Já, mamma og Unnar eru farin aftur heim. Þau komu síðasta laugardag í heimsókn í fyrsta skiptið til mín í baunalandið. Það er nú skiljanlegt þar sem að ég var ekki beint með aðstæður til þess að taka á móti fullt af gestum í litlu íbúðinni minni en það er vægast sagt auðveldara að taka á móti fólki núna. Svefnsófinn fékk loksins aftur notkun, hefur örugglega verið orðinn soldið einmanna þar sem að ég nánast bjó í honum í 10 mánuði...
En það var vægast sagt æðislegt að hafa þau hérna, fékk smá fjölskylduvítamínsprautu :) Þau komu reyndar færandi hendi með "jól í tösku" fyrir okkur Valda, hangikjöt, laufabrauð, Nóa konfekt og allskonar gúmmelaði. Ég fékk reyndar smá svona "sjokk", ákvörðunin um að vera í baunalandinu um jólin varð öll einhvern vegin raunverulegri. Fyrstu jólin okkar Valda alveg alein. Ég hef hingað til eitt öllum mínum jólum með fjölskyldunni, og finnst skrítið að breyta því, en þetta er kanski partur af því að fullorðnast og verða "stór". Ekki það að ég hef alveg fjandi nóg að gera í lærdómnum um jólin og það stefnir í lærdóms mestu jól fyrr eða síðar. En það hefði nú verið fjandi gott samt að vera heima um jólin, komast í hesthúsið og svona.
En það koma jól eftir þessi jól og við Valdi fáum þá tækifæri til að búa til okkar eigin hefðir. Ég er reyndar soldið föst í því að vilja hafa mínar hefðir, t.d. þegar kemur að matseðlinum á aðfangadag, sjáum til hversu umburðarlyndur Valdi minn verður við mig, ekki það að eina krafan sem hann hefur sett fram hingað er að við höfum truffle-ið hennar tengdó um jólin og ég er sko alveg sátt við það !
Annars var ég að kíkja í svaka góða bók sem ég fékk í jólagjöf einu sinni, Jólahefðir eftir Nönnu Ragnvalds, þ.a. ég á allar helstu jólauppskriftir sem mig vantar. En næst er þá höfuðverkurinn að ákveða hvað verður í jólamatinn, forrétt, aðalrétt og eftirrétt yfir hátíðirnar. Eldamennskuhæfileikar mínir fá aldeilis að finna fyrir því. En núna eru hátíðirnar "á mína ábyrgð" þ.a. það er eins gott að standa undir því :P
Lærdómurinn stendur enn á svipuðu skriði og áður, tók reyndar pásu þessa þrjá daga sem heimsóknin stóð yfir, en ég hef hafist handa við lesturinn aftur. Dagarnir munu því snúast um lestur og útivist með Dís. Við skvísurnar skelltum okkur í hjólatúr í gær og fórum troðnar slóðir, sem við höfum ekki áður farið og dunduðum okkur aðeins við að reyna að villast í skógjinum. Það gekk ekki betur en svo að við römbuðum fram á sérstakt svæði í skógjinum sem er skipulagt sem og ætlað fyrir sporaþjálfun, hvort sem er fyrir einstaklinga eða námskeið.
Ég var klárlega himin lifandi með þetta, en "svekkelsið" kom svo stuttu seinna þegar ég áttaði mig á því að nú hef ég nákvæmlega enga afsökun fyrir því að láta sporaþjálfun liggja á hakanum eins og ég hafði ætlað mér. Þ.a. nú förum við Dís að hafa okkur til við að læra grunninn í spori, hlýðni og hundafimi, allt á nánast sama tíma. En svona ef þið munið það ekki þá ætlum við að kíkja í "pre-school" agility tíma á laugardaginn að öllu eðlilegu.
En svona til að skreyta aðeins þessi myndarlausu blogg mín undanfarið (hef verið hressilega lög við að fara út með myndarvélina með mér, enda kanski ekki alveg fótógeníska umhverfið svona blautt og drullugt), þá er kjörið að skella með mynd sem náðist óvænt af mér og Flugu að spora á Gaddastaðaflötum á Hellu hérna fyrir einhverju síðan.
miðvikudagur, nóvember 25, 2009
miðvikudagur, nóvember 18, 2009
hundablogg
Jæja, ef ykkur líkar ekki að lesa hundablogg hjá mér, þá sleppið þessum pósti :P
Og ef ykkur líkar ekki að lesa hundaþjálfunarblogg, ekki heldur lesa þennan póst.
Veit ekki hversu margir eru eftir þá, held eiginlega að ég sé bara að skrifa þetta fyrir mig (og Möggu, sem er líklega ein af fáum sem les enn bloggið mitt), sem er reyndar ágætt því ég get þá lesið það aftur seinna.
Allavegana, hundafimiþjálfun hefur setið aðeins á hakanum þangað til að ég get komist í tæki. Ég reyndar hefði getað komist síðasta laugardag, en fattaði það ekki fyrr en of seint að það hefði verið opinn tími þann daginn. Síðustu opnu tímarnir hafa lennt á prófhelgi, Herning helginni, og svo greinilega síðustu helgi, sem ég hefði komist á hefði ég bara fattað það. En það er svo önnur æfing 28 nóv og við ætlum þangað.
Þangað til hef ég notað göngutúrana okkar til hlýðniþjálfunnar, þá reyndar helst til að kenna henni keppnishæl. Síðan við komum út hef ég verið að grautast í því hægt og rólega og það tók nokkurn tíma fyrir hana að fatta hvað ég var að tala um. Á endanum tók ég með mér fullan vasa af nammi og klikker og klikkaði í hvert skipti sem hún kom að vinstri hliðinni á mér. Það varð til þess að brjóta múrinn og þá fóru hlutirnir loksins að gerast. Eftir það fór hún að bjóða upp á þessa hegðun oftar og oftar og ég gat orðið verðlaunað meira og meira. Ég skipti fljótlega út nammi fyrir dót, og fór að nota stærri og stærri hluta af göngutúrunum til að leika okkur í hlýðni.
Ég var reyndar ekki sátt við að þurfa að nota tvöfalda skipun til að ná fram réttri staðsetningu hjá henni í hælgöngunni, en síðustu daga er ég búin að fjarlægja hana án þess að það hafi komið niður á hælgöngunni hjá henni og ég er himinlifandi með það :) En þegar ég er að tala um tvöfalda skipun þá á ég við að þurfa að halda dótinu við bringu/brjóst/maga til að halda athyglinni hjá hundinum og fá hann til að horfa upp á þjálfarann. Ég veit ekkert ljótara en að sjá fólk gera þetta í keppni því mér finnst þetta alltaf benda til slakrar þjálfunnar og að fólk sé að stytta sér leið. Að halda hendinni uppi í keppni er "loforð" við hundinn að á hverri stundu detti niður nammi, hundur sem er kominn á keppnislevel á ekki að þurfa á þessu að halda, og myndi almennilegur dómari alltaf dæma þjálfarann niður, og jafnvel dæma úr keppni fyrir að vera með tvöfalda skipun allan tímann. Þ.a. ég get með sanni sagt að ég er mjög sátt við að vera búin að ná þessu út þ.a. hún gangi flottan hæl og á meðan ég geng eðlilega og horfi fram.
Automatic sit er komið inn hjá henni líka, sem óvæntur bónus. Það sem er svo næst á dagskrá er að bæta inn beygjum, hraðabreytingum, hægri og vinstri skrefum (sem eru víst hluti af LP I, II og III í danmörku), og innkomu á hæl. Ég er mikið búin að vera pæla hvort ég ætli að nota innkomu krókinn á vinstri hlið, eða hvort hún eigi að koma inn á hægri, fara aftur fyrir mig og koma þannig inn á vinstri hlið. Annars er önnur innkoma á hæl sem hún þarf að kunna líka sem ég hef ekkert æft, s.s. ég sný baki í hana, er að ganga í burtu og hún kemur hlaupandi inn á hæl.
Ég er búin að renna aðeins yfir LP reglurnar hérna (LP er hlýðniprófið hérna í DK) og þær eru soldið öðruvísi en ég er vön, og var ég t.d. að sjá að ég þarf líklega að skipta út hælskipunarorðinu úr Hæll yfir í Plads (sem er skipunin að koma inn á hæl og setjast) og Foot/Fuss sem er skipunin að ganga í hælgöngu. Ég er ekkert rosalega sátt við þurfa að breyta skipuninni af því að því minna sem ég þarf að rugla í hausnum á hundinum því betra. Ég hugsa að ég kíki kanski í einhverja tíma hjá hlýðniþjálfara, t.d. til að fá svör við svona spurningum, og líka til að læra að kenna "scent discrimination" sem ég hef aldrei kennt, því "scent discrimination" er atriði á öllum stigum hérna. Annars hefur netið reynst mér óviðjafnanlegur gagnagrunnur þegar kemur að þjálfun og ég hef lesið greinar og séð myndbönd um hvernig fólk hefur verið að kenna þetta, en ég hugsa að ég þurfi bara að hella mér út í það og rekast á veggi hérn og þar. Þannig hef ég tileinkað mér flestar þær aðferðir sem ég nota til þjálfunar á mínum hundum. Það má því eiginlega segja að ég hafi lært alla mína hundaþjálfun af hundunum mínum, og ég hef verið stórkostlega heppin með hundana mína.
Svo hef ég reyndar hugsað mér að taka BH og BHP próf (s.s. hlýðni og sporaþáttinn, eða jafnvel bara hlýðniþáttinn úr IPO prófunum) en þar er hlýðnin rosalega formúleruð, alltaf eins og þjálfarinn gengur prógrammið án þess að prófstjóri stýri honum þ.a. að því leiti er hún auðveldari í þjálfun því það er auðveldara að undibrúa hundinn undir að hlýðniprógramið sé svona og bara svona og ekki mikið um óvæntar uppákomur. En ég þá kemur að sporinu, á ég að kenna BHP/IPO spor eða á ég að einbeita mér að loftlykt og fara jafnvel út í IPO-R sem er leitarhundavinnupróf innan FCI líkt og IPO, og er verið að keppa í hérna í DK. Ég hef reyndar ekki fundið neinn klúbb nálægt mér sem æfir þetta, hef fundið upplýsingar um keppnir á norður Jótlandi en það hjálpar mér nú varla mikið. En leitarþjálfun er bara alveg ferlega skemmtileg !
Þetta eru miklar hugleiðingar, en ekkert sem ég er að fara að gera á næstunni, nema hlýðnin og hundafimin, því eins og er er það alveg feiki nóg fyrir okkur með mínum skóla.
Það er samt soldið fyndið að pæla í því hversu mismunandi hundar eru, sérstaklega með það hvað þeim finnst skemmtilegast. Flugu finnst fátt skemmtilegra en að hlaupa langt eftir boltanum á fullri ferð, togast á við mig þegar hún kom til baka, á meðan að Dís finnst greinilega skemmtilegra að hlaupa styttri vegalengdir og "veiða" boltann meira, grípa hann á ferð og svona. Veit ekki hvort það er feldurinn eða hvað en hún verður fljótar þreytt þegar ég kasta boltanum langt. Þ.a. ég skipti út bolta í bandi fyrir venjulegan bolta og þá fóru hjólin að rúlla, þá fór hún hraðar að fatta að hælganga væri skemmtileg og við fórum að eyða lengri og lengri tíma í göngutúrum í að leika okkur í hlýðni, hælganga krefst ekki beint flókins búnaðar, staðsetningu eða mikils svæðis, einfaldur göngustígur er meira en nóg.
En já, smá eigingjarn póstur, eiginlega bara fyrir mig því ég veit ekki hver á eftir að nenna að lesa hann, en það er ekki hægt að segja að ég hafi ekki varað ykkur við :)
Og ef ykkur líkar ekki að lesa hundaþjálfunarblogg, ekki heldur lesa þennan póst.
Veit ekki hversu margir eru eftir þá, held eiginlega að ég sé bara að skrifa þetta fyrir mig (og Möggu, sem er líklega ein af fáum sem les enn bloggið mitt), sem er reyndar ágætt því ég get þá lesið það aftur seinna.
Allavegana, hundafimiþjálfun hefur setið aðeins á hakanum þangað til að ég get komist í tæki. Ég reyndar hefði getað komist síðasta laugardag, en fattaði það ekki fyrr en of seint að það hefði verið opinn tími þann daginn. Síðustu opnu tímarnir hafa lennt á prófhelgi, Herning helginni, og svo greinilega síðustu helgi, sem ég hefði komist á hefði ég bara fattað það. En það er svo önnur æfing 28 nóv og við ætlum þangað.
Þangað til hef ég notað göngutúrana okkar til hlýðniþjálfunnar, þá reyndar helst til að kenna henni keppnishæl. Síðan við komum út hef ég verið að grautast í því hægt og rólega og það tók nokkurn tíma fyrir hana að fatta hvað ég var að tala um. Á endanum tók ég með mér fullan vasa af nammi og klikker og klikkaði í hvert skipti sem hún kom að vinstri hliðinni á mér. Það varð til þess að brjóta múrinn og þá fóru hlutirnir loksins að gerast. Eftir það fór hún að bjóða upp á þessa hegðun oftar og oftar og ég gat orðið verðlaunað meira og meira. Ég skipti fljótlega út nammi fyrir dót, og fór að nota stærri og stærri hluta af göngutúrunum til að leika okkur í hlýðni.
Ég var reyndar ekki sátt við að þurfa að nota tvöfalda skipun til að ná fram réttri staðsetningu hjá henni í hælgöngunni, en síðustu daga er ég búin að fjarlægja hana án þess að það hafi komið niður á hælgöngunni hjá henni og ég er himinlifandi með það :) En þegar ég er að tala um tvöfalda skipun þá á ég við að þurfa að halda dótinu við bringu/brjóst/maga til að halda athyglinni hjá hundinum og fá hann til að horfa upp á þjálfarann. Ég veit ekkert ljótara en að sjá fólk gera þetta í keppni því mér finnst þetta alltaf benda til slakrar þjálfunnar og að fólk sé að stytta sér leið. Að halda hendinni uppi í keppni er "loforð" við hundinn að á hverri stundu detti niður nammi, hundur sem er kominn á keppnislevel á ekki að þurfa á þessu að halda, og myndi almennilegur dómari alltaf dæma þjálfarann niður, og jafnvel dæma úr keppni fyrir að vera með tvöfalda skipun allan tímann. Þ.a. ég get með sanni sagt að ég er mjög sátt við að vera búin að ná þessu út þ.a. hún gangi flottan hæl og á meðan ég geng eðlilega og horfi fram.
Automatic sit er komið inn hjá henni líka, sem óvæntur bónus. Það sem er svo næst á dagskrá er að bæta inn beygjum, hraðabreytingum, hægri og vinstri skrefum (sem eru víst hluti af LP I, II og III í danmörku), og innkomu á hæl. Ég er mikið búin að vera pæla hvort ég ætli að nota innkomu krókinn á vinstri hlið, eða hvort hún eigi að koma inn á hægri, fara aftur fyrir mig og koma þannig inn á vinstri hlið. Annars er önnur innkoma á hæl sem hún þarf að kunna líka sem ég hef ekkert æft, s.s. ég sný baki í hana, er að ganga í burtu og hún kemur hlaupandi inn á hæl.
Ég er búin að renna aðeins yfir LP reglurnar hérna (LP er hlýðniprófið hérna í DK) og þær eru soldið öðruvísi en ég er vön, og var ég t.d. að sjá að ég þarf líklega að skipta út hælskipunarorðinu úr Hæll yfir í Plads (sem er skipunin að koma inn á hæl og setjast) og Foot/Fuss sem er skipunin að ganga í hælgöngu. Ég er ekkert rosalega sátt við þurfa að breyta skipuninni af því að því minna sem ég þarf að rugla í hausnum á hundinum því betra. Ég hugsa að ég kíki kanski í einhverja tíma hjá hlýðniþjálfara, t.d. til að fá svör við svona spurningum, og líka til að læra að kenna "scent discrimination" sem ég hef aldrei kennt, því "scent discrimination" er atriði á öllum stigum hérna. Annars hefur netið reynst mér óviðjafnanlegur gagnagrunnur þegar kemur að þjálfun og ég hef lesið greinar og séð myndbönd um hvernig fólk hefur verið að kenna þetta, en ég hugsa að ég þurfi bara að hella mér út í það og rekast á veggi hérn og þar. Þannig hef ég tileinkað mér flestar þær aðferðir sem ég nota til þjálfunar á mínum hundum. Það má því eiginlega segja að ég hafi lært alla mína hundaþjálfun af hundunum mínum, og ég hef verið stórkostlega heppin með hundana mína.
Svo hef ég reyndar hugsað mér að taka BH og BHP próf (s.s. hlýðni og sporaþáttinn, eða jafnvel bara hlýðniþáttinn úr IPO prófunum) en þar er hlýðnin rosalega formúleruð, alltaf eins og þjálfarinn gengur prógrammið án þess að prófstjóri stýri honum þ.a. að því leiti er hún auðveldari í þjálfun því það er auðveldara að undibrúa hundinn undir að hlýðniprógramið sé svona og bara svona og ekki mikið um óvæntar uppákomur. En ég þá kemur að sporinu, á ég að kenna BHP/IPO spor eða á ég að einbeita mér að loftlykt og fara jafnvel út í IPO-R sem er leitarhundavinnupróf innan FCI líkt og IPO, og er verið að keppa í hérna í DK. Ég hef reyndar ekki fundið neinn klúbb nálægt mér sem æfir þetta, hef fundið upplýsingar um keppnir á norður Jótlandi en það hjálpar mér nú varla mikið. En leitarþjálfun er bara alveg ferlega skemmtileg !
Þetta eru miklar hugleiðingar, en ekkert sem ég er að fara að gera á næstunni, nema hlýðnin og hundafimin, því eins og er er það alveg feiki nóg fyrir okkur með mínum skóla.
Það er samt soldið fyndið að pæla í því hversu mismunandi hundar eru, sérstaklega með það hvað þeim finnst skemmtilegast. Flugu finnst fátt skemmtilegra en að hlaupa langt eftir boltanum á fullri ferð, togast á við mig þegar hún kom til baka, á meðan að Dís finnst greinilega skemmtilegra að hlaupa styttri vegalengdir og "veiða" boltann meira, grípa hann á ferð og svona. Veit ekki hvort það er feldurinn eða hvað en hún verður fljótar þreytt þegar ég kasta boltanum langt. Þ.a. ég skipti út bolta í bandi fyrir venjulegan bolta og þá fóru hjólin að rúlla, þá fór hún hraðar að fatta að hælganga væri skemmtileg og við fórum að eyða lengri og lengri tíma í göngutúrum í að leika okkur í hlýðni, hælganga krefst ekki beint flókins búnaðar, staðsetningu eða mikils svæðis, einfaldur göngustígur er meira en nóg.
En já, smá eigingjarn póstur, eiginlega bara fyrir mig því ég veit ekki hver á eftir að nenna að lesa hann, en það er ekki hægt að segja að ég hafi ekki varað ykkur við :)
þriðjudagur, nóvember 10, 2009
tvö blogg á mánuði
Ætlar að vera hámarkið mitt, einhverra hluta vegna. Reyndar var andgiftin ekkert að drífa sig í heimsókn til mín á prófatímabilinu en þar sem því er lokið í bili þá er kanski kominn tími til að skella hérna inn nokkrum línum.
Það er svosem kanski ekki frá svo miklu að segja, lífið gengur sinn vanagang hérna og við höfum okkar rútínu sem byggir á lærdóm, lærdóm og svo aðeins meiri lærdóm. Svo förum við Dís í göngutúr á hverjum degi, og yfirleitt tvo, en það er misjafnt hvort einhverjir fylgi okkur eða ekki. Annars er ég búin að fá að vita niðurstöðu úr öðru prófinu sem ég var í, anvendt genatik, sem er eiginlega ræktunar genatík. Skemmtilega áhugaverður kúrs um notkun á ræktunaraðferðum í ræktun á húsdýrum og þess háttar. Prófið var munnlegt og dróg ég ræktun hrossa og kinda og náði að blaðra mig hressilega í gegnum það út frá ræktun á íslenskum hrossum. Niðurstaðan varð svo staðin, þar sem að þetta er einkunnarlaust próf.
Í fyrsta skiptið á æfinni héldum við Valdi upp á Halloween, þ.e.a.s. í þeim skilningi að við fórum í Halloween partý hjá Ebbu og Indriða. Ebba og Guðríður voru búnar að skreyta íbúðina hjá Ebbu "fyrir allan peninginn" og allt leit geðveikislega vel út. Ég var búin að möndlast með búninga handa okkur Valda og við enduðum á því að fara svona.

Það er svosem kanski ekki frá svo miklu að segja, lífið gengur sinn vanagang hérna og við höfum okkar rútínu sem byggir á lærdóm, lærdóm og svo aðeins meiri lærdóm. Svo förum við Dís í göngutúr á hverjum degi, og yfirleitt tvo, en það er misjafnt hvort einhverjir fylgi okkur eða ekki. Annars er ég búin að fá að vita niðurstöðu úr öðru prófinu sem ég var í, anvendt genatik, sem er eiginlega ræktunar genatík. Skemmtilega áhugaverður kúrs um notkun á ræktunaraðferðum í ræktun á húsdýrum og þess háttar. Prófið var munnlegt og dróg ég ræktun hrossa og kinda og náði að blaðra mig hressilega í gegnum það út frá ræktun á íslenskum hrossum. Niðurstaðan varð svo staðin, þar sem að þetta er einkunnarlaust próf.
Í fyrsta skiptið á æfinni héldum við Valdi upp á Halloween, þ.e.a.s. í þeim skilningi að við fórum í Halloween partý hjá Ebbu og Indriða. Ebba og Guðríður voru búnar að skreyta íbúðina hjá Ebbu "fyrir allan peninginn" og allt leit geðveikislega vel út. Ég var búin að möndlast með búninga handa okkur Valda og við enduðum á því að fara svona.
(fyrir þá sem ekki sjá þá er ég kúrekastelpa og Valdi Scream morðinginn)
Annars hef ég svosem helling sem ég get kjaftað um hundalega séð. Ég skráði Dís á hundasýningu í Herning, þetta var tvöföld sýning og var Dansk Winner sýning á sunnudeginum. Ég kom nokkuð sátt heim, með tvær VG einkunnir í vasanum (hefði alveg viljað fá EX en hún þarf að þroskast aðeins meira) og ótrúlega sátt við hvað Dís sýndi sig fínt og lét það ekkert á sig fá að hanga þarna með mér báða daganna innan um 3500 hunda hvorn daginn í 7 risastórum höllum. Ég er enn ekki búin að átta mig á stærðinni á þessu svæði þar sem við náðum ekki einu sinni að fara inn í allar hallirnar og vorum að ramba inn á nýja staði til að næra okkur á allt fram á síðustu stundu.
En já, dómarnir sem við fengum voru eftirfarandi:
Laugardagur - Dómari: Jörgen Hindse
Stor, middelkraftig, feminin, lidt spinkel underkæbe, god skalle, god öjne og örer, ryggen savner den sidste stramhed, passende benstemmer, passende krop, god pels, træder snævert bag, beveger sig med god skridt, men ryggen giver efter
Sunnudagur - Dómari: Elina Tan-Hietalahti
Trævligt temperement, feminin, bra hoved, udrtyk, örer, bra krop for sin alder, hun rörer sig med meget korte rörelser bagtil, bra hårkvalitet, bra farve
s.s. ágætis dómar. Mér finnst reyndar endalaust fyndið að tveir dómarar skuli segja alveg sitt hvorn hlutinn um hreyfingarnar í henni með tvo daga í röð. En Jörgen Hindse, sem er að mínu mati fjandi góður dómari, var ferlega fyndinn með það að taka eftir því að önnur vígtönninn á henni í neðri kjálka snerti efri góm og sagði mér að ég þyrfti að fylgjast með þessu ef hún fengi særindi undan henni, þ.a.l. kom "lidt spinkel underkæbe" kommentið. Annars var ég alveg við það að missa andlitið við að horfa á það hversu ógeðslega mikið fólk var að grooma hundana sína þarna, poodle groomer hefði verið sáttur við tímann sem fór í að gera hundana ready fyrir hringinn... Ekki alveg minn tebolli.
En helgin fór ekki bara í hundasýningar heldur naut ég líka félagsskapar minna yndislegu "tvíbura", þar sem Elli kom til DK til að fara á sýninguna og Kolla renndi með okkur til Herning. Við skelltum okkur í bílaleigubíl og vorum í samfloti með Eddu og Ívari um sumarhús rétt fyrir utan Herning, og ég hefði sko klárlega verið til í að skipta og búa í þessu sumarhúsi. Það var risastórt og einstaklega hundvænt í þvílíkt sætri sveit. Helgin var í einu orði sagt æðisleg og hana þarf klárlega að endurtaka einhvern daginn.
En núna erum við aftur komin í rútínu, aðeins öðruvísi rútínu reyndar þar sem að ég er heima allan daginn að læra undir próf. Ég er í upplestrarfríi út janúarog hef þrjá mánuði til að læra allt um anatómíu, embriologiu og histologiu. Við Dís ætlum að dunda okkur við það líka að læra meiri keppnis hlýðni og jafnvel að reyna að koma okkur í hundafimi. Ég er að íhuga að setja sýningar á smá pásu í bili þangað til að hún er búin að þroskast aðeins meira og nota tímann frekar í að leika okkur í hundafimi. Okkur finnst það báðum mjög gott plan ! Ekki það að næsta sýning er hvort eð er ekki fyrr en í lok janúar :P Annars var alltaf planið hjá mér að skrá hana á World Dog Show í Herning DK í júní 2010, en miðað við hvað hún var feldLAUS síðasta sumar þá ætla ég allavegana að hinkra með að taka ákvörðun um það hvort við mætum eða ekki.
Annars verð ég að játa það að ég er að kafna mig langar svo mikið á hestbak. Það var reyndar kostur að ég gat eytt öllu sumrinu mínu á hestbaki, þ.a. ég er skárri en ég hefði annars verið, en ég myndi sko ekki kvarta ef ég kæmist í reiðtúr í stóra stóra skógjinum okkar hérna. Valdi er reyndar líklega komin með einhverja smá vinnu við að þjálfa íslenskan hest hérna í skógjinum og við skulum sjá til hvort ég nái ekki að laumast eitthvað á bak þar líka, vá hvað það væri gott plan !
Annars hef ég svosem helling sem ég get kjaftað um hundalega séð. Ég skráði Dís á hundasýningu í Herning, þetta var tvöföld sýning og var Dansk Winner sýning á sunnudeginum. Ég kom nokkuð sátt heim, með tvær VG einkunnir í vasanum (hefði alveg viljað fá EX en hún þarf að þroskast aðeins meira) og ótrúlega sátt við hvað Dís sýndi sig fínt og lét það ekkert á sig fá að hanga þarna með mér báða daganna innan um 3500 hunda hvorn daginn í 7 risastórum höllum. Ég er enn ekki búin að átta mig á stærðinni á þessu svæði þar sem við náðum ekki einu sinni að fara inn í allar hallirnar og vorum að ramba inn á nýja staði til að næra okkur á allt fram á síðustu stundu.
En já, dómarnir sem við fengum voru eftirfarandi:
Laugardagur - Dómari: Jörgen Hindse
Stor, middelkraftig, feminin, lidt spinkel underkæbe, god skalle, god öjne og örer, ryggen savner den sidste stramhed, passende benstemmer, passende krop, god pels, træder snævert bag, beveger sig med god skridt, men ryggen giver efter
Sunnudagur - Dómari: Elina Tan-Hietalahti
Trævligt temperement, feminin, bra hoved, udrtyk, örer, bra krop for sin alder, hun rörer sig med meget korte rörelser bagtil, bra hårkvalitet, bra farve
s.s. ágætis dómar. Mér finnst reyndar endalaust fyndið að tveir dómarar skuli segja alveg sitt hvorn hlutinn um hreyfingarnar í henni með tvo daga í röð. En Jörgen Hindse, sem er að mínu mati fjandi góður dómari, var ferlega fyndinn með það að taka eftir því að önnur vígtönninn á henni í neðri kjálka snerti efri góm og sagði mér að ég þyrfti að fylgjast með þessu ef hún fengi særindi undan henni, þ.a.l. kom "lidt spinkel underkæbe" kommentið. Annars var ég alveg við það að missa andlitið við að horfa á það hversu ógeðslega mikið fólk var að grooma hundana sína þarna, poodle groomer hefði verið sáttur við tímann sem fór í að gera hundana ready fyrir hringinn... Ekki alveg minn tebolli.
En helgin fór ekki bara í hundasýningar heldur naut ég líka félagsskapar minna yndislegu "tvíbura", þar sem Elli kom til DK til að fara á sýninguna og Kolla renndi með okkur til Herning. Við skelltum okkur í bílaleigubíl og vorum í samfloti með Eddu og Ívari um sumarhús rétt fyrir utan Herning, og ég hefði sko klárlega verið til í að skipta og búa í þessu sumarhúsi. Það var risastórt og einstaklega hundvænt í þvílíkt sætri sveit. Helgin var í einu orði sagt æðisleg og hana þarf klárlega að endurtaka einhvern daginn.
En núna erum við aftur komin í rútínu, aðeins öðruvísi rútínu reyndar þar sem að ég er heima allan daginn að læra undir próf. Ég er í upplestrarfríi út janúarog hef þrjá mánuði til að læra allt um anatómíu, embriologiu og histologiu. Við Dís ætlum að dunda okkur við það líka að læra meiri keppnis hlýðni og jafnvel að reyna að koma okkur í hundafimi. Ég er að íhuga að setja sýningar á smá pásu í bili þangað til að hún er búin að þroskast aðeins meira og nota tímann frekar í að leika okkur í hundafimi. Okkur finnst það báðum mjög gott plan ! Ekki það að næsta sýning er hvort eð er ekki fyrr en í lok janúar :P Annars var alltaf planið hjá mér að skrá hana á World Dog Show í Herning DK í júní 2010, en miðað við hvað hún var feldLAUS síðasta sumar þá ætla ég allavegana að hinkra með að taka ákvörðun um það hvort við mætum eða ekki.
Annars verð ég að játa það að ég er að kafna mig langar svo mikið á hestbak. Það var reyndar kostur að ég gat eytt öllu sumrinu mínu á hestbaki, þ.a. ég er skárri en ég hefði annars verið, en ég myndi sko ekki kvarta ef ég kæmist í reiðtúr í stóra stóra skógjinum okkar hérna. Valdi er reyndar líklega komin með einhverja smá vinnu við að þjálfa íslenskan hest hérna í skógjinum og við skulum sjá til hvort ég nái ekki að laumast eitthvað á bak þar líka, vá hvað það væri gott plan !
þriðjudagur, október 13, 2009
Að komast í heitt bað
Eiga að vera mannréttindi. Þegar manni er kallt og maður er slappur og ómögulegur, þá er það ekkert eins að fara í einhverja bésvítans sturtu. Það bara lagar ekki mikið, allavegana ekki eins mikið og bað myndi gera ! Ég hef ávalt heitið mér því að næsti staður sem ég bý á skuli hafa baðkar, en nei, ég flakka á milli íbúða sem hafa því miður bara sturtu. Svindl.
En svona að öðru, það er farið að styttast allhressilega í fyrstu prófin á þessu ári, og það eru sko ekkert lítið próf, annar kúrsinn er 21 ESCT eining þ.a. það liggur mikið undir að ég standist hann. Annars hef ég ágætis tilfinningu fyrir honum og hef mikinn áhuga á þessu námsefni (reyndar báðum námsefnunum sem við erum að lesa þar sem að hinn kúrsinn er genatík) þ.a. mér leiðist sko ekki að liggja yfir bókunum.
Dísiskvís er á hálóðaríi núna og er ástleitin og athyglissjúk eftir því. Hún reyndar sýnir það yfirleitt ansi vel að henni finnast hundarnir sem við mætum í göngutúrunum bara ljótir og leiðinlegir þ.a. ég þarf ekki mikið að hafa áhyggjur af því að það hoppi einhver óvart á bak og ég sitji uppi með einhverja kokteila. Annars erum við rosa duglegar að fara út og viðra okkur í skógjinum á hverjum degi og stundum tvisvar á dag. Það virðist svo vera að hafa einhver góð áhrif á vigtina á heimilinu, sem ég skil ekki alveg því þetta er það eina sem ég geri, en hey, ég er sko EKKI að kvarta !
Svo fékk ég alveg netta heimþrá á laugardaginn (eða reyndar pínu meira svona ég sakna Flugu minnar ógeðslega mikið þrá) þ.a. ég eyddi kvöldinu í að setja saman smá myndband af þeim tveimur saman, svona ef ykkur langar að kíkja.
En svona að öðru, það er farið að styttast allhressilega í fyrstu prófin á þessu ári, og það eru sko ekkert lítið próf, annar kúrsinn er 21 ESCT eining þ.a. það liggur mikið undir að ég standist hann. Annars hef ég ágætis tilfinningu fyrir honum og hef mikinn áhuga á þessu námsefni (reyndar báðum námsefnunum sem við erum að lesa þar sem að hinn kúrsinn er genatík) þ.a. mér leiðist sko ekki að liggja yfir bókunum.
Dísiskvís er á hálóðaríi núna og er ástleitin og athyglissjúk eftir því. Hún reyndar sýnir það yfirleitt ansi vel að henni finnast hundarnir sem við mætum í göngutúrunum bara ljótir og leiðinlegir þ.a. ég þarf ekki mikið að hafa áhyggjur af því að það hoppi einhver óvart á bak og ég sitji uppi með einhverja kokteila. Annars erum við rosa duglegar að fara út og viðra okkur í skógjinum á hverjum degi og stundum tvisvar á dag. Það virðist svo vera að hafa einhver góð áhrif á vigtina á heimilinu, sem ég skil ekki alveg því þetta er það eina sem ég geri, en hey, ég er sko EKKI að kvarta !
Svo fékk ég alveg netta heimþrá á laugardaginn (eða reyndar pínu meira svona ég sakna Flugu minnar ógeðslega mikið þrá) þ.a. ég eyddi kvöldinu í að setja saman smá myndband af þeim tveimur saman, svona ef ykkur langar að kíkja.
fimmtudagur, október 08, 2009
Ég þarf að vera skemmtilegri
Já ég komst að þeirri undarlegu staðreynd í dag að ég þarf að vera skemmtilegri. Jájá ég má svosem alveg vera skemmtilegri í hinu daglega lífi, en ég er samt að tala um að ég þarf að vera skemmtilegri þegar ég er að þjálfa Dís (sorry mamma, annar hundapóstur en það er svosem ekki svo mikið annað sem ég get verið að blogga um). Við áttum smá "break through" í keppnihæls þjálfun í gær sem ég var rosa sátt við og svo kíktum við í göngutúr "með tilgangi" í dag, þar sem ég áttaði mig á þessu. Ég er ekki nógu skemmtileg. Ég er búin að vera að möndlast í þessu núna síðan við komum út því henni finnst skemmtilegra að vera aðeins of langt frá mér og tekur svona smalafjárhunda takta þar sem hún hleypur hringi í kringum mig í stað þess að stökkva á boltann og bíður eftir því að ég kasti.
Í gær tók ég góða gommu af nammi í vasann, klikker og hund og fór í göngutúr. Allan göngutúrinn verðlaunaði ég nákvæmlega rétta staðsetninu og ekkert annað, og bara þegar hún "óvart" lenti þar sjálf. Ég lokkaði hana aldrei á réttan stað. Hún var afar fljót að fatta þetta og ég var rosalega hamingjusöm með það í gær.
Svo fórum við í göngutúr í dag, og hún var aftur komin í sitt venjulega horf. Hún reyndar er farin að skilja og kunna "automatic sit" en er of langt frá og ekki á réttum stað. Ég settist niður og fór að ígrunda hvað væri málið, hún gerir allt sem ég bið hana um að gera, en það vantar drive og kraft og orku. Ég hef séð þessa orku, þetta drive og þennan kraft sem mig langar í hjá henni, ég hef séð hann þegar hún smalar hrossum, þ.a. ég veit að þetta er þarna. Ég er bara ekki búin að vera ná því fram eins og ég vill. Semsagt feillinn liggur hjá mér en ekki hundinum. Þannig er það reyndar alltaf, feillinn liggur hjá þjálfaranum, ekki hundinum/hestinum.
Þ.a. eftir góðan göngutúr ákvað ég að testa þessa kenningu mína, stoppaði seinna í göngutúrnum á góðum stað og tók aðra æfingu. Núna tók ég upp boltann og hagaði mér eins og meiri bjáni. Þeir sem þekkja til mín þegar ég þjálfa mína hunda vita að ég haga mér nú alveg nógu mikið eins og bjáni þegar ég þjálfa, þ.a. það hefði alveg verið þess virði fyrir fólk að sjá til mín þarna. En viti menn, Dís umturnaðist svona þetta líka að allt í einu var ég kominn með annan hund. Hún kom með miklu betra drive og svaka orku og kom með "behavior" sem ég gat verðlaunað og verðlaunað og verðlaunað. Snilld !
Ég þarf greinilega að fara að "æfa mig í þjálfun" aðeins, Fluga var svo ótrúlega þægilegur hundur í þjálfun að ég þurfti lítið að ýta undir áhuga hjá henni þegar hún var orðin fullorðin. Ég þarf klárlega að leggja mig meira fram við að þjálfa Dís en ég þurfti til að þjálfa Flugu undir hið síðasta, því þegar ég hugsa til baka þá var ég miklu orkumeiri og fíflaðist mun meira í gamla daga þegar Fluga var ung. Þ.a. núna þarf ég að haga mér meira eins og ég gerði í gamla daga ef ég ætla að ná eins miklu út úr múslunni minni og ég get.
Í gær tók ég góða gommu af nammi í vasann, klikker og hund og fór í göngutúr. Allan göngutúrinn verðlaunaði ég nákvæmlega rétta staðsetninu og ekkert annað, og bara þegar hún "óvart" lenti þar sjálf. Ég lokkaði hana aldrei á réttan stað. Hún var afar fljót að fatta þetta og ég var rosalega hamingjusöm með það í gær.
Svo fórum við í göngutúr í dag, og hún var aftur komin í sitt venjulega horf. Hún reyndar er farin að skilja og kunna "automatic sit" en er of langt frá og ekki á réttum stað. Ég settist niður og fór að ígrunda hvað væri málið, hún gerir allt sem ég bið hana um að gera, en það vantar drive og kraft og orku. Ég hef séð þessa orku, þetta drive og þennan kraft sem mig langar í hjá henni, ég hef séð hann þegar hún smalar hrossum, þ.a. ég veit að þetta er þarna. Ég er bara ekki búin að vera ná því fram eins og ég vill. Semsagt feillinn liggur hjá mér en ekki hundinum. Þannig er það reyndar alltaf, feillinn liggur hjá þjálfaranum, ekki hundinum/hestinum.
Þ.a. eftir góðan göngutúr ákvað ég að testa þessa kenningu mína, stoppaði seinna í göngutúrnum á góðum stað og tók aðra æfingu. Núna tók ég upp boltann og hagaði mér eins og meiri bjáni. Þeir sem þekkja til mín þegar ég þjálfa mína hunda vita að ég haga mér nú alveg nógu mikið eins og bjáni þegar ég þjálfa, þ.a. það hefði alveg verið þess virði fyrir fólk að sjá til mín þarna. En viti menn, Dís umturnaðist svona þetta líka að allt í einu var ég kominn með annan hund. Hún kom með miklu betra drive og svaka orku og kom með "behavior" sem ég gat verðlaunað og verðlaunað og verðlaunað. Snilld !
Ég þarf greinilega að fara að "æfa mig í þjálfun" aðeins, Fluga var svo ótrúlega þægilegur hundur í þjálfun að ég þurfti lítið að ýta undir áhuga hjá henni þegar hún var orðin fullorðin. Ég þarf klárlega að leggja mig meira fram við að þjálfa Dís en ég þurfti til að þjálfa Flugu undir hið síðasta, því þegar ég hugsa til baka þá var ég miklu orkumeiri og fíflaðist mun meira í gamla daga þegar Fluga var ung. Þ.a. núna þarf ég að haga mér meira eins og ég gerði í gamla daga ef ég ætla að ná eins miklu út úr múslunni minni og ég get.
mánudagur, október 05, 2009
Og þá kom október
Vá hvað mér finnst tíminn líða hratt, sérstaklega í ljósi þess að ég er að fara í tvö próf í lok þessa mánaðar og svo aftur í janúar...
En haustið hefur farið vel með okkur hérna, sérstaklega þar sem við erum komin í stóra íbúð, búin að mála, pússa og hreinsa þá gömlu og skila henni. Nú er bara að bíða og sjá hvað ég fæ til baka af depositinu mínu því þeir eiga það alveg til að gera allann andskotann við íbúðirnar til að þurfa ekki að endurgreiða depositin, fjandans peningaplokk !
Við Dís skelltum okkur á Copenhagen Winner nú í mánuðinum og okkur gekk ansi vel saman hringnum í hringnum í fyrsta skiptið.

