föstudagur, júní 11, 2010

Raunhæfar og óraunhæfar kröfur

Ég hef undanfarið gripið sjálfa mig við "athæfi" sem ég átti ekki von á. Ekki alveg frá mér svona allavegana. Ég hef að vissu leiti verið með rosalega háar kröfur og rosalega mótaða mynd í hausnum á mér með það hvernig Dís á að vera í hundafimi, hvað hún á að gera og hvernig hún á að gera það, og merkilegt nokk þá hefur það alveg furðulega oft farið saman með því sem gerist þegar við hlaupum brautir. Núna er Dís orðin tveggja ára og einhverra mánaða gömul, hundar á hennar aldri hérna úti eru yfirleitt löngu farnir að keppa og jafnvel farnir að príla upp erfiðleikastigin og komnir á efsta stig þeir sem eru mjög góðir. En mér er alveg sama um það, ég vissi alveg að ég yrði aðeins "eftirá" með músina mína þar sem við töpuðum náttúrulega öllum tímanum sem fór í fyrsta árið í dýralækninum hjá mér. Ég var búin að kíkja með hana með mér á æfingar í hundafimi þegar hún var hvolpur, hún fékk að elta Flugu í gegnum göngin og aðeins að snerta saltið þ.a. hún yrði ekki hrædd við undirlag sem hreyfðist undir henni, en það var ekki meira en það. Núna eftir að við komum út hef ég iðað í skinninu við að komast með hana í hundafimi frá því að ég kom út, ég hafði planað að starta henni eitthvað síðasta sumar en við komum allar þrjár, ég, Dís og Fluga, eftir vinnu og vorum uppgefnar úr þreytu. Þannig að fyrsta skiptið sem Dís fór eitthvað almennilega í tæki var í fyrsta og eina skiptið sem við fórum í Pre-School agility tíma hjá Vallensbæk Agility klúbbnum. Því næst var það ekki fyrr en í apríl þegar við byrjuðum á námskeiðinu sem er núna að ljúka. Allt í allt hefur Dís, í dag, farið af einhverju marki í tæki 9 sinnum á sinni æfi.

Í dag er ég með hund sem hefur farið 9 sinnum á sinni æfi í tæki, og á æfingu í gær hlupum við brautir með frá 10 til 20 tækjum, erfiðum stýringum og stjórnunum á hoppum, hún fer sendingar í göng og poka af löngu færi, er búin að fatta dekkið nánast fullkomlega, fer saltið sem er eina kontakt tækið sem hún er búin að læra. Ég ætla að segja þetta aftur, hún er búin að fara 9 sinnum í tæki. Næsta fimmtudag er 10 skiptið á hennar æfi sem hún fer á hundafimiæfingu, síðasti tíminn af námskeiðinu og svo er komið sumarfrí. Ég verð að plata einhvern til að koma með mér í tímann til að sýna ykkur stöðuna á hundi sem er búinn að fara 10 sinnum á æfinni í tæki. Ég hef ekkert farið leynt með það að ég hef stór plön og miklar væntingar til þessarar litlu skottu, en ég fann það sjálf þegar ég byrjaði loksins að æfa hundafimi með henni, að ég var mjög lituð af því að hafa hlaupið í 10 ár með Flugu mína, hafa tileinkað mér aðferð við að stýra hundi og hlaupa með hund sem virkaði frábærlega fyrir mig og Flugu, en það var soldið skref fyrir mig að fara úr því að hlaupa með fullþjálfaðan hund og yfir í að  æfa með alveg grænann hund, hund sem skildi ekki fullkomlega "mitt kerfi" og hvað ég var að segja þ.a. ég lenti stundum aðeins á vegg þar sem Dís var ekki alveg að skilja hvað ég var að segja þegar mér fannst það þvílíkt augljóst. En núna er námskeiðið að verða búið, núna er ég að fara að geta þjálfað skottuna mína almennilega, alveg keppnis eins og sumir myndu segja, og núna er ég loksins að fara að geta byrjað á að kenna brúnna og A-ið og vefið, svona af því að ég er svo öðruvísi og vildi nota aðra aðferð en þá sem var kennd á námskeiðinu.

En þar sem að ég hafði ekki aðgang að því að æfa sjálf í tækjum þegar mér hentaði þá er það eina sem ég er búin að vera að gera fyrir utan æfingar að koma á kerfi okkar á milli með það hvað mínar handahreyfingar þýða í gegnum leik boltaleik. Þegar ég hugsa til baka þá var Fluga á ekkert ósvipuðum stað eftir svipaðan æfingarfjölda. Fluga skildi eftir "stóra skó" fyrir næsta hunda að fylla upp í, og sveimér þá ef Dís er ekki að fylla bara asskoti vel upp í þá !

þriðjudagur, júní 01, 2010

Backwards dog

Einu sinni þegar ég var lítil las ég skemmtilega bók um furðulegann hund. Hann hafði verið taminn þannig að allar skipanir sem hann hafði lært þýddu fyrir hann akkúrat öfuga hegðun m.v. hvað fólkið var að leita eftir. Þegar fólk kallaði á hundinn og sagði "Snati komdu" þá labbaði hann í burtu, ef þú sagðir "farðu heim" þá elti hann þig, ef þú sagðir leggstu þá stóð hann upp... you see where im going with this hihi

Allavegana, mér finnst ég soldið vera með þennan hund á heimilinu í dag, í líki Orku. Hún er soldið gjörn á að vera svona andstæðu hundur. Ef ég vill ekki leyfa henni að fara fram þá er besti staðurinn í heimi að vera frami, en ef ég vill að hún fari þangað þá blívur það enganveginn. Henni finnst t.d. ekkert sérstaklega skemmtilegt að fara í sturtununa til að skola af löppunum eftir göngutúra, og er yfirleitt eiginlega frekar treg við að fara þangað, en í gær þá hafði Dís velt sér upp úr einhverju sem ég vill eiginlega ekki hugsa um úr hverju kom því ég myndi fá áfall ef ég vissi svarið. Þannig að þegar við komum heim var Dís að sjálfsögðu dregin inn í sturtuna gegn hennar vilja (henni fannst alveg nóg að hún hefði synt í vatninu til að þvo þetta af sér og engin ástæða að skella í hana sjampói). Ég þurkaði hratt yfir Orku þ.a. hún var ready að fara fram, en nei, þá var það EKKERT skemmtilegt, svo kallaði ég á Dís og sagði henni að fara inn í sturtuna, Dís var treg við að fara en þá fannst Orku þetta klárlega vera staðurinn til að vera á því ég þurfti bókstaflega að draga hana út úr sturtunni því ég nennti ekki að hún yrði blaut aftur fyrst ég var búin að þurka hana. Svipurinn sem ég fékk þegar Orka fékk ekki leyfi til að fara aftur inn í sturtuna var algjörlega priceless !!

