Já það er nú ekki hægt að segja að maður hafi verið duglegur að blogga undanfarið en mikið hefur gerst síðustu vikurnar.
Magga systir átti afmæli um síðustu helgi, er orðin alveg 22 ára (geðveikt stór sko ! ;)) og það var haldin sameiginleg afmælisveisla í Mýrarkotinu fyrir hana og Guðlaug sem varð 6 ára. Það var mikið gaman og mikið fjör, fullt af fólki, svaka veitingar, trampólín og endalaust fjör.
Undanfarna viku er ég búin að eyða öllum stundum sem ég er ekki í vinnunni á leiðbeinandanámskeiði hjá HRFÍ sem er hluti af því að verða viðurkenndur leiðbeinandi á vegum þeirra. Það eru tvær sænskar sem eru hér á landi núna til að kenna og maður sýgur í sig þekkingu þeirra, bara gaman (enda er önnur með border collie úti s.s. mín kona !)
Svo er maður bara búinn að vera að vinna eins og *blííííp*, og saknar þess þetta sumarið að vera ekki í útivinnu. Veðrið er búið að vera eins og við miðjarðarhafið undanfarna marga daga og sumarfötin eru formlega komin úr geymslunni, þ.a. maður gæti verið búinn að taka smá lit áður en við förum til Hollands.
Já og svo langaði mig að sýna ykkur frökenina okkar Valda, sem við stefnum á dóm í haust með, kíkið endilega á hana
miðvikudagur, júlí 04, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Hehe loksins komin í fullorðins tölu ég þarf að senda ykkur myndirnar af Valda á trampolíninu
Hún er svo falleg hún Artemis! En núna þegar Magga er orðin fullorðin þá ættum við kanski að prufa að kíkja með hana á djammið ;) Hehe til hamingju með litlu systir :)
Úhhh - ætlið þið skötuhjúin að skella ykkur á HM í ágúst???
ISSSS það er nú búið að vera á planinu frá því síðasta haust (förum saman stór hópur og erum með sumarbústað) þ.a. mann er búið að hlakka til aðeins of lengi, en það er nú orðið ansi hreint stutt í þetta vííííííí
Skrifa ummæli