Hún endaði sem þriðja besta tík með fínan dóm (sem ég nenni ekki að standa upp og ná í til að pikka hérna inn, skal gera það seinna). En þetta var fyrsta sýningin okkar hérna úti og ekkert leiðinlegt að ganga svona fínt (í hausnum á mér var ég samt að fara að ná titli, en ég bý nú líka á bleiku skýi, alltaf soldið gaman á bleika skýinu mínu!). En við ætlum að rúlla til Herning í nóvember á síðustu sýningu ársins hjá DKK og hitta fullt af skemmtilegu fólki ! Sjáum til hvernig það fer.
En við erum alveg að verða búin að koma okkur fyrir í nýju íbúðinni og VÁ hvað það er mikill munur, ég er komin með matreiðsluæði allt í einu, farin að baka og elda eins og hin besta húsmóðir. Reyndar kemur jólagjöfin frá mömmu núna síðustu jól sér ansi vel sem var stærsta matreiðslubók sem ég hef séð, með yfir 2000 ítölskum uppskriftum. Ég er svona að fletta í gegnum hana þegar ég gef mér tíma í það og ég er bara ekki frá því að hún kenni manni að matreiða ALLT ! Þ.a. núna ætla ég að læra að matreiða ítalskt. Er með nokkur tilraunardýr sem taka vel í þetta plan mitt.
Svo er næst á dagskrá að koma mér í gang í fiminni. Ég bjó mér til einfalt hopp í göngutúrnum okkar Dísar um daginn og er byrjuð að kenna henni Zik/Zak á vel staðsettu tré á túninu og svo enn í grunnþjálfun á öðru.
En jæja, þangað til næst (og við skulum sjá hvort ég afreki meira en eitt blogg í þessum mánuði, ég lofa engu samt... :Þ)
En haustið hefur farið vel með okkur hérna, sérstaklega þar sem við erum komin í stóra íbúð, búin að mála, pússa og hreinsa þá gömlu og skila henni. Nú er bara að bíða og sjá hvað ég fæ til baka af depositinu mínu því þeir eiga það alveg til að gera allann andskotann við íbúðirnar til að þurfa ekki að endurgreiða depositin, fjandans peningaplokk !
Við Dís skelltum okkur á Copenhagen Winner nú í mánuðinum og okkur gekk ansi vel saman hringnum í hringnum í fyrsta skiptið.

