sunnudagur, desember 14, 2008

Komin á klakan

Og það fyrsta sem ég gerði var að leggjast í rúmið og fara að sofa...

Tjahh reyndar ekki alveg það fyrsta, það fyrsta sem ég gerði var að komast af flugvellinum og heim og svona, en tjahh, þið skiljið hvað ég á við. Ég gerðist s.s. svo gáfuð að kíkja á föstudagskvöldið í heimsókn til Ebbu og planið var að við Ebba og Guðríður ætluðum að kíkja á Hanann, sem er barinn á Kollegíinu sem við búum á. Við skemmtum okkur svo vel að við hreinleg gerðum okkur ekki grein fyrir því hvað klukkan var fyrr en um sex um morguninn...

Og ég átti eftir að pakka.

Þ.a. í staðinn fyrir að fara heim og leggja sig fyrir flug skellti ég mér í að pakka og hélt mér vakandi þangað til að við Guðríður ætluðum að fara á völlinn, og svo fengum við leigubíl (alveg óvænt... en það er nú önnur saga sem er ekki birtingarhæf svona opinberlega...) og komum á flugvöllinn - fjórum tímum fyrir flugið mitt... (leigubíllinn sko, hann var talsvert mikið fljótari en almennings samgöngur í DK :P). Ég náði eitthvað pínu að dotta í fluginu en það var nú varla mikið, en það sem ég sofnaði hratt og vært um kvöldið, fílahjörð hefði ekki getað vakið mig !!!

miðvikudagur, desember 10, 2008

Góður félagi er fallin frá


Sá hræðilegi dagur var um helgina að frábær lítill félagi féll frá. Lítill töffari með stórt nafn. Hann var í eigu Dóru minnar, og var líklega ein af ástæðunum fyrir því að við urðum vinkonur. Hann var til staðar fyrir hana í gegnum súrt og sætt og veit ég að hún á um sárt að binda.

Alex var ótrúlega fjölhæfur hundur, brilleraði í hundafimi og sigursælasti smáhundurinn frá upphafi. Hann er einn af fáu vinum Flugu og hún var alltaf til í að tala við Alexinn sinn. Þau voru svipað gömul, hún fædd í júní og hann í ágúst. Hann átti frábæra æfi og fékk að prófa hluti sem margur hundurinn fær aldrei að upplifa.

Og núna sit ég hérna og reyni að koma tilfinningum mínum og hugsunum í orð, en einhverra hluta vegna næ ég aldrei að orða þetta betur en Dóra sjálf.

Ég gleymi ei fyrst er ég sá þig,
hvað augun þín horfðu blítt á mig.
Merki um ómælda tryggð,
sem sýndi sig í þinni dyggð.

Þú varst vinur minn besti,
þó grallari hinn mesti.
Veittir mér gleði og glaum,
glaðlindi prinsinn á baun.

Kveður í síðasta sinn,
fallegi vinurinn minn.
Allt hefur víst sinn endi
og þinn dagur kominn að kveldi.

Hrygg veg minn áfram ég geng,
en mynning þín
aldrei dvín,
um minn fyrsta ferfætta dreng.

Höf. Dóra



Hvíl í friði Alex

miðvikudagur, desember 03, 2008

Það er ekkert betra í köldu veðri -

En heitur grjónagrautur. Hann er reyndar ekki eins góður ef það vantar lifrarpylsuna, en tjahh, ég lifi. Annars er farið að snjóa aftur í Köben og það er sko kalt eftir því.

En ég er enn að jafna mig eftir síðustu helgi, Kata kom í heimsókn í baunalandið og við áttum svona "Helgarferð í Köben" helgi. Það var mikið skemmtilegt gert, fórum í dýragarðinn, jólatívolí, Strikið, Kristjaníu, Nyhavn, Kongens Nytorv og kíktum örlítið á nýja hótelið okkar Íslendinga, D'anglaterre. Ég fór og gisti hjá þeim í íbúðinni sem þau voru með út á Amager, þ.a. ég bara sparaði og sparaði og sparaði í ferðakostnað :P

En þetta var svo ótrúlega gaman að ég er næstum ennþá eftir mig :D Kata, við þurfum að endurtaka þetta aftur einhvern daginn, hvort sem það verðum bara við tvær eða ekki !

Núna er það svo bara skólabækurnar sem kalla... hátt.

Já og það eru 10 dagar þangað til ég kem heim aftur !!!

þriðjudagur, nóvember 25, 2008

Andvaka...

Og er þá ekki bara ákjósanlegt að rita nokkur orð. Leynigesturinn er búinn að vera hérna hjá mér í góðu yfirlæti og reyndist alveg frábær félagsskapur fyrir litla námsmanninn. Ég er reyndar aðeins búin að breyta til hjá mér hérna í litlu íbúðinni minni. Við Guðríður skelltum okkur í IKEA stuttu eftir komuna aftur út og versluðum aðeins inn. Ég keypti mér skrifborð, snilldar stól og svo.... daddara - Gardínur !!!

Þ.a. núna er ég ekki lengur með "bráðabirgðargardínurnar" og komin með almennilegar fínar gardínur. Það er smá breyting á íbúðinni, en hún er bara til hins betra þar sem að ég er loksins komin með almennilega lærdómsaðstöðu hérna heima og hún hefur sko verið vægast sagt mikið notuð.

