Óðfluga, eða eins og óð fluga.
Prófið mitt kláraðist loksins, núna get ég strokað út alla JAVA þekkinguna úr hausnum á mér hið snarasta :D
Annars er bara gott að frétta, jólin nálgast, hestarnir komnir a hús (og líta út eins og ísbirnir, Gosi minn þá sérstaklega), búið að járna, fara skeyfnasprettinn á öllu dótinu og allt. Ég skellti mér á Gosa minn í gær, það var stormviðvörun um landið allt (var samt bara soldill vindur, enginn stormur) og þrumur og eldingar í ofanálag. En það var allt í góðu.
Svo skellti maður sér náttúrulega uppeftir í dag, naut þess að geta dúllast í hesthúsinu allan daginn, átti aðeins við Skjónu mína líka, en hún hefur orðið soldið útundan í stóðinu mínu og hún skal vera tamin. Annars er hún svo róleg og stapíl að hún er nánast eins og hún sé orðin tamin...
Mynd af henni sem var tekin í upphaf ársins, hún er soldið fótógenísk
Svo bættist aðeins við í fjölskylduna í dag, ég og Dóra fórum á Kjalarnesið til Svönu og tvær af kisunum hennar eru núna fluttar í hesthúsið til mín. Ég er alveg himinlifandi með þær og þær eru akkúrat það sem ég var að leita að, þvílíkt hundvanar og láta forvitnina í hundunum ekkert á sig fá. Þær fá að gista þessa nóttina inn í kaffistofu (allt dótið þeirra þar inni, matur, sandur og svona) svo fá þær að vera bara þar sem þær vilja, maður er svo mikið þarna uppfrá að þeim á lítið eftir að leiðast. Ég ætla að reyna að muna að taka með mér myndavélina upp í hesthús á morgun og þá kanski næ ég góðum myndum af þeim.
laugardagur, desember 15, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli