Já, ég er komin og farin. Stutt stopp, en ég náði að gera ótrúlega mikið á þessum stutta tíma. Það var soldið þéttbókað plan allan tímann og ég náði ekki einu sinni að hitta alla sem mig langaði að hitta, þ.a. það er þá bara jólin næst. Allavegana náðum við Valdi, Fluga og Dís að eyða góðum stundum saman og ég naut þess í ystu æsar að rölta með þær um Rauðavatnið með bolta, skelltum okkur í sveitina að kíkja á hestana, smalaeðlispróf, Uppskeruhátíð, hundafimimót og stelpuhittingur.
En eigum við ekki að byrja á byrjuninni, prófin gengu vel, Vet vid prófinu náði ég þrátt fyrir "major brainfreeze" í einni spurningunni, en það reddaðist samt allt. Kennararnir náðu að leiða mig á rétta braut. Og það var afar góður kostur að geta tekið þetta próf á ensku þar sem að þetta er kjaftafag og mikið mun auðveldara fyrir mig að kjafta mig út úr svona á ensku þegar þetta er ekkert fræðilegt.
Biofysik prófið var áhugavert, kennaranum tókst að hafa það lúmskt erfitt með því að koma með 25% af prófinu úr námsefni síðustu vikunnar. Við "súkkulaði"íslendingarnir vorum öll í sömu stofu fyrir það próf þar sem að við fáum lengri próftíma út fyrsta árið, og það var ágætis fjör á okkur áður en prófið byrjaði. Aumingja hinir sem voru þarna inni með okkur híhí. En kallarnir sem sátu yfir því prófi voru svo gamlir og afslappaðir að þeir voru hreint ekkert að stressa sig á neinu.
Og svo kom zoologi prófið, sem var bara mjög svo eftir bókinni, kláraði það á allt of stuttum tíma. Við Guðríður og Sonja vorum farnar út úr prófinu eftir 45 mínútur, og svo kom biðin... við vorum allar svo spenntar og æstar að komast heim híhí.
Svo komu 10 dagar þar sem að ég sveif um á bleiku skýi.
Dís er búin að þroskast svo mikið frá því ég fór, Fluga skammaði hana ekki mikið og varð voða fegin að fá einhvern til að togast á við sig.
Jólakortamyndin í ár - reynið samt að sleppa því að taka eftir Bónuspokunum :Þ
Sætar saman skvísurnar
En svona að því sem gerðist í vikunni... tjahh allavegana því sem er birtingarhæft á netinu sem alls konar vitleysingar geta lesið :Þ
Ég fór með Dís í smalaeðlispróf og já, hún er með staðfest smalaeðli ;) Hún hafði reyndar aldrei séð rollur áður þ.a. henni fannst hún þurfa halda kindunum og fólkinu saman sem hóp en hún stóð sig samt vel. Þetta var allt saman tekið upp á video og ég sé til hvort ég nenni að skella því á netið, er soldið langt sko. En við stelpurnar gerðum okkur roadtrip úr þessu, Anna Birna fór með Sunnu, Kata með Móra til að æfa sig og Karen til að vera skemmtileg ;) Ég skelli myndunum inn á netið í kvöld en hérna er allavegana ein af okkur Dís í góðum gír (einhverra hluta vegna er ég alltaf á myndavélinni þ.a. það eru ekki margar myndir af mér úr ferðinni...)
En þar sem að ég veit að flestir sem lesa þetta eru hundafólk þá hugsa ég að ég haldi mig við hundaröflið.
En við Fluga fórum á hundafimimótið á sunnudaginn og stóðum okkur bara fjandi vel ! Náðum gulli í öllum flokkum og hún er fyrsti hundurinn til að flytjast upp um flokk í sínum stærðarflokki á landinu, en Bjartur hennar Heiðu náði því líka í smáhundaflokknum.
En núna er ég komin aftur í baunalandið og ég kem ekki aftur fyrr en um jólin...
miðvikudagur, nóvember 12, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þess vegna ætla ég að koma út í baunalandið híhí
Skrifa ummæli