föstudagur, apríl 28, 2006

er alveg að fara að verða búin að lesa yfir mig

en smá léttleiki í tilefni dagsins, stal þessu

Að bera fé: Afklæða kind (eða að halda á kind)
Aflafé: Kindur sem stunda veiðiskap
Áhættufé: Fífldjarfar sauðkindur
Eigið fé: Kindur sem maður á sjálfur
Fégirnd: Afbrigðileg kynhneygð (Að girnast sauðfé)
Fégræðgi: Að vera einstaklega sólginn í sauðaket
Féhirðir: Smali
Félag: Lag sem samið er um sauðfé
Félagi: Sá sem leggur lag sitt við sauðfé
Félegur: Eins og sauður
Féleysi: Þegar skorið hefur verið niður vegna riðuveiki
Fjárdráttur: Samræði við kind
Fjárhagur: Einhver sem er afar laginn við sauðfé
Fjárhirslur: Geymslur fyrir sauðfé
Fjárlög: Mörg lög sem samin eru um sauðfé
Fjármagn: Þegar margar ær koma saman
Fjármál: Tungumál sauðkinda/jarm
Fjármálaráðherra: Yfirsmali
Fjármunir: Lausamunir í eigu sauðkinda
Fjárnám: Skóli fyrir kindur
Fjárplógsstarfsemi: Jarðyrkja þar sem sauðfé er beytt fyrir plóg
Fjársöfnun: Smalamennska
Fjárútlát: Þegar ærnar eru settar út á vorin
Fjárvarsla: Það að geyma kindur
Fjárveitingar: Þegar boðið er upp á sauðket í matarboðum
Fjáröflun: Smalamennska
Fundið fé: Kindur sem búið er að smala
Glatað fé: Fé sem ekki hefur komið aftur af fjalli
Grímsá: Kind í eigu Gríms
Handbært fé frá rekstri: Kindur sem menn hafa gefist upp á að reka og ákveðið að bera á höndum sér
Hlutafé: Súpukjöt
Langá: Einstaklega löng kind
Lausafé: Kindur sem eru lausar á afréttinum
Norðurá: Kind að norðan
Opnibert fé: Kindur í eigu ríkisins
Sauðburður: Þegar handbærar kindur eru bornar að á milli staða
Sparifé: Kindur sem ekki eru notaðar hversdags
Stofnfé: Fyrstu kindurnar sem maður eignast
Tryggingafé: Öruggt sauðfé
Veltufé: Afvelta kindur
Þjórfé: Drykkfelldar ær
Þverá: Þrjósk kind
Fjárvana: að vana hrúta


og þá er það meiri lestur ...

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Páskarnir búnir

og lífið byrjað aftur. Ég átti góða páska, búin að gera helling og bara gaman. Var að vinna á Skírdag, og allt brjálað að gera ! Svo fórum við í bíltúr á föstudaginn, kíktum upp í Mýrarkot á hestana okkar, allir í góðum gír. Svo héldum við áfram smá hring og enduðum á því að kíkja á Blesastaði, og þar hitti Fluga mömmu sína sem hún hefur ekki séð í mörg ár. En ég fer ekki af því að hún vissi að Svala væri mamma sín, því ég hef aldrei séð hana lúffa svona fyrir öðrum hundi, en það er alveg á hreinu hvaðan gribban í Flugu litlu kemur, mamma hennar er eins :Þ
Ég ákvað að taka nokkrar myndir af Svölu litlu, sem er að verða 10 ára (og það sést sko ekki á henni, eldist greinilega jafn vel og Fluga mín) því ég átti aldrei neinar almennilegar, en þar sem ég hafði bara símann minn sem hefur eiginlega ekkert zoom þá varð ég alltaf að fara nær henni með símann til að ná almennilegri mynd og þá hennti hún sér á bakið til að snýkja klór.


Þetta var eina almennilega myndin sem ég náði af henni sem sýnir hana alla, hinar komu svona út...


