mánudagur, mars 16, 2009

Proud Mary in da HOUSE !

Já, Proud Mary átti Come Back um helgina... Veit ekki hvort það sé frásögu færandi, eða hvort það sé eitthvað sem á að vera segja frá, allavegana svona opinberlega híhí

Ég allavegana "blastaði" því á netið síðast þegar ég gerði það þ.a. það er klárlega held ég nauðsynlegt að greina frá því aftur.



Allavegana voru Kolla og Elis og Alex í heimsókn hjá okkur Sól hérna um helgina, en Kolla og Alex voru að fara heim í dag og Elis fer heim á morgun. Kollu og Elis held ég að flestir þekki en Alex, já hann Alex, það er sko saga á bakvið hann Alex.

Hann Alex er nefninlega spænskur gigaló sem er á leið á stefnumót heima á klakanum við saklausa unga mær í von um fjölga kyni sínu og skilja eftir erfingja.




Hann reynir eflaust að þrátta fyrir það en þetta fer honum pínu vel


En samt ekki ein vel og Kollu, sem er bara hálf manneskja ef hún hefur ekki Husky sér við hlið

Þessi drengur er einn sá mesti sjéntilmaður sem ég hef kynnst með svoleiðis guðdómlegt skap. Hann millilenti hérna á leið sinni á klakann og átti viðburðarríka tvo daga, en er núna kominn heilu og höldnu í Hrísey.

En allavegana þá vorum við með gesti þ.a. við gerðum eitthvað af þessum hlutum sem maður gerir þegar maður er með gesti, og sérstaklega hundagesti, s.s. kíkja í fínu fínu dýrabúðina hérna inni í Glostrup og versla aðeins (algjörlega nauðsynlegt). Við Elis týndum Kollu í búðinni og þegar við fundum hana var hún búin að koma sér fyrir í húsgagninu sem verður næst keypt inn á hennar heimili. Það ku vera forláta leðursófi handa Neró híhí



Þegar við vorum svo á endanum komin heim með þreyttann og hreinann hund var förinni heitið á Kareoki kvöld á Hananum, sem var skrautlegt og skemmtilegt ! Við þrjú drifum okkur upp á svið og hristum rykið af Tinu Turner töktunum og heilluðum líðinn með fögrum tónum og óviðjafnanlegum töktum !






Danirnir voru ekki lengi að grípa Proud Mary dansinn !


Og ekki vantaði Ebbu og Guðríði á gólfið heldur !
















Sumir voru hressari en aðrir hehe


Og svo fór þetta bara í einhverja vitleysu

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jahérna hér djös gleði hefur þetta verið! Bara Silja Turner!!
Ekkert lítið flottur Husky!
KV Jóna Guðný