Það er svo brjálað að gera hjá mér þessa dagana að ég held að ég hafi aldrei lent í öðru eins. Síðastliðin föstudag fékk ég bréf frá skólanum úti í Köben, þar sem að mér var tilkynnt að ég ætti að mæta í stöðupróf næsta föstudag, kl 13:00.
Í Köben.
Helgin fór í að redda málum, er komin með flug (fer út á fimmtudegi og kem aftur á föstudagskvöldi - s.s. eins dags skrepp til útlanda...) og gistingu (þökk sé dýrlingi í Köben sem ætlar að skjóta yfir mig skjólshúsi þessa einu nótt, Silja, ef þú lest þetta einhvern tímann, þú ert yndi!) og svo hef ég bara verið að lesa líffræði alla helgina og fram að brottför. Það væri svosem allt í lagi ef ég væri ekki í alveg frekar mikið erfiðum 3 vikna kúrs í Heilbrigðisverkfræðinni núna. En það reddast allt, á endanum. En ef þetta gengur upp og ég kemst inn í skólann úti þá var þetta allt þess virði !
Í síðustu viku fékk ég reyndar að prófa smá nasaþef af því hvernig það er að vera dýralæknir, og ég get með fullri vissu sagt að þetta er það sem mér er ætlað að gera. Ég fékk að aðstoða við aðgerð hjá dýralækni og það var bara æði. Rosalega áhugavert og skemmtilegt, og það fyndna er að hefði þetta verið maður á skurðarborðinu þá hefði ég legið í gólfinu, en það er greinilega eitthvað öðruvísi þegar um dýr er að ræða, þá er ekki til blóð- eða nálafóbía hjá mér.
Svo er alltaf nóg að gera í hundunum, við erum að reyna að komast með hundafimina á annan tíma, enda eru sunnudagskvöld ekki alveg að gera sig, hvað þá þegar það er komi sumar. Svo var síðasta námskeiðið að klárast, og það er orðið ansi mikið af áhugasömu fólki að æfa í opnu tímunum núna, sem er bara snilld. Enda er hundafimin bara snilld. Annars vorum við með kynningartíma síðustu 2 sunnudaga og það var rosalega góð mæting, og rosalega mikið af áhugasömu fólki með efnilega hunda.
En jæja, þessi færsla tók ansi langan tíma, skrifuð inn á milli lestrarpása.
Núna vantar mig bara nokkra auka klukkutíma í daginn...
þriðjudagur, apríl 29, 2008
fimmtudagur, apríl 24, 2008
miðvikudagur, apríl 23, 2008
þriðjudagur, apríl 22, 2008
Fjórar Tíur !!!!!
Var að fá sent dómarablaðið úr hlýðniprófinu, en árangur okkar Flugu í hlíðniprófinu var s.s. þessi
Ég var svo hamingjusöm með skottuna mína, hún kom mér alveg svakalega á óvart :D En hér koma smá myndir úr prófinu
Liggja saman kyrr
verið að ræða við prófstjóra
Við á fleygiferð
Fínn kontakt hjá skottunni
Kemur inn á hæl í innkalli
Aðeins fíflast á milli æfinga
Og forláta hoppið, ef hundafimihundurinn hefði ekki getað það þá veit ég ekki hvað :Þ
Verðlaunaafhendingin
Sigurvegararnir ásamt dómara, prófstjóra og ritara
Keppendur í hlýðni I
Og Karen, takk fyrir myndirnar :D
Ég var svo hamingjusöm með skottuna mína, hún kom mér alveg svakalega á óvart :D En hér koma smá myndir úr prófinu
Liggja saman kyrr
verið að ræða við prófstjóra
Við á fleygiferð
Fínn kontakt hjá skottunni
Kemur inn á hæl í innkalli
Aðeins fíflast á milli æfinga
Og forláta hoppið, ef hundafimihundurinn hefði ekki getað það þá veit ég ekki hvað :Þ
Verðlaunaafhendingin
Sigurvegararnir ásamt dómara, prófstjóra og ritara
Keppendur í hlýðni I
Og Karen, takk fyrir myndirnar :D
þriðjudagur, apríl 15, 2008
Ég á afmæli í dag
Jebbs, ég er víst orðin 26 ára í dag, og verð bara betri með hverjum deginum :P
Annars ef ég færi út að dansa í tilefni afmælisins þá væri ekki amalegt að hafa svona dansfélaga
en þetta er s.s. Sara frænka Valda og graðhesturinn hennar Dimmir frá Álfhólum :D
Annars ef ég færi út að dansa í tilefni afmælisins þá væri ekki amalegt að hafa svona dansfélaga
en þetta er s.s. Sara frænka Valda og graðhesturinn hennar Dimmir frá Álfhólum :D
sunnudagur, apríl 13, 2008
fimmtudagur, apríl 03, 2008
Hann á afmæli í dag !!!!
Til hamingju með afmælið ástin mín !
Valdinn minn er 26 ára í dag, eintóm gleði með það og hann verður bara myndarlegri með hverjum deginum.
Valdinn minn er 26 ára í dag, eintóm gleði með það og hann verður bara myndarlegri með hverjum deginum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)