Jæja það er nú frekar lítið að frétta af mér í augnablikinu, eyði öllum dögum í að sitja og læra en það fer að styttst í prófið. Hundafimin er byrjuð aftur af krafti, erum reyndar búin að færa okkur úr reiðhöllinni í Andvara og niður í Gust, sem er ekki slæmt í þessum vetrarkulda því Gustarahöllin er upphituð. Síðasta sunnudag dró ég svo Gyðju hennar Möggu með mér í sýningarþjálfun, því planið er að sýna hana á marssýningunni. Hún stóð sig rosalega vel :D
Það er enn verið að byggja í hesthúsinu og stefnir í að það verði ekki tekið inn fyrr en í seinnipart febrúar eða jafnvel í mars. Það er svosem í lagi mín vegna því það er ágætt að maður þurfi ekki að hafa samviskubit yfir því að ná ekki að sinna hrossunum vegna námsins eða að ná ekki að sinna náminnu vegna hrossana. Gobbisarnir bíða þá bara í haganum í góðu yfirlæti. Svo er planið að sjá hvort ég komist kanski á járningarnámskeið svo maður viti nú kanski eitthvað hvað maður er að gera ef maður ætlar að reyna að járna hrossin eitthvað sjálf.
Anyhow... bækurnar kalla
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég bara verð að spyrja.. er allt í lagi fyrir hestana að vera úti í þessum KULDA og þessu ógeðslega veðri sem Ísland getur látið yfir mann vaða?? Ég keyri fram hjá hestum í haga á hverjum degi og vorkenni þeim alltaf svo að vera fastir úti.. á maður kannski ekkert að vorkenna þeim??
Við verðum að fara að hafa hitting:)
Já, það er í góðu lagi enda eru þeir með þykkari vetrarfeld en husky (sem eiga að þola -50°), það sem þarf að hafa aftur á móti er eitthvað skjól, en það er ekki gott fyrir þá að vera að blotna og frjósa aftur og aftur því þá geta þeir fengið hnjóska.
En já, hittingur er algjört must ! Þurfum að fara að finna okkur tíma til þess :D
Skrifa ummæli