Hún endaði sem þriðja besta tík með fínan dóm (sem ég nenni ekki að standa upp og ná í til að pikka hérna inn, skal gera það seinna). En þetta var fyrsta sýningin okkar hérna úti og ekkert leiðinlegt að ganga svona fínt (í hausnum á mér var ég samt að fara að ná titli, en ég bý nú líka á bleiku skýi, alltaf soldið gaman á bleika skýinu mínu!). En við ætlum að rúlla til Herning í nóvember á síðustu sýningu ársins hjá DKK og hitta fullt af skemmtilegu fólki ! Sjáum til hvernig það fer.
En við erum alveg að verða búin að koma okkur fyrir í nýju íbúðinni og VÁ hvað það er mikill munur, ég er komin með matreiðsluæði allt í einu, farin að baka og elda eins og hin besta húsmóðir. Reyndar kemur jólagjöfin frá mömmu núna síðustu jól sér ansi vel sem var stærsta matreiðslubók sem ég hef séð, með yfir 2000 ítölskum uppskriftum. Ég er svona að fletta í gegnum hana þegar ég gef mér tíma í það og ég er bara ekki frá því að hún kenni manni að matreiða ALLT ! Þ.a. núna ætla ég að læra að matreiða ítalskt. Er með nokkur tilraunardýr sem taka vel í þetta plan mitt.
Svo er næst á dagskrá að koma mér í gang í fiminni. Ég bjó mér til einfalt hopp í göngutúrnum okkar Dísar um daginn og er byrjuð að kenna henni Zik/Zak á vel staðsettu tré á túninu og svo enn í grunnþjálfun á öðru.
En jæja, þangað til næst (og við skulum sjá hvort ég afreki meira en eitt blogg í þessum mánuði, ég lofa engu samt... :Þ)
fimmtudagur, september 10, 2009
Mig vantar hundafimitæki núna !
Þjálfunarandinn er algjörlega kominn yfir mig, og ég er að rótast í að finna mér agility klúbb og svona á svæðinu. Það er einn hérna ekki mjög langt frá mér, en ef ég skil síðuna hjá þeim rétt þá get ég ekki byrjað með "grænann" hund fyrr en í apríl, og fyrir mig er það bara allt of langt þangað til !!!
Við Dís erum samt aðeins að grautast í því að læra nýja hluti, við erum búnar að taka fram sýningarólina og erum að undirbúa okkur undir Kobenhagen Winner sem er eftir eina og hálfa viku, það verður spennandi. Í fyrsta skiptið í langan langan tíma sem ég sýni minn eigin hund !!
Svo erum við að leggja grunn að ýmsum hlýðniæfingum, erum að vinna í hæl, stoppa á göngu, kontakt. En ég er samt að rekast á allt aðra veggi við þjálfun á henni en á Flugu og Sófusi. Kanski er það hitinn hérna úti sem er að spila inn í en hún er mikið fljótari að verða þreytt en t.d. Fluga er. Þetta lagast kanski þegar við erum komin í stærri íbúð og ég get farið að bæta við svona smá trix kennslu innan dyra líka.
En allavegana, smá svona yfirlit, meira bara fyrir mig en fyrir ykkur :
* Hælganga - erum að vinna í réttri staðsetningu, er komin með hugmynd um það hvernig ég bæti hana. Hún er treg að setjast og vill frekar standa, en það er miklu betra þegar við erum með nammi en ekki dót. Innkoma á hæl er hæg og við þurfum að bæta hraðann.
* Stopp - lærði það hrikalega hratt, miklu hraðar en ég átti von á. Er að útfæra það á tvo vegu, annars vegar sem grunn að stopp á göngu, og hins vegar sem grunn að annari æfingu sem er á hæsta level í keppnis hlýðni (innkall með stopp, sitt, og ligg á leiðinni)
* upp á - fara með framfætur upp á hluti, grunnur að trikki sem heitir fíllinn (elephant), þetta var hún búin að læra sem hvolpur, en þetta er þarna enn meira en ári seinna. Ég er að bæta við snúningnum, líka til að kenna henni að hún er með afturfætur sem er hægt að nota og búa til góðan "body awareness"
* hraði - næsta verk mitt er að bæta við responce hraða í stöðu ques, s.s. standa, sitja og liggja. Ætla að gera æfingarnar mjög einfaldar og bara verðlauna hraða. Núna horfir hún á mig eins og hún sé að spyrja "í alvörunni, viltu í alvörunni að ég leggist... ertu ekki að djóka, ég er alveg viss um að þegar þú baðst um þetta síðast varstu bara að djóka". Sit er reyndar orðið miklu betra hjá henni eftir hælæfingar, en ligg þarf að lagast og hún þarf að læra að fara í standa úr sit og ligg.
Þetta er s.s. planið hjá mér í bili. Já og svo að finna mér klúbb, er komin með bunch af síðum sem ég ætla að kíkja á, fann ræktanda að border collie og íslenskum fjárhundi sem titlar hundana sína í hlýðni og fimi og býr hérna rétt hjá mér (ætla að hafa samband við og sjá hvort hún geti bent mér á eitthvað sniðugt á svæðinu) og fleira skemmtilegt.
Annað sem hefur gerst síðan síðast...
Valdi er kominn út, ásamt öllu dótinu okkar, það er allt hérna inn í litlu íbúðinni, í kössum og meðfram veggjum og við bíðum spennt eftir því að fá leyfi til að fara inn í nýju íbúðina, en það er víst enn verið að vinna í henni. Hún verður þá klárlega extra fín þegar við komumst inn, er reyndar verið að setja nýjar skápahurðar þar inni sem er fínt því ég get ekki alveg sagt að þær sem eru núna séu eitthvað sérstaklega fallegar sko. Við getum allavegana með sanni sagt að íbúðin er svakalega troðin !
Svo er skólinn auðvitað byrjaður, ég komin á fullu í lesturinn og lít varla upp úr bókunum nema til að fara út með hundinn að leika. Ég pantaði mér svo anatomiubiblíuna um daginn af netinu, og er enn að bíða eftir því að hún komi hingað heim. Finnst hún reyndar taka soldið langan tíma, en hún er fokk stór og fokk þung og inniheldur ALLT !! Með því að kaupa hana af amazon er ég líklega að spara mér hátt í 800 DKK sem er sko vel þegið því hún er svakalega dýr !!! Allt í allt kostar hún 2500 DKK út í skólabókabúð, sem fer yfir 60 þúsund íslenskar. SEXTÍU ÞÚSUND fyrir bók ! En mér er sagt að þetta sér bara að byrja í bókakostnaði ... fjör !
En það er ýmislegt á prjónunum, þ.a. fylgist með ;)
Við Dís erum samt aðeins að grautast í því að læra nýja hluti, við erum búnar að taka fram sýningarólina og erum að undirbúa okkur undir Kobenhagen Winner sem er eftir eina og hálfa viku, það verður spennandi. Í fyrsta skiptið í langan langan tíma sem ég sýni minn eigin hund !!
Svo erum við að leggja grunn að ýmsum hlýðniæfingum, erum að vinna í hæl, stoppa á göngu, kontakt. En ég er samt að rekast á allt aðra veggi við þjálfun á henni en á Flugu og Sófusi. Kanski er það hitinn hérna úti sem er að spila inn í en hún er mikið fljótari að verða þreytt en t.d. Fluga er. Þetta lagast kanski þegar við erum komin í stærri íbúð og ég get farið að bæta við svona smá trix kennslu innan dyra líka.
En allavegana, smá svona yfirlit, meira bara fyrir mig en fyrir ykkur :
* Hælganga - erum að vinna í réttri staðsetningu, er komin með hugmynd um það hvernig ég bæti hana. Hún er treg að setjast og vill frekar standa, en það er miklu betra þegar við erum með nammi en ekki dót. Innkoma á hæl er hæg og við þurfum að bæta hraðann.
* Stopp - lærði það hrikalega hratt, miklu hraðar en ég átti von á. Er að útfæra það á tvo vegu, annars vegar sem grunn að stopp á göngu, og hins vegar sem grunn að annari æfingu sem er á hæsta level í keppnis hlýðni (innkall með stopp, sitt, og ligg á leiðinni)
* upp á - fara með framfætur upp á hluti, grunnur að trikki sem heitir fíllinn (elephant), þetta var hún búin að læra sem hvolpur, en þetta er þarna enn meira en ári seinna. Ég er að bæta við snúningnum, líka til að kenna henni að hún er með afturfætur sem er hægt að nota og búa til góðan "body awareness"
* hraði - næsta verk mitt er að bæta við responce hraða í stöðu ques, s.s. standa, sitja og liggja. Ætla að gera æfingarnar mjög einfaldar og bara verðlauna hraða. Núna horfir hún á mig eins og hún sé að spyrja "í alvörunni, viltu í alvörunni að ég leggist... ertu ekki að djóka, ég er alveg viss um að þegar þú baðst um þetta síðast varstu bara að djóka". Sit er reyndar orðið miklu betra hjá henni eftir hælæfingar, en ligg þarf að lagast og hún þarf að læra að fara í standa úr sit og ligg.
Þetta er s.s. planið hjá mér í bili. Já og svo að finna mér klúbb, er komin með bunch af síðum sem ég ætla að kíkja á, fann ræktanda að border collie og íslenskum fjárhundi sem titlar hundana sína í hlýðni og fimi og býr hérna rétt hjá mér (ætla að hafa samband við og sjá hvort hún geti bent mér á eitthvað sniðugt á svæðinu) og fleira skemmtilegt.
Annað sem hefur gerst síðan síðast...
Valdi er kominn út, ásamt öllu dótinu okkar, það er allt hérna inn í litlu íbúðinni, í kössum og meðfram veggjum og við bíðum spennt eftir því að fá leyfi til að fara inn í nýju íbúðina, en það er víst enn verið að vinna í henni. Hún verður þá klárlega extra fín þegar við komumst inn, er reyndar verið að setja nýjar skápahurðar þar inni sem er fínt því ég get ekki alveg sagt að þær sem eru núna séu eitthvað sérstaklega fallegar sko. Við getum allavegana með sanni sagt að íbúðin er svakalega troðin !
Svo er skólinn auðvitað byrjaður, ég komin á fullu í lesturinn og lít varla upp úr bókunum nema til að fara út með hundinn að leika. Ég pantaði mér svo anatomiubiblíuna um daginn af netinu, og er enn að bíða eftir því að hún komi hingað heim. Finnst hún reyndar taka soldið langan tíma, en hún er fokk stór og fokk þung og inniheldur ALLT !! Með því að kaupa hana af amazon er ég líklega að spara mér hátt í 800 DKK sem er sko vel þegið því hún er svakalega dýr !!! Allt í allt kostar hún 2500 DKK út í skólabókabúð, sem fer yfir 60 þúsund íslenskar. SEXTÍU ÞÚSUND fyrir bók ! En mér er sagt að þetta sér bara að byrja í bókakostnaði ... fjör !
En það er ýmislegt á prjónunum, þ.a. fylgist með ;)
sunnudagur, ágúst 30, 2009
Long time no see
Vegna nánast algers skorts á bloggþörf í nánast allt sumar, þá held ég að það sé kominn tími til að bæta úr því. Svona eins og þið getið gert ykkur í hugarlund gerðist ótrúlega margt í sumar, og hérna er yfirlit yfir helstu atburði:
* Ég vann og vann og vann af mér rassgatið !
* Eyddi fullt af tíma með vinum og vandamönnum !
* Á von á folaldi undan Óm frá Kvistum, krossa fingur upp á að fá meri
* Kláraði meistaratitla á tvo af "mínum" hundum, þær ISShCH African Sauda og ISShCH Ægishjálms Galdra Þrá
* Sýndi Dís ekki í sumar
* Fékk "lítinn" dana í heimsókn og túrhestaðist með hann um landið
* Keypti mér línuskauta, datt á þeim seinna um daginn, braut á mér olnbogann (eða það vilja sumir læknarnir meina), fór á slysó fjórum dögum seinna og fékk gifs, sem á endanum varð svona þetta líka fallega bleikt !
* Fór í eina almennilega göngu, með Kollu, þegar við gengum á Glym (ganga íþróttadeildarinnar yfir Fimmvörðuhálsinn féll niður vegna ógeðslegs veðurs)
* Kláraði sprautu og undirbúnings pakkann fyrir Dís fyrir útflutning, og tók hana með til Danmerkur þar sem hún er núna orðinn formlega baunalands hundur
Ef ég er að gleyma einhverju, þá endilega bendið mér á það !
Annars er þjálfunarbootcampið hjá Dís alveg að hefjast, sumarið sem átti allt að fara í hundafimi/hlýðni/spora/allskonar þjálfun, fór einungis í hesthúsa og smalaþjálfun. Við komum allar saman svo þreyttar heim eftir hvern dag og engin okkar hafði orku til að djöflast eitthvað meira. Annars erum við Dís að bæta upp fyrir þetta núna, erum mikið duglegar að leika okkur og æfa, svo er bara málið að finna sér agility klúbb og svona :)
En skólinn byrjar aftur hjá mér á morgun, mér finnst það frekar spes tilhugsun, því mér finnst sumarfríið hreinlega hafa verið allt of stutt. Það var reyndar eintóm snilld, en allt of stutt engu að síður.
Fyrir áhugasama þá eru fullt af myndum af sumrinu á galleríinu, svona ef ykkur langar að kíkja. Annars ætla ég að fara og ná mér í mat núna, sé ykkur seinna :P
P.S. Since I've had this question more than once now, if im going to blog in english, I promise you im contemplating it :P
* Ég vann og vann og vann af mér rassgatið !
* Eyddi fullt af tíma með vinum og vandamönnum !
* Á von á folaldi undan Óm frá Kvistum, krossa fingur upp á að fá meri
* Kláraði meistaratitla á tvo af "mínum" hundum, þær ISShCH African Sauda og ISShCH Ægishjálms Galdra Þrá
* Sýndi Dís ekki í sumar
* Fékk "lítinn" dana í heimsókn og túrhestaðist með hann um landið
* Keypti mér línuskauta, datt á þeim seinna um daginn, braut á mér olnbogann (eða það vilja sumir læknarnir meina), fór á slysó fjórum dögum seinna og fékk gifs, sem á endanum varð svona þetta líka fallega bleikt !
* Fór í eina almennilega göngu, með Kollu, þegar við gengum á Glym (ganga íþróttadeildarinnar yfir Fimmvörðuhálsinn féll niður vegna ógeðslegs veðurs)
* Kláraði sprautu og undirbúnings pakkann fyrir Dís fyrir útflutning, og tók hana með til Danmerkur þar sem hún er núna orðinn formlega baunalands hundur
Ef ég er að gleyma einhverju, þá endilega bendið mér á það !
Annars er þjálfunarbootcampið hjá Dís alveg að hefjast, sumarið sem átti allt að fara í hundafimi/hlýðni/spora/allskonar þjálfun, fór einungis í hesthúsa og smalaþjálfun. Við komum allar saman svo þreyttar heim eftir hvern dag og engin okkar hafði orku til að djöflast eitthvað meira. Annars erum við Dís að bæta upp fyrir þetta núna, erum mikið duglegar að leika okkur og æfa, svo er bara málið að finna sér agility klúbb og svona :)
En skólinn byrjar aftur hjá mér á morgun, mér finnst það frekar spes tilhugsun, því mér finnst sumarfríið hreinlega hafa verið allt of stutt. Það var reyndar eintóm snilld, en allt of stutt engu að síður.
Fyrir áhugasama þá eru fullt af myndum af sumrinu á galleríinu, svona ef ykkur langar að kíkja. Annars ætla ég að fara og ná mér í mat núna, sé ykkur seinna :P
P.S. Since I've had this question more than once now, if im going to blog in english, I promise you im contemplating it :P
laugardagur, ágúst 01, 2009
Ég nenni ekki að blogga
Þ.a. ef þú ert eitthvað að bíða eftir því að andinn grípi mig, þá verðuru að bíða eitthvað lengur. Ekki það að eitt blogg á heilum mánuði er nú soldið sorglegt, ég veit það, en ég er bara pínu mikið busy. Sé til hvort bloggorka komi yfir mig yfir helgina.
sunnudagur, júlí 19, 2009
Ég er búin að vera í reiðbuxunum síðan ég kom heim
Og ég kann því VEL !
Dagarnir hafa flestir verið með svipuðu móti, mæti eldsnemma í vinnuna, vinn fram á kvöld með skvísurnar mínar með mér, kem heim borða og sef. Ég man ekki hvenær ég fór síðast í venjulegar buxur, eða hafði mig til og gerði mig sæta. En ég er samt sátt, ótrúlega sátt.
Það sem á daga mína hefur drifið undanfarið er m.a. ótrúlega skemtileg hestaferð okkar Albertslunds skvísanna í för með góðum hóp af Hruna-krökkum og nærsveitungum. Ferðin tók allt í allt fjóra daga, og aðeins á kunnulegum slóðum fyrir mig frá gömlum Gullna Hrings dögum hérna í denn. Í ferðinni rifjaðist reyndar upp fyrir mér hversu lofthrædd ég er því vá hvað mér leið illa þegar ég reið meðfram Laxárgljúfrunum, þau eru aðeins of há og hrikaleg ! Myndir úr ferðinni er að finna hér

