Jæja, ef ykkur líkar ekki að lesa hundablogg hjá mér, þá sleppið þessum pósti :P
Og ef ykkur líkar ekki að lesa hundaþjálfunarblogg, ekki heldur lesa þennan póst.
Veit ekki hversu margir eru eftir þá, held eiginlega að ég sé bara að skrifa þetta fyrir mig (og Möggu, sem er líklega ein af fáum sem les enn bloggið mitt), sem er reyndar ágætt því ég get þá lesið það aftur seinna.
Allavegana, hundafimiþjálfun hefur setið aðeins á hakanum þangað til að ég get komist í tæki. Ég reyndar hefði getað komist síðasta laugardag, en fattaði það ekki fyrr en of seint að það hefði verið opinn tími þann daginn. Síðustu opnu tímarnir hafa lennt á prófhelgi, Herning helginni, og svo greinilega síðustu helgi, sem ég hefði komist á hefði ég bara fattað það. En það er svo önnur æfing 28 nóv og við ætlum þangað.
Þangað til hef ég notað göngutúrana okkar til hlýðniþjálfunnar, þá reyndar helst til að kenna henni keppnishæl. Síðan við komum út hef ég verið að grautast í því hægt og rólega og það tók nokkurn tíma fyrir hana að fatta hvað ég var að tala um. Á endanum tók ég með mér fullan vasa af nammi og klikker og klikkaði í hvert skipti sem hún kom að vinstri hliðinni á mér. Það varð til þess að brjóta múrinn og þá fóru hlutirnir loksins að gerast. Eftir það fór hún að bjóða upp á þessa hegðun oftar og oftar og ég gat orðið verðlaunað meira og meira. Ég skipti fljótlega út nammi fyrir dót, og fór að nota stærri og stærri hluta af göngutúrunum til að leika okkur í hlýðni.
Ég var reyndar ekki sátt við að þurfa að nota tvöfalda skipun til að ná fram réttri staðsetningu hjá henni í hælgöngunni, en síðustu daga er ég búin að fjarlægja hana án þess að það hafi komið niður á hælgöngunni hjá henni og ég er himinlifandi með það :) En þegar ég er að tala um tvöfalda skipun þá á ég við að þurfa að halda dótinu við bringu/brjóst/maga til að halda athyglinni hjá hundinum og fá hann til að horfa upp á þjálfarann. Ég veit ekkert ljótara en að sjá fólk gera þetta í keppni því mér finnst þetta alltaf benda til slakrar þjálfunnar og að fólk sé að stytta sér leið. Að halda hendinni uppi í keppni er "loforð" við hundinn að á hverri stundu detti niður nammi, hundur sem er kominn á keppnislevel á ekki að þurfa á þessu að halda, og myndi almennilegur dómari alltaf dæma þjálfarann niður, og jafnvel dæma úr keppni fyrir að vera með tvöfalda skipun allan tímann. Þ.a. ég get með sanni sagt að ég er mjög sátt við að vera búin að ná þessu út þ.a. hún gangi flottan hæl og á meðan ég geng eðlilega og horfi fram.
Automatic sit er komið inn hjá henni líka, sem óvæntur bónus. Það sem er svo næst á dagskrá er að bæta inn beygjum, hraðabreytingum, hægri og vinstri skrefum (sem eru víst hluti af LP I, II og III í danmörku), og innkomu á hæl. Ég er mikið búin að vera pæla hvort ég ætli að nota innkomu krókinn á vinstri hlið, eða hvort hún eigi að koma inn á hægri, fara aftur fyrir mig og koma þannig inn á vinstri hlið. Annars er önnur innkoma á hæl sem hún þarf að kunna líka sem ég hef ekkert æft, s.s. ég sný baki í hana, er að ganga í burtu og hún kemur hlaupandi inn á hæl.
