miðvikudagur, nóvember 25, 2009

Foreldrarnir farnir heim

Já, mamma og Unnar eru farin aftur heim. Þau komu síðasta laugardag í heimsókn í fyrsta skiptið til mín í baunalandið. Það er nú skiljanlegt þar sem að ég var ekki beint með aðstæður til þess að taka á móti fullt af gestum í litlu íbúðinni minni en það er vægast sagt auðveldara að taka á móti fólki núna. Svefnsófinn fékk loksins aftur notkun, hefur örugglega verið orðinn soldið einmanna þar sem að ég nánast bjó í honum í 10 mánuði...

En það var vægast sagt æðislegt að hafa þau hérna, fékk smá fjölskylduvítamínsprautu :) Þau komu reyndar færandi hendi með "jól í tösku" fyrir okkur Valda, hangikjöt, laufabrauð, Nóa konfekt og allskonar gúmmelaði. Ég fékk reyndar smá svona "sjokk", ákvörðunin um að vera í baunalandinu um jólin varð öll einhvern vegin raunverulegri. Fyrstu jólin okkar Valda alveg alein. Ég hef hingað til eitt öllum mínum jólum með fjölskyldunni, og finnst skrítið að breyta því, en þetta er kanski partur af því að fullorðnast og verða "stór". Ekki það að ég hef alveg fjandi nóg að gera í lærdómnum um jólin og það stefnir í lærdóms mestu jól fyrr eða síðar. En það hefði nú verið fjandi gott samt að vera heima um jólin, komast í hesthúsið og svona.

En það koma jól eftir þessi jól og við Valdi fáum þá tækifæri til að búa til okkar eigin hefðir. Ég er reyndar soldið föst í því að vilja hafa mínar hefðir, t.d. þegar kemur að matseðlinum á aðfangadag, sjáum til hversu umburðarlyndur Valdi minn verður við mig, ekki það að eina krafan sem hann hefur sett fram hingað er að við höfum truffle-ið hennar tengdó um jólin og ég er sko alveg sátt við það !

Annars var ég að kíkja í svaka góða bók sem ég fékk í jólagjöf einu sinni, Jólahefðir eftir Nönnu Ragnvalds, þ.a. ég á allar helstu jólauppskriftir sem mig vantar. En næst er þá höfuðverkurinn að ákveða hvað verður í jólamatinn, forrétt, aðalrétt og eftirrétt yfir hátíðirnar. Eldamennskuhæfileikar mínir fá aldeilis að finna fyrir því. En núna eru hátíðirnar "á mína ábyrgð" þ.a. það er eins gott að standa undir því :P

Lærdómurinn stendur enn á svipuðu skriði og áður, tók reyndar pásu þessa þrjá daga sem heimsóknin stóð yfir, en ég hef hafist handa við lesturinn aftur. Dagarnir munu því snúast um lestur og útivist með Dís. Við skvísurnar skelltum okkur í hjólatúr í gær og fórum troðnar slóðir, sem við höfum ekki áður farið og dunduðum okkur aðeins við að reyna að villast í skógjinum. Það gekk ekki betur en svo að við römbuðum fram á sérstakt svæði í skógjinum sem er skipulagt sem og ætlað fyrir sporaþjálfun, hvort sem er fyrir einstaklinga eða námskeið.

Ég var klárlega himin lifandi með þetta, en "svekkelsið" kom svo stuttu seinna þegar ég áttaði mig á því að nú hef ég nákvæmlega enga afsökun fyrir því að láta sporaþjálfun liggja á hakanum eins og ég hafði ætlað mér. Þ.a. nú förum við Dís að hafa okkur til við að læra grunninn í spori, hlýðni og hundafimi, allt á nánast sama tíma. En svona ef þið munið það ekki þá ætlum við að kíkja í "pre-school" agility tíma á laugardaginn að öllu eðlilegu.

En svona til að skreyta aðeins þessi myndarlausu blogg mín undanfarið (hef verið hressilega lög við að fara út með myndarvélina með mér, enda kanski ekki alveg fótógeníska umhverfið svona blautt og drullugt), þá er kjörið að skella með mynd sem náðist óvænt af mér og Flugu að spora á Gaddastaðaflötum á Hellu hérna fyrir einhverju síðan.


miðvikudagur, nóvember 18, 2009

hundablogg

Jæja, ef ykkur líkar ekki að lesa hundablogg hjá mér, þá sleppið þessum pósti :P

Og ef ykkur líkar ekki að lesa hundaþjálfunarblogg, ekki heldur lesa þennan póst.