Hérna er nýja skrifborðið


Og auðvitað gardínurnar - bætti svo við veggskrautinu sem ég er lúmskt ánægð með :D


Leynigesturinn var ekki lengi að koma sér fyrir á borðinu þegar það var komið upp - takiði eftir bráðabyrgðagardínunni :P


Og hann er stórgóður lærdómsfélagi


Kisi litli ætlar svo með flugi á klakann á miðvikudaginn þ.a. þá verð ég aftur ein, en það er svosem í lagi því að Kata kemur á fimmtudaginn og planið er að eyða helginni í að leika sér bara ! Er extra dugleg að læra núna þ.a. ég fái minna samviskubit í yfir að taka mér frí yfir helgina. En ég er s.s. að fara í "helgarferð til Köben" um helgina og fæ að njóta þess aðeins að túristast í jólafílíngnum í miðbænum og jóla-Tivolí.

En já, eftir nokkra mánuði hérna í Köben er maður alveg búinn að komast að því að það eru kostir og gallar við að búa hérna. Stærsti gallinn náttúrulega er sá að allir vinir og ættingjar eru heima á klakanum, þ.a. þegar maður er í klemmu, eða t.d. fastur um miðja nótt einhversstaðar þá hefur maður engann sem maður getur fengið til að bjarga sér. Allavegana, ástæða þessara pælinga er s.s. sú að á laugardaginn var spilakvöld heima hjá hinni Siljunni. Við skemmtum okkur langt fram eftir kvöldi, og greinilega aðeins of langt frameftir, því þegar við ætluðum heim þá var næturstrætóinn sem stoppaði þarna fyrir utan hættur að ganga þ.a. við þurftum að rölta aðeins til að finna aðra stoppistöð þar sem að síðasti næturstrætóinn var ekki farinn. Við biðum eftir honum og komumst niður á Ráðhústorg til að taka strætóinn okkar heim. Eeeeeen, þegar við komum þangað var klukkan 5:20 og síðasti strætóinn okkar var farinn...

Þá var ekkert annað að gera en að rölta niður á lestarstöðina og sjá hvenær fyrsta lest færi. Þar hinkruðum við eftir fyrstu lestinni, sem fór klukkan tíu mínútur yfir sex. Eeeeeen, þegar við komumst svo upp í Glostrup og ætluðum að taka strætó þaðan, líkt og venjulega, þá voru næstum því tveir tímar í fyrsta strætó. Þ.a. við enduðum á að taka taxa síðasta spottann. Við vorum ekki komin heim fyrr en rétt fyrir sjö um morguninn, og höfðum verið nánast tvo tíma á leiðinni...

Þetta hefði ekki gerst ef maður hefði haft bíl. Stundum sakna ég þess alveg ferlega að vera ekki bíllaus og hafa bara hjólið og danska samgöngukerfið til að komast á milli. Það er alveg ótrúlegt miðað við það hvað danirnir hreykja sér af fullkomnum almenningssamgöngum, hvað það tekur alltaf hræðilega langan tíma að komast á milli staða! Það er algjörlega fyrir ofan minn skilning af hverju þetta þarf að vera svona, því það mætti t.d. alveg klakklaust fækka strætóskýlum um helming, því blessaður strætóinn er ALLTAF að stoppa.

En jæja, ég er örugglega búin að röfla nóg um þetta :P

Já og svona að lokum, þá fékk ég yndislegan pakka í dag. Valdi sendi mér litla sjónvarpið mitt sem ég fékk í fermingargjöf, þ.a. núna er ég loksins komin með sjónvarp í baunalandinu og aumingjans tölvan mín þarf ekki lengur að vera sjónvarpið mitt ásamt öllu öðru. Hefur mætt töluvert á henni hingað til :) En núna er planið að nota blessaðann imbakassann aðeins til að bæta dönskukunnáttuna, horfa á danskar fréttir og hlusta á danskt mál. Svona lærði ég enskuna þ.a. vonandi hjálpar þetta líka til við dönskuna mína.

Annars er þetta orðið ágætlega langt þetta skiptið, og ég sem ætlaði eiginlega bara að sýna ykkur breytingarnar á íbúðinni :) Ég er farin að kúra með kúrisjúka köttinn mér við hlið og sjá hvor ég sofni ekki hvað og hverju

Þangað til næst

fimmtudagur, nóvember 13, 2008

man ekki hvað ég ætlaði að skýra þessa fyrirsögn...

En ég ætlaði að segja ykkur að það kemur spennandi leynigestur til mín á morgun. Margir vita reyndar af því hver og hvað hann er en ég hlakka allavegana soldið til.

Annars er ég búin að vera afar dugleg síðustu daga, að mínu mati allavegana, við að fara út að skokka. Við Guðríður erum með ágætis hring hérna í skógjinum sem við förum og planið er að geta haldið út að skokka hann án þess að stoppa (hef aldrei verið góð í að skokka). Ég get haldið út á fullri ferð í svona mínútu, sem hentar náttúrulega mjög vel fyrir mitt sport þar sem að við Fluga klárum brautirnar á 30-40 sekúndum. Það lengsta sem ég hef náð að hlaupa "í einum sprett" er einn hringur í kringum tjörnina, og það var þegar ég var í mínu besta formi...

