Já, ég er lélegur bloggari og ég veit það, get lítið að því gert en kenni alltaf einhverju tímaleysi um...
Annars er hellingur búinn að gerast "síðan síðast", veit að ég hef sagt það áður.
Núna sit ég allavegana upp í sófa að njóta þess að gera ekki neitt, undir sæng að horfa á The Mask (smá nostalgíufílingur í gangi) og planið um helgina er að slappa af, sofa út, fara í ræktina (ef löppin leyfir), klára heimaverkefnið í forritun og leika mér. Það áhugaverðasta kanski sem gerst hefur núna er að mamma og Unnar drifu sig loksins í því að gifta sig, athöfnin fór fram fyrir viku síðan, á 40 afmælisdegi Unnars (hann man það þá líka alltaf hvenær þau eiga brúðkaupsafmæli) og svo á laugardeginum var haldið upp á afmælið með einni skemtilegustu veislu sem ég hef farið í. Kvöldið var æðislegt, fólk kom af öllu landinu og jafnvel erlendis frá. Það var þó ekki fyrr en á kvöldinu að því var uppljóstrað að þau væru gift ( þeim tókst þó samt ekki að halda því alveg leyndu fyrir öllum en þetta kom þó flestum á óvart). Einnig var því uppljóstrað að ég væri orðin Unnarsdóttir en það er nú önnur saga.
Mamma og Unnar, innilega til hamingju með allt :D
Það er líka búið að vera nóg að gera í hundaskólamálunum, búin að vera að kenna eitthvað nánast á hverju kvöldi, vera á fyrirlestrum og það ætlar lítið sem ekkert að fara að hægjast á í þeim málum á næstunni. Það er töluvert um pælingar og hræringar i kringum mig núna en lítið að gerast hjá mér akkúrat í augnablikinu en það breytist nú vonandi "some day soon". Ég myndi allavegana ekki kvarta yfir því ef það bættist við hvolpaskott á heimilið ;)
Voðalega verður maður alltaf andlaus þegar maður loksins gefur sér tíma til að rita eitthvað niður svona...
later
p.s. finnið þið okkur Flugu á þessum lista
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
hæ silja
hvolpaskott ??????????
nei nú verður sest ofan á þig á þriðjudagin ; )
Uss uss
Nafnlaus komment, gat nú verið, nú verð ég svo forvitin !!!
Skrifa ummæli