Annars er ég ekkert að drepast úr orku, þ.a. ég bæti við fleiri fréttum seinna meir :)
Dagarnir hafa flestir verið með svipuðu móti, mæti eldsnemma í vinnuna, vinn fram á kvöld með skvísurnar mínar með mér, kem heim borða og sef. Ég man ekki hvenær ég fór síðast í venjulegar buxur, eða hafði mig til og gerði mig sæta. En ég er samt sátt, ótrúlega sátt.
Það sem á daga mína hefur drifið undanfarið er m.a. ótrúlega skemtileg hestaferð okkar Albertslunds skvísanna í för með góðum hóp af Hruna-krökkum og nærsveitungum. Ferðin tók allt í allt fjóra daga, og aðeins á kunnulegum slóðum fyrir mig frá gömlum Gullna Hrings dögum hérna í denn. Í ferðinni rifjaðist reyndar upp fyrir mér hversu lofthrædd ég er því vá hvað mér leið illa þegar ég reið meðfram Laxárgljúfrunum, þau eru aðeins of há og hrikaleg ! Myndir úr ferðinni er að finna hér
Leiðarlýsing í stuttu máli var eftirfarandi : Reykjadalur (heima hjá Guðríði) - Jaðar, Jaðar - Svínárnes, (hérna tvöfaldaðist hópurinn) Svínárnes - Helgaskáli, Helgaskáli - Reykjadalur !
En það hefur verið nóg að gera í hestunum, Artemis fæddi folaldið sitt um daginn, undan Aris frá Akureyri, fengum jarpan hest, fallegan og vel bygðan og verður gaman að fylgjast með honum þroskast. Artemis er svo komin undir hest aftur, og í þetta skiptið varð Gaumur frá Auðsholtshjáleigu fyrir valinu. Reyndar ansi miklar líkur á því að það komi aftur jarpt en það er sko ekki verra !
Annars ætlar Þrá Þorra mamma að skjótast undir hest í sumar aftur og hefur væntanlegur biðill verið valinn ! Meira um það síðar. Þ.a. við hjónakornin eigum von á tveimur folöldum næsta sumar, nóg að gera í þessum ræktunarpælingum okkar :)
Ég reyndar upplifði soldið spes um daginn í fyrsta skiptið. Þegar við Valdi fórum að smala mýrina á Álfhólum til að ná í Artemis, þá var ein af uppáhalds merum Söru NÝ köstuð ! Þar kom einnig jarpur hestur sem er albróðir graddans hennar, Dimmis frá Álfhólum.
En hérna eru nokkrar vel valdar af Artemis og nýja folaldinu hennar :)
En það hefur verið nóg að gera í hestunum, Artemis fæddi folaldið sitt um daginn, undan Aris frá Akureyri, fengum jarpan hest, fallegan og vel bygðan og verður gaman að fylgjast með honum þroskast. Artemis er svo komin undir hest aftur, og í þetta skiptið varð Gaumur frá Auðsholtshjáleigu fyrir valinu. Reyndar ansi miklar líkur á því að það komi aftur jarpt en það er sko ekki verra !
Annars ætlar Þrá Þorra mamma að skjótast undir hest í sumar aftur og hefur væntanlegur biðill verið valinn ! Meira um það síðar. Þ.a. við hjónakornin eigum von á tveimur folöldum næsta sumar, nóg að gera í þessum ræktunarpælingum okkar :)
Ég reyndar upplifði soldið spes um daginn í fyrsta skiptið. Þegar við Valdi fórum að smala mýrina á Álfhólum til að ná í Artemis, þá var ein af uppáhalds merum Söru NÝ köstuð ! Þar kom einnig jarpur hestur sem er albróðir graddans hennar, Dimmis frá Álfhólum.
En hérna eru nokkrar vel valdar af Artemis og nýja folaldinu hennar :)
Annars er ég ekkert að drepast úr orku, þ.a. ég bæti við fleiri fréttum seinna meir :)
miðvikudagur, júní 24, 2009
miðvikudagur, maí 27, 2009
Ég elska tækni
Sjáiði fína dótið mitt. Þar sem að gamla fartölvan mín dó í upphafi mánaðarins, megi hún hvíla í friði, þá fékk hún krufningu og svo fallega útför á klakanum. En eftir krufninguna náðist mikilvægur hlutur hennar út, sem reyndist ekki vera eins dauður og búist hafði verið við. Honum var skellt í boxið hérna á myndinni og fékk boxið flugferð aftur út til baunalandsins.
Ég er endalaust hamingjusöm með að harði diskurinn dó ekki, þar sem að ég var með allar mínar glósur og skóladót (nú ásamt myndum og tónlist og allskonar fíneríi) alveg án þess að hafa haft rænu á því að skella því inn á flakkarann minn (veit betur núna og núna á ég afrit af öllu mikilvægu á hinum ýmsustu stöðum híhí). En það sem ég var mest hissa á var hversu svakalega lítin tíma það tók fyrir pakkann minn að komast til mín. Valdi skellti honum í flug í lok dags á föstudaginn, og hann var kominn í mínar hendur um miðjan dag á mánudeginum. Er enn svo hissa á því að danir skuli í alvörunni hafa unnið um helgi.
Annars er sumarið klárlega komið í baunalandinu með viðeigandi þrumum og eldingum. Ég hef ekki áður upplifað þrumuveður sem lýsir upp allan himininn og herbergið þrátt fyrir að allar gardínur séu kyrfilega niðri til að halda birtunni úti. Regnið og þrumurnar einar og sér voru samt alveg nóg til að vekja mann og sjá til þess að lítið var sofið þessa nóttina, alveg sama hvern maður spurði.
En það er orðið ótrúlega stutt þangað til að Sól fer á klakann, ekki nemar tæpar tvær vikur... Það sem tíminn líður hratt er bara ótrúlegt. Eftir tvær vikur verð ég ekki lengur með lítinn hvítann "páfagauk" á öxlinni á meðan ég skottast á netinu, ekkert kríli til að henda dóti í kjöltuna á mér í tíma og ótíma og enginn til að rölta með mér í skóginum. En til að líta á björtu hliðarnar þá verður líka orðið ansi stutt í að ég komi heim.
En það þýðir líka að ég verð búin með fyrsta árið í dýralækninum, og ekki nema fimm ár eftir... sheize
Annars eyði ég orðið kanski ótæpilegum tíma í dagdrauma um sumarið á klakanum. Hlakka ótrúlega til og margt á prjónunum. Verð í sumar hjá Íshestum að hestast fyrir allan peninginn, hlakka rosalega til að eyða sumrinu úti og með hrossum (aðeins að bæta fyrir skortinn á hrossum eftir veturinn). Svo eru bústaðarferðir, göngur, hundaþjálfun, sýningar og allskonar skemmtilegheit á prjónunum. Ærin ástæða fyrir dagdraumum mínum :)
mánudagur, maí 18, 2009
Ofurhundurinn
Sól kom mér hressilega á óvart í dag, ég hef sjaldan verið svona ánægð að vera með myndavélina með mér í göngutúr eins og núna !
Skellti mér s.s. í okkar daglega göngutúr þegar ég kom heim í dag og ákvað að hafa myndavélina með í för þar sem veðrið var æðislegt. Við trítlum okkur um skógjinn og tókum myndir hér og þar enda Sól afar myndarleg :)

