Vegna nánast algers skorts á bloggþörf í nánast allt sumar, þá held ég að það sé kominn tími til að bæta úr því. Svona eins og þið getið gert ykkur í hugarlund gerðist ótrúlega margt í sumar, og hérna er yfirlit yfir helstu atburði:
* Ég vann og vann og vann af mér rassgatið !
* Eyddi fullt af tíma með vinum og vandamönnum !
* Á von á folaldi undan Óm frá Kvistum, krossa fingur upp á að fá meri
* Kláraði meistaratitla á tvo af "mínum" hundum, þær ISShCH African Sauda og ISShCH Ægishjálms Galdra Þrá
* Sýndi Dís ekki í sumar
* Fékk "lítinn" dana í heimsókn og túrhestaðist með hann um landið
* Keypti mér línuskauta, datt á þeim seinna um daginn, braut á mér olnbogann (eða það vilja sumir læknarnir meina), fór á slysó fjórum dögum seinna og fékk gifs, sem á endanum varð svona þetta líka fallega bleikt !
* Fór í eina almennilega göngu, með Kollu, þegar við gengum á Glym (ganga íþróttadeildarinnar yfir Fimmvörðuhálsinn féll niður vegna ógeðslegs veðurs)
* Kláraði sprautu og undirbúnings pakkann fyrir Dís fyrir útflutning, og tók hana með til Danmerkur þar sem hún er núna orðinn formlega baunalands hundur
Ef ég er að gleyma einhverju, þá endilega bendið mér á það !
Annars er þjálfunarbootcampið hjá Dís alveg að hefjast, sumarið sem átti allt að fara í hundafimi/hlýðni/spora/allskonar þjálfun, fór einungis í hesthúsa og smalaþjálfun. Við komum allar saman svo þreyttar heim eftir hvern dag og engin okkar hafði orku til að djöflast eitthvað meira. Annars erum við Dís að bæta upp fyrir þetta núna, erum mikið duglegar að leika okkur og æfa, svo er bara málið að finna sér agility klúbb og svona :)
En skólinn byrjar aftur hjá mér á morgun, mér finnst það frekar spes tilhugsun, því mér finnst sumarfríið hreinlega hafa verið allt of stutt. Það var reyndar eintóm snilld, en allt of stutt engu að síður.
Fyrir áhugasama þá eru fullt af myndum af sumrinu á galleríinu, svona ef ykkur langar að kíkja. Annars ætla ég að fara og ná mér í mat núna, sé ykkur seinna :P
P.S. Since I've had this question more than once now, if im going to blog in english, I promise you im contemplating it :P
sunnudagur, ágúst 30, 2009
laugardagur, ágúst 01, 2009
Ég nenni ekki að blogga
Þ.a. ef þú ert eitthvað að bíða eftir því að andinn grípi mig, þá verðuru að bíða eitthvað lengur. Ekki það að eitt blogg á heilum mánuði er nú soldið sorglegt, ég veit það, en ég er bara pínu mikið busy. Sé til hvort bloggorka komi yfir mig yfir helgina.
sunnudagur, júlí 19, 2009
Ég er búin að vera í reiðbuxunum síðan ég kom heim
Og ég kann því VEL !
Dagarnir hafa flestir verið með svipuðu móti, mæti eldsnemma í vinnuna, vinn fram á kvöld með skvísurnar mínar með mér, kem heim borða og sef. Ég man ekki hvenær ég fór síðast í venjulegar buxur, eða hafði mig til og gerði mig sæta. En ég er samt sátt, ótrúlega sátt.
Það sem á daga mína hefur drifið undanfarið er m.a. ótrúlega skemtileg hestaferð okkar Albertslunds skvísanna í för með góðum hóp af Hruna-krökkum og nærsveitungum. Ferðin tók allt í allt fjóra daga, og aðeins á kunnulegum slóðum fyrir mig frá gömlum Gullna Hrings dögum hérna í denn. Í ferðinni rifjaðist reyndar upp fyrir mér hversu lofthrædd ég er því vá hvað mér leið illa þegar ég reið meðfram Laxárgljúfrunum, þau eru aðeins of há og hrikaleg ! Myndir úr ferðinni er að finna hér

