Og allt gekk vel. Kom reyndar heim á föstudaginn, eftir prófið, en nennti hreinlega ekki að rita neitt fyrr en núna. Prófið tók klukkutíma, hálftími fyrir krossaprófshlutann og hálftími fyrir "atvinnuviðtalshlutann". Ég hef aldrei áður lent í því að þurfa að skrifa um kosti mína fyrir námið og hvernig samfélagið eigi eftir að græða á því að ég sé dýralæknir...
Annars voru rúmlega 200 skráðir í prófið (taldi þá þegar ég beið eftir því að prófið byrjaði) en það hafa ekki alveg allir skráðir mætt þar sem að bara í minni stofu vantaði 2 nemendur af 11 sem áttu að vera þarna inni. Svo komst ég að því að ég er bara mun sleipari í dönskunni en ég hélt :Þ
Köben á þessum árstíma er ekkert eins og Reykjavík, það er nokkuð víst. Allt búið að vera grænt og fallegt, blómin blómstra og sumarið greinilega löngu komið þar á bæ. Það fór rosalega vel um mig hjá Silju og Benny.
En þá er það bara að bíða, bíða og vona.
mánudagur, maí 05, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli