Jæja, ég er búin að vera að dunda mér við það í allan dag að setja inn þessa færslu því ef þið vissuð hvað það er margt sem ég er ekki búin að setja inn hérna þá...
Jæja allavegana þá er það nú kanski ekki alveg frásögu færandi að við hefðum skellt okkur í bíó í gærkveldi, nema hvað að þegar myndin er komin vel af stað (fórum á Die Hard 4.0 með Möggu og Jónasi - sem voru búin að standa í því að redda sér pössun og allt) þá röltir ungur strákur sér inn í salinn og byður alla um að standa upp og rölta út, það sé kviknað í bíóinu :S þ.a. við stöndum upp á endanum og röltum okkur út úr salnum þegar við sjáum lögreglumenn koma hlaupandi upp stigann, sjáum slökkviliðsbíla á flegiferð úti og þegar við komum út var þar hellingur af lögreglu-/slökkviliðs-/sjúkrabílum. Samt sáum við nú aldrei neinn eld né sáum við reyk einu sinni, en það er allavegana gott að vita að þeir bregðist svona hratt við þegar kviknar í reðurtákninu.
Um síðust helgi nutum við þess að fara í sveitasæluna (tja kallinn kanski meira en ég þar sem ég var á sífeldu rápi í bæinn vegna hundafimisýninga á landsmóti UMFÍ) en við byrjuðum á Álfhólum að kíkja á nýju viðbótina í stóðið okkar, en okkur fæddist lítil brún meri undan Kraft frá Efri-Þverá og Sóldögg (við erum búin að vera að bíða eftir því að hún myndi kasta núna í nokkrar vikur). Við reyndar náðum engum myndum af henni þar sem vélin varð batteríslaus um leið og ein mynd hafði verið tekin en litlan en frekar spennandi, með vel ásettan háls og langar lappir. Á laugardeginum þurfti ég að hendast í bæinn og kom svo aftur austur og við fórum svo á Þingvelli í bústaðinn hennar ömmu. Á sunnudagsmorgninum vöknum við í hitakófi, sólin skein og ekki ský á himni, og ég endaði út á palli í sólbaði allan morguninn. Við skelltum okkur svo að veiða, röltum um Þingvelli og enduðum svo í Mýrarkotinu og borðuðum kvöldmat með mömmu og Unnari, Möggu og Jónasi og strákunum hans (og trampólínið kom nú eitthvað við sögu líka).
Svo bíð ég enn eftir myndum af gæsuninni hennar Gerðar til að geta almennilega sagt frá henni, en síðustu helgina í júní fór fram hundasýning og gæsun þ.a. það var vel mikið að gera hjá manni þá. Ég sýndi þrjá hunda, Ísafold (schafer) sem fékk þriðju einkun, Byl (íslenskur hvolpur) sem fékk svakalega góða umsögn en tapaði reyndar fyrir tíkinni, og að lokum Gyðju á sunnudeginum, en hún fékk fyrstu einkun í opnum flokki og annað sæti. Pysja systir hennar fékk meistarastig og læti (til hamingju Dísa ef þú lest þetta einhverntíman) en dómarinn var almennt ekki hrifin af boxernum hérna (get ekki sagt að ég sé sammála honum). Gyðja fékk reyndar hitasjokk eftir hádegi í bílnum en hún er búin að ná sér að fullu (og var sko ekki lengi að því að verða sami prakkarinn aftur). En á laugardagskveldinu gæsuðum við Gerði (sem átti sko ekki von á því), þær sem byrjuðu heima hjá henni komu með hana á hundasýninguna, svo var piknik fyrir utan og farið sem leið lá á Nesjavelli í Adrenalíngarðinn (mæli sko með því, það var geggjað gaman) en þar fórum við upp klifurvegg, klifruðum upp risastóran símastaur og áttum svo að standa uppréttar upp á honum (sem var sko erfitt og einungis undirrituð náði því og var ekkert lítið stolt) og svo fórum við í risarólu. Í einu orði sagt geðveikt !
Síðan var farið heim í pizzur og tækjakynningu og eitthvað meira fjör og svo heim að sofa til að vera tilbúin fyrir næsta dag :)
Anyhow þá held ég að það sé nú ekki mikið meira að frétta, nema hvað ég skelli inn myndum við tækifæri ;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Nú er ég ánægð með stóru systir bloggandi stakt og stöðugt hehe farðu svo að skrifa í árans gestabókina hjá mér :P
hehe, langt síðan ég hef komið hérna við. Flott blogg hjá þér :)
Skrifa ummæli