Annars er ég ekkert að drepast úr orku, þ.a. ég bæti við fleiri fréttum seinna meir :)
Dagarnir hafa flestir verið með svipuðu móti, mæti eldsnemma í vinnuna, vinn fram á kvöld með skvísurnar mínar með mér, kem heim borða og sef. Ég man ekki hvenær ég fór síðast í venjulegar buxur, eða hafði mig til og gerði mig sæta. En ég er samt sátt, ótrúlega sátt.
Það sem á daga mína hefur drifið undanfarið er m.a. ótrúlega skemtileg hestaferð okkar Albertslunds skvísanna í för með góðum hóp af Hruna-krökkum og nærsveitungum. Ferðin tók allt í allt fjóra daga, og aðeins á kunnulegum slóðum fyrir mig frá gömlum Gullna Hrings dögum hérna í denn. Í ferðinni rifjaðist reyndar upp fyrir mér hversu lofthrædd ég er því vá hvað mér leið illa þegar ég reið meðfram Laxárgljúfrunum, þau eru aðeins of há og hrikaleg ! Myndir úr ferðinni er að finna hér
Leiðarlýsing í stuttu máli var eftirfarandi : Reykjadalur (heima hjá Guðríði) - Jaðar, Jaðar - Svínárnes, (hérna tvöfaldaðist hópurinn) Svínárnes - Helgaskáli, Helgaskáli - Reykjadalur !
En það hefur verið nóg að gera í hestunum, Artemis fæddi folaldið sitt um daginn, undan Aris frá Akureyri, fengum jarpan hest, fallegan og vel bygðan og verður gaman að fylgjast með honum þroskast. Artemis er svo komin undir hest aftur, og í þetta skiptið varð Gaumur frá Auðsholtshjáleigu fyrir valinu. Reyndar ansi miklar líkur á því að það komi aftur jarpt en það er sko ekki verra !
Annars ætlar Þrá Þorra mamma að skjótast undir hest í sumar aftur og hefur væntanlegur biðill verið valinn ! Meira um það síðar. Þ.a. við hjónakornin eigum von á tveimur folöldum næsta sumar, nóg að gera í þessum ræktunarpælingum okkar :)
Ég reyndar upplifði soldið spes um daginn í fyrsta skiptið. Þegar við Valdi fórum að smala mýrina á Álfhólum til að ná í Artemis, þá var ein af uppáhalds merum Söru NÝ köstuð ! Þar kom einnig jarpur hestur sem er albróðir graddans hennar, Dimmis frá Álfhólum.
En hérna eru nokkrar vel valdar af Artemis og nýja folaldinu hennar :)
En það hefur verið nóg að gera í hestunum, Artemis fæddi folaldið sitt um daginn, undan Aris frá Akureyri, fengum jarpan hest, fallegan og vel bygðan og verður gaman að fylgjast með honum þroskast. Artemis er svo komin undir hest aftur, og í þetta skiptið varð Gaumur frá Auðsholtshjáleigu fyrir valinu. Reyndar ansi miklar líkur á því að það komi aftur jarpt en það er sko ekki verra !
Annars ætlar Þrá Þorra mamma að skjótast undir hest í sumar aftur og hefur væntanlegur biðill verið valinn ! Meira um það síðar. Þ.a. við hjónakornin eigum von á tveimur folöldum næsta sumar, nóg að gera í þessum ræktunarpælingum okkar :)
Ég reyndar upplifði soldið spes um daginn í fyrsta skiptið. Þegar við Valdi fórum að smala mýrina á Álfhólum til að ná í Artemis, þá var ein af uppáhalds merum Söru NÝ köstuð ! Þar kom einnig jarpur hestur sem er albróðir graddans hennar, Dimmis frá Álfhólum.
En hérna eru nokkrar vel valdar af Artemis og nýja folaldinu hennar :)
Annars er ég ekkert að drepast úr orku, þ.a. ég bæti við fleiri fréttum seinna meir :)
miðvikudagur, júní 24, 2009
miðvikudagur, maí 27, 2009
Ég elska tækni
Sjáiði fína dótið mitt. Þar sem að gamla fartölvan mín dó í upphafi mánaðarins, megi hún hvíla í friði, þá fékk hún krufningu og svo fallega útför á klakanum. En eftir krufninguna náðist mikilvægur hlutur hennar út, sem reyndist ekki vera eins dauður og búist hafði verið við. Honum var skellt í boxið hérna á myndinni og fékk boxið flugferð aftur út til baunalandsins.
Ég er endalaust hamingjusöm með að harði diskurinn dó ekki, þar sem að ég var með allar mínar glósur og skóladót (nú ásamt myndum og tónlist og allskonar fíneríi) alveg án þess að hafa haft rænu á því að skella því inn á flakkarann minn (veit betur núna og núna á ég afrit af öllu mikilvægu á hinum ýmsustu stöðum híhí). En það sem ég var mest hissa á var hversu svakalega lítin tíma það tók fyrir pakkann minn að komast til mín. Valdi skellti honum í flug í lok dags á föstudaginn, og hann var kominn í mínar hendur um miðjan dag á mánudeginum. Er enn svo hissa á því að danir skuli í alvörunni hafa unnið um helgi.
Annars er sumarið klárlega komið í baunalandinu með viðeigandi þrumum og eldingum. Ég hef ekki áður upplifað þrumuveður sem lýsir upp allan himininn og herbergið þrátt fyrir að allar gardínur séu kyrfilega niðri til að halda birtunni úti. Regnið og þrumurnar einar og sér voru samt alveg nóg til að vekja mann og sjá til þess að lítið var sofið þessa nóttina, alveg sama hvern maður spurði.
En það er orðið ótrúlega stutt þangað til að Sól fer á klakann, ekki nemar tæpar tvær vikur... Það sem tíminn líður hratt er bara ótrúlegt. Eftir tvær vikur verð ég ekki lengur með lítinn hvítann "páfagauk" á öxlinni á meðan ég skottast á netinu, ekkert kríli til að henda dóti í kjöltuna á mér í tíma og ótíma og enginn til að rölta með mér í skóginum. En til að líta á björtu hliðarnar þá verður líka orðið ansi stutt í að ég komi heim.
En það þýðir líka að ég verð búin með fyrsta árið í dýralækninum, og ekki nema fimm ár eftir... sheize
Annars eyði ég orðið kanski ótæpilegum tíma í dagdrauma um sumarið á klakanum. Hlakka ótrúlega til og margt á prjónunum. Verð í sumar hjá Íshestum að hestast fyrir allan peninginn, hlakka rosalega til að eyða sumrinu úti og með hrossum (aðeins að bæta fyrir skortinn á hrossum eftir veturinn). Svo eru bústaðarferðir, göngur, hundaþjálfun, sýningar og allskonar skemmtilegheit á prjónunum. Ærin ástæða fyrir dagdraumum mínum :)
mánudagur, maí 18, 2009
Ofurhundurinn
Sól kom mér hressilega á óvart í dag, ég hef sjaldan verið svona ánægð að vera með myndavélina með mér í göngutúr eins og núna !
Skellti mér s.s. í okkar daglega göngutúr þegar ég kom heim í dag og ákvað að hafa myndavélina með í för þar sem veðrið var æðislegt. Við trítlum okkur um skógjinn og tókum myndir hér og þar enda Sól afar myndarleg :)

