þriðjudagur, mars 28, 2006

Blesi litli farinn...

Á Kanastaði, Leó Geir ætlar að þjálfa hann og svo skulum við sjá hvernig honum gengur í kynbótadóm. Kanski (vonandi) kemst hann inn á landsmót, það væri nú gaman !

Ég fór með hann til Helga dýralæknis í gær til að spattmynda hann (spatt í afturfótum á hrossum getuvr verið mikið vandamál líkt og mjaðmalos hjá hundum) og viti menn, hann var alveg hreinn, sást ekkkert að honum og hann fær einkunina frír ! Gleði gleði, eintóm gleði !

Aðal vesenið var hvað það var ógeðslegt veður á leiðinni, þvílíkt rok á heiðinni og á Selfossi gat maður varla staðið í lappirnar, ógeðslegt ! En við vorum vel útbúin þ.a. allt gekk vel, við komum svo til baka með annan fola til þjálfunar, þ.a. Valdi hafi eitthvað að gera :)

En Blesi er núna farin í sveitina, sem gefur okkur ástæðu til að kíkja þangað oftar og það er sko ekki verra :)

mánudagur, mars 27, 2006

Kvennatölt og helgin á hvolfi

Jæja, það er orðið aðeins of langt síðan ég hef eitthvað látið heyra í mér. Helgin er búin að vera vægast sagt á hvolfi hjá mér, allt of mikið að gera þessa dagana. Um daginn lét ég Jónu draga mig í mótanefnd Andvara, og við vorum að halda fyrsta mótið síðasta föstudag, þ.e. kvennatölt Andvara. *note to self* muna að vera með hitaofn næst þegar ég er að sjá um tölvukerfið! Mér var orðið svo kalt á tímabili að ég var hætt að geta pikkað á tölvuna einkunnir hestanna sem voru að keppa, ekki gott mál ! Ég var lengi lengi lengi að ná í mig hitanum almennilega aftur, en það bætti nú úr skák að hafa stóran hitabangsa með mér í rúminu :Þ

Laugardagurinn var undarlegur, það var brjálað að gera í vinnunni, ég vann lengi og fór svo upp í hesthús á eftir og var ekki komin heim fyrr en um 10 leitið alveg úrvinda, dagurinn í dag var svipaður, mikið að gera í vinnunni, fór svo í fermingarveislu og át næstum því á mig gat en náði þó sem betur fer að hafa aðeins smá stjórn á mér...

anyhow, later, og já endilega kommenta, er svona búin að reyna að vera duglegri við það hjá öðrum líka. Það er alltaf gaman að sjá hverjir eru að stoppa við :D

þriðjudagur, mars 07, 2006

Helgin búin

og ég kvefuð :S

Annars var helgin ágæt, sýningin góð og ég var ánægð með að sjá hunda í sætum í BIS sem eru ekki venjulega alltaf að vinna, held t.d. að núna hafi í fyrsta skiptið border terrier náð sæti, og svo var whippet tíkin alveg gorgeus ! En í þessum töluðu orðum þá liggur lítið hvolpaskott við hliðina á mér, sofandi. Þessi litla tík er undan Töru, sem ég hef verið að sýna, og hún verður hérna þangað til að ég er búin að finna handa henni heimili. Hún er búin að vera svo róleg, svaf í búrinu alla nóttina án þess að það heyrðist píp, ekkert búin að pissa inni enn, en við skulun nú bíða og sjá til. Fluga er reyndar ekki alveg fullkomlega sátt við gestinn og langar helst ekkert að tala við hana. Ef einhver veit um flott heimili fyrir springer skottuna þá má hann endilega láta mig vita :D

föstudagur, mars 03, 2006

Hundasýning

Um helgina, Díses hvað tíminn líður hratt. Svo förum við fjölskyldan með tvö hross í forskoðun kynbótahrossa á morgun, gaman að sjá hvað kemur úr því. En jæja, ég kem líklega með sýningarblogg um helgina. Þangað til næst.
Silja