mánudagur, maí 17, 2010

Svíf um á bleiku skýi

Allan daginn, alla daga. Ef maður ætti að skýra þetta eitthvað þá myndi ég líklega kallast að vera sveimhugi. Bleika skýið mitt er yfirleitt stórt og rúmgott og rosalega gott að vera þar. Ég hef verið svona eins lengi og ég man eftir mér, ég var ekki gömul þegar ég var farin að láta mig dreyma um alls konar hluti sem ég átti ekki (sem í flestum tilfellum voru gæludýr) en það er alveg merkilegt hversu mikið af þessu hefur orðið að raunveruleika. Þegar ég var lítil lét ég mig dreyma um að eignast hund, það varð að veruleika þegar Kátína kom inn á heimilið, sem unglingur lét ég mig dreyma um að keppa á Lansdmóti, sem aftur varð að veruleika árið 2000, sem ungmenni lét ég mig svo dreyma um að læra dýralækningar og búa í útlöndum og eyða mínum aukatíma í að horfa á Animal Planet og leika við hundinn minn. Allt hefur þetta orðið að veruleika.

Ég lít á það að geta látið sig dreyma, og dreyma stórt, sem hæfileika. Allar hugmyndir byrja sem draumur, svo fer maður útfrá því að skoða hvernig maður getur látið drauminn verða að veruleika. Það gerir það að verkum að maður lætur sig samt stanslaust dreyma stærra og maður teygir sig lengra og lengra í átt að stærri og stærri markmiðum. Hingað til hafa mín markmið ekki verið stærri en ég sjálf og ekki verið það fjarstæð að ég hafi ekki getað náð þeim á endanum. Þetta náttúrulega þýddi það að ég var orðin 25 ára þegar ég loksins tók ákvörðunina um að endanlega henda mér út í stærstu ákvörðun lífs mín, sem var að reyna að komast í dýralæknanám og verða dýralæknir, en ég sko sé alls ekki eftir því og ég held að þetta hafi án efa verið ein besta ákvörðun lífs míns.

Ég skal ekkert segja um það aftur á móti hvernig er að búa með svona sveimhuga eins og mér, en sem betur fer leiddu draumarnir mínir mig að mínum fullkomna maka (ég var sko með lista af kröfum sem maðurinn minn þyrfti að uppfylla, ekkert skrítið að ég haldi fast í hann Valda minn). En þetta þýðir líka að fjölskyldan mín situr soldið uppi með draumana mína sem þau hafa reyndar höndlað vel þar sem að margir af þeim hafa alveg samræmst áhugamálum fjölskyldunnar.

Þessu fylgir reyndar líka ákveðinn ókostur. Ég er alltaf að gera plön. Ég er alltaf að plana það hvernig ég á að stefna að því að láta draumana mína sem sveima í kollinum á mér núna, rætast. Það hefur hjálpað mér mikið áður fyrr að skrifa niður þessi plön mín eða væntingar og þá hef ég alltaf náð einhverri svona stóískri ró, þegar maður nær að forma fyrir sjálfum sér hvað það er sem mann langar. Núna er ég t.d. með ákveðin plön í hausnum á mér sem ég er hægt og rólega að komast nær og nær en hvort mér takist það veit ég ekki. Flest þessi plön snúa að hundum í augnablikinu þar sem mín hestaplön ganga útá mögulegar stóðhestapælingar til að eiga einhvern áhugaverðan efnivið þegar ég svo loksins fer heim aftur. En aftur að hundaplönunum mínum, þá var ég að uppgötva um daginn að mestar líkur eru á því að ég verði bara fjögur ár í viðbót hérna úti. Bara fjögur ár til þess að ná öllum mínum hundaplönum, sem eru sko ófá. Þannig að nú spyr ég, eru fjögur ár nóg til þess að komast með hund inná Heimsmeistaramótið í hundafimi ?? Eins og maður segir á góðri útlensku : " Only time will tell..."

mánudagur, maí 10, 2010

Greddupöddur...

Ég er á þeim merkilega furðulega stað að geta fylgst með hegðun hjá hundum sem ég hef ekki séð áður. Ekki allavegana svona mikið af. Dís byrjaði að lóða í lok apríl, og ég get vægast sagt að hennar lóðarí eru töluvert öðruvísi en þau hafa verið hjá Flugu og Kátínu. Ég hef áður verið með tvær tíkur saman en ekki séð þetta áður. Nú er Orka að nálgast það að verða 6 mánaða og Dís er vægast sagt að kafna úr lóðaríi þ.a. núna er aðal leikurinn hjá þeim að vera í "læknisleik". Það virðist allavegana ekki ætla að verða mikið vesen ef kemur að því einn daginn að Dísin mín verði pöruð.

En ef það kemur að því seinna meir að hún verði pöruð, ég tala hérna hreinlega á "hypothetical" nótum þar sem að ég er ekki enn búin að klára þau heilsufars próf sem vantar að gera, mjaðmamynda og olnbogamynda, DNA testa og augnskoða, þ.a. ég veit ekki hvort hún sé nokkurn tíman að fara að eignast hvolpa, en ef það kemur til þess þá verður allavegana voða lítið mál að para hana. Það lítur út fyrir að ekki hafi öll skapgerðareinkenni Flugu hafi yfirfærst á Dís þó sum hafi gert það.

En við stöllurnar erum búnar að vera núna mánuð í hundafimi, og ég verð eiginlega að segja að hún verður betri og betri í risastórum skrefum ! Ég get ekki sagt annað en að ég sé mjög ánægð með hana, hún er farin að iða í skininu af gleði þegar við nálgumst svæðið og á ekki nema 4 tímum er hún komin með góðan grunnskilning á stýringum og er farin að bæta í hraða. En ég er samt litli erfiði nemandinn, því ég nota ekki sömu aðferð við kontakt tækin og við vefið og þau eru að nota, þ.a. ég get yfirleitt ekki notað eina af þremur uppsetningum sem þær setja upp í hverjum tíma og ég er því ennþá á alveg punkti núll með vefið og kontakt tækin ennþá. En það er líka í góðu lagi því ég er helst að sækjast í handling þjálfun á þessu námskeiði og að geta mætt á framhaldsæfingarnar.

Annars eru námskeiðin þarna soldið öðruvísi uppbyggð en ég er vön að gera þetta, þær fara fyrr í að taka nokkur tæki í röð, hafa 3 uppstiltar brautir þar sem ein er sjálfsþjálfunarbraut án leiðbeinanda (sem hentar mér náttúrulega mjög vel).

