þriðjudagur, maí 16, 2006

Sumarið er komið

Ójá sumarið er sko komið, grasið er orðið grænt, fyrsta hitabylgja sumarsins gengin yfir.

Við eyddum helginni (tja eða réttara sagt frá laugardegi fram á sunnudagsmorgun) upp í bústað hjá Hollu og Nonna upp í Holta og Landssveit, þvílíkt gaman, góður matur og svona. Svo fórum við að veiða, geðveikt gaman, veiddum fullt af risastórum fiskum, ég veiddi stærsta fiskinn, missti hann svo og Holla veiddi hann aftur...
smá myndir





Þessi stærsti reyndist vera 7 pund, og það verður urriði í matinn á næstunni :)

Svo eru hérna nokkrar myndir af hryssunum, Artemis og Hyllingu
Hylling frá Reykjavík






Artemis frá Álfhólum








Valdi Sæti og Fluga


Og Stubbur halanegri, þarf að fara að raka hann, en mér fynnst þessi mynd alveg einkennandi fyrir karakterinn hans!

miðvikudagur, maí 03, 2006

próflestur með meiru

Jæja, allir hressir og kátir ?

Núna er eitt próf búið og eitt próf eftir, næsta föstudag. Gaman gaman. Ég sit og les og les, ferlega dugleg, vona bara að ég lesi ekki yfir mig ;)

Ég fékk mér göngutúr í gær, rölti niður með Elliðaránni og yfir stífluna í rólegheitum og allt í einu er eins og stórri spítu sé hennt út í ána. Ég lít við, enginn á svæðinu og ég horfi betur, stuttu seinna gerist þetta aftur, nema hvað í þetta skiptið sé ég hvað er að gerast, þá eru laxar, margir laxar búnir að safnast saman niðri við stíflu, heil torfa af risastórum löxum, margir hverjir allt að meter að lengd. Þetta var skemmtilegt :Þ

En já núna verður héðan í frá 29 apríl svartur dagur, Dísa þú átt alla mína samúð !