föstudagur, september 07, 2007

Eintóm gleði !!!!!

Jæja þá er Artemis búin í dóm og haldiði að hún hafi ekki farið í fyrstu verðlaun !!!!!!! :D

John hennar Hrefnu sýndi hana fyrir okkur núna og er búinn að vera með hana í þjálfun í sumar og það greinilega kom sér vel því drengurinn náði frábærum árangri með hana eins og sjá má.

Hér er dómurinn hennar

Síðsumarsýning á Gaddstaðaflötum
Dagsetning móts: 27.08.2007 - Mótsnúmer: 13 Íslenskur dómur
IS-2001.2.84-666 Artemis frá Álfhólum
Sýnandi: John Kristinn Sigurjónsson
Mál (cm):
142 138 65 145 27,5 18,0
Hófa mál:
V.fr. 8,6 V.a. 8,2
Aðaleinkunn: 8,00
Sköpulag: 7,94
Kostir: 8,04
Höfuð: 7,5 Vel opin augu Merarskál Slök eyrnastaða Löng eyru
Háls/herðar/bógar: 8,5 Skásettir bógar Klipin kverk
Bak og lend: 7,5 Breitt bak Djúp lend Stíft spjald
Samræmi: 8,0
Fótagerð: 7,5 Lítil sinaskil
Réttleiki: 7,5
Afturfætur: Nágengir
Framfætur: Innskeifir
Hófar: 8,0 Hvelfdur botn
Prúðleiki: 8,0

Tölt: 9,0 Rúmt Há fótlyfta Skrefmikið
Brokk: 7,5 Skrefmikið Há fótlyfta Ferðlítið Ójafnt
Skeið: 5,0
Stökk: 8,5 Ferðmikið Hátt
Vilji og geðslag: 9,0 Ásækni Þjálni
Fegurð í reið: 8,5 Mikill fótaburður
Fet: 7,0
Hægt tölt: 8,5
Hægt stökk: 8,0

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En þú gleymir einu... vantar aðaleinkunina !!!!

Einn af aðdáendum Artemisar :)

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamningju með hryssuna ykkar bæði tvö :-D Búin að kommenta út um allt :-P

Unknown sagði...

blessaður nafnlaus ;)

Hún er þarna, bara lesa betur

Nafnlaus sagði...

til hamingju aftur og enn... ; )
rosalega flott hjá ykkur

Nafnlaus sagði...

gvuð hvað ég hef ekkert vit á þessu :D

en innilega til hamingju með merina!

kv. Berglind og ALLIR hundarnir...