En til þess að æfa þessa hinu skemmtilegu hluti, sem ég ætla að gera öðruvísi en aðrir, þá er ég líklega komin með þjálfunarpartner fyrir þá skemmtilegu vinnu sem ég á fyrir höndum með vefið og kontakt tækin og jafnvel komin inn í aðra þjálfunaraðstöðu sem ég get farið og æft mig sjálf þegar ég vill. Hlakka mikið til að byrja á þessari vinnu og ég gæti alveg átt það til að taka eitthvað af henni up á video.

En sem smá svona "side note" þá er ég að íhuga ræktunarnafn (sem er soldið skondið því ég veit ekki hvort ég ætli að verða einhver ræktandi) en þá er allavegana fallegra að hafa eitthvað sameiginlegt til að kenna hundana sem gætu komið frá mér við. Ég er með nokkra möguleika í hausnum, og er eitt nafn orðið líklegast, en ég ætla ekki að upplýsa það fyrr en ég er búin að fá það staðfest ef ég einhverntíman sæki um það hahahaha

En sem hluta af því þá er ég að pæla að byrja að blogga á ensku, og hugsa að ég geri það ekki hérna, þ.a. núna vantar mig nafn á það líka.... vesen smesen


Með kveðju úr Baunalandinu, frá dömunni sem er ekki alltaf svo dömuleg :P

þriðjudagur, mars 23, 2010

Er loksins byrjuð í hundafimi hérna úti...

Og þá er Dís orðin feit, hvað er það ?!?!?

En já, ég verð víst að viðurkenna að hundurinn minn er orðinn aðeins of þéttur, segi ekki að hún sé neitt mikið feit, en það eru alveg 2 kg þarna sem eiga ekki að vera, og það er ekki nógu gott að hafa svona smá auka einangrun þegar maður ætlar sér að byrja í fiminni af krafti. Það er nefninlega ekkert sérstaklega gott fyrir hundinn að hoppa og djöflast ef þeir eru of feitir. Þannig að núna fer skottan mín í aðhald og við gefum okkur smá spart í rassinn til að koma okkur báðum í gott form.

Ég er samt ennþá að velta því fyrir mér hvernig hún eiginlega laumaðist aðeins til að fitna, ég held að viðvera Orku (samkeppni um matinn, Dís þarf að passa að hún fái nú alveg örugglega að borða og svelti ekki) og það að hvolpamatur sé búinn að vera á boðstólnum sem er mun feitari, hafi haft mikið með þetta að gera. Það sem þær gerðu var að í hvert skiptið sem matur var settur fyrir þær á gólfið, þá fóru þær í dallana hjá hvor annari (maturinn sem hin fær hlýtur náttúrulega klárlega að vera MIKLU betri). Þetta þýðir það að núna er komið annað form á fóðruninni, Orka fær sinn mat inn í búri og Dísar matur er tekinn alltaf eftir smá tíma, hún fær ekkert að hanga með matinn sinn í dallinum eins og áður (þá var það heldur ekki vandamál að hún væri of feit).

Annars er líka vorið loksins komið í baunalandinu, allur snjórinn er farinn og gróðurinn farinn að taka við sér. Loksins get ég farið að lengja göngutúrana okkar þ.a. Dís fái þá meiri hreyfingu og komist þá einnig frekar aftur í form. Þessi vetur var allt of mikill og allt of langur, og magnið af klaka á göngustígunum í skóginum gerði það að verkum undir það síðasta að maður var farinn að velja vandlega hvaða leiðir maður valdi í göngutúrunum. Svo er ég líka farinn að geta hjólað fyrst snjórinn er farinn sem er líka hin fínasta líkamsrækt fyrir hundinn. Eina vandamálið með það er að beislið sem ég hef notað á hana er orðið of lítið á hana (ekki bara af því að hún fitnaði samt) og mig vantar soldið mikið almennilegt dráttarbeisli, en það hefur reyndar verið á dagskránni í soldinn tíma að eignast svoleiðis.

En aftur að hundafiminni. Við skelltum okkur fyrir jól í pre-school tíma í hundafimi, sem var ætlaður fyrir fólk sem var með hvolpa eða að bíða eftir að komast á námskeið, til að koma og "leika sér" í smá grunn tækjum, fórum í hopp og göng í nokkrum útgáfum og skemmtum okkur náttúrulega klárlega fjandi vel. Á þeim tíma var ég soldið hissa á valinu á æfingarsvæðinu, sem er grænt svæði með trjágróður á einni hlið og svo bílgötur á hinum þremur. Túnið er reyndar alveg vel stórt, en það er samt ákveðið undarlegt að vera að æfa á svona opnu svæði þar sem möguleiki er á því að ef maður er með hund sem er gjarn á að hlusta ekki á innkall og svona að hann hlaupi og lendi undir bíl. En í þessum tíma ræddi ég við fólkið sem er með klúbbinn og skráði mig á næsta námskeið hjá þeim sem var svo formlega að byrja í gær. Þau eru ekki með róterandi byrjendanámskeið eins og við heima þ.a. eftir fysiology geðveikina síðasta haust þá hafði ég ekki möguleika á að byrja í fiminni með Dís fyrr en núna, þ.a. við höfum nýtt tímann hingað til í allskonar grunnæfingar og keppnishlýðni grunn. Við ættum því að vera ágætlega undirbúnar undir að geta loksins byrjað.

Fyrsti tíminn á byrjendanámskeiðinu var í gær, þetta var bóklegur tími eða svokallað "theorie aften". Þarna mættu kennararnir og töluðu um námskeiðið, hundafimi og hitt og þetta í tæpa tvo tíma. Valdi var reyndar búinn að segja við mig fyrir nokkru að ég ætti að fara á námskeiðið og vera alveg mesta ljóskan og þykjast ekki vita neitt um hundafimi en mér tókst ekki að sitja á mér og þegar við áttum að kynna okkur þá sagði ég náttúrulega að ég hefði langa reynslu af hundafimiþjálfun á keppnisleveli (sagði reyndar ekki að ég hefði tæplega 10 ára reynslu af kennslu og vantaði bara að ganga 3 námskeið og taka próf til að verða útskrifaður hundafimi og hvolpaskólakennari innan HRFÍ, veit ekki hvort leiðbeinendurnir myndu verða eitthvað feimnir yfir því, eflaust yrðu þeir það samt ekki). Mér mistókst s.s. hrapalega að mæta og vera ljóskan og þykjast ekki vita neitt. Ég var reyndar búin að lofa mér því að meta með rosalega opinn huga til að sjúga í mig þekkingu annarra, og ég ætla mér að standa við það, en það breytir því ekki að ég er fyrir löngu búin að ákveða hvaða aðferðir ég ætla að nota til að kenna Dís t.d. vefið og kontakt tækin, og ég beygi mig ekki frá því.

Þess vegna var ég einnig soldið hissa á því hvaða aðferðir þau ætla að nota til að kenna okkur vefið og kontakt tækin. Reyndar með kontakt tækin þá hef ég sjálf kennt þessa aðferð og mælt með henni við fólkið sem ég hef kennt en hún er erfiðari þegar kemur að keppni að því leyti það er miklu erfiðara að vera stabíll á því að viðhalda þessari hegðun 100% í keppni án þess að hún brotni niður, og margir lenda í því að hundarnir hægja mikið á sér á t.d. brúnni, og fá þ.a.l. verri tíma. Fyrir þá sem ekki vita um hvað ég er að skrifa þá heitir aðferðin "two feet on, two feet off" og byggir á því að hundurinn stoppi á endanum á tækinu með framfætur á jörðinni og afturfætur á tækinu. Vefið aftur á móti kenna þau með því að hafa vefið alveg lokað en með "guide wires" til að sýna hundinum rétta leið gegnum vefið. Þetta líka er ekki leið sem ég ætla að nota.

Aðferðirnar sem ég ætla að nota aftur á móti eru 2x2 frá Susann Garett til að kenna vefið, og "running contacts" eftir fyrirmynd Silviu Trkman. Fæstir hafa eflaust nokkra hugmynd um það hvað ég er að tala, en ég veit að leiðbeinendurnir sem kenna námskeiðið hafa það og vona að þær hjálpi mér. Ef ekki þá bara geri ég þetta sjálf hihi. Þegar ég lít aðeins yfir þennan póst minn aftur þá virka ég soldið sem algjört "know it all", ég er  bara soldið föst í mínum venjum, ég vona samt rosalega að ég eigi eftir að læra massa mikið í fiminni hérna úti því það er nóg þar að finna sem ég veit ekki og þekki ekki. En ég er alveg sauðþrá við það hvaða aðferðir ég ætla að nota til að kenna þessi þýðingarmiklu tæki í fiminni því þau þarf að kenna vel og þau þarf að kenna rétt til að eiga einhvern séns í liðið á hæsta level í fiminni, og ég stefni eins langt með Dísiskvís eins og við komumst.

En fyrsti verklegi tíminn verður eftir páska, og ég iða í skinninu eftir því að byrja ! Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég er búin að bíða eftir þessu lengi ! Loksins get ég farið að flytja fréttir af framgöngu í þjálfun, sem þetta blogg var reyndar upphaflega stofnað til að gera :)

laugardagur, febrúar 27, 2010

Legendary road trip !

Já, road trip, hvað getur maður sagt annað en vá. Þetta var áhugavert og magnað skemmtilegt.

En byrjum á byrjuninni, Dóra vinkona var s.s. á leiðinni að fara að sækja hvolpinn sinn sem hún ætlaði að koma með til Dk í pössun þangað til hún má fara heim til Íslands. Þegar hún lenti í Kastrup og ætlaði að taka lestina til Amsterdam, þá var bara fullt, og það svona hressilega því það var ekki laust sæti í nokkra daga. Þá var Dóra litla í smá veseni enda soldið langt að labba, flugmiðar voru fjandi dýrir og hún gat ekki fengið bílaleigubíl. Því kom ég til bjarga á nýja litla bílnum og við gerðum okkur þetta líka legendary road trip úr því. Á föstudagsmorgni klukkan korter í níu lögðum við af stað með Dís í skottinu.


 


Við keyrðum og keyrðum og keyrðum, með Gibbs okkur við hönd, en þegar við komum yfir í Þýskaland þá gerðist soldið furðulegt, Gibbs neitaði því að það væri eitthvað land til sem var ekki Danmörk og við keyrðumað hans mati bara í vatni.


Við reyndar náðum að finna út úr þessum með blessaðan Gibbs en honum tókst allavegana að gera ferðina okkar ansi áhugaverða ! 

Við brunuðum á þýsku autobönunum yfir til Hollands og stoppuðum stutt hjá ræktandanum að hvolpinum og héldum svo áfram alla leiðina til Belgíu til Möggu. Ferðalagið tók ekki nema tæpa 14 tíma, en við lentum hjá Möggu á miðnæti, en þar biðu okkar ansi góðar móttökur, hundaknús og stórgóðar veitingar. Við áttum góðar stundir og nutum landsins, hundanna hennar Möggu og átum svo hressilega yfir okkur að annað eins verður seint toppað !

Ég var reyndar ekkert hrikalega dugleg að taka myndir, en hérna er allavegana eitthvað smotterí. Já og Dís skvís er víst líklega orðinn víðförlasti íslenskt fæddur Border Collie í heimi, hefur komið til fimm landa allt í allt.

En ég henti inn nokkrum myndum í myndaalbúmið ef þið viljið kíkja en hérna eru smá sýnishorn.


fimmtudagur, febrúar 04, 2010

Hell Week is over !!!

Já, þá er hrikalegasta prófavika sem ég hef nokkurntíman upplifað búin !!! VÁ hvað ég er fegin að hafa lifað hana af.

Sem smá yfirlit yfir janúar mánuð, svona af því að ég bloggaði hreinlega ekkert í janúar, þá byrjaði hann á því að við upplifðum dönsk áramót, sem ásamt dönskum jólum eru mun minna áramótaleg en íslensk áramót. Við vorum með gesti, íslenska, danska, tvífætta og fjórfætta, og fengum því að prófa dönsk áramót með alvöru dönum. Eina hefðin þeirra, og ég er hreinlega ekki frá því að þetta sé eina hefðin í Danmörku, er að korteri fyrir miðnæti horfa þeir á eldgamla stuttmynd, tekna upp á stríðstímum, um drukkinn brita og hefðafrú. Ég er ekki frá því að hún heiti afmælisveislan eða eitthvað álíka. Þarf að finna hana fyrir ykkur við tækifæri. Flugeldar eru seldir hérna, og eitthvað notaðir, en þögnin hérna úti var slík að ég hefði getað heyrt saumnál falla á snjóinn. Veit ekki hvort það er vegna þess að ég bý ekki alveg þar sem mikið af efnuðu fólki býr (námsmenn og efnamiklir fer sjaldan saman í einni setningu, nema verið sé að grínast eitthvað) eða hvort þetta sé hin almenna stemning dananna, en þeir sem voru hjá mér vildu meina að það sem við upplifðum væri ekki normið.

