þriðjudagur, janúar 13, 2009

Myrkfælin

Já, það er sko ekki gott að vera myrkfælin ef maður fer í göngutúr hérna í myrkri og þoku. Þokan hérna er allt öðruvísi en þoka heima, enda allt fullt af trjám og skuggar allstaðar !

Ég skellti mér í göngutúr í þokunni, sem liggur yfir Kaupmannahöfn núna. Það er sko alls ekki traustvekjandi að rölta um í skógjinum mínum í skjóli nætur og maður sér fyrir sér bófa á bakvið hvert tré. Þá er tilvalið að geta fengið lánaðan göngufélaga með stór eyru, fjórar fætur og stórar tennur. Ekki það að hann Kobbi minn myndi nokkurn tíman gera nokkurri manneskju neitt, enda ljúfur sem lamb. En hann er samt alveg nóg til að maður fái öryggistilfinningu að hafa hann með sér. Ég gekk því í barndóm og fór og spurði hvort "Kobbi mætti koma út að leika". Eitthvað verður maður nú að gera þegar maður er hundlaus.

Annars hefur hann verið skokkfélaginn minn núna undanfarið, ekki veitir af að skella um sig miðjan taumnum og láta hann draga mann í beislinu sínu um allar trissur.

En ég tappaði vel af bloggþörfinni með annálnum mínum, sem er líka bara fínt því að dagarnir hjá mér snúast bara um eitt. Að læra.

Þ.a. þið megið alveg búast við því að ég verði leiðinleg fram að mánaðarmótum. Að minnsta kosti.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jeij, mér fnannst þetta bara skemmtilegt blogg :D

Svo færðu nú eina litla til þess að labba með þér næstu vikurnar. Veit nú samt ekki um öryggistilfinningu með hana en samt hehehe

Nafnlaus sagði...

He he ég hugsaði nú einmitt þegar ég var að byrja að lesa...hvað var hún bara í göngutúr hundlaus en sá fljótt að svo var ekki. Hver er svo Kobbi kallinn?

Unknown sagði...

Hehe ég lít á það sem sóun á göngutúr að vera hundlaus ;)

En Kobbi er hundur Ebbu vinkonu minnar sem býr hérna á sama kollegíi og ég. Ótrúlega þægilegt að geta bætt sér upp sitt eigið tímabundna gæludýraleysi með annara manna dýrum :)

Nafnlaus sagði...

ooo já nauðsynlegt að hafa svona snúbb (hund) með sér þegar maður er að labba!! tala nú ekki um þetta með myrkfælnina, sárvantar svona stóran og sterkan snúbb í sveitina!!
kv Jóna sveitavargur