Sæti sæti skógurinn minn

Sæti sæti hundurinn :)


Sjáiði ekki fyrir ykkur mig og Valda á hestbaki hérna í skóginum :)

Og svona búa íslenskir hestar í Danmörku, úti allt árið

Sól að skoða aðstöðu hestanna, hún er þarna á myndinni, alveg satt :P

Svalaði hestaþorstanum mínum aðeins *mmmmmm*

Reiðvegurinn í skóginum, einhvern daginn á ég eftir að þjóta á hestbaki eftir þessum vegi !

Furðulegi tréleikvöllurinn í skóginum :)


Og fleiri hestar, reyndar ekki íslenskur í þetta skiptið, en hey, ég geri ekki upp á milli þeirra :P
Þegar hér er komið við sögu, hafði göngutúrinn verið afar hefðbundinn og venjulegur og ekkert óvenjulegt komið upp á....
Þangað til Sól sá endurnar á tjörninni, sem einhverra hluta vegna fönguðu áhuga hennar svona svakalega að hún þaut á eftir þeim, út í tjörnina og alveg þangað til hún var orðin of djúp (fyrir svona litlar lappir gerist það reyndar mjög hratt) og þá var hún allt í einu komin á sund. Það var lítil hjálp í mér þar sem ég hló svo mikið en ég náði samt að festa þetta á filmu (eða ætti maður kanski að segja á mynddisk... spurning). Sem betur fer snéri hún strax við enda ekki alveg vön því að skella sér til sunds, og mér einnig til mikillar gleði því annars hefði ég þurft að fara útí á eftir henni híhí.

Sönnunin fyrir því að Sól fór út í tjörnina, hún elti endurnar þangað til hún var allt í einu farin að synda híhí



Blauti litli hundur híhí
Það var ekki mikil hjálp í mér, ég hló svo mikið þegar hún plopsaði allt í einu þegar hún var komin og langt útí að ég náði varla að taka mynd af henni... Ég hef sjaldan verið svona fegin að ég hafi verið með myndavélina með mér :P
Annars er helst í fréttum að ástkæra gamla fartölvan mín dó í síðustu viku ! Algjörlega án viðvörunar. Ég fór bara í göngutúr með Sól og Kobba, kom heim og hún startaði sér ekki. Ekki sniðugt. Þ.a. ég þurfti að hlaupa til og kaupa nýja tölvu, þar sem að ég hef klárlega séð að ég lifi ekki tölvulaus. Þannig að núna á ég þessa fínu litlu öflugu og sætu HP Pavilion fartölvu. Megi hún lengi lifa !
Skellti mér s.s. í okkar daglega göngutúr þegar ég kom heim í dag og ákvað að hafa myndavélina með í för þar sem veðrið var æðislegt. Við trítlum okkur um skógjinn og tókum myndir hér og þar enda Sól afar myndarleg :)
Sæti sæti skógurinn minn
Sæti sæti hundurinn :)
Sjáiði ekki fyrir ykkur mig og Valda á hestbaki hérna í skóginum :)
Og svona búa íslenskir hestar í Danmörku, úti allt árið
Sól að skoða aðstöðu hestanna, hún er þarna á myndinni, alveg satt :P
Svalaði hestaþorstanum mínum aðeins *mmmmmm*
Reiðvegurinn í skóginum, einhvern daginn á ég eftir að þjóta á hestbaki eftir þessum vegi !
Furðulegi tréleikvöllurinn í skóginum :)
Og fleiri hestar, reyndar ekki íslenskur í þetta skiptið, en hey, ég geri ekki upp á milli þeirra :P
Þegar hér er komið við sögu, hafði göngutúrinn verið afar hefðbundinn og venjulegur og ekkert óvenjulegt komið upp á....
Þangað til Sól sá endurnar á tjörninni, sem einhverra hluta vegna fönguðu áhuga hennar svona svakalega að hún þaut á eftir þeim, út í tjörnina og alveg þangað til hún var orðin of djúp (fyrir svona litlar lappir gerist það reyndar mjög hratt) og þá var hún allt í einu komin á sund. Það var lítil hjálp í mér þar sem ég hló svo mikið en ég náði samt að festa þetta á filmu (eða ætti maður kanski að segja á mynddisk... spurning). Sem betur fer snéri hún strax við enda ekki alveg vön því að skella sér til sunds, og mér einnig til mikillar gleði því annars hefði ég þurft að fara útí á eftir henni híhí.
Sönnunin fyrir því að Sól fór út í tjörnina, hún elti endurnar þangað til hún var allt í einu farin að synda híhí
Blauti litli hundur híhí
Það var ekki mikil hjálp í mér, ég hló svo mikið þegar hún plopsaði allt í einu þegar hún var komin og langt útí að ég náði varla að taka mynd af henni... Ég hef sjaldan verið svona fegin að ég hafi verið með myndavélina með mér :P
Annars er helst í fréttum að ástkæra gamla fartölvan mín dó í síðustu viku ! Algjörlega án viðvörunar. Ég fór bara í göngutúr með Sól og Kobba, kom heim og hún startaði sér ekki. Ekki sniðugt. Þ.a. ég þurfti að hlaupa til og kaupa nýja tölvu, þar sem að ég hef klárlega séð að ég lifi ekki tölvulaus. Þannig að núna á ég þessa fínu litlu öflugu og sætu HP Pavilion fartölvu. Megi hún lengi lifa !
laugardagur, maí 16, 2009
Ég er algjörlega ORÐLAUS !!!
Svona á bara ekki að passa saman, á bara ekki að geta farið saman í einum einstakling ! Að lýsa þessu eins og hundi sem mjálmar, passar eiginlega bara ágætlega, eða hvað fynnst ykkur ...
fimmtudagur, maí 14, 2009
Ég held að Noregur vinni Eurovision í ár
Ég verð að vera sammála Hrefnu ! Bráðn.......
sunnudagur, maí 10, 2009
Ég lýsi hér formlega eftir röddinni minni
Ef þið hafið rekist á hana, endilega sendið hana heim á leið. Grunur leikur á að hún hafi stungið af heim til Íslands, enda var hún mikið búin að röfla yfir heimþrá. Verðlaunum heitið ef þið komið henni aftur heim á leið, hennar er mikið saknað !
Núna er ég farin aftur í náttföt og upp í rúm og bíð þess að hún komi til baka...
Núna er ég farin aftur í náttföt og upp í rúm og bíð þess að hún komi til baka...
föstudagur, maí 08, 2009
Sniglarnir eru komnir
Já, helvítis sniglarnir eru víst komnir aftur. Það er fátt eins ógeðslegt eins og að ganga um í sakleysi sínu, horfandi á stjörnurnar í að kvöldi til, og stíga á stórann og stæðilegan snigill. Með kuðungi og öllu. Ógleðistilfinningin sem hleypur upp og niður hrigginn á mér þegar ég stíg á eitt svona kvikindi.... ojjjj
*hljóp fram á klósett til að kúgast*
En það er ekki bara allt ógeslegt í baunalandinu, veðrið er búið að vera geðveikt, hreinlega geðveikt. Þangað til í þessari viku. Þá bara allt í einu kom kuldaboli, algjörlega óvænt. En það er svosem allt í lagi, maður getur alveg fengið of mikið af því góða og þegar maður er í stanslausri sól og góðu veðri, þá gerist alveg það sama og heima, maður endar á því að eyða allt of litlum tíma inni og allt of miklum tíma úti að njóta góða veðursins.
En já, um síðustu helgi lögðum við Sól land undir fót, hoppuðum upp í lest og kíktum til Ålaborgar. Planið fór reyndar ekki alveg eins og það átti að fara en það fór samt allt eins og best verður á kosið. Við kíktum á Eddu og Ívar ásamt börnum og buru og áttum yndislegar stundir. Sól fékk "crash course" í að hitta börn, og er vægast sagt hægt að segja að hún sé útskrifuð í "treystandi með börnum".
Við skelltum okkur náttúrulega á sýningu, sem var jú ástæða ferðarinnar. Sól stóð sig stórvel í fyrsta skiptinu sínu í hringnum, fékk rosalega góðan dóm, en endaði svo í 3. sæti. Sól eignaðist nýja vinkonu í írsku úlfhundstíkinni henni Kötlu og sannaði enn og aftur að hennar bestu vinir eru stórir hundar, því stærri því betra. Allavegana svona þegar hún er búin að ná að kynnast þeim.
Ég tók nú eitthvað af myndum, en því miður er eitthvað af þeim skemmdar, sé hvort ég nái að skella þeim inn ef ég næ að laga þær.
En hérna er allavegana eitthvað, svona af því að þetta er jú ég.

Sól ferðbúinn, búin að pakka

Sýningarhöllin, innandyra svæðið allavegana


Sól á borðinu, dómarinn gaf henni rosalega góðan dóm og "mjög lofandi"


Sól að skoða systur sýna Gabriellu, sem varð besti hvolpurinn

Ekki alveg rétta sjónarhornið, en hey, betra en ekkert :)