En allavegana, Valdi fór heim 2 jan og var heima allan mánuðinn. Skólinn hjá honum er aðeins skemmtilegri með þetta en minn, að skólaárið er hjá þeim allt í allt 9 mánuðir en ekki 10 þ.a. hann klárar vorönnina hjá sér einhverntíman í maí, en ég ekki fyrr en í lok júní. Við Dís sátum því hérna og höfðum ofan af fyrir hvor annari, tjah eða hún hafði ofan af fyrir mér á meðan ég sat í massa próflestri. Prófin voru svo núna í síðustu viku, í einni massífustu prófviku sem ég hef á minni námsæfi upplifað, og það er ekkert grín. Það byrjaði s.s. á mánudaginn með smásjársýnaprófi í kúrs sem heitir Histologi og Embryologi, s.s. fóstur og vefjafræði, í prófinu sátum við hver við sína smásjá og skoðuðum 8 sýnahópa og svöruðum spurningum um þau. Það gekk ágætlega hjá mér, held að ég hafi náð nógu mörgum stigum þar (þarf að svara 50% rétt til að ná þeim hluta), svo á þriðjudeginum var bóklega prófið í histo og embryologi. Þar náðu þeir mér alveg hressilega, ég rölti mér inn í það próf kokhraust og bjóst við að fá svipað próf og þeir hafa komið með síðustu 12 árin. En nei. Þeir komu með glænýtt próf melirnir ! En þrátt fyrir það er ég alveg smá bjartsýn á niðurstöðuna, en annars þá veit maður aldrei fyrr en blessuð einkunnin er komin inn.

Svo kom einn dagur í "frí", sem maður eyddi í að svissa sér eins vel yfir í næstu geðveiki og mögulegt var, því á fimmtudeginum var spotprófið í anatómíunni (fyrir þá sem ekki vita hvað spotpróf er þá er það prófafyrirkomulag frá djöflinum þar sem maður labbar milli sýna, sem í þessu prófi voru 20, og svarar spurningum um sýnin, með tvær mínútur til að eyða á hverri stöð) sem mig er búið að hrylla við frá því ég ákvað að fara í þetta nám. Þetta er reyndar alveg 3 sinn sem þeir hafa haldið þetta próf með þessu fyrirkomulagi því í gamla daga var anatomíuprófið munnlegt, en núna eru víst svo margir dýralæknanemar að það tekur bara allt of langan tíma að testa okkur öll munnlega. Prófið var ekki eins hræðilegt og ég var búin að búa mig undir, en hvort ég hafi náð að svara 50% alveg rétt, tjahh, sjáum til þegar einkunnirnar koma. Svo á föstudaginn, þegar maður var gjörsamlega búinn á líkama og sál, komu þeir með skriflega prófið í anatómíu. Prófið sjálft var ekkert helvíti, en þetta fyrirkomulag, fjögur taugatrekkjandi próf í einni viku, er ekki alveg að gera sig. Þó efnin séu skyld, þá var ég t.d. ekki búin að lesa neitt í anatómíunni frá því fyrir jól því ég var of upptekin við að lesa histo og embryologi því það próf var á undan. Ég kvartaði ekkert lítið yfir því að hafa ekki nema einn dag til að "svissa yfir" í anatómíuna við alla sem heyra vildu og er satt best að segja alveg undirbúin undir það að þurfa að taka anatómíuna upp í sumar.

En að öðru öllu skemmtilegra, þá er danmörk að upplifa snjóþyngsta vetur nánast í manna mynnum. Ég kvarta svosem ekki mikið, allavegana á meðan almennings samngöngur ganga, sem þær reyndar gerðu ekki í gær og dag, allavegana ekki almennilega. Dís hefur notið þess í ræmur að hafa allann þennan snjó þar sem að það skiptir ekki miklu máli hvort ég gleymi að taka boltann hennar með í göngutúr eða ekki, jörðin er jú þakin boltagerðarefni. Mig er samt aðeins farið að vanta að losna við þennan snjó þannig að ég geti farið að hjóla með hana að einhverju viti. Við eigum orðið svo fjandi fína línu og ágætis beysli (mig langar þó í betra og stefni ég á að fá mér betra beisli) og þetta er líka fínasta hreyfing fyrir hana og ég er með þennan líka frábæra risastóra skóg hérna við hliðina á mér til að viðra okkur í.

Annars eru að vissu leiti blendnar tilfinningar yfir þeim kúrsum sem ég er að byrja í núna. Ég búin að vera lengi að biða eftir því að vera búin með þessa geðveiki sem var að klárast en núna er ég alveg komin út fyrir allt sem ég hef áður lært, núna er ég komin í eitthvað alveg nýtt. Ég er búin að læra um allan líkamann (í dýrum og mönnum reyndar líka) að öllu leiti, alveg niður í hinar minnstu frumuhluta, hvernig allt er og virkar þegar það allt er í lagi. Núna loksins er ég að byrja að læra um hvað gerist þegar eitthvað fer úrskeiðis, og vá hvað mér finnst þetta spennandi og áhugavert !

En við Dís kíktum aðeins út með myndavélina með okkur, svona svo þið getið séð snjómagnið í baunalandinu og hér er eitthvað af afrakstrinum





fimmtudagur, desember 31, 2009

annáll 2009

Jæja þá er komið að því, annáll ársins 2009 er í startholunum. Ég hef ákveðið að halda við þessari hefð frá því í fyrra, en þar sem að annáll ársins 2008 tók nokkra daga í skrifum hef ég ákveðið að byrja snemma á þessum, enda verð ég með gesti hérna á gamlárskvöld og ekki alveg í aðstöðu til að sitja með tölvuna í fanginu við skriftir. Í dag er 20 desember og hef ég því 10 daga til stefnu að klára annálinn áður en ég birti hann formlega. En þá er kannski ágætt að byrja á byrjuninni, þ.e.a.s. í

Janúar:



Mynd tekin á gamlárskvöld 2008
Mánuðurinn byrjaði undarlega, því ég átti flug aftur til Danmerkur klukkan 7 um morguninn. Gamlárskvöld var því með rólegasta móti (gaf mér góðan tíma til að sitja við skriftir en tókst samt ekki að klára annálinn sem reyndist stærra verk en ég átti von á, en hvað um það). Valdi skutlaði mér svo á flugvöllinn og ég kvaddi landið, í bili. Ekki er hægt að segja að við hafi tekið eintóm gleði þar sem að mín beið ekkert nema lærdómur allan mánuðinn, enda höfum við lokapróf í janúarlok í skólanum hjá mér einhverra hluta vegna. Það sama bíður mín reyndar núna en við komum að því seinna. Þegar prófin kláruðust hoppaði ég upp í lest og sótti lítinn leynigest sem ætlaði að búa hjá mér fram á vor þangað til hún yrði nógu gömul til að fara heim til Íslands.




