föstudagur, janúar 12, 2007

Nýársdags rúnturinn

Svona er maður alltaf tímanlega með þetta dót sitt, en já, s.s. á nýársdag tókum við okkur smá rúnt til að athuga með hestana hvort það væri ekki allt í lagi með þá eftir sprengingar næturinnar og svona. Ég tók með myndavélina og náði að smella af nokkrum myndum en flest hrossin stungu nú bara af þar sem að við vorum ekki með neitt gómsætt handa þeim...

Fílupúkarnir stungnir af :Þ



Meri sem ég á, sem ég kalla nú yfirleitt bara skjóna, en hún heitir s.s. Mjallhvít frá Reykjavík







Þröngt mega sáttir sitja


Og svo gamla ættmóðirin, ræktunarmerin hennar mömmu sem ég hef tamið orðið ófá hrossin undan

Engin ummæli: