Maður spyr sig. Var að klára prófið í dag, og það verður eitthvað fróðlegt hvað kemur út úr því. En þar sem að þessum kúrs er lokið þá er önnin formlega búin. En það er náttúrulega ekkert búið fyrr en einkunnin er komin í hús. En sumarið er formlega komið, grasið orðið grænt í garðinum hjá mér og allt.
Svo þegar ég kom heim úr prófinu skutlaði ég kallinum í flug, en hann fór til MIT í Boston í dag, og á að vera lentur núna m.a.s. Hann verður í viku í burtu og ég ein í kotinu á meðan. En maður verður víst að venjast því ef ég ætla að flytja til DK ein í haust...
Svo var Hönnunarkeppnin sýnd í Ríkissjónvarpinu áðan, bara snilld, er svo stolt af kallinum mínum !!! Vona að þið hafið séð hana.
En ég vonandi finn meiri bloggþörf seinna. Þarf að fara að sofa svo ég geti vaknað í vinnuna á morgun :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hmmm... ég missti af hönnuninni, enda horfi ég ekki á sjónvarp. En til hamingju með kallinn samt ;)
Hæ silja, ótrúlega fyndið með hrossin! Ég hafði ekki hugmynd, fannst þau bara svo falleg að ég vildi taka mynd hehe. Hvað er að frétta af þér? USA er fínt bara, gott veður og svona hehe.
Gaman að "hitta" þig hér! Vá hvað það er langt síðan ég hef séð þig! Sé að þú ert farin til Danmerkur í dýralækninganám, líst vel á það, fylgja æskudraumnum;) Hvað áttu mikið eftir? Ætlarðu ekki að flytja heim þegar þú ert búin? Já og tilhamingu með Valda og hönnunarkeppnina. Við Valla tókum nú einu sinni þátt í henni (með tveimur vinkonum okkar). Okkur gekk nú ekkert spes vel;) hehe, en það var ótrúlega gaman og ekki oft sem bara stelpur eru í liðinu.
Skrifa ummæli