Kíktum í miðbæinn með Lindu og félögum

Göngugata Ålaborgar

En ég ætla að fara að koma mér til Guðríðar, ætlum að snæða saman. Soldið tómlegt hjá henni fyrst Íla er farin heim, og Sól saknar hennar alveg pínu enda sú eina sem nennti að leika við hana non stop.
Já og fyrir þá sem lesa þetta og hafa sín eigin blogg, sem þeir eru ekki að sinna.... SKAMM ! Mig langar alveg líka að lesa fréttir af klakanum :P
*hljóp fram á klósett til að kúgast*
En það er ekki bara allt ógeslegt í baunalandinu, veðrið er búið að vera geðveikt, hreinlega geðveikt. Þangað til í þessari viku. Þá bara allt í einu kom kuldaboli, algjörlega óvænt. En það er svosem allt í lagi, maður getur alveg fengið of mikið af því góða og þegar maður er í stanslausri sól og góðu veðri, þá gerist alveg það sama og heima, maður endar á því að eyða allt of litlum tíma inni og allt of miklum tíma úti að njóta góða veðursins.
En já, um síðustu helgi lögðum við Sól land undir fót, hoppuðum upp í lest og kíktum til Ålaborgar. Planið fór reyndar ekki alveg eins og það átti að fara en það fór samt allt eins og best verður á kosið. Við kíktum á Eddu og Ívar ásamt börnum og buru og áttum yndislegar stundir. Sól fékk "crash course" í að hitta börn, og er vægast sagt hægt að segja að hún sé útskrifuð í "treystandi með börnum".
Við skelltum okkur náttúrulega á sýningu, sem var jú ástæða ferðarinnar. Sól stóð sig stórvel í fyrsta skiptinu sínu í hringnum, fékk rosalega góðan dóm, en endaði svo í 3. sæti. Sól eignaðist nýja vinkonu í írsku úlfhundstíkinni henni Kötlu og sannaði enn og aftur að hennar bestu vinir eru stórir hundar, því stærri því betra. Allavegana svona þegar hún er búin að ná að kynnast þeim.
Ég tók nú eitthvað af myndum, en því miður er eitthvað af þeim skemmdar, sé hvort ég nái að skella þeim inn ef ég næ að laga þær.
En hérna er allavegana eitthvað, svona af því að þetta er jú ég.
Sól ferðbúinn, búin að pakka
Sýningarhöllin, innandyra svæðið allavegana
Sól á borðinu, dómarinn gaf henni rosalega góðan dóm og "mjög lofandi"
Sól að skoða systur sýna Gabriellu, sem varð besti hvolpurinn
Ekki alveg rétta sjónarhornið, en hey, betra en ekkert :)
Kíktum í miðbæinn með Lindu og félögum
Göngugata Ålaborgar
En ég ætla að fara að koma mér til Guðríðar, ætlum að snæða saman. Soldið tómlegt hjá henni fyrst Íla er farin heim, og Sól saknar hennar alveg pínu enda sú eina sem nennti að leika við hana non stop.
Já og fyrir þá sem lesa þetta og hafa sín eigin blogg, sem þeir eru ekki að sinna.... SKAMM ! Mig langar alveg líka að lesa fréttir af klakanum :P
sunnudagur, apríl 26, 2009
Já fínt já sæll !!
Eigum við eitthvað að ræða veðrið hérna ! Ég fór út að skokka áðan og gerði þau drastísku mistök að fara alveg svartklædd, og ég kafnaði næstum því á leiðinni. Það er klárlega enginn smá munur á loftslagi hérna í baunalandinu og heima. Sól trítlaði með mér móð og másandi og var fljót að stökkva á vatnsdallinn þegar við komum heim, svo heitt var úti, og algjört logn og ekki ský á himni. Ég held allavegana að maður geti ekki mikið kvartað yfir verunni hérna og þetta á bara eftir að batna.
Annars er heimþráin aðeins farin að kikka inn, og ég hef sagt það áður, að það eru furðulegustu hlutir sem ég sakna. Ég var t.d. að horfa á Top Gear í sjónvarpinu, þar sem þeir félagar voru að reynsluaka tveggjasæta sportbílum á söndum og malarvegum og hlykkjóttum malbikuðum vegum hér og þar á klakanum, og ég sver það að það kikkaði inn smá heimþrá. Ég sakna þess að keyra á þessum vegum sjálf, ég sakna þess að hafa útsýni og ekki bara stanslaus tré og tré og tré alls staðar ! Já, komið á listann yfir það sem ég sakna að heima er s.s. bíllinn minn. Það sem þetta tæki veitir manni einhvern veginn mikið frelsi, það er bara ótrúlegt. Ekki það að ég veit ekkert hvort við eigum eftir að taka hann út eða ekki, það kemur bara í ljós, því það er sko ekki ódýrt að reka einkabíl hérna í baunalandinu, því dananum finnst það ótrúlega skemmtilegt að hafa vit fyrir fólki með því að gera hluti sem eru óhollir fyrir umhverfið (s.s. rekstur einkabíla) dýra og gera hluti sem eru góðir fyrir umhverfið (s.s. að fara með allar flöskur í endurvinnslu) ábótasama.
Ein af ástæðunum fyrir því að mig er farið að lengja í bílinn minn núna er sú að ég er að fara með litlu músina til Ålaborgar um næstu helgi á sýningu, og lestarferðin þangað tekur næstum því 5 tíma. Ég er lengur að taka lest til Ålaborgar en ég er að fljúga heim. Þetta er mjög spennandi en ég veit bara ekkert hvað ég á að gera af mér svona lengi í lest. Þær eru reyndar svo tæknivæddar hérna úti að það er internet samband í þeim og rafmagnstengi þ.a. ég ætti að geta verið í netsambandi á leiðinni og jafnvel náð að læra. Annars erum við Sól að reyna að vera duglegar að æfa okkur fyrir sýninguna, skoða tennur og standa upp á borði og ganga í taum, sem er það sem hún er best í í augnablikinu. Hitt er allt að koma og verður örugglega orðið flott fyrir næstu helgi, við höfum ennþá alveg nægan tíma.
Annars er ég búin að eiga alveg ótrúlega skemmtilega helgi, Guðríður er búin að vera með vinkonur sínar í heimsókn hjá sér um helgina og Ebba og Indriði fóru til Århus þ.a. við erum búnar að vera duglegar í "heimsókn" hjá Ebbu í LIPS og Party og Co. Við kíktum líka á hanann og skemmtum okkur stórvel, allavegana á föstudagskvöldinu, laugardagskvöldið var uhm, ehm... eiginlega bara lame. En föstudagskvöldið bætti það sko samt alveg, við komum ekki heim fyrr en um morguninn, eftir drykkju, dans og skemmtun. Já og ég átti frumraun mína í að snyrta hár á strák. Vinur hans Kaspers, nágranna Ebbu og Indriða, hafði s.s. gert tilraun til að raka á sig mohawk, en rakvélin dó í miðjum klíðum og hann leit vægast sagt asnalega út, þ.a. Siljan litla kom til bjargar og vippaði upp hundarakvélinni minni og bara rakaði hann. Er enn hissa á því hvað það kom vel út. Það er sko alltaf að fjölga í "einu sinni þegar ég bjó í Danmörku" sagnasarpinum.
