sunnudagur, júlí 19, 2009

Ég er búin að vera í reiðbuxunum síðan ég kom heim

Og ég kann því VEL !

Dagarnir hafa flestir verið með svipuðu móti, mæti eldsnemma í vinnuna, vinn fram á kvöld með skvísurnar mínar með mér, kem heim borða og sef. Ég man ekki hvenær ég fór síðast í venjulegar buxur, eða hafði mig til og gerði mig sæta. En ég er samt sátt, ótrúlega sátt.

Það sem á daga mína hefur drifið undanfarið er m.a. ótrúlega skemtileg hestaferð okkar Albertslunds skvísanna í för með góðum hóp af Hruna-krökkum og nærsveitungum. Ferðin tók allt í allt fjóra daga, og aðeins á kunnulegum slóðum fyrir mig frá gömlum Gullna Hrings dögum hérna í denn. Í ferðinni rifjaðist reyndar upp fyrir mér hversu lofthrædd ég er því vá hvað mér leið illa þegar ég reið meðfram Laxárgljúfrunum, þau eru aðeins of há og hrikaleg ! Myndir úr ferðinni er að finna hér



Leiðarlýsing í stuttu máli var eftirfarandi : Reykjadalur (heima hjá Guðríði) - Jaðar, Jaðar - Svínárnes, (hérna tvöfaldaðist hópurinn) Svínárnes - Helgaskáli, Helgaskáli - Reykjadalur !

En það hefur verið nóg að gera í hestunum, Artemis fæddi folaldið sitt um daginn, undan Aris frá Akureyri, fengum jarpan hest, fallegan og vel bygðan og verður gaman að fylgjast með honum þroskast. Artemis er svo komin undir hest aftur, og í þetta skiptið varð Gaumur frá Auðsholtshjáleigu fyrir valinu. Reyndar ansi miklar líkur á því að það komi aftur jarpt en það er sko ekki verra !

Annars ætlar Þrá Þorra mamma að skjótast undir hest í sumar aftur og hefur væntanlegur biðill verið valinn ! Meira um það síðar. Þ.a. við hjónakornin eigum von á tveimur folöldum næsta sumar, nóg að gera í þessum ræktunarpælingum okkar :)

Ég reyndar upplifði soldið spes um daginn í fyrsta skiptið. Þegar við Valdi fórum að smala mýrina á Álfhólum til að ná í Artemis, þá var ein af uppáhalds merum Söru NÝ köstuð ! Þar kom einnig jarpur hestur sem er albróðir graddans hennar, Dimmis frá Álfhólum.

En hérna eru nokkrar vel valdar af Artemis og nýja folaldinu hennar :)







Annars er ég ekkert að drepast úr orku, þ.a. ég bæti við fleiri fréttum seinna meir :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvad ganga hryssur eiginlega lengi med foløld? Og getur madur "parad" tær hvenær sem er eda "loda tær" eins og hundar... sorry heimskulegar spurningar:)

Unknown sagði...

Þær ganga með í 11 mánuði, "lóða" á 21 dags fresti yfir sumarið minnir mig þ.a. þær taka ekki alltaf og eru yfirleitt hafðar hjá graðhestinum í rúman mánuð eða lengur og svo er sónarskoðað hvort þær séu fylfullar þegar þær eru teknar undan, og ef þær eru ekki fengnar þá eru þær oft lengur eða fara undir annan hest :)