Ég get ekki sagt að ég sé mikil smáhundamanneskja og hef í raun aldrei verið með svona lítinn hund þ.a. ýmislegt var nokkuð nýtt fyrir mér en við pössuðum vel saman og ég get allavegana sagt að hún var ansi lunkin í að sækja dót, alveg eins og stóru hundarnir mínir. En litla íbúðin mín varð allt í einu mun líflegri með litla krílinu og fór ansi vel um okkur þó hún hafi ekki verið stór.
Litla íbúðin mín í Danmörku










Lítið er hægt að segja af sögum Valda þennan mánuðinn, og þar sem að hann eyddi ótrúlega stórum hluta ársins í að klára námið sitt þá skuluð þið gera ráð fyrir því að ef ég segi ekki frá afdrifum hans í þaula þá hafi hann verið upptekin við lærdóminn, sem borgaði sig líka ágætlega fyrir hann kallinn !

Febrúar: kom með miklum kulda, vá hvað ég átti ekki von á því hversu kalt verður í baunalandinu á veturna. En það er ekki hægt að segja að þeir fái mikið að njóta snjós. Ég get allavegana ekki sagt að snjór hafi angrað mig mikið þar sem að ef hann kom þá hélst hann í mesta lagi í nokkra daga. En frostið og kuldinn er einhverra hluta vegna mun verri hérna heldur en heima, gæti verið rakinn, hver veit, en ég fór sjaldnast út án húfu og vettlinga og hlýja úlpan mín gerði gæfumuninn. Einkunnir komu úr prófunum og þau fóru eins og ég átti von á. Einnig fórum við Sól ótroðnar slóðir í að upplifa „hundalíf“ í borg þar sem hundar eru velkomnir nánast alls staðar.


Við stelpurnar höfðum reyndar nokkuð skemmtilegt í bígerð, þar sem við rúlluðum til Fredericia með briard tíkina sem Guðríður var að passa, á hundasýningu. Íla stóð sig ansi vel, heillaði dómarann hressilega, fékk heiðursverðlaun og varð besti hvolpur tegundar.



Þetta þýddi að við urðum að bíða eftir úrslitunum um besta hvolp sýningar, en bara að verða besti hvolpur tegundar voru ansi góð úrslit fyrir þennan íslandsfara. Úrslitin komu svo seinna um daginn og þar voru hátt í 60 hvolpar, af jafn mörgum tegundum og mikil samkeppni. Þegar við mættum inn í stóra hringinn stóð hún sig svona líka vel að dómarinn valdi hana út sem 4 besta hvolp dagsins, sem þýddi að við fórum á bæði á bleika dregilinn og verðlaunapall.





Helgin eftir þetta var alls ekki leiðinleg heldur, þar sem að Valdi minn skellti sér upp í flugvél og hoppaði yfir hafið til mín. Hann fékk smá forsmekk af því hvernig danskur vetur er, hrollkaldur og stundum pínu snjór.



Mars: var nú nokkuð fréttalítill, mest bara lærdómur og smá fíflaskapur með góðum vinum. Kolla og Elli komu í heimsókn í litla kotið ásamt einum litlum husky sem gistu öll í litlu íbúðinni þ.a. allt í allt vorum við 5, og ég held að ég hafi ekki náð að toppa þá tölu allan tímann sem ég bjó þarna.


Elli og husky hundurinn Alex


Elli, Kolla og ég

Apríl: aftur á móti var atburðaríkur mánuður. Ég kláraði líklega eitt leiðinlegasta fag sem ég hef nokkurn tíman farið í og var mikið fegin að standast það. Veðrið í danaveldi var nú samt orðið mun betra og vorið kom með látum með sól og hita og grænum skógum. Það hentaði vel til útivistar og fóru grillveislur í garðinum að verða ansi margar. Planið mitt var alltaf að komast heim fyrir afmælið hans Valda, þar sem að við eigum bæði afmæli í apríl, með stuttu millibili, en skólinn minn var ekki alveg sammála og henti á okkur lokaprófi daginn eftir afmælið hans Valda þ.a. ég komst ekki heim fyrr en tveimur dögum seinna. En ég bætti okkur það upp með löngu páskafríi sem var eytt í dýrastúss og samveru með fjölskyldu og vinum. Þorri litli dafnaði vel í sveitinni með hrossunum eins og sjá má, og ég er ekki frá því að það leynist eitthvað módelblóð í honum því ég man ekki eftir því að hafa séð hest stilla sér upp fyrir myndatökur áður eins og hann gerir.


Hrossin myndarleg í Mýrarkotinu






Við kíktum einnig á Álfhóla að kíkja á gullin okkar þar, og það var sama sagan, sátt og sælleg hross, Artemis orðin að stóðmeri og staðráðin í að leyfa okkur ekki að nálgast sig, á meðan Orka litla var til í knús og kossa.


Það fer Artemis vel að vera stóðmeri í mýrinni


Valdi og Orka

En tíminn bíður ekki eftir neinum og það kom að því að ég varð að fara aftur út, en þetta síðasta úthald var bara í tæpa tvo mánuði þar sem leið mín lá aftur heim í lok júní. Við tók lærdómur, lærdómur og meiri lærdómur, við Valdi vorum soldið í sama bátnum að því leiti að meira og minna allur okkar tími fór í lærdóm og skóla. Það reyndar borgaði sig alveg þar sem að við uppskárum nokkurnvegin eins og við sáðum og stóðumst öll okkar próf með prýði. En litla dýrið og góða veðrið beið mín í Danmörku og þangað var ferðinni heitið.

Maí: getum við lýst í tveimur orðum, snilldar veður ! Veðurblíðan jafnaðist á stundum á við veður eins og það gerist best í heitari löndum (sem Danmörk jú er, en hún kom mér nú samt á óvart þarna) og það endaði á því að ég neyddist út í búð til að kaupa léttari föt til að vera í að sumarlagi. Ég gerði eitt sinn þau mistök að fara út að skokka í dökkum fötum og það geri ég sko ekki aftur. Þ.a. núna er ég ágætlega sett þegar veðrið fer að hlýna aftur næsta vor. Við Sól skelltum okkur samt í smá ferðalag og lögðum land undir fót og skruppum til Ålaborgar til þess að fara á hundasýningu. Vinafólk mitt býr þar og voru þau svo yndisleg að skjóta yfir okkur ferðalangana skjólshúsi. Vistin hjá þeim var reyndar svo æðisleg að ég þarf að gera mér upp einhverja ástæðu seinna meir til að kíkja aftur á þau, en það er seinni tíma vandamál. Skógurinn „minn“ var orðinn iða grænn og eyddi ég eins miklum tíma utandyra eins og ég mögulega gat og var maður farinn að verða sólbrúnn og sællegur.




Valdi lauk sínum lokaprófum í maí og flaug svoleiðis í gegnum þau. Hann var reyndar búinn að taka ákvörðun um að taka sumarönn líka, lokaverkefni og einn kúrs með, til að geta verið búinn í lok ágúst þar sem að hann komst inn í Mastersnám í DTU í einhverju sem ég get ekki enn borið fram. Í stuttu máli sagt er hann í Mastersnámi í rafmagnsverkfræði en ég get ekki útskýrt námið hans mikið meira en það. Ég get nú ekki sagt annað en að ég var að rifna úr stolti þegar hann komst inn í skólann, sérstaklega þar sem að stór partur af okkar sameiginlegum plönum byggir á því að hann sé hérna úti líka þar sem ég verð hér í nokkur á í viðbót.

Júní: kom og ekki versnaði veðrið (ætli ég sé ekki mikið að ræða um veðrið þar sem að lítið annað gerðist hjá okkur skötuhjúunum nema lærdómur, já og maður er ekki vanur svona dönsku veðri heldur). Valdi var byrjaður í lokaverkefninu sínu ásamt síðasta kúrsinum, og hann og félagi hans í lokaverkefninu bitu ansi stórann bita af kökunni þegar þeir völdu sér verkefni því þeir tveir saman ætluðu að hanna og smíða Segway (sem er svona hjól sem þú stendur ofaná og hallar þér svo fram og það keyrir, voða tæknilegt og sniðugt)


Segway tæki

Í lok mánaðarins tók ég síðasta prófið á fyrsta árinu og hoppaði um leið upp í flugvél og kom heim. Loksins var „útlegð“ minni lokið og ég komin heim. Við biðum ekki boðana og brunuðum í sveitina.




Dís að smala hestunum í sveitinni










Í Júlí tók vinnan við, Valdi vann ennþá hörðum höndum að hönnun og smíði og sást voða lítið utan skólastofunnar á meðan ég eyddi öllum dögum í reiðbuxum, bæði í vinnu og utan hennar. Litlu skotturnar mínar, Fluga og Dís fylgdu mér alla daga og sáu um að heilla og knúsa ferðamenn ásamt því að siða til hestana og sjá um reksturinn tvisvar á dag. Við stelpurnar sem búum hérna í Morbærhaven vorum búnar að plana hestaferð í júlí í uppsveitum Hrunahrepps, sem innihélt Svínárnes, Helgaskála og Laxárgljúfur. Ferðin var æðisleg í alla staði, ferðahópurinn góður og fullt af frábærum minningum.


Reksturinn var ansi glæsilegur


Það er alltaf gaman að ríða um Laxárgljúfrin

Í þessum sama mánuði fjölgaði aðeins í hrossahópnum hjá okkur, þar sem að fyrstu verðlauna merin okkar Artemis kom með fyrsta afkvæmið sitt. Okkur fæddist jarpur hestur sem hefur í bili verið nefndur Atlas frá Álfhólum.


Artemis og frumburðurinn



Valdi og Atlas að hittast í fyrsta skiptið


Artemis var reyndar ekkert á því að hún hafi nokkurn tíman verið tamin og hljóp um mýrina eins og óð þangað til við náðum henni. Hún er nú formlega orðin stóðmeri og er greinilega sátt við það hlutverk. En hún fór í heimsókn til annars graðhests með von um annað folald. Við mamma fórum svo í smá hestakaup sem enduðu þannig að hún á Þorra litla í dag og ég brunaði með Þrá, mömmu hans, undir annan hest að eigin vali. Svo er bara að bíða og sjá hvað fæðist næsta sumar. Í lok mánaðarins kom danskur vinur minn til Íslands, í smá sumarfrí, sem gaf mér afsökun fyrir því að trítla um landið með hann í eftirdragi og heimsækja alla mína uppáhalds staði. Við fórum á Þingvelli, Gullfoss og Geysi, Stöng og Gjánna og Landmannalaugar þ.a. hann fékk smá grófa yfirsýn yfir allt það úrval sem íslensk náttúra hefur upp á að bjóða. Hann lærði svo líka að sitja hest

Fluga og Dís í Landmannalaugum

Í Ágúst var nú farið að styttast í annan endann á sumarfríinu hjá mér, þ.a. ég gerði mitt besta til að eyða eins miklum tíma og ég gat í að njóta landsins og vinanna. Valdi sat ennþá sveittur inn í skólastofu að vinna við lokaverkefnið sitt, en nokkur mynd var að verða komin á það, þó svo að þeir hafi verið sannfærðir um að þeim tækist ekki að klára það á tilsettum tíma. Ég dró Kollu vinkonu mína með mér í fjallgöngu og fórum við og gengum Glym, ég hafði aldrei farið þessa leið áður þó ég hafi reynt (og rignt niður...)






Ég kláraði síðustu íslensku hundasýningarnar sem ég mæti á í bili með því að klára meistaratitil á tvo af „mínum“ hundum, sem ég hef sýnt og fengið öll þeirra meistarastig á, en það voru þær ISShCH African Sauda og ISShCH Ægishjálms Galdra Þrá


ISShCH African Sauda



ISShCH Ægishjálms Galdra Þrá

Við Fluga og Dís notuðum einnig tímann okkar vel þar sem að það styttist í að við Dís færum til Danmerkur, en Fluga varð eftir í Fífurimanum. En það kom að því á endanum að ég færi út aftur, plönin okkar Valda hliðruðust aðeins þar sem að verkefnið var á lokasprettinum þegar við áttum bókað flug þ.a. ég fór út nokkrum dögum á undan honum.


September var mánuður breytinga, meiri breytinga fyrir Valda minn reyndar heldur en mig. Hann og Stebbi kláruðu lokaverkefnið, segway tækið þeirra, sem fékk hið skemmtilega nafn NoWay, virkaði eins og draumur. Þeir héldu vörnina sína og svo kom einkunnin, 10 á línuna, fyrir verkefnið, flutninginn og skýrsluna. Ekki amalegt það.