En núna er planið að reyna að koma sér í eitthvað almennilegt skokkform, og er Guðríður kjörinn félagi í það. Hún getur nefninlega skokkað mikið lengur í einu heldur en ég þ.a. ég hef svona "keppinaut". Pressar mig mikið meira áfram en ef ég fer ein, því ég hef löngum vitað að ef ég væri hross þá væri ég kölluð sérhlífin. Svo er planið að bæta inn í tækjasalnum hérna á kollegiinu, og þar er ég "sterkari" aðilinn og get pressað hana soldið.

En ég bætti við danska númerinu mínu hérna ef gríðarleg löngun til að hringja í mig grípur einhvern. Aldrei að vita...

miðvikudagur, nóvember 12, 2008

Bless bless Ísland - sjáumst aftur um jólin

Já, ég er komin og farin. Stutt stopp, en ég náði að gera ótrúlega mikið á þessum stutta tíma. Það var soldið þéttbókað plan allan tímann og ég náði ekki einu sinni að hitta alla sem mig langaði að hitta, þ.a. það er þá bara jólin næst. Allavegana náðum við Valdi, Fluga og Dís að eyða góðum stundum saman og ég naut þess í ystu æsar að rölta með þær um Rauðavatnið með bolta, skelltum okkur í sveitina að kíkja á hestana, smalaeðlispróf, Uppskeruhátíð, hundafimimót og stelpuhittingur.

En eigum við ekki að byrja á byrjuninni, prófin gengu vel, Vet vid prófinu náði ég þrátt fyrir "major brainfreeze" í einni spurningunni, en það reddaðist samt allt. Kennararnir náðu að leiða mig á rétta braut. Og það var afar góður kostur að geta tekið þetta próf á ensku þar sem að þetta er kjaftafag og mikið mun auðveldara fyrir mig að kjafta mig út úr svona á ensku þegar þetta er ekkert fræðilegt.

Biofysik prófið var áhugavert, kennaranum tókst að hafa það lúmskt erfitt með því að koma með 25% af prófinu úr námsefni síðustu vikunnar. Við "súkkulaði"íslendingarnir vorum öll í sömu stofu fyrir það próf þar sem að við fáum lengri próftíma út fyrsta árið, og það var ágætis fjör á okkur áður en prófið byrjaði. Aumingja hinir sem voru þarna inni með okkur híhí. En kallarnir sem sátu yfir því prófi voru svo gamlir og afslappaðir að þeir voru hreint ekkert að stressa sig á neinu.

Og svo kom zoologi prófið, sem var bara mjög svo eftir bókinni, kláraði það á allt of stuttum tíma. Við Guðríður og Sonja vorum farnar út úr prófinu eftir 45 mínútur, og svo kom biðin... við vorum allar svo spenntar og æstar að komast heim híhí.

Svo komu 10 dagar þar sem að ég sveif um á bleiku skýi.

Dís er búin að þroskast svo mikið frá því ég fór, Fluga skammaði hana ekki mikið og varð voða fegin að fá einhvern til að togast á við sig.

Jólakortamyndin í ár - reynið samt að sleppa því að taka eftir Bónuspokunum :Þ








Sætar saman skvísurnar


En svona að því sem gerðist í vikunni... tjahh allavegana því sem er birtingarhæft á netinu sem alls konar vitleysingar geta lesið :Þ

Ég fór með Dís í smalaeðlispróf og já, hún er með staðfest smalaeðli ;) Hún hafði reyndar aldrei séð rollur áður þ.a. henni fannst hún þurfa halda kindunum og fólkinu saman sem hóp en hún stóð sig samt vel. Þetta var allt saman tekið upp á video og ég sé til hvort ég nenni að skella því á netið, er soldið langt sko. En við stelpurnar gerðum okkur roadtrip úr þessu, Anna Birna fór með Sunnu, Kata með Móra til að æfa sig og Karen til að vera skemmtileg ;) Ég skelli myndunum inn á netið í kvöld en hérna er allavegana ein af okkur Dís í góðum gír (einhverra hluta vegna er ég alltaf á myndavélinni þ.a. það eru ekki margar myndir af mér úr ferðinni...)



En þar sem að ég veit að flestir sem lesa þetta eru hundafólk þá hugsa ég að ég haldi mig við hundaröflið.

En við Fluga fórum á hundafimimótið á sunnudaginn og stóðum okkur bara fjandi vel ! Náðum gulli í öllum flokkum og hún er fyrsti hundurinn til að flytjast upp um flokk í sínum stærðarflokki á landinu, en Bjartur hennar Heiðu náði því líka í smáhundaflokknum.