Annars er heimþráin aðeins farin að kikka inn, og ég hef sagt það áður, að það eru furðulegustu hlutir sem ég sakna. Ég var t.d. að horfa á Top Gear í sjónvarpinu, þar sem þeir félagar voru að reynsluaka tveggjasæta sportbílum á söndum og malarvegum og hlykkjóttum malbikuðum vegum hér og þar á klakanum, og ég sver það að það kikkaði inn smá heimþrá. Ég sakna þess að keyra á þessum vegum sjálf, ég sakna þess að hafa útsýni og ekki bara stanslaus tré og tré og tré alls staðar ! Já, komið á listann yfir það sem ég sakna að heima er s.s. bíllinn minn. Það sem þetta tæki veitir manni einhvern veginn mikið frelsi, það er bara ótrúlegt. Ekki það að ég veit ekkert hvort við eigum eftir að taka hann út eða ekki, það kemur bara í ljós, því það er sko ekki ódýrt að reka einkabíl hérna í baunalandinu, því dananum finnst það ótrúlega skemmtilegt að hafa vit fyrir fólki með því að gera hluti sem eru óhollir fyrir umhverfið (s.s. rekstur einkabíla) dýra og gera hluti sem eru góðir fyrir umhverfið (s.s. að fara með allar flöskur í endurvinnslu) ábótasama.
Ein af ástæðunum fyrir því að mig er farið að lengja í bílinn minn núna er sú að ég er að fara með litlu músina til Ålaborgar um næstu helgi á sýningu, og lestarferðin þangað tekur næstum því 5 tíma. Ég er lengur að taka lest til Ålaborgar en ég er að fljúga heim. Þetta er mjög spennandi en ég veit bara ekkert hvað ég á að gera af mér svona lengi í lest. Þær eru reyndar svo tæknivæddar hérna úti að það er internet samband í þeim og rafmagnstengi þ.a. ég ætti að geta verið í netsambandi á leiðinni og jafnvel náð að læra. Annars erum við Sól að reyna að vera duglegar að æfa okkur fyrir sýninguna, skoða tennur og standa upp á borði og ganga í taum, sem er það sem hún er best í í augnablikinu. Hitt er allt að koma og verður örugglega orðið flott fyrir næstu helgi, við höfum ennþá alveg nægan tíma.
Annars er ég búin að eiga alveg ótrúlega skemmtilega helgi, Guðríður er búin að vera með vinkonur sínar í heimsókn hjá sér um helgina og Ebba og Indriði fóru til Århus þ.a. við erum búnar að vera duglegar í "heimsókn" hjá Ebbu í LIPS og Party og Co. Við kíktum líka á hanann og skemmtum okkur stórvel, allavegana á föstudagskvöldinu, laugardagskvöldið var uhm, ehm... eiginlega bara lame. En föstudagskvöldið bætti það sko samt alveg, við komum ekki heim fyrr en um morguninn, eftir drykkju, dans og skemmtun. Já og ég átti frumraun mína í að snyrta hár á strák. Vinur hans Kaspers, nágranna Ebbu og Indriða, hafði s.s. gert tilraun til að raka á sig mohawk, en rakvélin dó í miðjum klíðum og hann leit vægast sagt asnalega út, þ.a. Siljan litla kom til bjargar og vippaði upp hundarakvélinni minni og bara rakaði hann. Er enn hissa á því hvað það kom vel út. Það er sko alltaf að fjölga í "einu sinni þegar ég bjó í Danmörku" sagnasarpinum.
föstudagur, apríl 24, 2009
Páskafrí og fleira
Jæja, blessuð bloggþörfin virðist koma og fara, en þar sem að ég er nú komin aftur út þá er komin tími til að rita nokkrar línur hérna fyrir fólkið mitt heima. Annars hef ég soldið verið að velta því fyrir hvort að blessuð fésbókin sé að gera bloggin úrelt. Ég veit að það eru ófáir ættingjar heima sem fylgjast með mér og hvað ég er að gera hérna ein í baunalandinu þar.
Allavegana, þá er blessuð próftörnin liðin og er að bíða eftir einkunum úr öðru prófanna, statistíkin er staðin (vá hvað það er gaman að segja þetta því það sem þetta var LEIÐINLEGT fag, en það small samt) en genatíkin er ekki búin að skila blessaðri einkuninni, en ég veit að það er staðið og með ágætri einkunn líka því ég er búin að sjá lausnina á því prófi. En það skemmtilegasta sem ég hef gert undanfarið er klárlega að fara heim í páskafríinu. Lífið er að verða svo skemmtilegt heima, hestast og hundast og allt að hlýna, vorið að koma. Ekki kanski alveg að dönskum standard, danirnir myndu segja að það væri svakalegur vetur heima, en samt sem íslendingur þá segi ég að það er komið vor heima og allt alveg rétt bráðum að fara að grænka, rétt strax. En þessar tvær vikur sem ég var heima var sko alveg feikinógur tími til að hlaða rafhlöðurnar fyrir þetta "síðasta" úthald. Eyddi ómældum tíma með fjölskyldunni og hestunum og hundunum og vinunum. Endalaust snilld !!!
Já og svo átti ég náttúrulega afmæli á meðan ég var heima, og Valdi minn tveim dögum áður en ég kom heim, þ.a. núna erum við bæði orðin ári eldri og þroskaðri og .... Annars er ég ekki enn orðin þannig að ég sé með móral yfir því hversu gömul ég er. Vonandi kemst ég seint á þann aldur, held að það sé ekki skemmtilegur aldur.
En þegar ég fór að hugsa um það þá missi ég af öllum afmælum þetta árið, árið 2009 verður ekki skemmtilegt hvað afmæli varðar. Missti af afmæli Valda og Dísar, missi af afmæli Flugu, mömmu, Unnars, Möggu og Davíðs. Ekki kúl. Annars skilur Valdi ekki af hverju ég er með þessa "afmælisdellu", kanski er ég bara "afmælisnasisti" :Þ En mér finnst bara að afmæli eigi að vera smá sérstök, get ekkert að því gert. En þá er bara að bæta upp fyrir þetta seinna :)
En núna er ég komin aftur í baunalandið, í góða veðrið, þar sem en bara ansi gott að vera. Garðurinn hjá Ebbu er algjör snilld, stór og rúmgóður, núna afgirtur og hundheldur, bara snilld. Mig langar í stóra íbúð með svona fínum garði hérna líka sem ég get girt af með hundheldri girðingu !
Annars er kjörið tækifæri að sýna ykkur myndir af fína sperrilega litla tittnum mínum sem ég tók þegar við kíktum austur um páskana





