Gleðileg jól !
Ég veit að það er kominn 27. des og nokkrir dagar síðan aðfangadagur var en ég hef hreinlega ekki nennt að setjast niður og opna tölvuna yfir hátíðirnar. Jólin voru að venju stórgóð, byrjuðu reyndar nokkuð snemma þar sem að fyrsta jólaboðið var 21. des. Síðan hefur maður verslað, borðað, sofið og farið á hestbak. Pretty much my last 5 days...
Núna er ég SVO ÞREYTT !!! Fór á fætur fyrir 7 í morgun (reyndar nánast kl 7, bara flottara að segja að ég hafi farið á fætur fyrir 7) og að venju þá lærir maður aldrei af reynslunni og við skötuhjúin náðum að snúa sólarhringnum við ansi vel á svona fáum dögum. Þess vegna sofnaði ég ekki fyrr en eftir 3 þó ég hafi farið í rúmmið fyrir miðnætti... Ég sofna þá allavegana snemma í kvöld ! En á meðan þá keyri ég á 20 % getu enda orkulaus með eindæmum og ekki hjálpar myrkrið.
Annars erum við búin að taka inn og farin að ríða út. Það er eintóm hamingja með það á þessum bænum enda vonast ég til að lenda ekki aftur í vetri eins og síðasta vetri þar sem þau örfáu hross sem við tókum inn komu ekki fyrr en í lok mars byrjun apríl. Annars bættist aðeins við í fjölskylduna hjá okkur þar sem að á dögunum komu mæðgin sem búa núna í hesthúsinu, en það eru þau Þoka og Púki. Þoka er mamma Púka og koma þau frá Svönu vinkonu þar sem Þoku og hennar læðu linnti ekki nógu vel. Þau ætla að standa sig vel í að losa okkur við músapláguna sem virðist hafa tekið sér bólfestu í hlöðunni hjá okkur. En ég náttúrulega kvarta ekki yfir fjölguninni en N.B. ég bað ekki um þau heldur var það mamma ;)
Þoka hin gráa loðna læða
Púki svarti jólaköttur
En jæja þá er kaffipásan mín búin og ég þarf að halda áfram að vinna.
2 ummæli:
hehe mínir daga eru hafa bara líkst þínum rosalega mikið fyrir utan hestaferðirnar ;).
En mikið rosalega er læðan falleg. Til lukku með þau aftur segi ég bara.
Bestu kveðjur Kata
Hvaða hvaða það er nú hægt að bæta úr hestaferðaleysinu ;)
Skrifa ummæli