Ég er búin að renna aðeins yfir LP reglurnar hérna (LP er hlýðniprófið hérna í DK) og þær eru soldið öðruvísi en ég er vön, og var ég t.d. að sjá að ég þarf líklega að skipta út hælskipunarorðinu úr Hæll yfir í Plads (sem er skipunin að koma inn á hæl og setjast) og Foot/Fuss sem er skipunin að ganga í hælgöngu. Ég er ekkert rosalega sátt við þurfa að breyta skipuninni af því að því minna sem ég þarf að rugla í hausnum á hundinum því betra. Ég hugsa að ég kíki kanski í einhverja tíma hjá hlýðniþjálfara, t.d. til að fá svör við svona spurningum, og líka til að læra að kenna "scent discrimination" sem ég hef aldrei kennt, því "scent discrimination" er atriði á öllum stigum hérna. Annars hefur netið reynst mér óviðjafnanlegur gagnagrunnur þegar kemur að þjálfun og ég hef lesið greinar og séð myndbönd um hvernig fólk hefur verið að kenna þetta, en ég hugsa að ég þurfi bara að hella mér út í það og rekast á veggi hérn og þar. Þannig hef ég tileinkað mér flestar þær aðferðir sem ég nota til þjálfunar á mínum hundum. Það má því eiginlega segja að ég hafi lært alla mína hundaþjálfun af hundunum mínum, og ég hef verið stórkostlega heppin með hundana mína.
Svo hef ég reyndar hugsað mér að taka BH og BHP próf (s.s. hlýðni og sporaþáttinn, eða jafnvel bara hlýðniþáttinn úr IPO prófunum) en þar er hlýðnin rosalega formúleruð, alltaf eins og þjálfarinn gengur prógrammið án þess að prófstjóri stýri honum þ.a. að því leiti er hún auðveldari í þjálfun því það er auðveldara að undibrúa hundinn undir að hlýðniprógramið sé svona og bara svona og ekki mikið um óvæntar uppákomur. En ég þá kemur að sporinu, á ég að kenna BHP/IPO spor eða á ég að einbeita mér að loftlykt og fara jafnvel út í IPO-R sem er leitarhundavinnupróf innan FCI líkt og IPO, og er verið að keppa í hérna í DK. Ég hef reyndar ekki fundið neinn klúbb nálægt mér sem æfir þetta, hef fundið upplýsingar um keppnir á norður Jótlandi en það hjálpar mér nú varla mikið. En leitarþjálfun er bara alveg ferlega skemmtileg !
Þetta eru miklar hugleiðingar, en ekkert sem ég er að fara að gera á næstunni, nema hlýðnin og hundafimin, því eins og er er það alveg feiki nóg fyrir okkur með mínum skóla.
Það er samt soldið fyndið að pæla í því hversu mismunandi hundar eru, sérstaklega með það hvað þeim finnst skemmtilegast. Flugu finnst fátt skemmtilegra en að hlaupa langt eftir boltanum á fullri ferð, togast á við mig þegar hún kom til baka, á meðan að Dís finnst greinilega skemmtilegra að hlaupa styttri vegalengdir og "veiða" boltann meira, grípa hann á ferð og svona. Veit ekki hvort það er feldurinn eða hvað en hún verður fljótar þreytt þegar ég kasta boltanum langt. Þ.a. ég skipti út bolta í bandi fyrir venjulegan bolta og þá fóru hjólin að rúlla, þá fór hún hraðar að fatta að hælganga væri skemmtileg og við fórum að eyða lengri og lengri tíma í göngutúrum í að leika okkur í hlýðni, hælganga krefst ekki beint flókins búnaðar, staðsetningu eða mikils svæðis, einfaldur göngustígur er meira en nóg.
En já, smá eigingjarn póstur, eiginlega bara fyrir mig því ég veit ekki hver á eftir að nenna að lesa hann, en það er ekki hægt að segja að ég hafi ekki varað ykkur við :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Eg las alveg i gegn! Mjøg frædandi tho eg geti ekki hjalpad ther i hvernig hlydni eda sport thu ættir ad demba ther ut i:)
Mig langar svo ad geta kennt einhverjum hundinum minum svona eg er bara svo hrædilega omøguleg thegar kemur ad bara almennri hlydni, minir kunna ekki einu sinni ad sitja eda liggja a skipun (ok Joey kann bædi, og Ninja kann svona nokkurn veginn ad sitja).
