Ójá sumarið er sko komið, grasið er orðið grænt, fyrsta hitabylgja sumarsins gengin yfir.
Við eyddum helginni (tja eða réttara sagt frá laugardegi fram á sunnudagsmorgun) upp í bústað hjá Hollu og Nonna upp í Holta og Landssveit, þvílíkt gaman, góður matur og svona. Svo fórum við að veiða, geðveikt gaman, veiddum fullt af risastórum fiskum, ég veiddi stærsta fiskinn, missti hann svo og Holla veiddi hann aftur...
smá myndir
Þessi stærsti reyndist vera 7 pund, og það verður urriði í matinn á næstunni :)
Svo eru hérna nokkrar myndir af hryssunum, Artemis og Hyllingu
Hylling frá Reykjavík
Artemis frá Álfhólum
Valdi Sæti og Fluga
Og Stubbur halanegri, þarf að fara að raka hann, en mér fynnst þessi mynd alveg einkennandi fyrir karakterinn hans!
þriðjudagur, maí 16, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ég er ennþá að bíða eftir að verða boðið í urriðamat... hehe
Flottar myndir :D
hææ
þetta er Rut, með þér í bekk!
Rakst á síðuna þína :D
Vonandi gekk þér vel í prófunum og sjáumst hressar í haust!
Gleðilegt sumar!!! ;)
vííí...
Skrifa ummæli