sunnudagur, apríl 02, 2006

smá pæling

Þegar ég var að sofna í gærkveldi fór ég einhverra hluta vegna að hugsa um fjárhunda og þjálfun þeirra. Eins og flestir sem þetta lesa vita á ég fjárhund sem ég nota til vinnu, en hún hefur verið þjálfuð í hrossum og er því eiginlega of hörð við kindur. Ég hef notað hana á kindur, til þess að reka þær úr túnum og svona, og það er lítið mál fyrir mig að stjórna henni og hún hefur gott auga, en ég held að ég myndi ekki þora að nota hana í stórri smölun þar sem ég þyrfti að senda hana langt frá mér því þá get ég ekki eins vel fylgst með því að hún grípi ekki í rollurnar sem hún þarf náttúrulega oft að gera við hrossin. Hundarnir meiga nefninlega ekki grípa í lömbin sem eru á leið til slátrunar því áverkinn skemmir kjötið og það lækkar um flokk fyrir vikið og bóndinn fær ekki eins mikið fyrir það. Einnig í fjárhundakeppnum þá fá hundar refsistig fyrir það að grípa í rollurnar og það telst yfirleitt óæskilegt þó svo að það geti verið nauðsynlegt á stundum.

En fjárhundar eru náttúrulega notaðir til þess að smala fleiru heldur en rollum bara, þeir eru notaðir á hesta, nautgripi og jafnvel alifugla (gæsir og endur), og margir þjálfarar og ræktendur sem byrja með unghundana sína á öndum. En ef að hundur færi í að taka í önd þá færi náttúrulega allt í háaloft því endur og gæsir eru ekki náttúruleg hjarðdýr og sækja því ekki í að vera í hóp, og eru þ.a.l. erfiðari í smölun og hundurinn verður að einbeita sér mun meira að missa þær ekki frá sér.

Flestir sem eru að nota fjárhunda í rollur mæla gegn því að venja þá við hesta líka því þá verða þeir of harðir við rollurnar og allt fer í steik. Ætli maður gæti notað hund sem notaður er í hross, á endur eða fugla til að kenna honum að stökkva ekki í fuglana svo maður geti notað hann þar á eftir í rollur ???

Pæling Dagsins

Hvað haldið þið ?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fer alveg örugglega bara eftir lundarfari hundsins og hversum vanur hann er alifuglum.
Sumum hundum finnast vidbrögd fuglanna bara fyndin. Púki er hardur í hrossum en mjög gódur í kindum og fuglum.