Veit ekki hversu margir eru eftir þá, held eiginlega að ég sé bara að skrifa þetta fyrir mig (og Möggu, sem er líklega ein af fáum sem les enn bloggið mitt), sem er reyndar ágætt því ég get þá lesið það aftur seinna.

Allavegana, hundafimiþjálfun hefur setið aðeins á hakanum þangað til að ég get komist í tæki. Ég reyndar hefði getað komist síðasta laugardag, en fattaði það ekki fyrr en of seint að það hefði verið opinn tími þann daginn. Síðustu opnu tímarnir hafa lennt á prófhelgi, Herning helginni, og svo greinilega síðustu helgi, sem ég hefði komist á hefði ég bara fattað það. En það er svo önnur æfing 28 nóv og við ætlum þangað.

Þangað til hef ég notað göngutúrana okkar til hlýðniþjálfunnar, þá reyndar helst til að kenna henni keppnishæl. Síðan við komum út hef ég verið að grautast í því hægt og rólega og það tók nokkurn tíma fyrir hana að fatta hvað ég var að tala um. Á endanum tók ég með mér fullan vasa af nammi og klikker og klikkaði í hvert skipti sem hún kom að vinstri hliðinni á mér. Það varð til þess að brjóta múrinn og þá fóru hlutirnir loksins að gerast. Eftir það fór hún að bjóða upp á þessa hegðun oftar og oftar og ég gat orðið verðlaunað meira og meira. Ég skipti fljótlega út nammi fyrir dót, og fór að nota stærri og stærri hluta af göngutúrunum til að leika okkur í hlýðni.

Ég var reyndar ekki sátt við að þurfa að nota tvöfalda skipun til að ná fram réttri staðsetningu hjá henni í hælgöngunni, en síðustu daga er ég búin að fjarlægja hana án þess að það hafi komið niður á hælgöngunni hjá henni og ég er himinlifandi með það :) En þegar ég er að tala um tvöfalda skipun þá á ég við að þurfa að halda dótinu við bringu/brjóst/maga til að halda athyglinni hjá hundinum og fá hann til að horfa upp á þjálfarann. Ég veit ekkert ljótara en að sjá fólk gera þetta í keppni því mér finnst þetta alltaf benda til slakrar þjálfunnar og að fólk sé að stytta sér leið. Að halda hendinni uppi í keppni er "loforð" við hundinn að á hverri stundu detti niður nammi, hundur sem er kominn á keppnislevel á ekki að þurfa á þessu að halda, og myndi almennilegur dómari alltaf dæma þjálfarann niður, og jafnvel dæma úr keppni fyrir að vera með tvöfalda skipun allan tímann. Þ.a. ég get með sanni sagt að ég er mjög sátt við að vera búin að ná þessu út þ.a. hún gangi flottan hæl og á meðan ég geng eðlilega og horfi fram.

Automatic sit er komið inn hjá henni líka, sem óvæntur bónus. Það sem er svo næst á dagskrá er að bæta inn beygjum, hraðabreytingum, hægri og vinstri skrefum (sem eru víst hluti af LP I, II og III í danmörku), og innkomu á hæl. Ég er mikið búin að vera pæla hvort ég ætli að nota innkomu krókinn á vinstri hlið, eða hvort hún eigi að koma inn á hægri, fara aftur fyrir mig og koma þannig inn á vinstri hlið. Annars er önnur innkoma á hæl sem hún þarf að kunna líka sem ég hef ekkert æft, s.s. ég sný baki í hana, er að ganga í burtu og hún kemur hlaupandi inn á hæl.

Ég er búin að renna aðeins yfir LP reglurnar hérna (LP er hlýðniprófið hérna í DK) og þær eru soldið öðruvísi en ég er vön, og var ég t.d. að sjá að ég þarf líklega að skipta út hælskipunarorðinu úr Hæll yfir í Plads (sem er skipunin að koma inn á hæl og setjast) og Foot/Fuss sem er skipunin að ganga í hælgöngu. Ég er ekkert rosalega sátt við þurfa að breyta skipuninni af því að því minna sem ég þarf að rugla í hausnum á hundinum því betra. Ég hugsa að ég kíki kanski í einhverja tíma hjá hlýðniþjálfara, t.d. til að fá svör við svona spurningum, og líka til að læra að kenna "scent discrimination" sem ég hef aldrei kennt, því "scent discrimination" er atriði á öllum stigum hérna. Annars hefur netið reynst mér óviðjafnanlegur gagnagrunnur þegar kemur að þjálfun og ég hef lesið greinar og séð myndbönd um hvernig fólk hefur verið að kenna þetta, en ég hugsa að ég þurfi bara að hella mér út í það og rekast á veggi hérn og þar. Þannig hef ég tileinkað mér flestar þær aðferðir sem ég nota til þjálfunar á mínum hundum. Það má því eiginlega segja að ég hafi lært alla mína hundaþjálfun af hundunum mínum, og ég hef verið stórkostlega heppin með hundana mína.

