sunnudagur, ágúst 30, 2009

Long time no see

Vegna nánast algers skorts á bloggþörf í nánast allt sumar, þá held ég að það sé kominn tími til að bæta úr því. Svona eins og þið getið gert ykkur í hugarlund gerðist ótrúlega margt í sumar, og hérna er yfirlit yfir helstu atburði:

* Ég vann og vann og vann af mér rassgatið !

* Eyddi fullt af tíma með vinum og vandamönnum !

* Á von á folaldi undan Óm frá Kvistum, krossa fingur upp á að fá meri

* Kláraði meistaratitla á tvo af "mínum" hundum, þær ISShCH African Sauda og ISShCH Ægishjálms Galdra Þrá

* Sýndi Dís ekki í sumar

* Fékk "lítinn" dana í heimsókn og túrhestaðist með hann um landið

* Keypti mér línuskauta, datt á þeim seinna um daginn, braut á mér olnbogann (eða það vilja sumir læknarnir meina), fór á slysó fjórum dögum seinna og fékk gifs, sem á endanum varð svona þetta líka fallega bleikt !

* Fór í eina almennilega göngu, með Kollu, þegar við gengum á Glym (ganga íþróttadeildarinnar yfir Fimmvörðuhálsinn féll niður vegna ógeðslegs veðurs)

* Kláraði sprautu og undirbúnings pakkann fyrir Dís fyrir útflutning, og tók hana með til Danmerkur þar sem hún er núna orðinn formlega baunalands hundur

Ef ég er að gleyma einhverju, þá endilega bendið mér á það !

Annars er þjálfunarbootcampið hjá Dís alveg að hefjast, sumarið sem átti allt að fara í hundafimi/hlýðni/spora/allskonar þjálfun, fór einungis í hesthúsa og smalaþjálfun. Við komum allar saman svo þreyttar heim eftir hvern dag og engin okkar hafði orku til að djöflast eitthvað meira. Annars erum við Dís að bæta upp fyrir þetta núna, erum mikið duglegar að leika okkur og æfa, svo er bara málið að finna sér agility klúbb og svona :)

En skólinn byrjar aftur hjá mér á morgun, mér finnst það frekar spes tilhugsun, því mér finnst sumarfríið hreinlega hafa verið allt of stutt. Það var reyndar eintóm snilld, en allt of stutt engu að síður.

Fyrir áhugasama þá eru fullt af myndum af sumrinu á galleríinu, svona ef ykkur langar að kíkja. Annars ætla ég að fara og ná mér í mat núna, sé ykkur seinna :P

P.S. Since I've had this question more than once now, if im going to blog in english, I promise you im contemplating it :P

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mer finnst allt i lagi ad bida med agilitytjalfun a Dis og taka hana frekar nuna tegar tu ert i DK og hefur tima:) Held ad thu hafir nytt sumarid eins vel og møgulegt er:)
Hlakka til ad lesa bloggfærslur um agilityæfingar i DK