miðvikudagur, apríl 04, 2007

Saga föstudagskvöldsins

Jæja, ég veit að það tók sinn tíma að koma með frásögnina frá föstudagskveldinu, en hvað með það. Það sem ég var s.s. að gera á föstudagskvöldið var þetta...







Múnderíngin mín var svakaleg, blásið hárið út um allt og fullt af hárlakki (BIG hair is better they say), BLEIKAN varalit, svaka málningu og læti, og svo skellt sér upp á svið í L-Idol Vision keppni Landsbankans með lagið mitt, Proud Mary með Tinu Turner. Reyndar mér til mikilla vonbrigða var útgáfan sem tæknistjórinn hafði ein ljótasta útgáfa af þessu lagi (hrikalega léleg kareoki útgáfa) og hún var engan vegin eins og lagið sem ég kunni aftur á bak og áfram. Það hafði ekki góð áhrif á frammistöðuna og verð ég því miður að svekkja ykkur á því að við unnum ekki...

Annars var keppnin fantagóð, mörg góð atriði og greinilega mikið meira lagt í þetta í ár en síðasta ár, eitt sviðið kom fram sem KISS (í búningum og öllu), og þarna voru ansi margir alvöru góðir söngvarar (s.s. ekki bara ég :Þ). En að vakna morguninn eftir, reyndar búin að þvo framan úr mér stríðsmálninguna, með hárið út í loftið eins og NORN var ekki falleg sjón...


En það er í lagi, ég er ekki alveg eins og norn núna... ekki alveg eins...

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jæja silja skora á þig að koma með hópin í karioki og taka þetta lag mig dauðlangar að heyra þig syngja það... munderinginn er ekki must en ef þú vilt þá er mér sama ; )

Unknown sagði...

HAHA ég var nú að spá í að koma í henni á laugardagskvöldinu líka en nennti því svo ekki alveg... :D en bara nefndu stað og stund !

Nafnlaus sagði...

Lýst sko vel á karíókí kvöld!!! En ég ætla sko ekki að syngja (nema ég sé orðin VEL full). Er sko algjörlega laglaus hehe

Nafnlaus sagði...

En annars ætlaði ég að segja þér að þú stóðst þig alveg þrusuvel, skil ekki að þú skyldir ekki enda ofar...

Nafnlaus sagði...

Öll vinnuparty hjá vinnunni minni t.d ... það eru allir svo söngelskir í vinnunni að það er sem sagt til karioki tæki í fundarherbegginu ; )
Hvað segiði stelpur karioki ferð á ölver ??? ( er það ekki annars eini staðurinn sem er með svoleiðis tæki ?)

Nafnlaus sagði...

Já Ölver blívar ;)