Sæti sæti skógurinn minn

Sæti sæti hundurinn :)


Sjáiði ekki fyrir ykkur mig og Valda á hestbaki hérna í skóginum :)

Og svona búa íslenskir hestar í Danmörku, úti allt árið

Sól að skoða aðstöðu hestanna, hún er þarna á myndinni, alveg satt :P

Svalaði hestaþorstanum mínum aðeins *mmmmmm*

Reiðvegurinn í skóginum, einhvern daginn á ég eftir að þjóta á hestbaki eftir þessum vegi !

Furðulegi tréleikvöllurinn í skóginum :)


Og fleiri hestar, reyndar ekki íslenskur í þetta skiptið, en hey, ég geri ekki upp á milli þeirra :P
Þegar hér er komið við sögu, hafði göngutúrinn verið afar hefðbundinn og venjulegur og ekkert óvenjulegt komið upp á....
Þangað til Sól sá endurnar á tjörninni, sem einhverra hluta vegna fönguðu áhuga hennar svona svakalega að hún þaut á eftir þeim, út í tjörnina og alveg þangað til hún var orðin of djúp (fyrir svona litlar lappir gerist það reyndar mjög hratt) og þá var hún allt í einu komin á sund. Það var lítil hjálp í mér þar sem ég hló svo mikið en ég náði samt að festa þetta á filmu (eða ætti maður kanski að segja á mynddisk... spurning). Sem betur fer snéri hún strax við enda ekki alveg vön því að skella sér til sunds, og mér einnig til mikillar gleði því annars hefði ég þurft að fara útí á eftir henni híhí.

