mánudagur, desember 31, 2007

Hér með lýsi ég stríði á hendur öllum þeim



Sem finnst geðveikt sniðugt að vera að sprengja flugelda um miðja nótt, 30 des. þegar maður liggur andvaka og pirraður upp í rúmi og á að fara á fætur fyrir 7 um morguninn. Ef það varst þú sem gerðir þetta þá erum við sko ekki lengur vinir !

fimmtudagur, desember 27, 2007

Jólakveðja


Gleðileg jól !

Ég veit að það er kominn 27. des og nokkrir dagar síðan aðfangadagur var en ég hef hreinlega ekki nennt að setjast niður og opna tölvuna yfir hátíðirnar. Jólin voru að venju stórgóð, byrjuðu reyndar nokkuð snemma þar sem að fyrsta jólaboðið var 21. des. Síðan hefur maður verslað, borðað, sofið og farið á hestbak. Pretty much my last 5 days...

Núna er ég SVO ÞREYTT !!! Fór á fætur fyrir 7 í morgun (reyndar nánast kl 7, bara flottara að segja að ég hafi farið á fætur fyrir 7) og að venju þá lærir maður aldrei af reynslunni og við skötuhjúin náðum að snúa sólarhringnum við ansi vel á svona fáum dögum. Þess vegna sofnaði ég ekki fyrr en eftir 3 þó ég hafi farið í rúmmið fyrir miðnætti... Ég sofna þá allavegana snemma í kvöld ! En á meðan þá keyri ég á 20 % getu enda orkulaus með eindæmum og ekki hjálpar myrkrið.

Annars erum við búin að taka inn og farin að ríða út. Það er eintóm hamingja með það á þessum bænum enda vonast ég til að lenda ekki aftur í vetri eins og síðasta vetri þar sem þau örfáu hross sem við tókum inn komu ekki fyrr en í lok mars byrjun apríl. Annars bættist aðeins við í fjölskylduna hjá okkur þar sem að á dögunum komu mæðgin sem búa núna í hesthúsinu, en það eru þau Þoka og Púki. Þoka er mamma Púka og koma þau frá Svönu vinkonu þar sem Þoku og hennar læðu linnti ekki nógu vel. Þau ætla að standa sig vel í að losa okkur við músapláguna sem virðist hafa tekið sér bólfestu í hlöðunni hjá okkur. En ég náttúrulega kvarta ekki yfir fjölguninni en N.B. ég bað ekki um þau heldur var það mamma ;)

Þoka hin gráa loðna læða

Púki svarti jólaköttur
En jæja þá er kaffipásan mín búin og ég þarf að halda áfram að vinna.

laugardagur, desember 15, 2007

Jólin nálgast...

Óðfluga, eða eins og óð fluga.

Prófið mitt kláraðist loksins, núna get ég strokað út alla JAVA þekkinguna úr hausnum á mér hið snarasta :D

Annars er bara gott að frétta, jólin nálgast, hestarnir komnir a hús (og líta út eins og ísbirnir, Gosi minn þá sérstaklega), búið að járna, fara skeyfnasprettinn á öllu dótinu og allt. Ég skellti mér á Gosa minn í gær, það var stormviðvörun um landið allt (var samt bara soldill vindur, enginn stormur) og þrumur og eldingar í ofanálag. En það var allt í góðu.

Svo skellti maður sér náttúrulega uppeftir í dag, naut þess að geta dúllast í hesthúsinu allan daginn, átti aðeins við Skjónu mína líka, en hún hefur orðið soldið útundan í stóðinu mínu og hún skal vera tamin. Annars er hún svo róleg og stapíl að hún er nánast eins og hún sé orðin tamin...

Mynd af henni sem var tekin í upphaf ársins, hún er soldið fótógenísk

Svo bættist aðeins við í fjölskylduna í dag, ég og Dóra fórum á Kjalarnesið til Svönu og tvær af kisunum hennar eru núna fluttar í hesthúsið til mín. Ég er alveg himinlifandi með þær og þær eru akkúrat það sem ég var að leita að, þvílíkt hundvanar og láta forvitnina í hundunum ekkert á sig fá. Þær fá að gista þessa nóttina inn í kaffistofu (allt dótið þeirra þar inni, matur, sandur og svona) svo fá þær að vera bara þar sem þær vilja, maður er svo mikið þarna uppfrá að þeim á lítið eftir að leiðast. Ég ætla að reyna að muna að taka með mér myndavélina upp í hesthús á morgun og þá kanski næ ég góðum myndum af þeim.