En núna er ég komin aftur í baunalandið og ég kem ekki aftur fyrr en um jólin...

miðvikudagur, október 29, 2008

Fyrsta prófið búið

Og ég fékk - Staðist :)

Ekki meiri veterinary videnskapstheory fyrir mig.

mánudagur, október 27, 2008

CSI Silja

Já þið lásuð rétt, ég upplifði mig sem alvöru CSI rannsóknarstelpu á föstudaginn. Ég var í verklegri efnafræði, tilraunin gekk út á að hreinsa lífrænt efni (tilraunin hjá mér og félaganum mínum gekk eiginlega ekkert rosalega vel einhverra hluta vegna en við skulum ekkert fara nánar út í það). Allavegana, þá notuðum við svokallaða TLC plötu til að greina efnið og þegar TLC taflan var tilbúin þurftum við að fara með hana undir útfjólublátt ljós. Og þar kom CSI momentið híhí, gaman að vera í hvítum sloppum með verndargleraugu og hanska í dimmu herbergi að skoða TLC plötuna okkar með "handheld" UV ljósi, alveg eins og rannsóknarmennirnir sem eru að leita að líkamsvessum á morðstað ;)

Annars er Valdi aðeins búinn að benda mér á að það gæti verið gaman að taka myndir af skólanum mínum fyrir fólkið heima. Og ég hef tekið myndavélina með mér í skólann nokkrum sinnum til þessa en gleymt því, eða þá að það rigni eldi og brennisteini eins og á föstudaginn. En allavegana, svona ef þið hafið áhuga á að skoða þá langar mig að sýna ykkur svona smá myndir af "mínu lífi" hérna úti, eða allavegana útsýnið mitt á leiðinni í og úr skólanum og svona sitthvað fleira.

Varúð, þetta verðu LAAAAANGT !!!

Svona er hjólastígurinn nánast alla leiðina, gert ráð fyrir hjólreiðarmönnum í umferðinni hérna. Hérna erum við frekar snemma á leiðinni úr skólanum og heim


Og á leiðinni er svona fallegt og stórt vatn


Takið eftir skugganum af nördinu sem stoppaði á miðjum hjólastígnum til að taka mynd


Og svo eru fuglar við vatnið, alveg eins og tjörnin heima


Og hérna er hægt að sjá "the friendly local IPO field" fyrir ykkur sem hafið áhuga á svoleiðis ;)






Svo þegar ég er orðin soldið þreytt að hjóla þá er alltaf gaman að sjá þennan turn, hann þýðir að ég er alveg að verða komin heim


Og svo er það síðasti stígurinn, þá erum við komin á skemmtilegan hjólastíg sem einkennir Albertslund


Og svo erum við komin heim


Einhver svangur ?? Þetta hangir fyrir utan hjá mér !


Og svona lítur kollegiið mitt út - þessar myndir voru teknar í gær, í 12°C hita og sól.... svekkt ??














Garðurinn minn er skárri að hausti til, þá fela laufin skortinn á grasi...


En ef þið tolduð í gegnum þetta allt þá hef ég ekkert svo mikið að segja. Ekki í bili allavegana. Nema bara að það eru 6 dagar þangað til að ég kem heim, bara svona ef þið vilduð vita ;)

föstudagur, október 17, 2008

Góður félagsskapur



Sjáiði bara hvað ég fékk góðann félagsskap í heimsókn í gær !!

Íla píla kom í smá pössun, meira fyrir mig en hana reyndar en samt bara gaman. Íla er s.s. Briard tík sem er í uppeldi hjá Guðríði þangað til hún verður nógu stór til að flytja á klakann til Stellu, Imbirs og Cruize. Fyrir vikið herjar gæludýraleysið minna á mann því hvolpaskott eru rosalega gott meðal við svoleiðis veiki :D

Annars eyddum við Guðríður og Íla gærkveldi upp í sófa undir sæng að horfa á myndir í tölvunni sem var náttúrulega bara gaman, ekki oft sem maður eyðir kvöldum í svona "vitleysu" þessa dagana :P

En núna styttist óðum í prófin, ég tek próf í þremur kúrsum núna, sem er bara fínt því að það verður bara meira skemmtilegt námsefni í næstu blokk :D En að það styttist í prófin þýðir náttúrulega líka að það styttist í að ég skreppi heim á klakann, og mig hlakkar SVO TIL !!!!

Verð m.a.s. á klakanum í 10 daga, pæliði í því ! Ef þið viljið panta heimsókn þá er um að gera að flýta sér ;) Ég er allavegana komin með nokkra mjög mikilvæga hluti í hausinn á mér sem eru á dagskrá, kúra með Valda og hundana, kíkja í sveitina, leika mér eitthvað í hundafimi, kíkja á nokkra góða vini og fara á Uppskeruhátíð hestamanna. Nóg að gera !

En 1 nóvember verður fjörugur dagur hjá mér, ég var að fá bréf heim í gær þar sem ég fékk staðfest að ég fái lengri próftíma í prófunum (er útlendingur, þá er maður súkkulaði). Ég vissi alveg að síðasta prófið mitt væri á laugardeginum 1 nóvember. Jepps, laugardeginum. Nema hvað við Valdi fundum flug fyrir mig heim fyrir einhverju síðan og vorum ekkert að pæla í því nákvæmlega hvenær ég færi og ég í góðri trú um að ég væri pottþétt safe að fara með flugi á laugardegi pantaði það flug. Og svo kom próftaflan og síðasta prófið er á laugardegi... en það var í lagi því að ég fer með kvöldflugi (sem betur fer). En svo í bréfinu var nánari tímasetning á prófinu, og viti menn, prófið byrjar klukkan 13:30. Og það þýðir náttúrulega að ég verð að fara í prófið svona nánast tilbúin til að fara í flugvél og fara beint á völlinn eftir prófið ! Fjör, ekki nóg að maður verði stressaður fyrir prófið þá verður maður líka svo spenntur yfir því að fara heim að það kemur bara í ljós hvernig heilinn á mér á eftir að virka þá. Hef enn ekki prófað að fara stressuð og spennt í próf... That will be interesting !

föstudagur, október 10, 2008

~* Á maður ekki að vera bjartsýnn *~

Fékk þetta sent í pósti, og fannst alveg nauðsynlegt að sýna ykkur þetta :)


Ef þið hefðuð lagt 100.000 krónur í að kaupa hlutabréf Nortel fyrir einu
ári síðan væri verðmæti bréfanna í dag um 4.900 krónur.