Ég held sveimér þá að hann sé meðvitaður um að það sé verið að mynda hann, það sem hann stillir sér upp drengurinn.


Orka að knúsa Valda

Artemis fallegust og fylfull í mýrinni á Álfhólum


Fluga og Dís að fylgjast með hrossunum
En núna hef ég tvo mánuði í baunalandinu, í sól og blíðu, þangað til að ég kem aftur heim á klakann. Samt er mig strax farið að hlakka til að koma heim. En þangað til þá dúlla ég mér bara hérna með litla dýrinu.
Allavegana, þá er blessuð próftörnin liðin og er að bíða eftir einkunum úr öðru prófanna, statistíkin er staðin (vá hvað það er gaman að segja þetta því það sem þetta var LEIÐINLEGT fag, en það small samt) en genatíkin er ekki búin að skila blessaðri einkuninni, en ég veit að það er staðið og með ágætri einkunn líka því ég er búin að sjá lausnina á því prófi. En það skemmtilegasta sem ég hef gert undanfarið er klárlega að fara heim í páskafríinu. Lífið er að verða svo skemmtilegt heima, hestast og hundast og allt að hlýna, vorið að koma. Ekki kanski alveg að dönskum standard, danirnir myndu segja að það væri svakalegur vetur heima, en samt sem íslendingur þá segi ég að það er komið vor heima og allt alveg rétt bráðum að fara að grænka, rétt strax. En þessar tvær vikur sem ég var heima var sko alveg feikinógur tími til að hlaða rafhlöðurnar fyrir þetta "síðasta" úthald. Eyddi ómældum tíma með fjölskyldunni og hestunum og hundunum og vinunum. Endalaust snilld !!!
Já og svo átti ég náttúrulega afmæli á meðan ég var heima, og Valdi minn tveim dögum áður en ég kom heim, þ.a. núna erum við bæði orðin ári eldri og þroskaðri og .... Annars er ég ekki enn orðin þannig að ég sé með móral yfir því hversu gömul ég er. Vonandi kemst ég seint á þann aldur, held að það sé ekki skemmtilegur aldur.
En þegar ég fór að hugsa um það þá missi ég af öllum afmælum þetta árið, árið 2009 verður ekki skemmtilegt hvað afmæli varðar. Missti af afmæli Valda og Dísar, missi af afmæli Flugu, mömmu, Unnars, Möggu og Davíðs. Ekki kúl. Annars skilur Valdi ekki af hverju ég er með þessa "afmælisdellu", kanski er ég bara "afmælisnasisti" :Þ En mér finnst bara að afmæli eigi að vera smá sérstök, get ekkert að því gert. En þá er bara að bæta upp fyrir þetta seinna :)
En núna er ég komin aftur í baunalandið, í góða veðrið, þar sem en bara ansi gott að vera. Garðurinn hjá Ebbu er algjör snilld, stór og rúmgóður, núna afgirtur og hundheldur, bara snilld. Mig langar í stóra íbúð með svona fínum garði hérna líka sem ég get girt af með hundheldri girðingu !
Annars er kjörið tækifæri að sýna ykkur myndir af fína sperrilega litla tittnum mínum sem ég tók þegar við kíktum austur um páskana
Ég held sveimér þá að hann sé meðvitaður um að það sé verið að mynda hann, það sem hann stillir sér upp drengurinn.
Orka að knúsa Valda
Artemis fallegust og fylfull í mýrinni á Álfhólum
Fluga og Dís að fylgjast með hrossunum
En núna hef ég tvo mánuði í baunalandinu, í sól og blíðu, þangað til að ég kem aftur heim á klakann. Samt er mig strax farið að hlakka til að koma heim. En þangað til þá dúlla ég mér bara hérna með litla dýrinu.
fimmtudagur, mars 19, 2009
þriðjudagur, mars 17, 2009
mánudagur, mars 16, 2009
Proud Mary in da HOUSE !
Já, Proud Mary átti Come Back um helgina... Veit ekki hvort það sé frásögu færandi, eða hvort það sé eitthvað sem á að vera segja frá, allavegana svona opinberlega híhí
Ég allavegana "blastaði" því á netið síðast þegar ég gerði það þ.a. það er klárlega held ég nauðsynlegt að greina frá því aftur.

