þriðjudagur, mars 07, 2006

Helgin búin

og ég kvefuð :S

Annars var helgin ágæt, sýningin góð og ég var ánægð með að sjá hunda í sætum í BIS sem eru ekki venjulega alltaf að vinna, held t.d. að núna hafi í fyrsta skiptið border terrier náð sæti, og svo var whippet tíkin alveg gorgeus ! En í þessum töluðu orðum þá liggur lítið hvolpaskott við hliðina á mér, sofandi. Þessi litla tík er undan Töru, sem ég hef verið að sýna, og hún verður hérna þangað til að ég er búin að finna handa henni heimili. Hún er búin að vera svo róleg, svaf í búrinu alla nóttina án þess að það heyrðist píp, ekkert búin að pissa inni enn, en við skulun nú bíða og sjá til. Fluga er reyndar ekki alveg fullkomlega sátt við gestinn og langar helst ekkert að tala við hana. Ef einhver veit um flott heimili fyrir springer skottuna þá má hann endilega láta mig vita :D

Engin ummæli: