er þetta. Ég á afar undarlegan hund. Hef reyndar lengi vitað það, en undanfarið hef ég fengið endanlega staðfestingu á því. Á laugardaginn tók ég eftir því að spenarnir á henni væru orðnir stífir, nokkuð stórir (þessir öftustu) og fullir af mjólk...
Hún ætlar semsagt að viðhalda þessari venju sinni sem hún virðist komin með að fara á gerfióléttu eftir lóðarí (hefði svosem alveg passað m.v. lóðarí að hún hefði verið að gjóta núna) og mjólka sig svo sjálf, undarleg tík þar á bæ. Kanski ætti ég að gefa henni mjólk með matnum og þá myndi hún hætta þessu. En við kíktum s.s. til dýralæknis í gær og fengum aftur mjólkurstoppandi lyf, en aðalástæðan fyrir því að ég fór með hana var sú að hún var með töluvert miklar júgurbólgur um helgina, sem ég var reyndar aðeins búin að ná að mjólka úr henni eitthvað, en þegar dýralæknirinn skoðaði hana þá var hún ekki viss hvort það væri bara júgurbólga þarna heldur vildi hún athuga þegar mjólkin er farin hvort það sé byrjunarmyndun á beri þarna. Litla skottan mín gæti verið komin með æxli, þ.a. hún gæti þurft að fara í aðgerð til að fjarlægja það, og jafnvel í ófrjósemisaðgerð til að stöðva þessa gerfióléttuáráttu hennar. Aumingja litla skottan mín, en það kemur allt í ljós.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hehe alltaf jafn uppátækjasöm tík þar á bæ ;)
Skrifa ummæli