mánudagur, maí 17, 2010

Svíf um á bleiku skýi

Allan daginn, alla daga. Ef maður ætti að skýra þetta eitthvað þá myndi ég líklega kallast að vera sveimhugi. Bleika skýið mitt er yfirleitt stórt og rúmgott og rosalega gott að vera þar. Ég hef verið svona eins lengi og ég man eftir mér, ég var ekki gömul þegar ég var farin að láta mig dreyma um alls konar hluti sem ég átti ekki (sem í flestum tilfellum voru gæludýr) en það er alveg merkilegt hversu mikið af þessu hefur orðið að raunveruleika. Þegar ég var lítil lét ég mig dreyma um að eignast hund, það varð að veruleika þegar Kátína kom inn á heimilið, sem unglingur lét ég mig dreyma um að keppa á Lansdmóti, sem aftur varð að veruleika árið 2000, sem ungmenni lét ég mig svo dreyma um að læra dýralækningar og búa í útlöndum og eyða mínum aukatíma í að horfa á Animal Planet og leika við hundinn minn. Allt hefur þetta orðið að veruleika.

Ég lít á það að geta látið sig dreyma, og dreyma stórt, sem hæfileika. Allar hugmyndir byrja sem draumur, svo fer maður útfrá því að skoða hvernig maður getur látið drauminn verða að veruleika. Það gerir það að verkum að maður lætur sig samt stanslaust dreyma stærra og maður teygir sig lengra og lengra í átt að stærri og stærri markmiðum. Hingað til hafa mín markmið ekki verið stærri en ég sjálf og ekki verið það fjarstæð að ég hafi ekki getað náð þeim á endanum. Þetta náttúrulega þýddi það að ég var orðin 25 ára þegar ég loksins tók ákvörðunina um að endanlega henda mér út í stærstu ákvörðun lífs mín, sem var að reyna að komast í dýralæknanám og verða dýralæknir, en ég sko sé alls ekki eftir því og ég held að þetta hafi án efa verið ein besta ákvörðun lífs míns.

Ég skal ekkert segja um það aftur á móti hvernig er að búa með svona sveimhuga eins og mér, en sem betur fer leiddu draumarnir mínir mig að mínum fullkomna maka (ég var sko með lista af kröfum sem maðurinn minn þyrfti að uppfylla, ekkert skrítið að ég haldi fast í hann Valda minn). En þetta þýðir líka að fjölskyldan mín situr soldið uppi með draumana mína sem þau hafa reyndar höndlað vel þar sem að margir af þeim hafa alveg samræmst áhugamálum fjölskyldunnar.

Þessu fylgir reyndar líka ákveðinn ókostur. Ég er alltaf að gera plön. Ég er alltaf að plana það hvernig ég á að stefna að því að láta draumana mína sem sveima í kollinum á mér núna, rætast. Það hefur hjálpað mér mikið áður fyrr að skrifa niður þessi plön mín eða væntingar og þá hef ég alltaf náð einhverri svona stóískri ró, þegar maður nær að forma fyrir sjálfum sér hvað það er sem mann langar. Núna er ég t.d. með ákveðin plön í hausnum á mér sem ég er hægt og rólega að komast nær og nær en hvort mér takist það veit ég ekki. Flest þessi plön snúa að hundum í augnablikinu þar sem mín hestaplön ganga útá mögulegar stóðhestapælingar til að eiga einhvern áhugaverðan efnivið þegar ég svo loksins fer heim aftur. En aftur að hundaplönunum mínum, þá var ég að uppgötva um daginn að mestar líkur eru á því að ég verði bara fjögur ár í viðbót hérna úti. Bara fjögur ár til þess að ná öllum mínum hundaplönum, sem eru sko ófá. Þannig að nú spyr ég, eru fjögur ár nóg til þess að komast með hund inná Heimsmeistaramótið í hundafimi ?? Eins og maður segir á góðri útlensku : " Only time will tell..."

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eg thekki thetta vel med draumana og ad plana og plana og plana:)
Eg held ad thu ættir alveg ad na ad thjalfa Dis upp i ad keppa a heimsmeistaramoti, thu ert med mikla reynslu i ad thjalfa og vera i hundafimi, bjost bara i vitlausu landi til ad geta farid a thetta level.
En "bara" 4 ar i vidbot i DK, kannski verdur thu ad fara i framhald einhverstadar til ad na nyjum plønum sem thu att eflaust eftir ad koma med eftir thvi sem timinn lidur:)

Anna Birna sagði...

endilega elta drauma sína Silja..
Þú ert frábær þjálfari og hlaupari í hundafimi ; )
Svo geturu komið og sagt okkur hinum aulunum hvernig þetta var ; )

Unknown sagði...

Bara að skilja eftir spor, alltaf svo gaman að lesa bloggið þitt
Guðbjörg, Askur og Frosti

Unknown sagði...

Nohh, og ég sem hélt að það væru allir hættir að lesa bloggið mitt :P

Annars vantar mig bara pet passa á íslandi, þá get ég gert allskonar hundaplön það sem eftir er og farið út um allan heim að keppa !!! :P

Unknown sagði...

Ohhh... hvernig væri að plönin þín snerust um að koma petpassa í gagnið á Íslandi?? :D