Svo hitti ég reyndar ferlega sæta kisu þarna líka


Anyhow, þá átti ég s.s. afmæli síðasta laugardag, orðin alveg 24 ára gömul :S en í tilefni dagsins ákváðum við að nota gjafabréfið sem við fengum af karlakvöldi fáks. Við s.s. fórum á hótel Selfoss þar sem við áttum gistingu og þriggja rétta málsverð, geðveikt góður matur og læti ! Svo gerðumst við svo fræg að fara í Selfossbíó, örugglega minnsta bíósal landsins að sjá myndina Matador með Pierc Brosnan (man ekki alveg hvernig það er skrifað), ferlega góð mynd, mæli með henni :)
Svo gengu páskarnir sinn vanagang, kíktum í bíltúr, fórum á hestbak og fórum svo í mat til pabba og bara gaman. Í gær fórum við svo með Artemis hans Valda líka austur til Söru frænku hans í þjálfun og sjá hvort það gangi upp að koma henni í sýningu, hún er mjög lofandi og spennandi. Svo kíktum við aðeins á Blesa og hann er bara í góðum gír, ferlega spennandi sumar í vændum ! En jæja núna er það próflestur og meiri próflestur.

laugardagur, apríl 15, 2006

hátíðisdagur

Já hún litla ég á afmæli í dag !!!!!
Orðin alveg 24 ára gömul, dísess hvað tíminn líður hratt !

Anyways, gleðilega páska á morgun :D

laugardagur, apríl 08, 2006

smá breyting

Á sjáfri mér, fór í litun í dag og ákvað að breyta pínulítið til, hvernig lýst ykkur á afraksturinn ?

Svona var ég fyrir



Og svona er ég í dag :)



mánudagur, apríl 03, 2006

spurning

Jæja hvaða hreinræktaða tegund haldið þið að þetta sé ?

sunnudagur, apríl 02, 2006

smá pæling

Þegar ég var að sofna í gærkveldi fór ég einhverra hluta vegna að hugsa um fjárhunda og þjálfun þeirra. Eins og flestir sem þetta lesa vita á ég fjárhund sem ég nota til vinnu, en hún hefur verið þjálfuð í hrossum og er því eiginlega of hörð við kindur. Ég hef notað hana á kindur, til þess að reka þær úr túnum og svona, og það er lítið mál fyrir mig að stjórna henni og hún hefur gott auga, en ég held að ég myndi ekki þora að nota hana í stórri smölun þar sem ég þyrfti að senda hana langt frá mér því þá get ég ekki eins vel fylgst með því að hún grípi ekki í rollurnar sem hún þarf náttúrulega oft að gera við hrossin. Hundarnir meiga nefninlega ekki grípa í lömbin sem eru á leið til slátrunar því áverkinn skemmir kjötið og það lækkar um flokk fyrir vikið og bóndinn fær ekki eins mikið fyrir það. Einnig í fjárhundakeppnum þá fá hundar refsistig fyrir það að grípa í rollurnar og það telst yfirleitt óæskilegt þó svo að það geti verið nauðsynlegt á stundum.

En fjárhundar eru náttúrulega notaðir til þess að smala fleiru heldur en rollum bara, þeir eru notaðir á hesta, nautgripi og jafnvel alifugla (gæsir og endur), og margir þjálfarar og ræktendur sem byrja með unghundana sína á öndum. En ef að hundur færi í að taka í önd þá færi náttúrulega allt í háaloft því endur og gæsir eru ekki náttúruleg hjarðdýr og sækja því ekki í að vera í hóp, og eru þ.a.l. erfiðari í smölun og hundurinn verður að einbeita sér mun meira að missa þær ekki frá sér.

Flestir sem eru að nota fjárhunda í rollur mæla gegn því að venja þá við hesta líka því þá verða þeir of harðir við rollurnar og allt fer í steik. Ætli maður gæti notað hund sem notaður er í hross, á endur eða fugla til að kenna honum að stökkva ekki í fuglana svo maður geti notað hann þar á eftir í rollur ???

Pæling Dagsins

Hvað haldið þið ?