Hundafimi tíminn okkar Dísar var afar skemmtilegur, eins og við var að búast. Ég var búin að skoða hvaða leiðir ég hefði til að komast fram og til baka á netinu og búin að ákveða hvaða strætóa við ætluðum að taka og við vorum mættar á réttum tíma út á strætóstoppistöðina. Nema hvað að strætóinn var með allt aðra áætlun sem hann var að keyra eftir en þá sem netið hafði sýnt þ.a. hefðum við beðið eftir honum hefðum við orðið allt of seinar. Ég stökk því heim og náði í hjólið og við hjóluðum yfir í næsta bæ, einhverja 6 kílómetra, og römbuðum beint á réttan stað eiginlega alveg óvart. Æfingin var haldin á opnu túni umvöfnu umferðargötum á 3 vegu, þegar við komum á staðinn var verið að tína tækin út úr frekar skemmtilegri lítilli rútu sem er sér útbúin til að ferja tækin þeirra. Við komum okkur fyrir og hjálpuðum til og fórum svo að leika okkur í einföldum göngum og hoppum.
Hún hefur greinilega ekki gleymt því hvað göng eru, því það var eiginlega eina tækið sem ég var búin að kenna henni þegar hún var hvolpur. Hoppin voru meira áhugaverð þar sem að hún fór stundum yfir, stundum undir og stundum framhjá, allt eftir því hvað henni datt í hug akkúrat þá. Annars stóð hún sig svaka vel, hafði allan sinn áhuga á mér og dótinu. Annars var ég að rifja það upp í huganum hvernig Fluga var þegar við mættum saman í fyrsta skiptið, hún var reyndar ansi lofandi í fyrstu skiptin en ég man samt svo greinilega tímann þegar hún fór almennilega úr "handler fokus" of yfir í "obsticle fokus" og fór að hlaupa á alvöru hraða. Annars var ég aðeins að skoða hina hundana sem voru að æfa þarna, því það var alveg slatti af keppnisfærum hundum sem fólk var að æfa með, og eiginlega bara við Dís og eitt annað par sem "byrjendur". Þeir voru fjandi góðir, flestir voru með einhverja stop hegðun á endanum á brúnni og vefin voru ansi góð, en það var sett um með "guide wires" eða neti á alla kanta. Tækin þeirra eru mjög góð, allt öðruvísi en við eigum heima, en ansi góð engu að síður, nema að ég væri til í að vera með meira "sveigjanlegar" stangir í vefinu til að fá þéttari hreyfingu og hraðara vef hjá stóru hundunum. En að lokinni æfingunni hjóluðum við heim aftur sömu leið, þ.a. á einum degi hljóp hún 12 km og gormaðist 2 tíma í hundafimi, og hún flatmagaði í bælunum sínum fram eftir degi, þreytt og sátt.
En jólin nálgast víst, svo er mér sagt, þ.a. ég er búin að vera að lauma inn einum og einum jólahlut inn í íbúðina, jólarós og aðventukrans og svona, en ég er ekki alveg að finna almennilegar ljósaseríur. En það kemur, ég hlít að finna þær einhversstaðar. Annars er voða lítið annað í fréttum nema bara lærdómur, lærdómur og meiri lærdómur, spennandi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Heyrdu eg var ad hugsa i dag ad eg get kannski komid ther i samband vid hestafolk ef thu vilt. A hunda med einum sem er i hestunum a fullu, ad rækta og thjalfa og i dressur eda eitthvad alika, hann byr i Nåvlinge (æ thetta a ad vera a med 2 bollum) thannig ad ef thu ert alveg ad farast thig vantar svo ad fara a bak, tha a hann abyggilega einhverja hesta sem vilja fara i reidtur, eda hann getur kannski kynnt ykkur fyrir e-u hestafolki.. en hann er ekki med islenska hesta samt..
hehe svaka hreyfing fyrir skottuna 12 km hlaup og 2 tíma fimi :)
gaman að lesa og fylgjast með þér.
Hæhó, á eitthvað að koma heim yfir jólin?
En mikið er ég ánægð með litlu Dísina okkar :D
Já Magga, það er alveg pæling að prófa að komast eitthvað á svona stóra gobba, það er samt ekki eins að ríða þeim eins og íslendingum.
Og Dóra mín, ég kem ekki heim um jólin ;) ég verð í baunalandinu með kallinn og hundinn og held jólin hérna. Þú þarft að lesa meira af blogginu mínu :Þ
Skrifa ummæli