þriðjudagur, apríl 29, 2008

Er allt að verða CRAZY !!!!

Það er svo brjálað að gera hjá mér þessa dagana að ég held að ég hafi aldrei lent í öðru eins. Síðastliðin föstudag fékk ég bréf frá skólanum úti í Köben, þar sem að mér var tilkynnt að ég ætti að mæta í stöðupróf næsta föstudag, kl 13:00.


Í Köben.


Helgin fór í að redda málum, er komin með flug (fer út á fimmtudegi og kem aftur á föstudagskvöldi - s.s. eins dags skrepp til útlanda...) og gistingu (þökk sé dýrlingi í Köben sem ætlar að skjóta yfir mig skjólshúsi þessa einu nótt, Silja, ef þú lest þetta einhvern tímann, þú ert yndi!) og svo hef ég bara verið að lesa líffræði alla helgina og fram að brottför. Það væri svosem allt í lagi ef ég væri ekki í alveg frekar mikið erfiðum 3 vikna kúrs í Heilbrigðisverkfræðinni núna. En það reddast allt, á endanum. En ef þetta gengur upp og ég kemst inn í skólann úti þá var þetta allt þess virði !

Í síðustu viku fékk ég reyndar að prófa smá nasaþef af því hvernig það er að vera dýralæknir, og ég get með fullri vissu sagt að þetta er það sem mér er ætlað að gera. Ég fékk að aðstoða við aðgerð hjá dýralækni og það var bara æði. Rosalega áhugavert og skemmtilegt, og það fyndna er að hefði þetta verið maður á skurðarborðinu þá hefði ég legið í gólfinu, en það er greinilega eitthvað öðruvísi þegar um dýr er að ræða, þá er ekki til blóð- eða nálafóbía hjá mér.

Svo er alltaf nóg að gera í hundunum, við erum að reyna að komast með hundafimina á annan tíma, enda eru sunnudagskvöld ekki alveg að gera sig, hvað þá þegar það er komi sumar. Svo var síðasta námskeiðið að klárast, og það er orðið ansi mikið af áhugasömu fólki að æfa í opnu tímunum núna, sem er bara snilld. Enda er hundafimin bara snilld. Annars vorum við með kynningartíma síðustu 2 sunnudaga og það var rosalega góð mæting, og rosalega mikið af áhugasömu fólki með efnilega hunda.

En jæja, þessi færsla tók ansi langan tíma, skrifuð inn á milli lestrarpása.

Núna vantar mig bara nokkra auka klukkutíma í daginn...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel í Köben!!!

Vonandi er hægt að fá aðra tíma en sunnudagana, ég kemst aldrei þá :(

kv,
Ylfa

Unknown sagði...

Það er vonandi komið á hreint að við séum kominn með annan, og ansi mikið þægilegri tíma :)

Og til hamingju með að vera komin heim, hefði þvílíkt verið til í að fara í svona "hundanámsferð".

Nafnlaus sagði...

Frábært með nýjan tíma!

En ef þú ætlar að búa í köben er örugglega meir en nóg til af hundanám fyrir þig að fara þar. Annars er stutt í svíþjóð, sem er besta hundaland í heimi... ;-)