Hefði sama fjárfesting verið lögð í Enron væri sú eign í dag um 1.650
krónur.

Hefðuð þið keypt bréf í World Com fyrir 100.000 krónur væri minna en 500
kall eftir.

Hefði peningurinn hins vegar verið notaður til að kaupa bjór fyrir einu ári
síðan þá hefði verið hægt að drekka hann allan og fara síðan með dósirnar í
endurvinnslu og hafa um 21.400 krónur upp úr því.

Þegar ofangreint er athugað virðist vera vænlegur kostur fyrir fjárfesta að
drekka stíft og endurvinna!


Always look on the Bright Side of Life !!!!

mánudagur, október 06, 2008

Jahérna

Það er allt hreinlega að verða vitlaust. Íslenska ríkið að fara á hausinn og krónan verðlaus...

Ekki gott að vera á klakanum í dag.

En annars virðist bloggleysisflugan hafa bitið mig, fyrir ykkur áhugasömu lesendur, þá er hálsinn minn kominn í gott lag og angrar mig ekkert lengur. Bara eins og nýr !

Það er samt hellingur sem ég hef getað bloggað um síðan síðast og ég skal svona reyna að stikla á stóru með það helsta.

Dís mætti á fyrstu sýninguna sína á haustsýningu HRFÍ sem var í lok september. Silja litla sat vitaskuld fréttaþyrst hérna í baunalandinu en fékk stöðugar upplýsingar um frumraun litla skottsins í sýningarhring. Það fór þannig að Elis sýndi hana þar sem að Dóra var með Djass í öðrum hring á sama tíma, og tapaði Dís skvís fyrir Kólu systur sinni. Hún fékk flottan dóm, en því miður, ekki heiðursverðlaun. En það var nú alveg við að búast þar sem að hún var svo rétt skriðin í eldir hvolpaflokk. En hún fékk s.s. eftirfarandi dóm :

Very good size. Good type. Feminen head. Dark eyes. Good ears. Soft back. Good bone + feet. Good angulation. The gate could be more free. Very good temperament. Promissing!

En svo sjáum við bara til hvað gerist næst, annars á hún jú að vera vinnuhundur :Þ

Svo er allt í sama gengi hérna úti, alltaf gott veður (eða svona næstum alltaf), dagarnir bara líða og styttist hratt í prófin. En það þýðir náttúrulega líka að það styttist í að ég komi heim :D En ég kem s.s. heim 1 nóvember, með kvöldflugi þ.a. mamma fær mig í afmælisgjöf. Spurning hvort ég nái að komast í bæinn fyrir miðnætti, hver veit.

Helgin er búin að vera alveg ferleg íslendingahelgi hjá mér núna, eyddi föstudagskveldinu með Sonju og Tinnu upp í sófa að horfa á DVD, og svo var íslendingapartý hjá Tinnu aftur á laugardagskveldinu, bara gaman. Annars erum við fyrsta árs nemarnir eiginlega bara lítil fjölskylda, sem er náttúrulega bara fínt :)

En þá er kominn tími á að halda áfram við lesturinn, ekki veitir af !

miðvikudagur, september 24, 2008

Hálsinn minn -

Er Fucked upp !!!

Veit ekki hvað er að en ég er búin að vera með bilaðan hálsríg núna í tvo daga... Ætla að reyna að komast til læknis á morgun, sjáum til hvort það takist ekki. En svona fyrst út í það er farið þá er danska sygesikringskortið mitt loksin komið þ.a. ef ég þarf að nota það þá er ég safe hehe.

En, það er fáránlegt, að það sé hægt að eyða heilum degi, lokaður inni, án þess að hafa nokkur samskipti við nokkra lifandi veru. Ég er búin að liggja upp í sófa í allan dag, of eirðarlaus til að ná að læra af einhverju viti, og að verða búin að horfa á alla fyrstu seríuna af Prison Brake. Mjög gaman. Íbúfen er góður vinur minn í dag.

föstudagur, september 19, 2008

Mikið rosalega kannast ég við þessa frásögn...

Sagan um Búkollu á Landssýningu 2008
Íslenska kýrin hefur marga sérstaka eigninleika og á sér farsæla sögu og er það fyrir tilstilli hennar að margur landsbúinn hélt lífi í harðindum hér áður og er því mikilvægt að landsbúar allir séu upplýstir um sögu Búkollu svo þjóðin sé um það upplýst að hún er bæði fegurst og afrekamest að þeim kúm sem fæðst hafa allt frá landnámi og nánast mannleg í hugsun og samskiptum við þá aðila sem hana hafa alið og þjálfað.
Ráki heitir maður sem er ólíkur öðrum mönnum að því leiti að hann telur sig bæði gáfaðri og útjónasamari en aðra menn. Eru hæfileikar hans slíkir að mönnum kemur helst í hug miðilsgáfur eða sjónhverfingar þar sem hann hefur endurtekið náð að blekkja heilu þjóðirnar í sömu andránni og þegar honum tekst sem best til nær hann heimspressunni allri. Er það altalað að hann sé ramm göldróttur og stendur mörgu fóki ákveðinn uggur af honum. Ráki þessi fékk nokkuð skyndilega mikla ástúð á kúarækt og þótt hann væri í fullri vinnu sem stjórnandi fyrirtækis sem annaðist viðskipti með gull að deginum til þá titlaði hann sig gjarnan sem kúaræktanda – svo þjóðin sæi hann sem jafninga, einkum eftir að heimspressan hafði fjallað um hann og allar sjónhverfingarnar sem sem almennigur stóð á öndinni yfir, en þannig náði hann betur til þjóðarinnar með blekkingarkrafti sýnum.
Einn daginn að sumarlagi tók Ráki sig til og keypti sér nokkrar kvígur þar sem hann taldi sig framar öðrum hafa hæfileika til að bæta kúastofninn í landinu með hugviti sýnu. Hélt hann gjarnan öllum kvígunum undir sama nautið sem landanum þótti nokkuð skondið, en auðvitað var það út af því að hann sá í þeim kosti sem flestir aðrir sáu ekki sökum greindarskorts og hafði Ráki hina mestu andúð á þessum annars stigs þjóðfélagsþegnum og hvorki heilsaði hann þeim né virti viðlits þó yrt væri á hann. Ein var sú kýr sem hann fékk augastað á eftir að hafa sótt landssýningu kúabænda en hún var bæði fönguleg og með nytjahæstu kúm landsins svo langt aftur að elstu menn myndu. Sú hét Búkolla, var rauð á lit og með hvíta strípu í andliti líkastri blesu á hesti, og var ekki föl þegar Ráki leitaði eftir kaupum á henni í upphafi.
Þar sem Ráki hafði það að aðalstarfi að selja viðskiptabréf sem gáfu kaupendum eignrétt að gull auðlind í útlöndum sá landinn og heimurinn allur fyrir sér mikinn ágóða af gull tekjum og keypti því bréfin óspart og var Ráki reitaður í topp helstu fyrirmanna fyrir vikið í heimspressunni. Fjölmargir kaupendur bréfanna hafa endurtekið reynt að gera sér ferð til að skoða gull námurnar, en þeim hefur gengið erfiðlega að staðfesta tilvist gullsins og hefur sá uggur læðst að einstaka kaupanda að Ráki hafi mögulega náð að blekkja þá og umheim allan með hugviti sýnu og sjónhverfingum og hefur fjöldinn allur lent í gjaldþroti þar sem erfiðlega hefur gengið að koma höndum á gullið.
Ráki sjálfur átti hinsvegar ekki við fjárkort að stríða en það var honum þó lítillega til travala að sá mikli auður sem hann hafði skotið undan og geymdi tryggum fjárhirslum erlendis áttu erfitt með að líta í dagljósið þegar kom að viðskiptum og fóru því greiðslur fyrir nautgripi og jarðir sem hann keypti undir kúastofninn gjarnan fram eftir að tók að rökkva. Eintaka seljendur sættu sig illa við þennan viðskiptamáta, en þeir létu fljótlega undan eftir að Ráki fór að þeim hamförum og hótaði þeim álögum og fangelsisvist í ofaníbót ef þeir streittust á móti, og urðu viðskiptin yfirleitt auðsótt í kjölfarið. Var það mál manna að snilligáfur Ráka í peningamálum væri með ólíknidum ekki síst eftir að í ljós kom að hann náði að kaupa hverja jörðina á fætur annarri og greiða einungis fyrir þær innan við þriðjung af uppsettu verði í dagsljósi – slíkur var galdra- og sjónhverfingamáttur hans og fara ekki allir í föt Ráka í þeim efnum. Almennigi í landinu þótti líka ekki nema sjálfsagt að maður að slíkum virðugleika og völdum ætti ekki annað betur skilið en að fá ívilnanir skattayfirvalda og ætti hann því alls ekki að þurfa greiða skatta af öllum þeim fjármunum sem hann hafði komist yfir ólíkt öðru fólki þar sem þjóðfélagsleg staða hans var langtum ofar en hjá svörtum almúganum í landinu.