Sönnunin fyrir því að Sól fór út í tjörnina, hún elti endurnar þangað til hún var allt í einu farin að synda híhí



Blauti litli hundur híhí
Það var ekki mikil hjálp í mér, ég hló svo mikið þegar hún plopsaði allt í einu þegar hún var komin og langt útí að ég náði varla að taka mynd af henni... Ég hef sjaldan verið svona fegin að ég hafi verið með myndavélina með mér :P
Annars er helst í fréttum að ástkæra gamla fartölvan mín dó í síðustu viku ! Algjörlega án viðvörunar. Ég fór bara í göngutúr með Sól og Kobba, kom heim og hún startaði sér ekki. Ekki sniðugt. Þ.a. ég þurfti að hlaupa til og kaupa nýja tölvu, þar sem að ég hef klárlega séð að ég lifi ekki tölvulaus. Þannig að núna á ég þessa fínu litlu öflugu og sætu HP Pavilion fartölvu. Megi hún lengi lifa !
Skellti mér s.s. í okkar daglega göngutúr þegar ég kom heim í dag og ákvað að hafa myndavélina með í för þar sem veðrið var æðislegt. Við trítlum okkur um skógjinn og tókum myndir hér og þar enda Sól afar myndarleg :)
Sæti sæti skógurinn minn
Sæti sæti hundurinn :)
Sjáiði ekki fyrir ykkur mig og Valda á hestbaki hérna í skóginum :)
Og svona búa íslenskir hestar í Danmörku, úti allt árið
Sól að skoða aðstöðu hestanna, hún er þarna á myndinni, alveg satt :P
Svalaði hestaþorstanum mínum aðeins *mmmmmm*
Reiðvegurinn í skóginum, einhvern daginn á ég eftir að þjóta á hestbaki eftir þessum vegi !
Furðulegi tréleikvöllurinn í skóginum :)
Og fleiri hestar, reyndar ekki íslenskur í þetta skiptið, en hey, ég geri ekki upp á milli þeirra :P
Þegar hér er komið við sögu, hafði göngutúrinn verið afar hefðbundinn og venjulegur og ekkert óvenjulegt komið upp á....
Þangað til Sól sá endurnar á tjörninni, sem einhverra hluta vegna fönguðu áhuga hennar svona svakalega að hún þaut á eftir þeim, út í tjörnina og alveg þangað til hún var orðin of djúp (fyrir svona litlar lappir gerist það reyndar mjög hratt) og þá var hún allt í einu komin á sund. Það var lítil hjálp í mér þar sem ég hló svo mikið en ég náði samt að festa þetta á filmu (eða ætti maður kanski að segja á mynddisk... spurning). Sem betur fer snéri hún strax við enda ekki alveg vön því að skella sér til sunds, og mér einnig til mikillar gleði því annars hefði ég þurft að fara útí á eftir henni híhí.
Sönnunin fyrir því að Sól fór út í tjörnina, hún elti endurnar þangað til hún var allt í einu farin að synda híhí
Blauti litli hundur híhí
Það var ekki mikil hjálp í mér, ég hló svo mikið þegar hún plopsaði allt í einu þegar hún var komin og langt útí að ég náði varla að taka mynd af henni... Ég hef sjaldan verið svona fegin að ég hafi verið með myndavélina með mér :P
Annars er helst í fréttum að ástkæra gamla fartölvan mín dó í síðustu viku ! Algjörlega án viðvörunar. Ég fór bara í göngutúr með Sól og Kobba, kom heim og hún startaði sér ekki. Ekki sniðugt. Þ.a. ég þurfti að hlaupa til og kaupa nýja tölvu, þar sem að ég hef klárlega séð að ég lifi ekki tölvulaus. Þannig að núna á ég þessa fínu litlu öflugu og sætu HP Pavilion fartölvu. Megi hún lengi lifa !
laugardagur, maí 16, 2009
Ég er algjörlega ORÐLAUS !!!
Svona á bara ekki að passa saman, á bara ekki að geta farið saman í einum einstakling ! Að lýsa þessu eins og hundi sem mjálmar, passar eiginlega bara ágætlega, eða hvað fynnst ykkur ...
fimmtudagur, maí 14, 2009
Ég held að Noregur vinni Eurovision í ár
Ég verð að vera sammála Hrefnu ! Bráðn.......
sunnudagur, maí 10, 2009
Ég lýsi hér formlega eftir röddinni minni
Ef þið hafið rekist á hana, endilega sendið hana heim á leið. Grunur leikur á að hún hafi stungið af heim til Íslands, enda var hún mikið búin að röfla yfir heimþrá. Verðlaunum heitið ef þið komið henni aftur heim á leið, hennar er mikið saknað !
Núna er ég farin aftur í náttföt og upp í rúm og bíð þess að hún komi til baka...
Núna er ég farin aftur í náttföt og upp í rúm og bíð þess að hún komi til baka...
föstudagur, maí 08, 2009
Sniglarnir eru komnir
Já, helvítis sniglarnir eru víst komnir aftur. Það er fátt eins ógeðslegt eins og að ganga um í sakleysi sínu, horfandi á stjörnurnar í að kvöldi til, og stíga á stórann og stæðilegan snigill. Með kuðungi og öllu. Ógleðistilfinningin sem hleypur upp og niður hrigginn á mér þegar ég stíg á eitt svona kvikindi.... ojjjj
*hljóp fram á klósett til að kúgast*
En það er ekki bara allt ógeslegt í baunalandinu, veðrið er búið að vera geðveikt, hreinlega geðveikt. Þangað til í þessari viku. Þá bara allt í einu kom kuldaboli, algjörlega óvænt. En það er svosem allt í lagi, maður getur alveg fengið of mikið af því góða og þegar maður er í stanslausri sól og góðu veðri, þá gerist alveg það sama og heima, maður endar á því að eyða allt of litlum tíma inni og allt of miklum tíma úti að njóta góða veðursins.
En já, um síðustu helgi lögðum við Sól land undir fót, hoppuðum upp í lest og kíktum til Ålaborgar. Planið fór reyndar ekki alveg eins og það átti að fara en það fór samt allt eins og best verður á kosið. Við kíktum á Eddu og Ívar ásamt börnum og buru og áttum yndislegar stundir. Sól fékk "crash course" í að hitta börn, og er vægast sagt hægt að segja að hún sé útskrifuð í "treystandi með börnum".
Við skelltum okkur náttúrulega á sýningu, sem var jú ástæða ferðarinnar. Sól stóð sig stórvel í fyrsta skiptinu sínu í hringnum, fékk rosalega góðan dóm, en endaði svo í 3. sæti. Sól eignaðist nýja vinkonu í írsku úlfhundstíkinni henni Kötlu og sannaði enn og aftur að hennar bestu vinir eru stórir hundar, því stærri því betra. Allavegana svona þegar hún er búin að ná að kynnast þeim.
Ég tók nú eitthvað af myndum, en því miður er eitthvað af þeim skemmdar, sé hvort ég nái að skella þeim inn ef ég næ að laga þær.
En hérna er allavegana eitthvað, svona af því að þetta er jú ég.

Sól ferðbúinn, búin að pakka

Sýningarhöllin, innandyra svæðið allavegana


Sól á borðinu, dómarinn gaf henni rosalega góðan dóm og "mjög lofandi"


Sól að skoða systur sýna Gabriellu, sem varð besti hvolpurinn

Ekki alveg rétta sjónarhornið, en hey, betra en ekkert :)