Svo kom stóra skrefið hans og hann flutti út líka. Við vorum því þrjú, ég, Valdi og Dís, í litlu íbúðinni minni. Við vorum komin með stóra íbúð hérna úti en við fengum hana ekki afhenta fyrr en um miðjan mánuðinn þ.a. við þurftum að búa sátt í þrengslunum. En það átti nú bara eftir að versna, þar sem að gámurinn með húsgögnunum okkar kom áður en stóra íbúðin var laus þ.a. þeim var öllum hrúgað inn í gömlu íbúðina. Við sáum þó til þess að það væri hægt að ganga inn í eldhús og til baka, en það var ekki mikið meira pláss en það. Það kom svo að því að stóra íbúðin var laus og í einum hvelli skelltum við öllu dótinu okkar yfir í nýju íbúðina og það var sko enginn smá munur að hafa allt í einu nóg pláss. Um miðjan mánuðinn var loksins kominn tími til að sækja drottninguna hana Artemis frá graðhestinum sem hún var í heimsókn hjá, og eins leiðinlegt og það er, þá reyndist hún tóm. Við fáum því engan gullmola undan henni á næsta ári og verðum að sætta okkur við einungis eitt folald. En það verður ekki af honum Valda tekið að hann er strax farinn að íhuga mögulega biðla fyrir næsta ár.

Stofan með útsýni út í garðinn  





Og eldhús, mikill munur að hafa gott eldhús, ekki bara tvær hellur !




Dís nýtur þess að teygja úr sér núna þegar nægt er plássið


Við Dís notuðum tækifærið og kíktum á Chopenhagen Winner sýninguna sem var haldin hérna rétt hjá okkur. Henni gekk ansi vel og varð 3 besta tíkin.


Við Dís í hringnum

Október var tiltölulega fréttalítill, ég eyddi öllum mínum tíma í lestur fyrir stærsta kúrs sem ég hef klárað í einu (hann einn og sér var í einingum jafn stór og ein önn) og Valdi eyddi öllum sínum tíma í lærdóm líka þ.a. við vorum vægast sagt ekki skemmtileg. Við dýralæknanemar gerðum okkur reyndar glaðan dag og skelltum okkur í Hyttetúr, sem er svona nokkurs konar sumarbústaðarferð nema að hyttur eru meira eins og pínu litlir sumarbúastaðir á meðan sumarhús hérna eru eins og hallir. Andlegar rafhlöður voru hlaðnar og lærdómurinn kláraður eins og aldrei fyrr. Það kom sér líka vel þar sem að prófið kláraðist og ég stóðst með sóma.

Nóvember gaf smá meiri tíma til afslöppunar, en ekki mikinn, hann einkenndist eiginlega mest af gestagangi, og þá kom sér nú vel að hafa góðan svefnsófa. Í byrjun mánaðarins var Dansk Winner sýning danska kennel klúbbsins í Herning, en þar verður heimssýningin haldin á næsta ári. Ég var mikið búin að velta því fyrir mér hvort ég ætti að skrá Dís, en endaði á því að slá til, enda kjörið tækifæri að hitta fullt af vinum mínum sem lögðu land undir fót og komu á sýninguna. Elli minn kom og ferðaðist með mér í nokkuð fullum bíl, við kipptum Kollu upp í Kolding og „römbuðum“ á réttan stað þar sem bíllinn var aðeins að bregðast okkur með að ná ekki að hlaða GPS tækið. Ég mæli ekki með því að keyra um Jótland án korts eða GPS tækis. En þetta reddaðist allt og við komumst á leiðarenda, sem var risastórt sumarhús sem við leigðum yfir helgina. Ég hefði alveg verið til í að skipta og búa þarna, þvílíkt stórt og fínt hús. Sýningin var risastór, hef aldrei séð svona stóra sýningu. Dís var skráð báða dagana og gekk fínt, við skröltum því heim, sæl og sátt eftir frábæra helgi og ekkert beið mín nema lærdómur.


Við Dís aftur í hringnum, núna í Herning

Mamma og Unnar lögðu svo loksins land undir fót og hoppuðu hingað yfir í lok mánaðarins og vá hvað það var gott að fá þau. Það var reyndar ekki fyrr en við komumst í stóru íbúðina sem við höfðum pláss til að taka á móti þeim. Þau komu færandi hendi, með jól í tösku þ.a. núna erum við Valdi tilbúin fyrir jólin með íslenskt hangikjöt, laufabrauð, konfekt og harðfisk. Við kíktum í jóla-Tívolí og túrhestuðumst aðeins, og nutum lífsins.

Desember, sem er nú reyndar ekki búinn, var líklega ó-danskasti desember mánuður sem ég hef vitað um. Núna stuttu fyrir jól byrjaði að snjóa, og núna liggur u.þ.b. 20 cm snjólag yfir öllu, og blessaðir danirnir fengu flog. Þeir hættu algjörlega að kunna að keyra, lestir og metro fara í rugl og sumstaðar var fólki meira að segja ráðlagt að vera heima og leggja ekki út í snjókomuna. Heima myndi þetta flokkast sem fullkomið veður til að fara í snjógallann og fara út í snjókast, en hérna vilja danirnir víst halda börnunum sínum inni, skil þá ekki alveg. En fyrir vikið þá lítur út fyrir að við fáum hvít jól hér í baunalandinu, í fyrsta skiptið í einhver 7 ár víst. Allavegana þegar þetta er skrifað er 21 desember, og snjórinn virðist ekkert ætla að fara. Ákvörðunin um að vera úti um jólin er orðin að raunveruleika. Við vorum búin að velta þessu fyrir okkur soldið, og þar sem ég er að fara í risastórt próf í janúar þá fer allur minn tími núna í lestur og lærdóm. Í haust þegar við vorum að pakka sá ég til þess að lítil leyndamálabók fylgdi okkur út, en hún heitir Jólahefðir Nönnu Ragnars, fékk hana í jólagjöf frá ömmu, og hún er búinn að vera algjör „life saver“ þar sem að það eru allar mögulegar jólauppskriftir í henni sem ég þarf að nota. Ég er búin að baka piparkökur, gera súkkulaðitrufflur og jólaís, og svo er ég búin að plana máltíðirnar yfir hátíðirnar upp á hár. Annars er ég voða lítið stressuð yfir þessu, það verða stór tilbrygði að vera ekki hjá mömmu á aðfangadagskvöld, en það koma jól eftir þessi jól og við höfum það líka ansi gott hérna úti hvort eð er.

Jæja, þessi annáll tók styttri tíma en annáll síðasta árs, ekki nema tvo daga, en við hérna í baunalandinu óskum öllum heima, sem og annars staðar, gleðilegra jóla og gleðilegs nýs árs.


Silja  og Valdi
Morbærhaven 4-50
2620 Albertslund
Danmark