Svo hef ég reyndar hugsað mér að taka BH og BHP próf (s.s. hlýðni og sporaþáttinn, eða jafnvel bara hlýðniþáttinn úr IPO prófunum) en þar er hlýðnin rosalega formúleruð, alltaf eins og þjálfarinn gengur prógrammið án þess að prófstjóri stýri honum þ.a. að því leiti er hún auðveldari í þjálfun því það er auðveldara að undibrúa hundinn undir að hlýðniprógramið sé svona og bara svona og ekki mikið um óvæntar uppákomur. En ég þá kemur að sporinu, á ég að kenna BHP/IPO spor eða á ég að einbeita mér að loftlykt og fara jafnvel út í IPO-R sem er leitarhundavinnupróf innan FCI líkt og IPO, og er verið að keppa í hérna í DK. Ég hef reyndar ekki fundið neinn klúbb nálægt mér sem æfir þetta, hef fundið upplýsingar um keppnir á norður Jótlandi en það hjálpar mér nú varla mikið. En leitarþjálfun er bara alveg ferlega skemmtileg !

Þetta eru miklar hugleiðingar, en ekkert sem ég er að fara að gera á næstunni, nema hlýðnin og hundafimin, því eins og er er það alveg feiki nóg fyrir okkur með mínum skóla.

Það er samt soldið fyndið að pæla í því hversu mismunandi hundar eru, sérstaklega með það hvað þeim finnst skemmtilegast. Flugu finnst fátt skemmtilegra en að hlaupa langt eftir boltanum á fullri ferð, togast á við mig þegar hún kom til baka, á meðan að Dís finnst greinilega skemmtilegra að hlaupa styttri vegalengdir og "veiða" boltann meira, grípa hann á ferð og svona. Veit ekki hvort það er feldurinn eða hvað en hún verður fljótar þreytt þegar ég kasta boltanum langt. Þ.a. ég skipti út bolta í bandi fyrir venjulegan bolta og þá fóru hjólin að rúlla, þá fór hún hraðar að fatta að hælganga væri skemmtileg og við fórum að eyða lengri og lengri tíma í göngutúrum í að leika okkur í hlýðni, hælganga krefst ekki beint flókins búnaðar, staðsetningu eða mikils svæðis, einfaldur göngustígur er meira en nóg.

En já, smá eigingjarn póstur, eiginlega bara fyrir mig því ég veit ekki hver á eftir að nenna að lesa hann, en það er ekki hægt að segja að ég hafi ekki varað ykkur við :)

þriðjudagur, nóvember 10, 2009

tvö blogg á mánuði

Ætlar að vera hámarkið mitt, einhverra hluta vegna. Reyndar var andgiftin ekkert að drífa sig í heimsókn til mín á prófatímabilinu en þar sem því er lokið í bili þá er kanski kominn tími til að skella hérna inn nokkrum línum.

Það er svosem kanski ekki frá svo miklu að segja, lífið gengur sinn vanagang hérna og við höfum okkar rútínu sem byggir á lærdóm, lærdóm og svo aðeins meiri lærdóm. Svo förum við Dís í göngutúr á hverjum degi, og yfirleitt tvo, en það er misjafnt hvort einhverjir fylgi okkur eða ekki. Annars er ég búin að fá að vita niðurstöðu úr öðru prófinu sem ég var í, anvendt genatik, sem er eiginlega ræktunar genatík. Skemmtilega áhugaverður kúrs um notkun á ræktunaraðferðum í ræktun á húsdýrum og þess háttar. Prófið var munnlegt og dróg ég ræktun hrossa og kinda og náði að blaðra mig hressilega í gegnum það út frá ræktun á íslenskum hrossum. Niðurstaðan varð svo staðin, þar sem að þetta er einkunnarlaust próf.

Í fyrsta skiptið á æfinni héldum við Valdi upp á Halloween, þ.e.a.s. í þeim skilningi að við fórum í Halloween partý hjá Ebbu og Indriða. Ebba og Guðríður voru búnar að skreyta íbúðina hjá Ebbu "fyrir allan peninginn" og allt leit geðveikislega vel út. Ég var búin að möndlast með búninga handa okkur Valda og við enduðum á því að fara svona.