Búkollu endaði Ráki á að kaupa háu verði og setti hana straks í sérstaka þjálfun þar sem hann ætlaði að sýna landi og þjóð að í eigu hans væri sú kýr sem fremst stóð bæði að kostum og fegurð. Lét hann gjarnan þýða yfir á erlend tungumál öll skrif og umfjallanir um hann og/eda Búkollu, bæði ensku og þýsku, svo alheimur mundi ekki missa af neinu heldur. Undir niðri var hann jafnframt að undirbúa nettengingu sýna við kúabændur með sem bestum hætti þar sem ljóst var að gull auðlindin var kominn í þrot og að öllum líkindum yrði mokað yfir námurnar á næstu mánuðum með tryggilegum hætti svo enginn annar gæti nýtt neitt úr þeim eftir að Ráki léti loka þeim.
Búkolla reyndist skarpgreind og hófst nú leit að hæfum þjálfara fyrir kúna. Eftir tölvert erfiði fann Ráki sér þjálfara sem hann gat sætt sig við, en sá var nefdur Rauði Refurinn og hafði á sér sérstakt orð fyrir að hafa blekkt stóran hóp kaupenda að nautgripum til margra ára – gekk svo langt að í einni sölunni hafði hann límt júgur undir uxa og selt sem nytjakú og uppgötvuðust prettirnir ekki fyrr en löngu síðar þegar límingar fóru að gefa sig og varð umtalað að hér væri snillingur á ferð. Ráki fann strax fyrir trausti til mannsins og gekk ekki hnífurinn á milli þeirra, enda báðir með mikla og langa reynslu af svikum og prettum og gátu nú keppts um hver hefði betur í þeim efnum. Fljótlega fékk þjálfari Búkullu viðurnefnið, ‘Rauði Refurinn hans Ráka’ og þótti réttnefni þar sem hann ýmist sat eða stóð að tilstilli og fyrirmælum Ráka hverju sinni.
Ráki var jafnframt þeim hæfileikum gæddur að hann þurfti ætíð að hafa betur en keppinautar hans, hvort heldur málin snérust um viðskipti eða kúasýningar. Gekk hann oft svo langt að hann eyddi oft dögum saman í að reyna að eyðileggja fyrir öðrum með öllum mögulegum hætti og beitti þá bæði göldrum og sjónhverfingum til að koma höggi á andstæðinginn til að hann hefði betur. Gekk hann það langt í þessum efnum að ef galdramáttur hans dugði ekki til einn og sér kom hann klækjum sýnum fram með tilbúnum lögsóknum öllum að óvörum. Var það ætíð hans ásetningur að hann þurfti að fá allt, ellegar hætti hann við því ekki mátti það sjást útávið að hann léti í minnipokann fyrir neinum.
Nú bar svo til sumarið 2008 að Landssýning kúabænda var framundan og stefndi Ráki með Búkollu á mótið svo þjóðin gæti betur virt fyrir sér gripinn og áttað sig á öllum þeim kyngiskostum og afburðahæfileikum sem kýrin hafði til að bera. Fékk hann rauða refinn til að sýna kúna enda þaulvanur sýnandi til áratuga. Í forsýningu átti sér það óhapp stað að Búkolla skeit fyrir framan dómpall of var sett niður fyrir vikið og þurti að taka þátt í milliriðli sem hún endaði á að sigra, og þar sem dómarar vildu bæta upp fyrir að hafa sett hana niður fyrir það eitt að skíta við dómpall, fékk hún fyrir sýninguna einkunn í hæstu hæðum.
En nú flæktust málin til muna þar sem rauði refurinn hans Ráka átti nefnilega unga og frekar efnilega mjólkurkýr sjálfur sem hét Kolskör og og hafði tekið stakkaskiptum í þjálfunarbúðum refsins síðustu vikurnar fyrir landssýningu. Skipti ekki sköpum að hún skaut sér inn í úrslitakeppnina í fyrsta sæti, og þar með langtum ofar einkunn Búkollu og þeim sex öðrum kúm sem komust í úrslit. Við þennan árangur hljóp mikið keppniskap í refinn sem hafði verið bældur af undanlátssemi við Ráka, og sótti nú stíft að sýna Kolskör í úrslitakeppninni þar sem sama sýnanda var bannað samkvæmt lögum að sýna meira en eina kýr í úrslitum. Hófust nú háværar deilur og handalögmál milli refsins og Ráka, en sá síðarnefndi hótaði að leggja álög á rauða refinn ef hann skipti ekki um skoðun og sýndi Búkollu í stað Kolskarar. Refurinn sat hinsvegar fastur á sýnu og skipti það engum togum að Ráki reif af honum Búkollu og keyrði með hana í burtu og fékk mann við annan til að keyra heim að fjósi rauða refsins og sækja allar kvígurnar sem hann átti hjá honum. Kastaði hann jafnfram álögum á refinn í sýningunni með þeim hætti að Kolskör baulaði ekki fyrir framan dómpall eins og henni bar til. Allar aðrar kýr í keppninni bauluðu hinsvegar svo undir tók í hlíðum sveitarinnar. Rættust þar með álög Ráka og endaði Kolskör í síðasta sætinu og lýkur þar með sögu Búkollu en landsmönnum skildi það ljóst vera að aldrei hefur önnur eins eins kýr og Búkolla nokkurn tímann fæðst í þessu landi og þó víðar væri leitað.
Höfundur er áhugamaður um kúarækt.