Allavegana voru Kolla og Elis og Alex í heimsókn hjá okkur Sól hérna um helgina, en Kolla og Alex voru að fara heim í dag og Elis fer heim á morgun. Kollu og Elis held ég að flestir þekki en Alex, já hann Alex, það er sko saga á bakvið hann Alex.
Hann Alex er nefninlega spænskur gigaló sem er á leið á stefnumót heima á klakanum við saklausa unga mær í von um fjölga kyni sínu og skilja eftir erfingja.


Hann reynir eflaust að þrátta fyrir það en þetta fer honum pínu vel

En samt ekki ein vel og Kollu, sem er bara hálf manneskja ef hún hefur ekki Husky sér við hlið
Þessi drengur er einn sá mesti sjéntilmaður sem ég hef kynnst með svoleiðis guðdómlegt skap. Hann millilenti hérna á leið sinni á klakann og átti viðburðarríka tvo daga, en er núna kominn heilu og höldnu í Hrísey.
En allavegana þá vorum við með gesti þ.a. við gerðum eitthvað af þessum hlutum sem maður gerir þegar maður er með gesti, og sérstaklega hundagesti, s.s. kíkja í fínu fínu dýrabúðina hérna inni í Glostrup og versla aðeins (algjörlega nauðsynlegt). Við Elis týndum Kollu í búðinni og þegar við fundum hana var hún búin að koma sér fyrir í húsgagninu sem verður næst keypt inn á hennar heimili. Það ku vera forláta leðursófi handa Neró híhí

Þegar við vorum svo á endanum komin heim með þreyttann og hreinann hund var förinni heitið á Kareoki kvöld á Hananum, sem var skrautlegt og skemmtilegt ! Við þrjú drifum okkur upp á svið og hristum rykið af Tinu Turner töktunum og heilluðum líðinn með fögrum tónum og óviðjafnanlegum töktum !



Danirnir voru ekki lengi að grípa Proud Mary dansinn !

Og ekki vantaði Ebbu og Guðríði á gólfið heldur !








Sumir voru hressari en aðrir hehe

Og svo fór þetta bara í einhverja vitleysu
Ég allavegana "blastaði" því á netið síðast þegar ég gerði það þ.a. það er klárlega held ég nauðsynlegt að greina frá því aftur.
Allavegana voru Kolla og Elis og Alex í heimsókn hjá okkur Sól hérna um helgina, en Kolla og Alex voru að fara heim í dag og Elis fer heim á morgun. Kollu og Elis held ég að flestir þekki en Alex, já hann Alex, það er sko saga á bakvið hann Alex.
Hann Alex er nefninlega spænskur gigaló sem er á leið á stefnumót heima á klakanum við saklausa unga mær í von um fjölga kyni sínu og skilja eftir erfingja.
Hann reynir eflaust að þrátta fyrir það en þetta fer honum pínu vel
En samt ekki ein vel og Kollu, sem er bara hálf manneskja ef hún hefur ekki Husky sér við hlið
Þessi drengur er einn sá mesti sjéntilmaður sem ég hef kynnst með svoleiðis guðdómlegt skap. Hann millilenti hérna á leið sinni á klakann og átti viðburðarríka tvo daga, en er núna kominn heilu og höldnu í Hrísey.
En allavegana þá vorum við með gesti þ.a. við gerðum eitthvað af þessum hlutum sem maður gerir þegar maður er með gesti, og sérstaklega hundagesti, s.s. kíkja í fínu fínu dýrabúðina hérna inni í Glostrup og versla aðeins (algjörlega nauðsynlegt). Við Elis týndum Kollu í búðinni og þegar við fundum hana var hún búin að koma sér fyrir í húsgagninu sem verður næst keypt inn á hennar heimili. Það ku vera forláta leðursófi handa Neró híhí
Þegar við vorum svo á endanum komin heim með þreyttann og hreinann hund var förinni heitið á Kareoki kvöld á Hananum, sem var skrautlegt og skemmtilegt ! Við þrjú drifum okkur upp á svið og hristum rykið af Tinu Turner töktunum og heilluðum líðinn með fögrum tónum og óviðjafnanlegum töktum !
Danirnir voru ekki lengi að grípa Proud Mary dansinn !
Og ekki vantaði Ebbu og Guðríði á gólfið heldur !
Sumir voru hressari en aðrir hehe
Og svo fór þetta bara í einhverja vitleysu
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)