(fyrir þá sem ekki sjá þá er ég kúrekastelpa og Valdi Scream morðinginn)

Annars hef ég svosem helling sem ég get kjaftað um hundalega séð. Ég skráði Dís á hundasýningu í Herning, þetta var tvöföld sýning og var Dansk Winner sýning á sunnudeginum. Ég kom nokkuð sátt heim, með tvær VG einkunnir í vasanum (hefði alveg viljað fá EX en hún þarf að þroskast aðeins meira) og ótrúlega sátt við hvað Dís sýndi sig fínt og lét það ekkert á sig fá að hanga þarna með mér báða daganna innan um 3500 hunda hvorn daginn í 7 risastórum höllum. Ég er enn ekki búin að átta mig á stærðinni á þessu svæði þar sem við náðum ekki einu sinni að fara inn í allar hallirnar og vorum að ramba inn á nýja staði til að næra okkur á allt fram á síðustu stundu.

En já, dómarnir sem við fengum voru eftirfarandi:

Laugardagur - Dómari: Jörgen Hindse
Stor, middelkraftig, feminin, lidt spinkel underkæbe, god skalle, god öjne og örer, ryggen savner den sidste stramhed, passende benstemmer, passende krop, god pels, træder snævert bag, beveger sig med god skridt, men ryggen giver efter

Sunnudagur - Dómari: Elina Tan-Hietalahti
Trævligt temperement, feminin, bra hoved, udrtyk, örer, bra krop for sin alder, hun rörer sig med meget korte rörelser bagtil, bra hårkvalitet, bra farve

s.s. ágætis dómar. Mér finnst reyndar endalaust fyndið að tveir dómarar skuli segja alveg sitt hvorn hlutinn um hreyfingarnar í henni með tvo daga í röð. En Jörgen Hindse, sem er að mínu mati fjandi góður dómari, var ferlega fyndinn með það að taka eftir því að önnur vígtönninn á henni í neðri kjálka snerti efri góm og sagði mér að ég þyrfti að fylgjast með þessu ef hún fengi særindi undan henni, þ.a.l. kom "lidt spinkel underkæbe" kommentið. Annars var ég alveg við það að missa andlitið við að horfa á það hversu ógeðslega mikið fólk var að grooma hundana sína þarna, poodle groomer hefði verið sáttur við tímann sem fór í að gera hundana ready fyrir hringinn... Ekki alveg minn tebolli.

En helgin fór ekki bara í hundasýningar heldur naut ég líka félagsskapar minna yndislegu "tvíbura", þar sem Elli kom til DK til að fara á sýninguna og Kolla renndi með okkur til Herning. Við skelltum okkur í bílaleigubíl og vorum í samfloti með Eddu og Ívari um sumarhús rétt fyrir utan Herning, og ég hefði sko klárlega verið til í að skipta og búa í þessu sumarhúsi. Það var risastórt og einstaklega hundvænt í þvílíkt sætri sveit. Helgin var í einu orði sagt æðisleg og hana þarf klárlega að endurtaka einhvern daginn.

En núna erum við aftur komin í rútínu, aðeins öðruvísi rútínu reyndar þar sem að ég er heima allan daginn að læra undir próf. Ég er í upplestrarfríi út janúarog hef þrjá mánuði til að læra allt um anatómíu, embriologiu og histologiu. Við Dís ætlum að dunda okkur við það líka að læra meiri keppnis hlýðni og jafnvel að reyna að koma okkur í hundafimi. Ég er að íhuga að setja sýningar á smá pásu í bili þangað til að hún er búin að þroskast aðeins meira og nota tímann frekar í að leika okkur í hundafimi. Okkur finnst það báðum mjög gott plan ! Ekki það að næsta sýning er hvort eð er ekki fyrr en í lok janúar :P Annars var alltaf planið hjá mér að skrá hana á World Dog Show í Herning DK í júní 2010, en miðað við hvað hún var feldLAUS síðasta sumar þá ætla ég allavegana að hinkra með að taka ákvörðun um það hvort við mætum eða ekki.

Annars verð ég að játa það að ég er að kafna mig langar svo mikið á hestbak. Það var reyndar kostur að ég gat eytt öllu sumrinu mínu á hestbaki, þ.a. ég er skárri en ég hefði annars verið, en ég myndi sko ekki kvarta ef ég kæmist í reiðtúr í stóra stóra skógjinum okkar hérna. Valdi er reyndar líklega komin með einhverja smá vinnu við að þjálfa íslenskan hest hérna í skógjinum og við skulum sjá til hvort ég nái ekki að laumast eitthvað á bak þar líka, vá hvað það væri gott plan !