En ég ætlaði að segja ykkur að það kemur spennandi leynigestur til mín á morgun. Margir vita reyndar af því hver og hvað hann er en ég hlakka allavegana soldið til.
Annars er ég búin að vera afar dugleg síðustu daga, að mínu mati allavegana, við að fara út að skokka. Við Guðríður erum með ágætis hring hérna í skógjinum sem við förum og planið er að geta haldið út að skokka hann án þess að stoppa (hef aldrei verið góð í að skokka). Ég get haldið út á fullri ferð í svona mínútu, sem hentar náttúrulega mjög vel fyrir mitt sport þar sem að við Fluga klárum brautirnar á 30-40 sekúndum. Það lengsta sem ég hef náð að hlaupa "í einum sprett" er einn hringur í kringum tjörnina, og það var þegar ég var í mínu besta formi...
En núna er planið að reyna að koma sér í eitthvað almennilegt skokkform, og er Guðríður kjörinn félagi í það. Hún getur nefninlega skokkað mikið lengur í einu heldur en ég þ.a. ég hef svona "keppinaut". Pressar mig mikið meira áfram en ef ég fer ein, því ég hef löngum vitað að ef ég væri hross þá væri ég kölluð sérhlífin. Svo er planið að bæta inn í tækjasalnum hérna á kollegiinu, og þar er ég "sterkari" aðilinn og get pressað hana soldið.
En ég bætti við danska númerinu mínu hérna ef gríðarleg löngun til að hringja í mig grípur einhvern. Aldrei að vita...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Dugnaður í minni að vera farin að fara út að skokka!! Eitt af því sem mér hefur ALDREI tekist að gera hehe... Ég var líka að lesa bloggið hérna fyrir neðan. Til hamingju með prófin :)
Svo þetta með bónuspokana!!! ég var fyrst ekki alveg að fatta en svo sá ég þá og hahahahahahhaha..... SNILLD!!! Er þetta nýja tískan á íslandi???
kv. frá Álaborg :)
Já, nýasta tískan sko, kallast "égvillekkiblotnaílappirnar" trendið :Þ
Hí hí gott að vita að ég sé ekki ein um það að vera svona "dugleg" að skokka...það er að halda út í mínútu eða svo :p
Skrifa ummæli