Jæja, blessuð bloggþörfin virðist koma og fara, en þar sem að ég er nú komin aftur út þá er komin tími til að rita nokkrar línur hérna fyrir fólkið mitt heima. Annars hef ég soldið verið að velta því fyrir hvort að blessuð fésbókin sé að gera bloggin úrelt. Ég veit að það eru ófáir ættingjar heima sem fylgjast með mér og hvað ég er að gera hérna ein í baunalandinu þar.
Allavegana, þá er blessuð próftörnin liðin og er að bíða eftir einkunum úr öðru prófanna, statistíkin er staðin (vá hvað það er gaman að segja þetta því það sem þetta var LEIÐINLEGT fag, en það small samt) en genatíkin er ekki búin að skila blessaðri einkuninni, en ég veit að það er staðið og með ágætri einkunn líka því ég er búin að sjá lausnina á því prófi. En það skemmtilegasta sem ég hef gert undanfarið er klárlega að fara heim í páskafríinu. Lífið er að verða svo skemmtilegt heima, hestast og hundast og allt að hlýna, vorið að koma. Ekki kanski alveg að dönskum standard, danirnir myndu segja að það væri svakalegur vetur heima, en samt sem íslendingur þá segi ég að það er komið vor heima og allt alveg rétt bráðum að fara að grænka, rétt strax. En þessar tvær vikur sem ég var heima var sko alveg feikinógur tími til að hlaða rafhlöðurnar fyrir þetta "síðasta" úthald. Eyddi ómældum tíma með fjölskyldunni og hestunum og hundunum og vinunum. Endalaust snilld !!!
Já og svo átti ég náttúrulega afmæli á meðan ég var heima, og Valdi minn tveim dögum áður en ég kom heim, þ.a. núna erum við bæði orðin ári eldri og þroskaðri og .... Annars er ég ekki enn orðin þannig að ég sé með móral yfir því hversu gömul ég er. Vonandi kemst ég seint á þann aldur, held að það sé ekki skemmtilegur aldur.
En þegar ég fór að hugsa um það þá missi ég af öllum afmælum þetta árið, árið 2009 verður ekki skemmtilegt hvað afmæli varðar. Missti af afmæli Valda og Dísar, missi af afmæli Flugu, mömmu, Unnars, Möggu og Davíðs. Ekki kúl. Annars skilur Valdi ekki af hverju ég er með þessa "afmælisdellu", kanski er ég bara "afmælisnasisti" :Þ En mér finnst bara að afmæli eigi að vera smá sérstök, get ekkert að því gert. En þá er bara að bæta upp fyrir þetta seinna :)
En núna er ég komin aftur í baunalandið, í góða veðrið, þar sem en bara ansi gott að vera. Garðurinn hjá Ebbu er algjör snilld, stór og rúmgóður, núna afgirtur og hundheldur, bara snilld. Mig langar í stóra íbúð með svona fínum garði hérna líka sem ég get girt af með hundheldri girðingu !
Annars er kjörið tækifæri að sýna ykkur myndir af fína sperrilega litla tittnum mínum sem ég tók þegar við kíktum austur um páskana
Ég held sveimér þá að hann sé meðvitaður um að það sé verið að mynda hann, það sem hann stillir sér upp drengurinn.
Orka að knúsa Valda
Artemis fallegust og fylfull í mýrinni á Álfhólum
Fluga og Dís að fylgjast með hrossunum
En núna hef ég tvo mánuði í baunalandinu, í sól og blíðu, þangað til að ég kem aftur heim á klakann. Samt er mig strax farið að hlakka til að koma heim. En þangað til þá dúlla ég mér bara hérna með litla dýrinu.
föstudagur, apríl 24, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Tu ert alltaf jafndugleg! Finn hesturinn tinn, algert model, med "zoolander" look og alles!
hahahaha þarna komstu með það, héðan í frá kalla ég hann Zoolander !!!!
Mikið áttu falleghross Silja...
flottur zoolander þarna í þúfunum ;)
kv Anna Birna
Takk takk Anna mín :)
Skrifa ummæli