Alltaf thegar eg fer ad reyna ad gera eitthvad svona hlydni dæmi tha verd eg tom i hausnum og thratt fyrir ad hafa lesid ymislegt um hlydni og mismunandi adferdir vid ad kenna thad tha dettur allt ut thegar eg ætla loksins ad gera eitthvad.
Eg er hinsvegar med spurningu, hvernig kenni eg hundi ad labba fyrir framan mig? Flest allir minir fara fyrir framan mig eda eru vid hlidina a mer en Ninja er alltaf bak vid mig og eiginlega alveg ofan i fotunum a mer, ef eg passa mig ekki tha myndi eg hreinlega detta.. hun ELSKAR ad fara i gøngutura og vælir vid hurdina thegar eg tek adra hunda en hana en hun er ALLTAF bak vid mig og thad er otholandi.. og ljott ef eg ætla ad taka hana a syningu thvi domarinn ser ekkert thvi hun er bara oni mer...
-Nu stoppa eg, thetta komment var næstum eins og heilt blogg:)
frábært comment, næstum heilt blogg ! :)
En já, ef þú villt fá Ninju fram fyrir þig þá myndi ég nota smá quality time með henni einni, ef hún hangir svona í löppunum á þér þá er það líklega merki um smá óöryggi hjá henni. Til að fá hana framfyrir þig þá myndi ég hreinlega setja skipun á það og helst tengja hana við sýningartauminn hennar. Fá Nick til að standa fyrir framan þig og kalla á hana og trítla á eftir henni þegar hún hleypur til hans, eða nota dót eða nammi/mat til að senda hana á undan þér. Svo þegar hún er vön, þá lengja vegalengdina og styrkja skipunina, sem gæti t.d. verið "sýna" eða eitthvað álíka. Ég nota "sýna" á Dís, kenndi henni þetta núna fyrir Herning, því ég vill fá hana fyrir framan mig þegar hún hleypur, en það var soldið auðveldara fyrir mig því hún er vön að skokka með hjóli í beisli á undan mér. En annars er nú átak að þjálfa svona marga hunda eins og þú ert með, mér finnst það bara snilld t.d. að þú skulir coursa með hundana þína :)
ok takk, eg er reyndar ekki buin ad fara neitt nanast a racing herna med hundana.. thad eru ekki neinar coursing æfingar og racing er natturulega ad hlaupa i hring og thegar madur er ad byrja med hunda tha tekur madur audvitad hringinn i pørtum og eg get ekki verid ad sleppa hundunum og taka a moti og Nick hefur ekki komist med mer.. frekar leidinlegt.
Eg var ad spa i ad byrja ad æfa agility med Ninju, hun er alveg typan i thad, gerir allt fyrir nammi ef eg kynni bara ad lata hana gera eitthvad, hun er alveg klikkad nammisjuk (eins og mamma sin hahaha).
Nick er i frii nuna fram a manudag thannig ad kannski ef vedrid verdur betra og ekki svona mikill vindur, eda rigning ad vid getum æft thetta adeins:)
úpps, ég ætlaði nú bara að þakka fyrir skemmtilegan tíma í Herning og hrósa hundablogginu þínu sem ég les reglulega :)
kveðja
Guðbjörg, Askur og Frosti
Jæja þá :P fyrir ykkur tvær ;)
Annars var rosa gaman að hitta ykkur í Herning, það gerist kanski aftur seinna ?? ;)
Margrét.... Hvernig væri að fara kenna Casper eitthvað. Hann er nú snilldar kandidat í svoleiðis :) Púðlarnir hreint elska að læra eitthvað nýtt!
Skrifa ummæli