann Aris frá Akureyri. Það vildi reyndar svo skemmtilega til að þegar við sátum í brekkunni sest maður við hliðina á okkur. Svo þegar A flokkurinn byrjar þá byður hann Valda um að benda sér á Aris, sem Valdi gerir, og svo kom það upp úr pottinum að þetta var semsagt rætkandi Arisar, og við náðum að kjafta hressilega við hann. Alltaf gaman að fá “insider info” um hestinn, þ.e.a.s. hvernig hann var í uppvexti, tamningu og svona. Það skiptir líka máli, og jafnvel meira máli heldur en það sem þú sérð beint fyrir framan þig þegar hesturinn mætir “tilbúinn” á völlinn í dóm eða í keppni. En svo þurfum við soldið að pæla hvað afkvæmið á að heita, því ég var búin að heita því að fyrsta hesturinn sem myndi fæðast undan Artemis myndi heita Ares (bróðir Artemisar í grísku goðafræðinni – nafnahefð í gangi sko) en það er varla hægt að vera með Ares, undan Aris. Þ.a. það gæti alveg farið þannig að ef það fæðist hestur að hann myndi heita Appolo, en það er auðveldara ef það kemur meri því þá höfum við Aþenu og Afródítu. En reyndar eigum við ekki allt folaldið heldur verður það í sameign með tengdó, þ.a. hún gæti alveg viljað hafa eitthvað um málið að segja. Þetta kemur allt saman í ljós.

En svo var Landsmótið búið, er búin að röfla aðeins yfir því á öðrum stöðum þ.a. ég nenni ekki að gera það hérna.

En um síðustu helgi skelltum við okkur í íþróttadeildinni í göngu, við ætluðum að ganga Leggjabrjót, og komumst alveg vel áleiðis en snérum við vegna veðurs. Frásögnina af ferðinni má finna á blogginu hjá Kötu ef þið viljið kíkja, en af gefnu tilefni ætla ég að ræna einni mynd frá henni til að sýna ykkur uppáhalds ferðamátann hennar Dísar.
En við erum búnar að plana að endurtaka leikinn seinna, áður en ég fer út. Það er sko alveg á hreinu ;)

þriðjudagur, júlí 01, 2008

Verð að viðurkenna að ég hef gerst sek

Um kæruleysi. Já, Silja litla var kærulaus !

Eins og sumir vita þá hef ég hægt og rólega farið að taka upp danska siði, til að undirbúa mig betur undir flutninginn og svona. Einn af siðunum sem ég hef byrjað á er að hjóla út um allt, hjóla í vinnuna og út í búð ef þarf og svona. Nema hvað, að þegar Silja litla fór og keypti sér hjól, þá lét hún nú setja ýmislegt á það sem hún taldi þurfa (bretti og svona) en hún gleymdi að kaupa einn hlut.

Hjálm.

Svo fór Silja litla að hjóla í vinnuna í morgun. Alveg grandalaus brunaði hún um stígana, og brunaði víst aðeins of hratt, lennti fyrir utan veg og á steinum. Og FLAUG af hjólinu. Já það er víst rétt. Ég datt !

Og hafði auðvitað engann hjálm (og ég sem fer ekki á bak hjálmlaus). En það fór nú betur en á horfðist. Ég stóð upp, með smá skrámur hér og þar, ekkert alvarlegt. En síðan þegar ég var komin á ferð aftur er mér litið niður, og mig hryggir að tilkynna að fallið náði víst einu fórnarlambi.

Forláta Adidas stakkur sem ég var í, var rifinn í tætlur !

Þannig að ef þið þekktuð stakkinn, og þótti jafnvel vænt um hann, þá þykir mér leitt að þurfa að tilkynna ykkur fráfall hans. Hvíl í friði, blái stakkur.

þriðjudagur, júní 24, 2008

Nýja folaldið og sumarbústaðarferð

Við nýttum góða veðrið til að skella okkur austur og eyða helginni í sveitasælunni. Það var reyndar stór ástæða fyrir því að við fórum austur, en á 17 júní skelltum við okkur nefnilega í sveitina til að athuga hvort það væri komið folald. Viti menn, okkar beið lítill drengur, frekar nýlega fæddur. við tókum nokkrar myndir af honum um helgina, og hérna fáið þið að sjá í fyrsta sinn - Þorra frá Reykjavík.



Við völdum vandlega hestinn á þessa meri, þar sem að hún er að mörgu leyti rosalega góð, en hennar helsti löstur er slakur háls og að hún á rosalega erfitt með að kverka sig. Fyrir valinu varð Þokki frá Kýrholti, en hann hefur akkúrat hálsinn (hæfileikana og ýmislegt annað) sem við vorum að leita eftir. Ég reyndar þóttist vera nokkuð viss um að fá brúnt folald, þar sem móðirin er brún og undan brúnskjóttu og jörpu, faðirinn er brún, foreldrar hans eru brúnir... og það kom rauður hestur. Tvístjörnóttur meira að segja !

En við nánari skoðun get ég ekki sagt annað en að ég er rosalega hrifin af honum. En þið skuluð bara meta það sjálf hvaðan hann fékk hálsinn sinn ;)









Eigum við að ræða þennan háls eitthvað !



Skotturnar fengu náttúrulega að koma með í sveitina, og læddust inn á nokkrar myndir eða svo



Daddara, nú skal smalað !



Uppáhalds myndin mín af Flugu þennan daginn



Og svo var tækifærið gripið og leikið sé við Stubb



Eiginlega eina myndin af henni "standandi" 12 vikna





Og svo gerðust undur og stórmerki. Fluga samþykkti að leika sér við Dís, og fannst það bara nokkuð gaman að draga þetta hvolpaskott um grasflötinn.



En það eru fullt af fleiri myndum í myndaalbúminu ef þið viljið kíkja