Kíktum í miðbæinn með Lindu og félögum

Göngugata Ålaborgar

En ég ætla að fara að koma mér til Guðríðar, ætlum að snæða saman. Soldið tómlegt hjá henni fyrst Íla er farin heim, og Sól saknar hennar alveg pínu enda sú eina sem nennti að leika við hana non stop.
Já og fyrir þá sem lesa þetta og hafa sín eigin blogg, sem þeir eru ekki að sinna.... SKAMM ! Mig langar alveg líka að lesa fréttir af klakanum :P
*hljóp fram á klósett til að kúgast*
En það er ekki bara allt ógeslegt í baunalandinu, veðrið er búið að vera geðveikt, hreinlega geðveikt. Þangað til í þessari viku. Þá bara allt í einu kom kuldaboli, algjörlega óvænt. En það er svosem allt í lagi, maður getur alveg fengið of mikið af því góða og þegar maður er í stanslausri sól og góðu veðri, þá gerist alveg það sama og heima, maður endar á því að eyða allt of litlum tíma inni og allt of miklum tíma úti að njóta góða veðursins.
En já, um síðustu helgi lögðum við Sól land undir fót, hoppuðum upp í lest og kíktum til Ålaborgar. Planið fór reyndar ekki alveg eins og það átti að fara en það fór samt allt eins og best verður á kosið. Við kíktum á Eddu og Ívar ásamt börnum og buru og áttum yndislegar stundir. Sól fékk "crash course" í að hitta börn, og er vægast sagt hægt að segja að hún sé útskrifuð í "treystandi með börnum".
Við skelltum okkur náttúrulega á sýningu, sem var jú ástæða ferðarinnar. Sól stóð sig stórvel í fyrsta skiptinu sínu í hringnum, fékk rosalega góðan dóm, en endaði svo í 3. sæti. Sól eignaðist nýja vinkonu í írsku úlfhundstíkinni henni Kötlu og sannaði enn og aftur að hennar bestu vinir eru stórir hundar, því stærri því betra. Allavegana svona þegar hún er búin að ná að kynnast þeim.
Ég tók nú eitthvað af myndum, en því miður er eitthvað af þeim skemmdar, sé hvort ég nái að skella þeim inn ef ég næ að laga þær.
En hérna er allavegana eitthvað, svona af því að þetta er jú ég.
Sól ferðbúinn, búin að pakka
Sýningarhöllin, innandyra svæðið allavegana
Sól á borðinu, dómarinn gaf henni rosalega góðan dóm og "mjög lofandi"
Sól að skoða systur sýna Gabriellu, sem varð besti hvolpurinn
Ekki alveg rétta sjónarhornið, en hey, betra en ekkert :)
Kíktum í miðbæinn með Lindu og félögum
Göngugata Ålaborgar
En ég ætla að fara að koma mér til Guðríðar, ætlum að snæða saman. Soldið tómlegt hjá henni fyrst Íla er farin heim, og Sól saknar hennar alveg pínu enda sú eina sem nennti að leika við hana non stop.
Já og fyrir þá sem lesa þetta og hafa sín eigin blogg, sem þeir eru ekki að sinna.... SKAMM ! Mig langar alveg líka að lesa fréttir af klakanum :P
sunnudagur, apríl 26, 2009
Já fínt já sæll !!
Eigum við eitthvað að ræða veðrið hérna ! Ég fór út að skokka áðan og gerði þau drastísku mistök að fara alveg svartklædd, og ég kafnaði næstum því á leiðinni. Það er klárlega enginn smá munur á loftslagi hérna í baunalandinu og heima. Sól trítlaði með mér móð og másandi og var fljót að stökkva á vatnsdallinn þegar við komum heim, svo heitt var úti, og algjört logn og ekki ský á himni. Ég held allavegana að maður geti ekki mikið kvartað yfir verunni hérna og þetta á bara eftir að batna.
Annars er heimþráin aðeins farin að kikka inn, og ég hef sagt það áður, að það eru furðulegustu hlutir sem ég sakna. Ég var t.d. að horfa á Top Gear í sjónvarpinu, þar sem þeir félagar voru að reynsluaka tveggjasæta sportbílum á söndum og malarvegum og hlykkjóttum malbikuðum vegum hér og þar á klakanum, og ég sver það að það kikkaði inn smá heimþrá. Ég sakna þess að keyra á þessum vegum sjálf, ég sakna þess að hafa útsýni og ekki bara stanslaus tré og tré og tré alls staðar ! Já, komið á listann yfir það sem ég sakna að heima er s.s. bíllinn minn. Það sem þetta tæki veitir manni einhvern veginn mikið frelsi, það er bara ótrúlegt. Ekki það að ég veit ekkert hvort við eigum eftir að taka hann út eða ekki, það kemur bara í ljós, því það er sko ekki ódýrt að reka einkabíl hérna í baunalandinu, því dananum finnst það ótrúlega skemmtilegt að hafa vit fyrir fólki með því að gera hluti sem eru óhollir fyrir umhverfið (s.s. rekstur einkabíla) dýra og gera hluti sem eru góðir fyrir umhverfið (s.s. að fara með allar flöskur í endurvinnslu) ábótasama.
Ein af ástæðunum fyrir því að mig er farið að lengja í bílinn minn núna er sú að ég er að fara með litlu músina til Ålaborgar um næstu helgi á sýningu, og lestarferðin þangað tekur næstum því 5 tíma. Ég er lengur að taka lest til Ålaborgar en ég er að fljúga heim. Þetta er mjög spennandi en ég veit bara ekkert hvað ég á að gera af mér svona lengi í lest. Þær eru reyndar svo tæknivæddar hérna úti að það er internet samband í þeim og rafmagnstengi þ.a. ég ætti að geta verið í netsambandi á leiðinni og jafnvel náð að læra. Annars erum við Sól að reyna að vera duglegar að æfa okkur fyrir sýninguna, skoða tennur og standa upp á borði og ganga í taum, sem er það sem hún er best í í augnablikinu. Hitt er allt að koma og verður örugglega orðið flott fyrir næstu helgi, við höfum ennþá alveg nægan tíma.
Annars er ég búin að eiga alveg ótrúlega skemmtilega helgi, Guðríður er búin að vera með vinkonur sínar í heimsókn hjá sér um helgina og Ebba og Indriði fóru til Århus þ.a. við erum búnar að vera duglegar í "heimsókn" hjá Ebbu í LIPS og Party og Co. Við kíktum líka á hanann og skemmtum okkur stórvel, allavegana á föstudagskvöldinu, laugardagskvöldið var uhm, ehm... eiginlega bara lame. En föstudagskvöldið bætti það sko samt alveg, við komum ekki heim fyrr en um morguninn, eftir drykkju, dans og skemmtun. Já og ég átti frumraun mína í að snyrta hár á strák. Vinur hans Kaspers, nágranna Ebbu og Indriða, hafði s.s. gert tilraun til að raka á sig mohawk, en rakvélin dó í miðjum klíðum og hann leit vægast sagt asnalega út, þ.a. Siljan litla kom til bjargar og vippaði upp hundarakvélinni minni og bara rakaði hann. Er enn hissa á því hvað það kom vel út. Það er sko alltaf að fjölga í "einu sinni þegar ég bjó í Danmörku" sagnasarpinum.
Annars er heimþráin aðeins farin að kikka inn, og ég hef sagt það áður, að það eru furðulegustu hlutir sem ég sakna. Ég var t.d. að horfa á Top Gear í sjónvarpinu, þar sem þeir félagar voru að reynsluaka tveggjasæta sportbílum á söndum og malarvegum og hlykkjóttum malbikuðum vegum hér og þar á klakanum, og ég sver það að það kikkaði inn smá heimþrá. Ég sakna þess að keyra á þessum vegum sjálf, ég sakna þess að hafa útsýni og ekki bara stanslaus tré og tré og tré alls staðar ! Já, komið á listann yfir það sem ég sakna að heima er s.s. bíllinn minn. Það sem þetta tæki veitir manni einhvern veginn mikið frelsi, það er bara ótrúlegt. Ekki það að ég veit ekkert hvort við eigum eftir að taka hann út eða ekki, það kemur bara í ljós, því það er sko ekki ódýrt að reka einkabíl hérna í baunalandinu, því dananum finnst það ótrúlega skemmtilegt að hafa vit fyrir fólki með því að gera hluti sem eru óhollir fyrir umhverfið (s.s. rekstur einkabíla) dýra og gera hluti sem eru góðir fyrir umhverfið (s.s. að fara með allar flöskur í endurvinnslu) ábótasama.
Ein af ástæðunum fyrir því að mig er farið að lengja í bílinn minn núna er sú að ég er að fara með litlu músina til Ålaborgar um næstu helgi á sýningu, og lestarferðin þangað tekur næstum því 5 tíma. Ég er lengur að taka lest til Ålaborgar en ég er að fljúga heim. Þetta er mjög spennandi en ég veit bara ekkert hvað ég á að gera af mér svona lengi í lest. Þær eru reyndar svo tæknivæddar hérna úti að það er internet samband í þeim og rafmagnstengi þ.a. ég ætti að geta verið í netsambandi á leiðinni og jafnvel náð að læra. Annars erum við Sól að reyna að vera duglegar að æfa okkur fyrir sýninguna, skoða tennur og standa upp á borði og ganga í taum, sem er það sem hún er best í í augnablikinu. Hitt er allt að koma og verður örugglega orðið flott fyrir næstu helgi, við höfum ennþá alveg nægan tíma.
Annars er ég búin að eiga alveg ótrúlega skemmtilega helgi, Guðríður er búin að vera með vinkonur sínar í heimsókn hjá sér um helgina og Ebba og Indriði fóru til Århus þ.a. við erum búnar að vera duglegar í "heimsókn" hjá Ebbu í LIPS og Party og Co. Við kíktum líka á hanann og skemmtum okkur stórvel, allavegana á föstudagskvöldinu, laugardagskvöldið var uhm, ehm... eiginlega bara lame. En föstudagskvöldið bætti það sko samt alveg, við komum ekki heim fyrr en um morguninn, eftir drykkju, dans og skemmtun. Já og ég átti frumraun mína í að snyrta hár á strák. Vinur hans Kaspers, nágranna Ebbu og Indriða, hafði s.s. gert tilraun til að raka á sig mohawk, en rakvélin dó í miðjum klíðum og hann leit vægast sagt asnalega út, þ.a. Siljan litla kom til bjargar og vippaði upp hundarakvélinni minni og bara rakaði hann. Er enn hissa á því hvað það kom vel út. Það er sko alltaf að fjölga í "einu sinni þegar ég bjó í Danmörku" sagnasarpinum.
föstudagur, apríl 24, 2009
Páskafrí og fleira
Jæja, blessuð bloggþörfin virðist koma og fara, en þar sem að ég er nú komin aftur út þá er komin tími til að rita nokkrar línur hérna fyrir fólkið mitt heima. Annars hef ég soldið verið að velta því fyrir hvort að blessuð fésbókin sé að gera bloggin úrelt. Ég veit að það eru ófáir ættingjar heima sem fylgjast með mér og hvað ég er að gera hérna ein í baunalandinu þar.
Allavegana, þá er blessuð próftörnin liðin og er að bíða eftir einkunum úr öðru prófanna, statistíkin er staðin (vá hvað það er gaman að segja þetta því það sem þetta var LEIÐINLEGT fag, en það small samt) en genatíkin er ekki búin að skila blessaðri einkuninni, en ég veit að það er staðið og með ágætri einkunn líka því ég er búin að sjá lausnina á því prófi. En það skemmtilegasta sem ég hef gert undanfarið er klárlega að fara heim í páskafríinu. Lífið er að verða svo skemmtilegt heima, hestast og hundast og allt að hlýna, vorið að koma. Ekki kanski alveg að dönskum standard, danirnir myndu segja að það væri svakalegur vetur heima, en samt sem íslendingur þá segi ég að það er komið vor heima og allt alveg rétt bráðum að fara að grænka, rétt strax. En þessar tvær vikur sem ég var heima var sko alveg feikinógur tími til að hlaða rafhlöðurnar fyrir þetta "síðasta" úthald. Eyddi ómældum tíma með fjölskyldunni og hestunum og hundunum og vinunum. Endalaust snilld !!!
Já og svo átti ég náttúrulega afmæli á meðan ég var heima, og Valdi minn tveim dögum áður en ég kom heim, þ.a. núna erum við bæði orðin ári eldri og þroskaðri og .... Annars er ég ekki enn orðin þannig að ég sé með móral yfir því hversu gömul ég er. Vonandi kemst ég seint á þann aldur, held að það sé ekki skemmtilegur aldur.
En þegar ég fór að hugsa um það þá missi ég af öllum afmælum þetta árið, árið 2009 verður ekki skemmtilegt hvað afmæli varðar. Missti af afmæli Valda og Dísar, missi af afmæli Flugu, mömmu, Unnars, Möggu og Davíðs. Ekki kúl. Annars skilur Valdi ekki af hverju ég er með þessa "afmælisdellu", kanski er ég bara "afmælisnasisti" :Þ En mér finnst bara að afmæli eigi að vera smá sérstök, get ekkert að því gert. En þá er bara að bæta upp fyrir þetta seinna :)
En núna er ég komin aftur í baunalandið, í góða veðrið, þar sem en bara ansi gott að vera. Garðurinn hjá Ebbu er algjör snilld, stór og rúmgóður, núna afgirtur og hundheldur, bara snilld. Mig langar í stóra íbúð með svona fínum garði hérna líka sem ég get girt af með hundheldri girðingu !
Annars er kjörið tækifæri að sýna ykkur myndir af fína sperrilega litla tittnum mínum sem ég tók þegar við kíktum austur um páskana





Ég held sveimér þá að hann sé meðvitaður um að það sé verið að mynda hann, það sem hann stillir sér upp drengurinn.


Orka að knúsa Valda

Artemis fallegust og fylfull í mýrinni á Álfhólum


Fluga og Dís að fylgjast með hrossunum
En núna hef ég tvo mánuði í baunalandinu, í sól og blíðu, þangað til að ég kem aftur heim á klakann. Samt er mig strax farið að hlakka til að koma heim. En þangað til þá dúlla ég mér bara hérna með litla dýrinu.
Allavegana, þá er blessuð próftörnin liðin og er að bíða eftir einkunum úr öðru prófanna, statistíkin er staðin (vá hvað það er gaman að segja þetta því það sem þetta var LEIÐINLEGT fag, en það small samt) en genatíkin er ekki búin að skila blessaðri einkuninni, en ég veit að það er staðið og með ágætri einkunn líka því ég er búin að sjá lausnina á því prófi. En það skemmtilegasta sem ég hef gert undanfarið er klárlega að fara heim í páskafríinu. Lífið er að verða svo skemmtilegt heima, hestast og hundast og allt að hlýna, vorið að koma. Ekki kanski alveg að dönskum standard, danirnir myndu segja að það væri svakalegur vetur heima, en samt sem íslendingur þá segi ég að það er komið vor heima og allt alveg rétt bráðum að fara að grænka, rétt strax. En þessar tvær vikur sem ég var heima var sko alveg feikinógur tími til að hlaða rafhlöðurnar fyrir þetta "síðasta" úthald. Eyddi ómældum tíma með fjölskyldunni og hestunum og hundunum og vinunum. Endalaust snilld !!!
Já og svo átti ég náttúrulega afmæli á meðan ég var heima, og Valdi minn tveim dögum áður en ég kom heim, þ.a. núna erum við bæði orðin ári eldri og þroskaðri og .... Annars er ég ekki enn orðin þannig að ég sé með móral yfir því hversu gömul ég er. Vonandi kemst ég seint á þann aldur, held að það sé ekki skemmtilegur aldur.
En þegar ég fór að hugsa um það þá missi ég af öllum afmælum þetta árið, árið 2009 verður ekki skemmtilegt hvað afmæli varðar. Missti af afmæli Valda og Dísar, missi af afmæli Flugu, mömmu, Unnars, Möggu og Davíðs. Ekki kúl. Annars skilur Valdi ekki af hverju ég er með þessa "afmælisdellu", kanski er ég bara "afmælisnasisti" :Þ En mér finnst bara að afmæli eigi að vera smá sérstök, get ekkert að því gert. En þá er bara að bæta upp fyrir þetta seinna :)
En núna er ég komin aftur í baunalandið, í góða veðrið, þar sem en bara ansi gott að vera. Garðurinn hjá Ebbu er algjör snilld, stór og rúmgóður, núna afgirtur og hundheldur, bara snilld. Mig langar í stóra íbúð með svona fínum garði hérna líka sem ég get girt af með hundheldri girðingu !
Annars er kjörið tækifæri að sýna ykkur myndir af fína sperrilega litla tittnum mínum sem ég tók þegar við kíktum austur um páskana
Ég held sveimér þá að hann sé meðvitaður um að það sé verið að mynda hann, það sem hann stillir sér upp drengurinn.
Orka að knúsa Valda
Artemis fallegust og fylfull í mýrinni á Álfhólum
Fluga og Dís að fylgjast með hrossunum
En núna hef ég tvo mánuði í baunalandinu, í sól og blíðu, þangað til að ég kem aftur heim á klakann. Samt er mig strax farið að hlakka til að koma heim. En þangað til þá dúlla ég mér bara hérna með litla dýrinu.
fimmtudagur, mars 19, 2009
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)