(Þessari sögu var "shamelessly" stolið af netinu, ef höfundur vill láta nafns síns getið þá er bara málið að senda mér línu :Þ)

miðvikudagur, september 17, 2008

Allt að verða meira íslenskt

Já, veðurfarið hefur örlítið breyst undanfarna daga, og það furðulega er að "minn líkami" tók eftir því á undan mér. Ég sofna fyrr og sef betur fyrst að hitinn er örlítið lægri. Reyndar taka Danirnir þessu soldið furðulega þar sem að ég er alltaf að mæta þeim í dúnúlpum á hjólunum á morgnana :Þ

Isss vantar sko víkingablóðið í þá !

En eins og þið hafið kanski tekið eftir þá kom Valdi minn síðasta fimmtudag og var hjá mér um helgina. Það var náttúrulega bara æðislegt að hafa hann, og sko ekki auðvelt að sleppa honum á flugvellinum.Hann þurfti bókstaflega að hlaupa út í vél því ég hélt honum svo lengi híhí. Við náðum aðeins að bralla eitthvað skemmtilegt, kíktum á Strikið, borðuðum góðan mat, fórum á kaffihús, í Tívolí og hittum Sonju og Friðrik og alls konar skemmtlegt. Hann náði líka að fara í "personal" skoðunarferð um DTU með félaga sínum á meðan ég var í skólanum.

En svo er lífið aftur farið að ganga sinn vanagang hérna í baunalandinu, lítið að frétta svosem. Dóra reyndar var svo snjöll að skella inn myndbandi af Dís, Djass og Púka að leika sér, og hún virðist ætla að hafa þessa sömu dótaþrjósku og Fluga mín.

Enjoy

miðvikudagur, september 10, 2008

Tomorow, tomorow - is only a day away !

Já, Valdi minn kemur á morgun !!!!

Ég hlakka svo mikið til að það er bara rugl !

Annars gengur lífið í baunalandinu sinn vanagang bara, ég finn ekkert fyrir því að það sé að koma haust, enda er ekkert að koma haust hérna. Ekki eins og heima á Íslandi. En það er alveg merkilegt hvað það er mikið sem er öðruvísi hérna úti, setningin "hjemma i Island så..." hljómar ansi oft í hausnum á mér. En það eru alveg ferlega furðulegir hlutir sem ég virðist eiga erfitt með að venjast. Eins og t.d. hitinn, hverjum hefði dottið það í hug að ég myndi nokkurn tíman væla yfir því að það væri of heitt hérna. En, það er eiginlega aðeins of heitt hérna. Ég sakna hins kalda vinds sem blæs stanslaust heima á klakanum. Hérna er veðrið bara milt, alltaf. Ég er búin að blóta þessum hita ófá kvöldin þegar ég get ekki sofnað, því ég veit ekkert betra en að liggja undir heitri sæng, bara rétt andlitið sem nær undan sænginni, og það er KALT í herberginu. En nei, ekki í baunalandinu. Maður ætti kanski að fá sér "airconditioner" til að búa til sinn eigin ísskáp inni... eða kanski bara ekki. Þetta venst allt. En það er hálf spaugilegt að vera ekki lengra en þetta frá Íslandi, og hjóla í skólann á morgnanna og hitamælirinn á leiðinni sýnir 20°C og að hjóla heim að kveldi til og mælirinn sýnir 18°C. Spes !

En já, hjóla, það er náttúrulega það sem maður gerir þegar maður býr hérna. Miklu fleiri hjól t.d. sem er lagt fyrir utan skólann hjá mér heldur en bílar nokkurn tíman. Enda byði ég ekki alveg í kaosið sem kæmi ef allir myndu mæta á bíl, fyrir utan það að það væru hreinlega engin bílastæði, enda skólinn og margar af byggingum hans eldri en sjálfrennireiðin. En þar sem að hjólið hefur hingað til verið það eina sem ég hef getað "dekstrað" þá hefur hjólið mitt fengið svona líka fína meðferð, bretti, böglaberi, bjalla, karfa og standari. Svona fórum við saman til Danmerkur alveg grunlaus um að hjólið væri ekki nógu vel útbúið. Við reyndar lenntum í smá örðugleikum saman síðastliðna viku þar sem að það sprakk á því svona hressilega, en ég er búin að bæta úr því. En þegar ég var að ræða þetta við stelpurnar kom í ljós, að við vorum kolólögleg í kvöldhjólun, því það er víst þannig að lögreglan getur stoppað mann og sektað, fyrir að vera ljóslaus !

Jahá, "hjemme på Island..." þá þekkjum við ekki svona. Þ.a. ég náði að dekstra aðeins meira við hjólið og splæsti í svona fínt ljósasett á það þ.a. núna eigum við að vera fullkomlega lögleg !

En svo var ég að horfa á Næturvaktina í gær, og viti menn, ég og Georg Bjarnfreðarson erum eins... Við erum bæði á hjóli með svona fínum blikkandi ljósum.

En já, það er alveg smá söknuður farinn að láta á sér kræla, sbr. þessir furðulegu hlutir sem maður saknar. Ég bjóst ekki við því að ég ætti eftir að sakna veðursins, kuldans, víðáttunar og náttúrunnar. Hér er jú veður, "kuldi", víðátta af húsum og trjám, og fullt fullt af náttúru. Alls staðar. Ég komst t.d. að því mér til mikilla gleði, að það er HUGE skógur beint fyrir aftan húsið mitt. Þar er m.a. hesthús og "off leash" svæði þ.a. ég á eftir að njóta þess í ræmur að geta farið þangað. Núna vantar bara hundinn ;) En náttúran hérna er mjög spes, því að eplin vaxa á trjánum hérna, í bókstaflegri merkingu, og svo detta þau á jörðina og enginn borðar þau og þau verða bara það rusli og eplagraut. Mér finnst það mjög spes, og eiginlega alveg ferleg sóun að sjá á kollegiinu mínu fullt af eplum á göngustígunum út um allt. En epli, perur og alls konar ávextir og ber vaxa á trjánum hérna án allra vandræða, og detta svo bara á jörðina af því að það borðar þær enginn og fara svo bara í ruslið...

Spes...

"Hjemme på Island så..."